Þjóðviljinn - 29.07.1972, Síða 12
DJÚDVIUINN
Laugardagur 29. júli 1972.
Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna
29. júli til 4. ágúst er i Lyfja-
búðinni Iðunni og Garðs
Apóteki. Næturvarzla er i Stór-
holti 1.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar'
eru gefnar I simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Slysavaröstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Saigon-herinn fer
halloka í QuanTri
Hafnbann og loftárásir eiga
að svelta Norður-Yíetnama inni
SAIGON 28/7 — Saigon-herinn
hörfaði i dag út úr kastalavirkinu
i Quang Tri og eftirlét það þjóð-
frelsishermönnum eftir margra
daga bardaga. Hermenn úr
stjórnarhernum i Suöur-Vietnam
eru nú utankastalamúranna og
hafa skipun um að vinna virkið.
Sveit úr stjórnarhernum tókst að
vinna borgina Hoai An i strand-
héraðinu Bihn Dihn um miðbik
Suður-Vietnams.
Hermálaráðuneytið bandariska
greinir svo frá að hafnbannið á
Norður-Vietnam og hinar viðtæku
loftárásir á vegi, bryr og járn-
brautir hafi leitt til þess að nú
berist til landsins aöeins sem
svarar tiunda hlutanum af þvi
vörumagni sem flutt var inn að
staðaldri fyrir 3 mánuðum. Ekk-
ertskip hafi komizt inn fyrir tund-
urdúflalagnir Bandarikjamanna
úti fyrir Norður-Vietnam.
Bandariska kvikmyndaleik-
konan Jane Fonda var gestur
Ilanoi-stjórnarinnar i Norður-
Vietnam fyrir skemmstu og
gafst þá kostur á að lita á
stiflugarða sem bandariskar
flugvélar höfðu varpað
sprengjum á. Hún kom fram i
útvarpinu i Hanoi og fordæmdi
skipulagðar árásir á sjúkra-
húsi, skóla og áveitukcrfi
landsins. Myndin sýnir leik-
konuna virða fyrir sér loft-
varnabyssu i Vietnam.
Nixon ber af sér
fólskuverkin
WASHINGTON 28/7 — Nixon
Bandarikjaforseti boðaði i skyndi
til blaðamannafundar á fimmtu-
dagskvöld til að bera af sér ásak-
Stuðningur
WASHINGTON 27/7 — Tvö
bandarisk verkalýðsfélög hafa
hvatt meðlimi sina sem eru nær
hálf miljón talsins til að styðja
frambjóðanda Demókrata til for-
setakjörs, George McGovern. Er
hér um að ræða samband verka-
manna i vefjariðnaði og hjúkrun-
arsambandið.
anir um loftárásir á áveitukerfin i
Norður-Vietnam. Nixon réðst
með dólgslegu orðbragði að
Waldheim aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir
hógvær ummæli hans um spreng-
ingarnar. bó játaði Nixon að
„minniháttar skemmdir hefðu
orðið á þýðingarlitlum hlutum
stiflugarðanna”, en neitaði þvi að
loftárásum væri að þeim beint.
Forsetinn fór með margar tölur
um hervirki Norður-Vietnama i
Suður-Vietnam og talaði um
„villimannlega innrás”, en gat að
engu eyðileggingar sem banda-
riski herinn vinnur á landinu.
Verkfall hafnarverkamanna i Bretlandi algert
Brezka stjórnin
kvíðir
efnahagserfiðleikum
LONDON 28/7 — Allir hafnar-
verkamenn Bretlands, 42 þúsund
að tölu.hófu i dag verkfall sem
lokar öllum höfnum i landinu; er
Kínverjar staðfesta
fregnir um lát Líns
ekki búizt við skjótri lausn á deil-
unni, og samningaviðræða milli
leiðtoga hafnarverkamanna og
atvinnurekenda hefst i fyrsta lagi
á mánudaginn.
Er nú óttazt að miklir erfiðleik-
ar komi upp i brezku atvinnulifi,
ef ekki verður samið við hafnar-
verkamennina, þvi að stöðvun
innflutnings mundi leiða til hrá-
efnisskorts i iðnaðinum. Brezka
stjórnin kviðir þvi að vinnudeilan
veiki efnahagslifið og geti falið i
sér hættur fyrir hið „fljótandi”
pund á gjaldeyrismörkuðum.
Brezka stjórnin ihugar þvi
hvort hún eigi ekki að lýsa yfir
„undantekningarástandi” til að
geta sett hermenn til uppskipun-
arstarfa.
Um 500 skip biða nú fyrir utan
brezkar hafnir eftir þvi að verk-
fallið leysist. Einhver skipanna
verða sjálfsagt semd til hafna á
meginlandinu, en flest munu biða
áfram.
Brezku blöðin gátu komið út i
dag eftir margra dagaverkfall
prentaranna. Töldu þau að hafn-
averkfallið gæti truflað efnahags-
lifið verulega og ef til vill neytt
rikisstjórnina til að huga að nýj-
um kosningum. Ihaldsblaðið Dai-
ly Telegraph skrifaði i þessu
sambandi um skipulagningu af
hálfu kommúnista.
