Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 12
'£\ SIDA — ÞJÓÐVILJINNI i Sunnudagur 13. ágúst 1972 KLETTUM VENUSAR Lendingarhluti sjálfvirku geimstöðvarinnar Venus-8 settist mjúklega á yfirborð plánetunnar 22. júli s.I. eftir 117 daga ferð, 300 miljónir km. Upplýsingar þær, sem undanfarnar fjórar stöðvar höföu veitt, gerðu það kleift að smiða lendistöð, sem tókst að „kafa til botns” i gufuhvolfi Venusar og senda þaðan mæling- ar og upplýsingar til jarðar i 50 minútur. Hér ræðir irína Lúnatsjarskaja við aðstoðarmann yfirsmiös Venusarfarsins. Hingað til hafa öll Venusarför flogið til hins dimma hluta reiki - stjörnunnar, en Venus-8 var send til daghliðarinnar, er að sól snýr, en það var aðeins tiundi hluti kringlunnar, sem að farinu sneri. Miðun þurfti þvi að vera afar ná- kvæm, þvi að hin minnsta skekkja á annan veginn gat leitt til þess að fariö fleytti kerlingar i yfirborði gufuhvolfsins og þeyttist aftur út i geiminn, og á hinn veginn til þess að það lenti á skuggahliðinni. hitastigi og þrýstingi dagmegin, m.ö.o. hvort það er bjart á yfir- borðinu þar og hver er munur dags og nætur þar efra. — Vilduö þér lýsa lendistöðinni og sérstaklega hitabrynju henn- ar? — Þegar lendistöðin skellur á lofthjúpnum með hraða^ sem er meiri en 11,6 km á sekúndu (escape velocity), verður stefni hennar fyrir skammæjum, en gifurlegum þrýstingi, sem minnkar hraðann niður i nokkur hundruð metra á sekúndu. Þetta er hið kritíska augnablik ferðar- innar, álagið er tröllslegt og brennheitar gufur allt um kring. Orugg hitabrynja er þvi frumskil- yrði. Fyrri'reynsla, þ.á.m. af tungl- förum, einkum Lúna-16 og Lúna- 20, gerðu okkur kleift að reikna út nokkuð nákvæmlega allar að- stæður og taka allt, sem máli skiptir, með i reikninginn. Hraði Lúnu-16 og Lúnu-20, þegar þær sneru aftur inn i gufuhvolf jarðar, er mjög nálægt þeim hraða, sem geimför lenda á lofthjúp Venusar HEITUM Lendingarstöð Venusarfarsins — tilraunir á jörðu niðri. Þess vegna voru tvær stefnu- leiðréttingar áformaðar, en hin fyrri tókst svo vel að önnur reyndist óþörf. Astæðan til þess að visinda- menn vildu gera rannsóknir á lýstu hliðinni var, að auk- upp- lýsinga um hitastig, þrýsting og efnasamsetningu lofthjúpsins er mikilvægt að vita, hvort hann er ljósþéttur og hvaða sveiflur eru á með. Leifarnar af hitavarnarlagi þeirra sýndu áverkun gufuhvolfs og þrýstings. F'yrir áhrif hita- flæðis og geislaorku gufar varnarlagið smám saman upp, bráðnar og „fýkur” loks af. 1 rannsóknarstofu okkar gerð- um við tilraunir með að blása yfirmáta heitu plasma á mis- munandi hitabrynjur og reyndum að haga aðstæðum svo, að bær væru sem likastar þvi þegar farið er inn i gufuhvolf Venusar. Við bollalögðum lengi um lögun lendistöðvarinnar. Fleygur, bll- lukt og strýta hafa ýmsa kosti, en öll hafa þessi form sama gallann: ekkert þeirra stillir sér sjálfkrafa i rétta stöðu, þegar inn i loft- hjúpinn er haldið. Til að koma i veg fyrir þetta völdum við hnatt- lagið, sem kemur sér sjálft i rétta stellingu, ef þungamiðja þess fellur ekki saman við geómetriska miðju. Þótt hnöttur sé þannig heppilegur, þegar inn i gufuhvolfið er haldið, er hann siðri til lendingar á yfirborðinu, þvi að hann getur oltið til eins og verkast vill, og gæti þá farið svo, að jörðin lendi utan kallviddar loftnetsins. Reyndar er lendi- stöðin sjálf ekki kúlulaga, heldur ilöng nokkuð og minnir á egg. Aðeins tækjaklefinn — rauða eggsins - er hnattlaga og gerður úr hitaþolnum málmi. Einangrunin og hitabrynjan mynda „hvituna". Aftast i lendistöðinni, milli tækjaklefa og „skurnar” er rúm fyrir útbúnað, sem þarf að geta starfað „undir beru lofti” á Venus. Þar á meðal er fallhlif, 2,4 rúmmetrar, tveir Ijósmælar og þrjú loftnet. — Hvaða aðferðir voru