Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 16
Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Sunnudagur 13. ágúst 1972 ÍÚÐVIUINi Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Jakob Jóhannesson Smári látinn Jakob Jóh. Smári lézt i Reykja- vik fimmtudaginn 10. ágúst, 82 ára að aldri. Jakob var fæddur að Sauðafelli i Miðdölum 1889, varð stúdent 1908, og lauk meistaraprófi i norrænum fræðum frá Háskólanum i Kaupmannahöfn 1914. Jakob stundaði kennslustörf i Reykjavik, meðal annars við Menntaskólann, þar sem hann kenndi i 15 ár. Jakob fékkst mikið við ritstörf, meðal annars samdi hann 4 ljóða- bækur, og kom sú fyrsta þeirra út 1912, og hét Kaldavermsl. Jakob þýddi mörg öndvegisverk er- lendra bókmennta yfir á islenzku, svo sem verk Ibsens, Hardys, Strindbergs og Lao-tse. Jakob þýddi og úr dönsku nokkrar af bókum Gunnars Gunnarssonar. Jakob samdi einnig rit um islenzka málfræði og setningar- fræði, og vann að útgáfu islenzk- danskrar orðabókar. Jakob kvæntist árið 1910, Helgu Þorkelsdóttur frá Alftanesi. Nú þrengir að Svörtu hlébörðunum í Alsír viljað minnast á hvers vegna eftirliti. Opinber talsmaður lét þó starfsemi samtakanna stæði fyrir Svörtu hlébarðarnir séu nú undir að þvi liggia i dag, að rannsókn á dyrum. Ætlaði aðdrepaNixon Garnalt °g nýtt í Þykkvabœ llér standa hlið gamla og nýja kirkjan i Þykkvabæ. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hvort ganili eða nýi byggingarmátinn sé fallegri, en eins og grcinilcga sést á myndinni var orðin þörf á nýrri kirkju I Þykkvabæ. Aukin samskipti Noregs við Norður-Kóreu Oslo 12/8 (NTB)»Kfkisstjórn N- Kóreu mun setja upplýsingaskrif- stofu á laggirnar i Oslo innan skamms. Þessi ákvörðun rikis- sljórnarinnar er i beinu fram- haldi af óformlegum umræðum milli liennar og norsku rikis- stjórnarinnar á s.l. ári. Norska rikisstjórnin ætlar að senda samningamann til N-Kóreu á næstunni, þar sem ræddir verða möguleikar á stjórnmálalegri viðurkenningu landanna sin á milli. Alsír 12/8. Lögreglan í Alsírborg hefur nú tekið upp strangt eftirlit með ýmsum helztu leiðtogum Svörtu hlébarðanna, baráttufylkingar banda- riskra negra. Ýmsir for- ystumenn samtakanna dvelja landflotta i Alsir, og taliö er að hópurinn, sem rændi flugvél um daginn, heimtaði miljón dollara lausnargjald og flúði til Alsir, haldi sig í húsi þvi er lögreglan stendur nú vörð við. Alsirstjórn hefur enn ekki svarað bandariskum tilmælum um að framselja flugvélar- ræningjana, og hún hefur ekki New York 12/8. Bandariskur verzlunarmaður var dreginn fyrir rétt i New York i dag, sakaður um að hafa skipulagt banatilræði við Nixon Banda- rikjaforseta. Maðurinn, sem heitir Andrew Topping og er tuttugu og sjö ára að aldri, er sagður hafa reynt að telja einn starfsmanna öryggislögreglunn- ar á að fremja morðið fyrir sig, og boðið þúsund dollara að laun- um fyrir viðvikið. Topping var tekinn höndum er upp komst um áformið, en látinn laus skömmu siðar gegn háifrar miljón dollara tryggingu. Lögreglan hafði fylgzt gaum- gæfilega með atferli Toppings siðan það kvisaðist út að hann væri á höttunum eftir leigu- morðingja. Á föstudaginn þóttist öryggisvörður einn vilja ganga að tilboði verzlunarmannsins og bauðst til að hitta hann i einum stærsta skemmtigaröi New York- borgar. Topping mætti, afhenti manninum þúsund dollara og var gripinn höndum á staðnum. Topping var, að sögn ákærandans i