Eitt af sendiráðum Kin-
verska alþýðulýðveldisins
hefur nú loks staðfest orð-
róminn um slysalegt andlát
Lín Piao, eins af forystu-
mönnum kínverska komm-
únistaflokksins, og vélræði
hans gagnvart Maó for-
manni. Sem ,,náinn vopna-
bróðir" AAaós var Lin út-
nefndur eftirmaður for-
mannsins á flokksþingi
1969. Tveimur árum siðar
er hann allur, og enn ári
eftir það fær hann þau op-
inberu eftirmæli sem til er
vitnað hér á eftir. Lín Piao
varð 63ja ára gamall.
ALGEIRSBORG 28/7 — Kin-
verska sendiráöið i Alsir staðfesti
opinberlega i dag að Lin Piao,
fyrrverandi hermálaráðherra
Kina og „eftirmaður Maós for-
manns” hafi farizt i flugslysi 12.
september i fyrra yfir Mongóliu.
Hafði hann þá gert tilraun til að
ráða sjálfan formanninn af dög-
um, en það farið út um þúfur.
í yfirlýsingu sem sendiráðið gaf
tveimur alsirskum blaðamönnum
og itrekaði gagnvart Reuter-
fréttastofunni segir svo m.a.:
Lin Piao-málið endurspeglar
baráttu milli tvenns konar höfuð-
stefnu sem lengi hafði þróazt inn-
an kinverska kommúnistaflokks-
ins. Lin gerði sig sekan um mis-
tök hvað eftir annað og Maó var
honum oft ósammála. Stundum
var sett ofan i við Lin og gat hann
þá unniö margt til þarfa. Meðan i
hinni miklu menningarbyltingu
öreiganna stóð lézt hann styðja
hugsanir Maós formanns og rak
fyrir þeim áróður. Þannig tókst
honum að blekkja almenning og
verða arftaki Maós. En hann var
maður sem lék tveim skjöldum og
barðist i reynd gegn byltingar-
stefnu Maó Tse-tung og þeirri
byltingarsinnuðu utanrikisstefnu
sem hann mótaði, einkum eftir 9.
flokksþingið. Lin rak flokksfjand-
samlega starfsemi i þeim tilgangi
aö taka völdin i flokki, stjórn og
her.
Maó Tse-tung kom upp um
samsæri Lins og stöðvaði aðgerð-
ir hans. Maó reyndi að leiða hann
aftur á rétta braut, en Lin breytti
ekki öfugsnúnu eðli sinu. Hann
gerði tilraun til stjórnarbyltingar
og reyndi að stytta Maó aldur.
Þegar áform hans splundruðust
flúði hann i flugvél i átt til Sovét-
rikjanna en vélin hrapaði á leið-
inni.
Fregnir berast um að fleiri
sendiráð, svo og háttsettir menn i
Peking, leysi nú frá skjóðunni um
háttsemi Lins.
Viðræður um viður-
kenningu á
A-Þýzkalandi
HELSINGFORS 28/7 — A
mánudaginn hefjast viðræður i
Helsingfors milli fulltrúa Finn-
lands og Austur-Þýzkalands um
stjórnmálasamband milli land-
anna. Ef jákvæður árangur næst
verður Finnland fyrsta „vest-
ræna” rikið sem viöurkennir
Austur-Þýzkaland. Finnland hef-
ur hingað til hvorki haft stjórn-
málasamband við Vestur- né
Austur-Þýzkaland, en skipzt við
þau á verzlunarsendinefndum
með föstu aðsetri i höfuðborgum
landanna.
N áttúruhamf arir
á Filippseyjum
MANILA 28/7 — Mikil úrkoma
olli nýjum flóðum á Luzon á
Filippseyjum i dag, og versnaði
við það enn aðstaða hinna mörgu
sem urðu fyrir búsifjum vegna
flóðanna i siðustu viku. Hjálpar-
starfsemi hefur torveldazt vegna
vegaskemmda. Nokkrir hafa far-
izt i skriðuföllum.
Flóðin i vikunni sem leið komu i
kjölfar fellibyls, gerðu yfir tvær
SATAN
Það eru fjölbreytt nöfnin á tán-
ingahljómsveitunum sem keppa
um titilinn Táningahljómsveit
landsins númer 1 á Húsafells-
hátiðinni um verzlunarmanna-
helgina. Þær heita:
Satan,Goðá (frá Grimsstöðum
á Fjöllum),Skóhljóð, Nýrækt og
Námsfúsa fjólan.
Það eru ófáar hljómsveitirnar,
sem hafa byrjað sinn frægðarferil
upp undir Eiriksjökli t.d. Nafnið
og Gaddavir. En sem sagt —
þessar keppa um titilinn laugar-
dagskvöldið 5. ágúst.
miljónir manna heimilislausar,
og um 250 manns drukknuðu eða
fórust með öðrum hætti. Gizkað
hefur veriö á að tjón á mannvirkj-
um og eigum nemi um 80 miljörð-
um króna. Flóð þessi eru hin
mestu á Filippseyjum á þessari
öld.
Sadat hafnar
viðrœðum
KAIRO 28/7 — 1 ræðu fyrir
stúdenta við háskólana i
Alexandriu á fimmtudagskvöld
visaði Sadat Egyptalandsforseti
frá tilboði Goldu Meir um beina
samninga til að leysa deilumálin i
Austurlöndum nær. Þetta er
gildra sem mundi leiða til ófarn-
aðar fyrir okkur sagði Sadat.
Hann lá Bandarikjamönnum á
hálsi fyrir að styðja slikar viö-
ræður, en dæla um leið vopnum i
Israelsmenn. — Hvernig ætti það
að vera unnt að semja á meðan
hlutar af landi okkar eru hersetn-
ir?