notaðar til að rannsaka bergsamsetningu yfirborðsins? A lendingarsvæðinu, er rétt að bæta við. Til þess notuðum við gamma-litsjá, sem mældi gammageislun bergsins i nágrenni iendistöðvarinnar. Gammageislun stafar af upp- lausn geislavirkra kjarna, og gefur hún hugmynd um tegund bergefnis, basalts, granits, kvarz o.s.frv. Mælitækin. sem send voru til Veriusar, voru ekki viðamikil og þurftu nokkurn tima til að safna nauðsynlegum upplýsing- um áður en þau gætu sent þær til jarðar. Á þeim 50 minútum sem stöðin sendi út gátu litsjárnar sent upplýsingar sinar nokkrum sinnum, en slik endurtekning tryggir nákvæmni og áreiðan- leika. Sagt er, að við lendingu hafi verið frost i tækjaklefa. Ofsa- hitinn á yfirborði Venusar smáhitaði svo lendistöðina og eftir 50 minútur dóu tækin „hita- dauða”. Hverju var hinn upphaf-- legi kuldi að þakka? Til að koma i veg fyrir hitun á leiðinni frá jörð til Venusar, var stöðin búin sjálfvirkun út- geislunartækjum, sem dreifðu hita út i himingeiminn. 1 lendi- stöðinni er „stofuhiti”. 1 lofthjúp Venusar, að ekki sé minnzt á yfir- borðið, er hins vegar ógerlegt að losna við hitaaukningu, eina ráðið er að verjast henni sem bezt. (Yfirborðshitinn er 500" C). Þvi má ekki heldur gleyma, að meðan á hraðaminnkun stendur, geysist lendistöðin gegnum eldplasma með hitastigi, sem nemur tug- þýsundum gráða. Til að halda visindatækjunum starfhæfum verður þvi ekki aðeins að vernda þau gegn hitun á niðurleið.heldur þurfa þau að geta gripið til kuldaforða. I þvi skyni eru sjálf- virku útgeislunartækin látin starfa óslitið nokkra síðustu dag- ana fyrir lendingu. Þessi stöðuga hitaútgeislun átti að sjá um veru- lega hitalækkun inni i lendi- stöðinni, og reyndust þeir út- reikningar réttir. Kulda- birgðirnar entust til að halda tækjunum starfandi i 50 mínútur eftir að niður var komið. — Hvað finnst yður sem hönnuði hafa verið erfiðast við þetta verk? — Að sætta allar þær kröfur til geimfarsins, sem komu frá mönnum, er litu aðeins á það sem tæki til að flytja tæki til annarrar reikistjörnu. Margir visindamenn vildu ,,fá inni”, en rúmið var af skornum skammti. Okkar verk- efni var ekki einungis að koma tækjunum heilu og höldnu á leiðarenda og tryggja það að þau ynnu eins og til var ætlast, heldur urðum við einnig að sjá til þess,að allar upplýsingar tækjanna kæmust til skila og að þeirra starf og okkar færi ekki forgöngum, þ.e. að tryggja fjarskiptasam- band. Sjúkrahúsið á Selfossi Hjúkrunarkonur Yiirhjúkrunarkonu vantar nú þegar að Sjúkrahúsinu á Selfossi, — ennfremur vantar þrjár hjúkrunarkonur frá 1. sept- eniber n.k. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona sjúkrahússins i sima 99-1300. Sjúkrahúsið á Selfossi AKRANES - STARF Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu forstöðukonu, Elliheimilisins Akranesi rennur út 15. ágúst n.k. Sjá auglýsingu i dagblöðunum 11. júli 1972. Nánari upplýsingar veitir bæjar- stjóri eða bæjarritari. Akranesi 11. ágúst ’72 bæjarstjórinn á Akranesi. APN Vélar til sölu Tilboð óskast i eftirtaldar vélar: Itennibekkur, Niles 45xl(í0 sm Itennibekkur, Model ÍA, 95, 70x100 sm Itennibekkur, Norton 18x100 sm Horvél (gólf), Holsterbro SB 25 Horvél (gólf), Clou Járnsög Itafsuðuvél FH 60 amp. jafnstraums Itafsuðuvél litil benzíndrifin Hleðslutæki benzindrifin Vélarnar eru til sýnis i húsi Vélasjóðs rikisins, Kársnesbraut 68, miðvikudag og laugardag n.k. Að öðru leyti fást upplýsingar hjá yfir- manni i áhaldahúsi Kópavogsbæjar. Tilboðsblöð fást hjá honum og á bæjar- skrifstofunum. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu rekstrar- stjóra i félagsheimilinu, mánudaginn 21. ágúst kl. 10,30 fyrir hádegi. Rekstrarstjóri Kópavogsbæjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.