Þjóðviljinn - 13.08.1972, Síða 13

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Síða 13
Sunnudagur 13. ágúst 1972' ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. EVARAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL —Það verðurðu, sagði Brita. —Æææææ, stundi Gunda og hélt um ennið meðan hún bruddi taugatöfluna og skolaði henni niður með klórþefjandi vatninu i Totta. Föstudagskvöld eitt i desember þegar snjórinn hafði lagt fyrstu, gegnsæju blæjuna yfir vegi og götur og himinninn var þrunginn fyrirheitum um meiri snjó, hélt nýja bæjarstjórnin fyrsta fund sinn. Gamla bæjarstjórnin var búin að halda lokafundinn,og eins og siðvenja var i Totta sátu þeir kyrrir, sem taka áttu sæti i nýju bæjarstjórninni, en hinir frá- farandi risu á fætur og drógu fram stóla handa nýju fulltrúun- um. Þennan fallega sið hafði Storhaug forseti innleitt á sinum tima. Siðan drógu hinir frá- farandi sig i hlé, sumir með kökk i hálsinum; þarna höfðu þeir setið sem fulltrúar fólksins i mörg ár og voru orðnir vanir stólnum og stöðunni. Þeir áttu sinn hluta að borðplötunni. þekktu hana út og inn, hverja rák og sprungu, hafandi horft niður i hana oft og iðulega meðan aörir töluðu. Já, þaö ver eins og hluti af manns eigin hjarta yrði þarna eftir. Silvert Kroken var einn hinna fráfarandi, og hann dró sig i hlé sem niðurbrotinn maður. Þegar endanleg úrslit kosninganna lágu fyrir og það kom i ljós að ferill hans var á enda. þar sem enn fleiri höfðu strikað hann út en Storhaug, gekk hann út og grét. Og nú, þegar hannvarð að fara en Storhaug sat eftir, skalf hann og nölraði eins og af heiftugri malariu, og það var vilja- styrkurinn einn sem kom honum heim. Allmargir áhorfendur voru komnir á vettvang, sem góndu stóreygir og gapandi á nýju bæjarstjórnina. Var það svo sem nokkuð að undra þótt fólk horföi dolfallið á bæjarstjórn sem samanstóð af sextán konum og aðeins niu karlmönnum, þar sem borgarflokkarnir höfðu einnig komið að tveim konum? Það var eins og þessir veslings nimenningar hyrfu i úthafi pilsa og kjóla, og salurinn ilmaði af kölnarvatni og nýlögðu hári, með fátæklegu ivafi af rakvatni. Og hinn venjulegi kliður sem vana- lega fyllti salinn áður en fundur var settur, karlaraddir og ræsk- ingar og snýtur og hnerrar, hafði nú orðið að vikja fyrir hvii og flissi, jafnvel hlátrasköllum, og það var undantekning ef karla- hlátri tókst að komast upp á yfir- borðið. Ekki svo að skilja að karl- mönnunum væri hlátur i hug. Nei, ónei. Það var frekar ástæða til að gráta yfir öllu saman. Fjórtán fulltrúa hafði Kvennaflokkurinn fengið og Verkamannaflokkurinn hafði sett sorglega ofan með aðeins vesæla sjö fulltrúa. Fyrir tvo þeirra, Hermann Henriksen og Storhaug forseta, var hreinasta kvöl að sitja þarna. Bilasmiðurinn átti konu sem allar likur voru á að yrði kosin forseti. Storhaug vissi að honum var óhætt að afskrifa forsetaem- bættið, en samt bjó hann yfir frá- leitri von um að kraftaverk gerðist,*- að konurnar samþykktu til að mynda að gera karlmann að forseta. Karlmann sem kunni tökin á hlutunum, sem vissi hvað sneri upp og niður á fjárhags- áætlun, sem skildi einfaldlega bæjarmálin niður i kjölinn. Vatne pipulagningamaður var kominn i bæjarstjórn i fyrsta skipti á ævinni og hann hagræddi sér i stólnum sem Silvert Kroken hafði rétt i þessu yfirgefið, og þar fór vel um hann. Fyrir hann hafði lifið tekið á sig nýjan svip og hann var uppfyllur af gleði og bjart- sýni; það hlyti að verða