Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 1
PJODVIUINN Sunnudagur 13. ábústl972—37. árgangur —179. töluþlað Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA I KRON Bráðabirgðalög gefin út um lœkkun tekjuskatts aldraðra og öryrkja: 86,4% aldraðra greiða engan eða skertan tekjuskatt Samkvæmt nýjum bráðabirgðalögum verður tekjuskattur felldur niður á öldruðum og ör- yrkjum að 14.000 kr. marki hjá einstaklingum en 22 þús. kr. hjá hjónum. Þetta hefur það i för með sér að einhleypir greiða ekki tekjuskatt fyrr en við 300 þús. kr. nettótekjur og hjón greiða ekki tekjuskatt fyrr en við 440 þús, kr. nettótekjur. Samkvæmt greinargerð fjármálaráðherra um þetta efni greiða 86,4% aldraðra engan éða lægri tekjuskatt en aðrir. Þjóðviljinn birtir hér i heild bráðabirgðalaganna og kafla fjármálaráðuneytisins. aðalefnisgrein úr greinargerð IV. liður 11. greinar laganna orbist svo: Tekjuskatt þeirra manna, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu, eða áttu rétt til ör- orkulifeyris samkvæmt lögum nr. 67/1971 um almannatrygg- ingar, skal lækka sem hér seg- ir: a. Tekjuskatt 14.000 krónur eöa lægri hjá einstaklingum og 22.000 krónur eða lægri hjá hjónum, skal fella niður. b. Tekjuskatt einstaklinga á bilinu frá 14.000 til 56.000 krón- ur skal lækka um fjárhæð, sem nemur 14.000 krónum, að frádregnum þriðjungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekjuskattur er hærri en 14.000 krónur. c. Tekjuskatt hjóna á bilinu frá 22.000 til 88.000 krónur skal lækka um fjárhæð, sem nemur 22.000 krónum, að frádregnum þriðjungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekjuskattur er hærri en 22.000 krónur. Greinargerð. Við þá breytingu á al- mannatryggingakerfinu aö tryggja þeim tekjulægstu lág- markstekjur og með þeim hækkunum, sem oröið hafa bæði á almennum elli- og ör- orkulifeyri frá 1. ágúst 1971 og siðar á fjárhæð lágmarks- tekjutryggingar, var talið óframkvæmanlegt að afla fjár til almannatryggingakerfisins á sama hátt og áður hafði ver- iö gert, þar sem persónuskatt- ar hefðu þá orðið mjög tilfinn- anlega háir á þeim tekjulágu, ekki sizt skólafólki og þar með fjölskyldum þeirra. Sú ákvörðun var tekin við endurskoðun skattalaga og laganna um tekjustofna sveitarfélaga, að breyta kerf- inu á þann hátt að fella niður persónuskatta til almanna- trygginga og sjúkrasamlaga og ennfremur að fella niður framlag sveitar- og bæjar- félaga til almannatrygginga og að hálfu framlag þeirra til sjúkrasamlaga, en tekna til að mæta þessum auknu útgjöld- um yrði aflað með tekjuskatti. Þeir aðilar, er njóta elli- og ör- orkulifeyris, nutu hins vegar ekki þeirra hlunninda, er af niðurfellingu persónuskatt- anna leiddi, þar sem greiðslu- skylda þeirra hafði fallið niður við það að öðlast rétt til élli- og örorkulifeyris. Hins vegar hefur þetta fólk notið um 48% hækkunar á elli- og örorkulif- eyri sinn frá 31/7 1971 til þessa. Svo sem verið hefur eru elli- og örorkulifeyrisþegar skatt- skyldir til tekjuskatts sam- kvæmt skattalögunum frá sið- asta vetri, ef tekjur þeirra ná skattskyldu marki. baö hefur komið i ljós við skattlagningu nú, að af 9.500 einhleypum elli- lifeyrisþegum höföu 2.600 það háar tekjur, að þeim var gert að greiða tekjuskatt, og af 4.500 hjónum, er ellilifeyris njóta, var tekjuskattur lagður á 2.800, eða af 14.000 ellilif- eyrisþegum, er lagður tekju- skattur á 5.400 eða 38.6% Engar sambærilegar tölur eru til fyrir örorkulifeyris- þega, en þeir eru 3.500 talsins samkvæmt upplýsingum ingastofnunar rikisins. Ákvæði bráðabirgðalagánna byggist á þvi að útfæra frekar þá ivilnun, sem þegar er veitt, þannig að i stað þess að miða við hámark 5000 króna tekju- skattsriiðurfellingu hjá öldruðum, að miða við 22.000 krónur hjá hjónum og 14.000 krónur hjá einhleypum. Þess- ar tölur eru valdar þannig, að þær svara nokkurn veginn til þeirra persónuskatta, sem lagðir hefðu verið á að óbreyttu tekjuöfiunarkerfi trgginganna. En i stað þess að láta iækkunina réna eins og i núgildandi reglum þannig, að hún hverfi alveg þegar skatturinn nær 10.000 krónum, teygir þetta kerfi sig með ein- hverja ivilnun upp i 