Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1972 kvikmyndir „Bjarkarskógur”, Wajda 1971. MYNDIN NÁKVÆM OG HVERFUL • Kvikmyndir Pólverjans Andrzei Wajda eru allvel þekktar hér- lendis. Fram til ársins 1968 höfðu nær allar myndir hans fjallað um liðna tima. „Saklausir töfra- mcnn” ( '60) og þáttur hans i „Ungum elskendum” ('62) voru einu viðfangsefni Wajda úr sam- tiðinni. Styrjaldarþrileikurinn Kynslóðí'SS) Kanal('57)og Aska og dcmantar ( '58) er lang- þekktasta verk hans. „Kram til orustu” ( '65) lýsir hörmungum Pólverja i Napóleonstriðunum. Allar hafa þessar myndir verið sýndar hér. Arið 1967 kvikmyndar Wajda skáldsögu George Andrzejewskis, „Himnahlið”, sem segir frá barnakrossferð á 13. öld. betta var önnur myndin sem Wajda gerði fyrir Júgóslava; hin fyrri var „Lady Macbeth frá Siberiu” ( '62). Eftir þriggja ára fjarveru frá pólska kvikmynda- iðnaðinum kemur Wajda með myndina „Allt er falt” < '68), sem nú er talin marka timamót á ferli hans, en myndin hefur einnig valdið ákveðnum straumhvörfum i pólskri kvikmyndagerð sem var i alvarlegri kreppu um þær mundir. Menn höfðu búizt við þvi að yngri leikstjórarnir reyndust megnugir þess að hefja pólskar kvikmyndir upp úr öldudalnum, en Wajda átti þar allan heiöur af, þótt hann væri kominn á fimmtugsaldur. „Ailt er falt” hefur áður verið getið mjög ýtarlega i Þjóðviljan- um. Þessi stórkostlega mynd var fyrst sýnd hér á Kópavogsvöku og iM.R,- klúbbi i fyrra;en sárafáir munu hafa séð hana. Wajda skrifar þar i fyrsta sinn kvik- myndahandritið sjálfur, og er myndin mjög persónulegt verk, eins konar kveðja til hins látna leikara Zbigniew Cybulskis. Hún 1)6!) Sæhestar lækna sjúkdóma Ýmsar sögur hafa borizt út um heim að undanförnu um kin- verskar lækningaaðferðir, og er þar frægust náiastunguaðferöin, sem vestrænir læknar hafa séð beitt i allstórum stil. Kinverjar hafa til dæmis gamla reynslu af þvi, að úr sæhestum megi gera lyf sem að haldi koma gegn ýmis konar æxlum og viss- um taugasjúkdómum. En sá ljóö- ur er á, að venjulega er erfitt að ná sæhestum, sem hafast við i miklum þangvexti. Þessa hindr- un eru sérfræðingar i Kvantung- héraði að reyna að vinna bug á með sæhestaræktun. Myndin sýnir þá að störfum — þeir eru að leita að aðferðum við að láta fleiri sæhesta lifa við þau gerviskilyrði sem þeim eru sköpuð i ræktunar- stöðinni. fjallar um kvikmyndafók sem er aö biða erftir leikara, sem ekki kemur. Einn úr hópnum, ungur og fjörmikill er skyndilega horf- inn; hann skilur eftir sig langa slóö i hugum fólks, og þjóðsagan um persónuleika hans verður stöðugt sterkari. 1 myndinni varpar Wajda fram hugmyndum sem hafa verið lifsneistinn i list- rænni sköpun hans til þessa, hann reynir að brjótast út úr hinum hefðbundna ramma sem umlukt hefur verk hans, og hann setur fram spurningar um kvikmynda- listina sem hann er enn að reyna að svara i nýjustu myndum sinum. Aður óþekktum við- kvæmnisblæ bregður fyrir i fyrsta skipti i „Allt er falt”, og hann er enn sterkari i nýrri verkum. Athugun Wajda er kimi- leg og persónurnar séðar i góðlát- legu ljósi, oft afarbroslegu. Bitur- leikinn úr fyrri myndum hans hefur nú breytzt i spott á stundum. Og litirnir eru alls ráð- andi. „Fiugnaveiðar” ( 69), nefnist næsta mynd Wajda, og er hin grimmasta gamanmynd. Ung og falleg stúlka hefur sett sér það mark að breyta ósköp venju- legum manni i snilling. Hún nær i þritugan mann, sem er algjörlega kúgaður af konu sinni og tengda- móður. Hann vinnur á útflutn- ingsskrifstofu og skrifar andlaus verzlunarbréf á rússnesku. Hann verður bálskotinn i stúlkunni og hún auglýsir hann upp sem rit- höfund og afburða þýðanda á rússnesku. — Erlendir gagnrýn- endur hafa dáðst m jög að kvik- myndatökunni i þessari mynd sem og reyndar i öllum nýju myndum Wajda. Unga fólkið gerið viðreist um Varsjá, og myndirnar frá borginni eru undurfallegar. 