Þjóðviljinn - 10.08.1972, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Qupperneq 12
yúDvium Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 29. júli til 4. ágúst er i Lyfja- búðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Næturvarzla er i Stór- holti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Norskir sjó- menn okkur vinsamlegri en danskir Kaupmannahöfn /Osló 9/8. Danska fiskimannasambandið er enn sem fyrr harðasti andstæðingur okkar ísiendinga á Norður- iöndum, hvað útfærslu landhelginnar viðvikur. í gær barst dönsku stjórninni áskorun frá samband- inu um að mótmæla útfærslunni kröftuglega, og talsmenn fiskimannanna kváðust í dag vera von- sviknir sakir dræmra viðbragða stjórnvalda. Christian Thomsen, sjávarút- vegsmálaráöherra Dana, kvaöst i dag ekkert vilja segja um mál þetta að svo stöddu, en sagði það myndu verða tekið til umræöu á fundi ráðherra rikissljórnar- innar. VKSTUR-bÝZKALANI) og Dan- mörk kepptu i handknattlcik um helgiua. Fyrri leikurinn endaði S- 8, cii sá siöuri 17-10 V-Þjóðverjum i v í I. MARK SI’ITZ (USA) setti heims- inet i loo m skriösundi um li'elg- ina, lékk timann 51,47 og .lohn lleneken (USA) selti heimsmet i 200 111 hringusundi á 2.22.79. Dönsku fiskimennirnir hafa beðið félaga sina i Noregi og Sviþjóð að taka þátt i sameigin- legum aðgerðum gegn Islend- ingum. Þeim tilmælum hefur enn ekki verið svarað, og að sögn norsku íréttastofunnar NTB er næsta óliklegt að norskir fiski- menn muni láta hafa sig til slikra aðgerða. Hins vegar hafa þeir larið þess á leit við stjórnina, að hún reyni á einhvern hátt að draga úr óæskilegum áhrifum af útfærslu islenzku landhelginnar, og ráðherrar sjávarútvegs og utanrikismála sátu fund i dag með lulltrúum sjómanna og út- gerðarmanna og ræddu þar af- stöðu Norðmanna. Biskupapar F ischers dugði ekki til Spasski þvingaði fram jafnteflið með fallegri fléttu Það fór sem menn grunaði, að tólfta skákin yrði jafntefli. Er umslagið með biðleiknum hafði veriðopnaðkom i ljós, að Fischer hafði leikið Dc6 i biðleiknum eins og flestir höfðu reiknað með. Það kom hinsvegar i ljós, að Spasski hafði tilbúna örugga vörn sem neyddi Fischer til að láta af hendi biskupaparið, en við það hurfu yfirburðir hvits ef nokkrir voru úr stöðunni. Þeir félagar voru þó ekkert að flýta sér að semja jafnteflið og tefldu ellefu leiki til viðbótar áður en þeir sömdu. t fimmtugasta og öðrum leik laumaði Spasski einfaldri fléttu á Fischer sem leiddi til þess, að hann vann peð, en þá kom fram endatafl með mislitum biskupum og sömdu þvi keppendur um jafn- tefli. Fyrri hluta einvigisins er þar með lokið, og hefur Fischer for- 12. EINVIBISSKÁKIH ■ ■ einvigsskákin fer svo fram i kvöld, og hefur Spasski hvitt, og verður fróðlegt að sjá hvort þeir tefla Sikileyjarvörnina aftur og þá hverjar endurbætur Fischer hefur fundið frá elleftu skákinni. Lothar Schmidt yfirdómari tekur saman taflmennina aö lokinni skákinni. ustu með sjö vinninga gegn fimm vinningum Spasskis. Þrettánda 41. Dc(i 42. Be5 43. I)a8 44. Bxfli 45. Df3 46. g4 47. Kg2 48. Hcl 49. Ilal 50. Hcl 51. gxf5 52. Hel 53. Kxf2 54. Ke2 55. Kxf3 Jafntefli. Biðleikur Fischers Dc2 Hd2 Kh7 gxf6 f5 De4 Kg6 Ba3 Bb4 Be7 exf5 Hxf2 Bh4 Dxf3 Bxel ólafur Björnsson. Sœnski sjávarútvegsmálaráðherrann: FÆRI EIINS AÐ OG LÚÐYÍK Fréttamaður útvarpsins I Stokkhólmi greindi frá þvi i fréttum útvarpsins i gærkvöldi, að orðsending sænsku rikisstjórnarinnar i tilefni landhelgisút- færslu við ísland yrði mjög varlega orðuð og gengið eins langt til móts við íslendinga og frekast er unnt. Bretland: Atök milli verka- manna og lögreglu fimm hundruð manna lög- regluliös, meö þeim afleið- ingum aó tugir manna særöust og fjölmargir verkamenn voru handtekn- ir. Átökin hófust er yfirvöld skip- uðu ófélagsbundnum verkamönn- um til vinnu viö uppskipun, og sló lögreglan hring um verkfalls- brjótana til aö verja þá. Yfirvöld segja þessar ósvifnu ráöstafanir nauðsynlegar þar eð koma þurfi nauðsynjavarningi til ibúa Hjaltlands og Orkneyja, en þar munu matvæli þvi nær til þurrðar gengin. Vinnuflokkur sem var að grafa fyrir möstrum sem eiga að halda uppi háspennulinum frá Búrfelli, ,-gróf i gær i sundur 28 simalinur sem liggja um Suðurland. Þessi sundurgröftur átti sér stað við Krók i Flóa og var allt Suðurlandsundirlendið austan Selfoss simsambandslaust i gær- kveldi. Ekki var vitað i gær hvenær viðgerð lyki. —ú.