réttinum, tekinn fastur i sumar fyrir óleyfilegan vopnaburð. Þá sótti hann og um leyfi til að sækja Nixon heim i siðustu viku, og þótti bandarisku lögreglunni það ills viti. Topping er ekkill og á fimm vikna gamlan son. Kona hans lézt i júli. Land og Folk um landhelgismálið DÖNSK RÖDD MEÐ OKKIIR 9. ágúst sl. hvöttu for- menn samtaka danskra fiskiskipaeigenda sjávarútvegsmálaráð- herrann Ch. Thomsen til þessað veita brezkum og v-þýzkum stjórnvöldum stuðning i aðgerðum þeirra gegn inn- og út- fiutningsverzlun íslend- inga. 1 bréfi þeirra stendur m.a.: J/ið litum svo á, að verði viðurkenndar þjóðréttar- reglur um frjálsar fiskveiðar á opnu hafi brotnar i þvi tilliti að sterkasti aðilinn eða sá að- gangsharðasti hirðir eins stór hafsvæði og mögulegt er til einokunar, teljum við slikt ranga stefnu. Hin tvö dönsku samtök fiski- skipaeigenda hvetja þvi dönsku rikisstjórnina og danska lögþingið til þess að taka einarðlega og neikvæða afstöðu gegn útfærslu íslenzku landhelginnar. Að okkar áliti ætti að veita þeim evrópsku þjóðum, sem eru andvígar útfærslunni, fullan stuðning við tilraunir þeirra til þess að koma i veg fyrir frumkvæði tslendinga i einhliða útfærslu landhelgi”. Henry Sörensen formaður Dansk Havfiskeriforening, hefur hvatt hliðstæð samtök i Noregi og Sviþjóð til þess að gripa til „sameiginlegra skandinaviskra aðgerða gegn islenzkum skipum". En ekki eru allir á sama máli. Ritari utanrikisráðu- neytisins danska, Thomas Rechnagel, segir, að ákvöröun islenzku rikisstjórnarinnar hafi ekki áhrif á fiskveiðar Dana þar eð dönsk fiskiskip veiði alls ekki við Islands- strendur. Hins vegar óttist menn að mikill hluti þeirra sem stundaðar eru við tsland muni flytjast til annars hluta N-Atlanzhafsins og standa sjávarútvegi Dana fyrir þrifum. Leiðari Land og Fólk ber heitið „Böðulsverk”. Þar segir m.a.: „Við trúum varla, að meiri- hluti danskra fiskimanna telji sig samþykka innihaldi bréfs- ins, sem formenn samtaka þeirra afhentu sjávarútvegs- málaráðherranum i gær. Enginn vinnandi maður með fullu viti mun hvetja dönsku rikisstjórnina til þess að veita stuðning stórveldum, sem ætla að beita norræna bræðra- þjóð valdi. Slikt getur aldrei verið dönskum fiskimönnum i hag og við neitum að trúa að afstaða þeirra sé þessi. Tilvera tslands sem nýtizku þjóðar er óieysanlega tengd fiskveiðum kringum landið. Henni er ógnað af ofveiði er- lendra þjóða, þar sem fisk- veiðar eru litill hluti efnahags- lifsins. Friðun ákveðinna hrygningarsvæða mun lika hafa góð áhrif á allar fisk- veiðar i N-Atlanzhafi. Loks er útfærsla landhelginnar hluti þjóðarréttar og öll ihlutun óverjandi. Rikisstjórnir Bret- lands og V-Þýzkalands hóta efnahagsaðgerðum. Efna- hagsbandalag Evrópu styður slika stefnu stórveidanna: Enginn friverzlunarsamning- ur ef af útfærslu landhelginnar verður. Þetta er gott dæmi um vald- beitingu svo um munar. Ef einhver sannleiksneisti leynist i brjóstum norrænna stjórn- málamanna, þá ætti hann að sjást nú — nú ætti samstaðan að koma i ljós.” I Berlingi er fjallað um málið með jákvæðum rökum og bent á hve stór hluti út- flutningsverðmæta tslendinga eru fiskafurðir. Einnig er bent á friðunarsjónarmiðið. Berl- ingur getur þess, að danska stjórnin hafi ekki enn tekið af- stöðu i málinu og segir að lslendingum sé bezt að biða úrskurðar alþjóðadómstólsins i Haag og viðurkenna hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.