56.000 króna skatt hjá einhleypum og 88.000 króna skatt hjá hjónum. bessi ivilnun þýðir, að ein- hleypir eru tekjuskattsfrjálsir allt að 200.000 króna nettótekj- um og greiða ekki óskertan tekjuskatt, þ.e. sama tekju- skatt af sömu tekjum og aörir gjaldendur, fyrr en við 300.000 króna nettótekjur, miðað við tekjur ársins 1971. Ennfremur má nefna sem dæmi, aö tekju- skattur að upphæð 25.000 krón- ur hjá einhleypum lækkar um rúmar 10.000 krónur og skatt- ur að upphæð 35.000 krónur lækkar um 7.000 kr. Fyrir hjón yrðu þessar töktr þannig, að þau eru tekjtfskattsfrjáls allt að 300.000 króna nettótekjum og greiða ekki óskertan tekju- skatt fyrr en við 450.000 krón- ur. Tekjuskattur hjóna að upphæð 38.000 krónur lækkar um 16.700 krónur, skattur að upphæð 55.000 krónur lækkar um 11.000 krónur. Fyrir ofan tekjumörkin 300.000 krónur hjá einhleypum og 450.000 krónur hjá hjónum er öldruð- um hins vegar ætlað að leggja eins og öðrum með sömu tekj- ur og framfærslubyrði til al- mannaþarfa og tekjuöflunar, og taka þátt i þvi sem aörir, að tryggja þá tekjulægstu i hópi Farmhald "á 2. siðu. N-Víetnam; Ekkert lát á loftárásum 33 bandariskar sprengiflugvélar af gerðinni B-52 gerðu loft- árásir á norður-viet- namska hafnarborg i gær og nótt. Var um eitt þúsund tonnum af sprengjum varpað á fimmtiu ferkm. svæði. Bandarikjamenn gera nú hverja stórárásina á fætur annarri i von um að geta stöðvað birgða- flutninga, bæði á sjó og landi. Ekki er þó lát á stórsókn þjóðfrelsisafl- anna i S-Vietnam. Bandariskar sprengjuflugvélar gerðu einnig árásir á lið Þjóð- frelsishreyfingarinnar skammt fyrir utan Quang Tri, en borgin er enn i höndum hennar eftir sex vikna átök um svæðið. Einar Olgeirsson 70 ára á morgun ■ t. •'f í ■ A inorgun, 14 ágúsl, vcröur Kinar Olgcirsson sjölugur. bjóðviljinn færir honum inni- legar hcillaóskir á afniælinu og i tilefni dagsins birtir bjóö- viljinn afmælisgreinar eftir lirynjólf Bjarnason, I.úövik Jósepsson, Magnús Kjarlansson, Bagnar Arnalds, öddu Báru Sigfúsdóttur, llauk llelgason, Einar I.axness og Elias Mar. bá er i hlaöinu viö- tal viö Einar Olgeirsson uin aödraganda lýðveldis- slofnunarinnar og nýsköpunarstjórnarinnar, en viötaliö cr hluti af grein sein Svavar Gestsson skrifar i til- efni afmælisins um einn þáttinn i stjórninálastarfi Einars Olgeirssonar. Einar er staddur erlendis á Farmhald á 2. siðu. Waldheim í Peking Peking 12/8. Kurt Waid- heim, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, hóf i dag viðræður sinar við ráðamenn i Peking, en þangað kom hann seint í gærkveldi. Búizt er við að framkva>mda- stjórinn fari þess á leit við Kina- stjórn, að hún leggi sitt af mörkum til að greiða úr fjárhags- örðugleikum Sameinuðu bjóð- anna, auk þess sem viðr;cðurnar munu vafalitið fjalla um styrjöld- ina i Indókina, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, sambúð suður- og norðurhluta Kóreu og afvopnunarmálin. Kurt Waldheim mun dvekja i fimm daga i Kina, en hann hefur gert viðreist upp á siðkastið á vegum embættis sins og heim- sótt þau riki er eiga fastafulltrúa i öryggisráði Sameinuðu Þjóð- anna. Þáttur um skattamál í Sjónvarpinu: BREIÐU BÖKIN Þáttur um skattamál verður í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið undir stjórn Olafs Ragnars Grímssonar. Þátturinn ber heitið — Breiðu bökin.— ,,Sex aðilar verða kvaddir til að ræða saman um þá þætti skattamálanna, sem mest hafa verið til umræðu nú i sumar,” sagði Ólafur Ragnar. ,,1 sjónvarpssal verða þeir Halldór E. Sigurðsson, núver- andi fjármálaráðherra og Magnús Jónsson frá Mel, for- veri Halldórs. Auk þeirra verða svo fjórir fulltrúar blaða, þeir Svavar Gestsson frá bjóðviljanum, Jónas Kristjánsson frá Visi, Bjarni Guðnason frá Nýju landi og Sighvatur Björgvinsson frá Alþýðublaöinu. Inn i umræður þessara manna, sem verður sjón- varpað beint, veröur fléttað sjónvarpsmyndum, meðal annars með viðtali við skatt- rannsóknarstjóra og endur- skoðanda, sem ætlar að segja fólki frá þvi hvernig hægt er aö berast mikið á, en greiða litið i skatta.” Þátturinn hefst klukkan 21.20. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.