þ. LONDON 9/8. í dag sló í harða brýnu milli hafnar- verkamanna i borginni Scunthorpe í Skotlandi og „Við viljum mennina okkar aftur” BELFAST 9/8. Hundruð kaþólskra ungmenna gengu berserksgang i Belfast á Norður-trlandi i dag og réðust á lögreglustöðvar og kveiktu i bilum til að mótmæla þvi, að lög brezku stjórnarinnar um frelsissviptingu án dóms hafa nú verið i gildi um eins árs skeið. Þá söfnuðust kaþólskar konursaman fyrir utan ýmsar lögreglustöðvar, og báru þær spjöld sem á var letrað: ,Nemið lögin úr gildi’ , og ,,Við viljum fá mennina okkar aft- ur’ . Einar Karl Haraldsson frétta- maður rikisútvarpsins i Stokk- hólmi átti i gær viðtal við sjávar- útvegsráðherra Sviþjóðar. Ráð- herrann sagði i viðtalinu að Sviar styddu algerlega þær ráðstafanir sem Islendingar kynnu að gera til þess að friða fiskistofnana um- hverfis landið. Ennfremur kom fram að Sviar munu ekki mót- mæla útfærslu landhelginnar við Island. En það var meginsjónarmið ráðherrans aö Islendingar ættu að biða með útfærsluna til haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Ráðherrann itrekaði enn- fremur, aö hann myndi gera nákvæmlega það sama væri hann i sporum Lúðviks Jósepssonar; jafnvel færa landhelgina út strax fyrir ráðstefnuna. Það kom og fram i viðtalinu að Sviar vona að tslendingar með- höndli vinsamlega hugsanlegar undanþágubeiðnirSvía um veiðar i islenzku landhelginni. — Af viðtali útvarpsins við Bengtson kom greinilega fram að frásagnir fjölmiðla erlendis og hérlendis af mjög fjandsamlegri afstöðu sænsku rikisstjórnar- innar i garð útfærslunnar við Island voru mjög orðum auknar. Sabata fékk 61/2 ár! PRAG 9/8. Dómur féll i gær i máli tékkneskra yfirvalda á hendur prófessor Jaroslav Sabata, fyrrum aðalritara deildar Kommúnistaflokksins i Brno, og hlaut hann hálfs sjö- unda árs fangelsisvist. Eins og aðrirsakborningar i Brno, var prófessor Sabata ákærður fyrir undirróðursstarfsemi. Alfred Cerny, sem fyrrum átti sæti i miðstjórn tékkneska Kommúnistaflokksins, hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir sömu sakir, og fimm menn aðrir voru dæmdir til allt að fimm ára frelsisskerðingar. Kommúnistaflokkur Italiu hefur nefnt réttarhöldin i Tékkóslóvakiu „ofsóknir vegna pólitiskra skoðana”. Allt klappað og klárt hjá Demókrötum: Shriver hlaut samþykki VVASHINGTON 9/8. Flokks- s t j ó r n I) e m ó k r a t a f I o k k s i n s bandariska samþykkti i gær- kveldi útnefningu Sargent Shrivers til varaforsetaefnis með svo gott sein ölluni grciddum at- kvæðum. Allir lielztu forkólfar flokksins, svo sein þeir Edmund Muskie, Edward Kenncdy, Mike Mansfield og Hubcrt Humphrey, voru viðstaddir atkvæðagreiðsl- una. svo seni til að sýna og sanna að flokkurinn stæði nú heill og óskiptur að baki McGovern og varaforsetaefni hans. Þótt Sargent Shriver hafi ekki gegnt kjörnu embætti á póli tiskum ferli sinum, er framboð hans talið munu styrkja 1 McGovern til muna. Hann gat sér gott orð sem fyrsti yfirmaður Friðarsveitanna á árunum 1961 til 1966, og á stjórnarárum Lyndon B. Johnsons var hann skipaður sendiherra i Paris og sat þar til 1970, en þá kvaddi Nixon hann heim. Shriver er kvæntur systur hinna kunnu Kennedybræðra, og sakir þeirra tengda nýtur hann eflaust nokkurs af dýrðarljóman- um um þá fjölskyldu. Auk heldur er hann kaþólikki, en McGovern er mótmælandi, og slikt jafnvægi i trúmálum hefur löngum þótt einkar sigurstranglegt i bandariskri kosningabaráttu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.