auðvelt að losna við þessar kerlingar. Og það var ágætt að bæði Olaussen bifvélavirki, Torsrud þjónn og Fiskevann garðyrkju- maður sátu milli hans og Persruds snikkara, svo að þeir komust hjá þvi að talast við, þurftu ekki einu sinni að segja: „Meira kaffi?” i kaffihléinu. Fyrir Hægri flokkinn var ástandið næstum enn dapurlegra en hjá Verkamannaflokknum. Það voru aðeins þrir eftir til að halda vörð um ihaldsvirkið: Kjemperud kaupmaður, Hvistendal pipulagningameistari (sem hafði gengið i flokkinn á siðustu stundu til að komast á listann), og Merete Bang. Hjá vinstri flokknum var ástandið bókstaflega átakanlegt. Ein • einasta sál, hún Rigmor Hammerheim, átti aö halda uppi kyndli frjálslyndisstefnunnar i bæjarstjórninni i Totta. Að tvær konur skyldu komast að frá gömlu flokkunum var tákn þess að vegir kjósenda væru órannsakanlegir, og báðar voru þær himinlifandi yfir heiörinum. En þegar Merete Bang átti að heilsa formanninum i nýja meiri- hlutaflokknum, Gundu Henrik- sen, var hún svo vandræðaleg að hún vissi ekki hvert hún átti að horfa og lét augnaráðið flögra uppundir loftið eins og hún væri i heilögum transi. Og með upp- numið augnaráð tautaði hún: —Ég óska til hamingju! —-Þakk fyrir, sagði Gunda. — Ég veit ekki hvort nokkur ástæða er til að óska til hamingju. Vingjarnleg röddin gerði það að verkum að Merete fékk hugrekki til að láta augnaráðiö siga og þeg- ar hún sá að Gunda sýndist ekki vera neinn fjandmaður Merete Bang af fyrstu gráðu. sagði hún i skyndi: —Ó, frú Henriksen, ég vona að þér séuð ekki reiðar mér! Út af þvi sem ég sagði um málfarið yðar og allt það! —Nei, sagði Gunda, — auðvitað sárnaöi mér, ef ég á að segja eins og er, en ég er ekki reið, þvi að ég veit sjálf hvernig ég tala. En ef ég ætti að fara að tala einhvern veginn öðru visi, þá væri ég ekki lengur Gunda Henriksen, og það væri synd og skömm, því.aö úe, vil vera eins og é(g er. Það er ek'íi hægt að ste'ýpa alla i sama móti. Tökuir' 'ál að mynda litina. Ef regnbo ginn væri nú ekki til og allt væri Yivitt eða svart — ? M'irete hló dálitið vandræða- le-ga. —Fja, ég get auðvitað ekki verið sammála — En ég er reglu- lega fegin þvi að þér skuluð ekki vera reiðar mér. Kærar þakkir, — eigum við kannski að þúast — ? Gunda horfði ihugandi á hana, svo hristi hún höfuðið. —-Ég held ekki, sagði hún alvar- leg i bragði og Mere “ stokk- roðnaði. Nú settist Storhaug fráfarandi forseti, við borðsendann til að stjórna fundi i siðasta sinn. , —Fundur er settur, sagði hann og barði hamrinum i borðið. Hann sýndist ósofinn og rauðeygður og meðhöndlaði hamarinn með þvi- likri varfærni að höggið heyrðist varla. Fyrst gat hann um sæg af sim- skeytum og bréfum frá Noregi þverum og endilöngum; einkum voru það kvenfélög sem vildu á SUNNUDAGUR 13. ágúst 8.00 Morgunandakt. Biskup Islands flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. „All- Star” lúðrasveitin og Prom- enade hljómsveitin i Berlin leika létt lög eftir ýmsa höf- unda. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar a. Sembalkonsert nr. 5 eftir Jean-Philippe Rameau. Fé- lagar i Bernica hljómsveit- inni leika. b. óbókonsert eftir Domenico Cimarosaþ Leon Goossens og Konungl. hljómsveitin i Liverpool leika, Sir Malcolm Sargent stj. c. Sinfónia i g-moll (K550) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Brezka kammerkljómsveitin leik- ur, Benjamin Britten stj. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Loft, láð og lögur. Grét- ar Eiriksson tæknifræð- ingur talar um fuglaskoðun með berum augum og að- stoð ljósmyndavélar 10.45 Tónleikar : Marcel Dupré leikur Fantasiu i A- dúr eftir César Franck. 11.00 Messa i Frikirkju Hafnarfjarðar. Prestur: Séra Guðmundur óskar Ólafsson. Organleikari: Birgir As Guömundsson. 12.25 Dagákráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiðir. MagnúsKristinsson mennta skólakennari flytur siöara erindi sitt um öskju i Dyngjufjöllum. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá listahátið i Reykjavík. Maynie Sirén söngkonafrá Finnlandi syngur létt lög við undirleik Einars Englunds. Hljóöritun frá tónleikum i Norræna húsinu 8. júni. 15.30 Kaffitfminn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur létt lög, Hans P. Franzson. 16.00 Fréttir. Sunnudagsiögin. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi: Ólga Guðrón Arnadóttir stjórnar.a. Úr - ævintýraheimi Arnar Jóns- son og Olga Guðrún lesa tvö ævintýri frá Nýja Sjálandi og eitt rússneskt ævintýri. Einnig eru leikin og sungin lög frá þessum löndum. b. Kæri barnatimi. Lesið úr bréfum frá börnum. c. Framhaldss.: „Hanna Maria” eftir Magneu frá Kieifum, Heiðdis Norðfjörð les (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn meö franska söngvaranum Gér- ard Souzay. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Styrjaldarleiðtogarnir, VII.: Frankiin Delano RooseveltPáll Heiðar Jóns- son og Dagur Þorleifsson taka saman. Flytjendur með þeim: Þorsteinn Hannesson, Pétur Péturs- son, Margrét Guömunds- dóttir, Knútur R. Magnús- son. Auk þeirra kemur fram Henrik Sv. Björnsson am- bassador. 20.25 Pianótónlist eftir Fréd- eric Chopin. Alexis Weiss- enberg leikur á hljóm- leikum i Schwetzingen 19. mai s.l. a. Polonaise-fantas- ie i As-dúr op. 81. b. Fimm noktúrnur. c. Ballaða i f- moll op. 52. 21.10 Smásaga vikunnar: „Brottrekstur” eftir Björn Bjarman. Höfundur flytur. 21.30 Arið 1944, siðaramisseri, Bessi Jóhanns- dóttir rif jar upp ýmis tiöindi ársins. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansiög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 14. ágúst 7.00Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.000 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30Ó 8.15 (og forustugr. landsmála- bl.) 9.00 og 10.00. Morgun- bænkl. 7.45: Auðúr Eir Vil- hjálmsdóttir cand theol (aþvþdþvþ) Morgunleikfimi kl. 7.50: Valdimar Ornólfs- son og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Morgun- stund barnanna kl. 8.45: ,,Vor i eyjum” eftir Ingólf Jonsson frá Prestsbakka, fyrri hluti. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tón- ieikarkl. 10.25: Hljómsveit- in Filharmónia i Lundúnum leikur „Till Eulenspiegel”, sinfóniskt ljóð eftir Richard Strauss. Erich Leinsdorf stj. / Aldo Parisot og Óperu- hljómsveitin i Vinarborg leika Konsert nr. 2 fyrir selló og hljómsveit eftir Heitor Villa- Lobos, Gustav Meier stjþ Fréttir kl. 11.00. Brezk tónlist: Sinfóniuhlj sveit leikur Fantasiu eftir Vaughan Williams um stef eftir Thomas Tallis, Leo- pold Stokowsky stj. / Hljómsveitin Filharmónia leikur „Cockaigne”, forleik eftir Elgar, Georg Weldon stj. / Konunglega filharm- óniuhljómsveitin leikur Intermezzo og „Brigg Fair”, enska rapsódiu eftir Delius. Sir Thomas Beec- ham stj. 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tonleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Sunna Stefánsdóttir islenzk aði. Jón Aöils leikari les (1). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. Leonid Kogan og André Myt nik leika Fantasiu fyrir fiðlu og pianó' op. 131 eftir Sch- umann og Ungverskan dans nr. 1 eftir Brahms. Julius Katchen, Jösef Suk og Janos Starker leika Pianótrióiö nr. 1 i H-dúr op. 8 eftir Brahms. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur, Þórunn Magnúsdóttir leikkona les (9). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn. Björn Matthíasson hagfræð ingur talar. 19.35 Um daginn og veginn. Björn Matthiasson hagfræð ingur talar. 19.55 Mánudagslögin „Staldr- að við hjá Stakkhliðingum” Kristján Ingólfss. ræðir við Baldvin Trausta og Sigurð Stefánssyni. 21.05 Strcngjakvartett nr. 2 eftir llerman D. Koppel. Koppel kvartettinn leikur. 21.30 Úlvarpssagan „Dalalif ” cftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson leikari les (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur. Gísli Kristjánsson ritstjóri talar um heyannir. 22.40 Hijómpiötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. rFT? SUNNUDAGUR 13. ágúst 1972 17.00 Endurtekiö efni A sogu- slóöum Njálu Ungur piltur, örn Hafsteinsson, fer um Njáluslóðir og nýtur leið- sagnar afa sins, Arna Böðvarssonar, cand. mag. Umsjón Magnús Bjarn- freðsson. Kvikmyndun Sig- urður Sverrir Pálsson. Hljóðsetning Sigfús Guð- mundsson. Aður á dagskrá 30. júni siðastliðinn. 17.40 „Harpa syngur hörpu- Ijóð” Pólýfónkórinn syngur islenzk vor- og sumarlög. Stjórnandi Ingólfur Guð- brandsson. Aður á dagskrá 24. júni siðastliðinn. 17.55 Froskaprinsinn Brezk ævintýramynd um konungs- son, sem breytt er i frosk meö göldrum, og i þvi gervi verður hann að una, þar til erfiðum skilyrðum er full- nægt. Þýðandi Heba Július- dóttir. Aður á dagskrá 17. mai siðastliðinn. 18.45 Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingár 20.25 Lundatimi Mynd frá Vestmannaeyjum, þar sem sjá má lundaveiöar, eggja- töku, bjargsig og fleira þess háttar. Myndina gerði Ernst Kettler, en textahöfundur er Páll Steingrimsson og þulur Stefán Jónsson. 20.55 Böl jarðar Framhalds- leikrit, byggt á skáldsög- unni Livsens ondskab eftir Gustav Wied. 2. þáttur. (Nordvision —Danska sjón- MÁNUDAGUR 14. ágúst 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Filhesturinn Leikrit eftir Carl-Göran Ekerwald, byggt á atburðum úr lifi brezka heimspekingsins Bertrands Russels. Leik- stjóri Yngve Nordwall. Aðalhlutverk Georg Arlin, Ulf Johanson og Monica Nordquist. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 1 draumi er hestur tákn vizkunnar, og „filhesturinn” i leikritinu er Bertrand Russel sjálfur. I fyrirlestrarferð vestanhafs áriö 1914 heimsækir hann unga stúlku, sem hann fellir varpið) Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.50 Hátiðartónleikar í Björg- vin Sjónvarpsupptaka frá upphafstónleikum tónlistar- hátiðarinnar, sem haldin var i Björgvin i vor. Sin- fóniuhljómsveit Björgvinjar flytur tónverkið Maria Trip- tychon eftir svissneska tón- skáldið Frank Martin, ásamt Irmgard Seefried og Wolfgang Schneiderhan. Stjórnandi er Karsten And- ersen. 22.20 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ölafsson. 22.40 AðkvöldidagsBiskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur kvöldhug- vekju. hug til. En i hönd fara erfið- ir timar og Russel hefur i mörgu að snúast. (Nordvisi- on — Sænska sjónvarpið) 21.55 Konsert eftir Corelii Strengjasveit ungra nem- enda Tónlistarskólans leik- ur Consert op. 6, nr. 1 eftir Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.