1 „Landslagi eftir orustu” (70) er Wajda aftur horfinn til striðs- áranna, eða réttara sagt til fyrstu ára friðarins. Ungur Pólverji losnar úr einangrunarbúðum nazista á bandariska hernáms- svæði Þýzkalands. Hann hefur beðið alvarlegt tjðn á sálu sinni við þær hörmungar sem hann hefur orðið vitni að. Hann getur aðeins hæðst að fólki og fær dýrs- leg æðisköst. Það sem gerist i kringum hann virðist ekki snerta hann lengur. En afskiptaleysi hans er aðeins djúpt sár haturs og örvæntingar. Hann kynnist stúlku og verður ástfanginn, en hún deyr sviplega. Dauði hennar er honum mikið áfall, en verður um leið til þess að lækna hann. Hann setur bækur sinar upp á kerru og heldur heim á leið til Póllands. „Bjarkarskógur” ( 71) segir frá ungum manni, sem er haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann heimsækir bróður sinn, er býr i skógarvarðarhúsi ásamt litilli dóttur sinni. Þar ætlar hann að eyða siðustu vikum ævi sinnar. Fjórða persóna leiksins er ung stúlka sem bræðurnir hrifast báðir mjög af. — Kvikmyndin er sögð ótrúlega falleg og ljóðræn á að horfa, og litir skógarins og sveitarinnar minna á málverk ýmissa pólskra málara. Nýjasta mynd Wajda heitir „Brúðkaupið” er byggð á leikriti Stanislaw Wyspianskis, sem fyrst var sýnt árið 1901. 1 pólsku timaritshefti nú i vor er stutt grein eftir Wajda sem ber heitið „Fáein orð um kvik- myndir”, og fara kaflar úr henni hér á eftir á lauslegri þýðingu : „Ég legg mest upp úr tilfinn- ingaáhrifum. Kvikmynd sem skirskotar eingöngu til skynsem- innar snertir ekki áhorfendur, og er þvi i reynd gagnslaus. Aðferðin verður að höfða til tilfinninga eigi hún aö hafa tilætluð áhrif, hetjan þarf að vekja tilfinningar. Ein- kunnarorð min eru: Hugþekkar hetjur i stórviðrum lifsins. Það er hægt að gera allt annað með kvikmynd en bókmennta- verki. Engin listgrein er eins alþjóðleg. Hvað vitum við t.d. um japanskar bókmenntir? f raun- inni ekkert. En við höfum séð japanskar kvikmyndir. Þótt þessar kvikmyndir dragi ekki að sér jafn marga áhorfendur og aðrar, þá vitum við vegna þeirra, að Japan er til. Og eins er með mitt land. „Aska og demantar” var sýnd i þessu fjarlæga landi og var þar vel tekið og rétt skilin. Það er miklu erfiðara að drekka i sig pólskar bókmenntir. Auð- vitað fylgdi japönsk þýðing á sögu Andrzejewskis i kjölfar kvik- myndarinnar. Þetta gerist ekki á hinn veginn. Við verðum hrein- lega að viðurkenna, að kvik- myndin býður uppá breiðan veg út i heiminn. Þessi vegur er opinn ef viö fjöllum raunsætt um okkur sjálf. Hlutverk listamanns i Póllandi er ólikt hlutverki listamanns i öllum öðrum löndum. Sú stað- reynd er athygli verð, aö landið, sem var hernumið i rúma öld, héltáfram að vera til i meðvitund þjóðarinnar, það lifði menningar- lifi vegna skapandi listamanna. Listamennirnir og meirihluti menntamanna fundu alltaf til ábyrgðar gagnvart öriögum landsins, og voru ætið opnir fyrir starfi að þjóðfélagsmálum. Þess vegna geng ég að verki minu sem kvikmyndahöfundur á annan hátt en t.d. Alain Resnais i Frakk- landi. Hann finnur upp „nýja kvikmyndastefnu” en uppfinning hans á sér djúpar rætur i menn- ingar- og sköpunarhefð Frakka. Hvað sem við kynnum að segja um „Marienbad”, þá er kvik- myndin innblásin af þessari hefð og skiljanleg vegna hennar. ímyndið ykkur sams konar mynd gerða i Póllandi. Hún myndi vera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.