Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. ágúst 1972i ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11. Ef þjóðin ætlaði sér að ráða þessu landi og þvi sem tilheyrði land- inu, landgrunninu, þá myndi það kosta sleitulausa baráttu og hann hvatti þjóðina til dáða. Minnumstþessara orða Einars. Ekki sizt nú þegar fyrir dyrum stendur hörð barátta við erlend stórveldi. Við hjónin árnum Einari, Sigriði og öðrum hans nánustu allra heilla. Haukur Helgason. ★ ★ ★ Mig langar til að senda Einari afmæliskveðju. þó að ég finni að sú kveðja verði fátækleg og vesöl i samanburði við hæfileika og glæsimennsku þess sem hún er stiluð tii. En kveðjan á að flytja honum þakklæti mitt og virðingu fyrir þá baráttu. sem hann hefur háð og heyr enn fyrir sósialisma og bættum almannahag á tslandi. Ég hef átt þvi láni að fagna að þekkja Einar allt frá unglings- árum minum, sjá hann og heyra i hita baráttunnar. finna og þekkja einlægnina og kraftinn bak við snjöllu ræðurnar hans, vita um ósérhlifni og dugnað þegar bar- áttan hefur verið hörð og erfið og taka þátt i gleði að unnum sigrum. Fyrsta myndin. sem ég á af Einari i huga minum. er senni- lega frá árinu 1939. Hún er af honum sitjandi við sima Þjóðvilj- ans við að útlista fyrir banka- stjóra þörf blaðsins á dálitlum vixli. Ég fylgdist spennt með samtalinu, þvi að það var að renna upp fyrir mér hvað fjár- hagskröggur blaðsins þýddu i raun og veru. Þessi vixill fékkst ekki. en þetta var auðvitað hvorki i fyrsta né siðasta sinn sem Einar stóð i lýjandi peningastappi fyrir biaðið. Haráttan fyrir fjárhags- legri tilveru þess hei'ur verið fastur fylgifiskur hins daglega lifs blaðsins allt frá upphafi, og þar hefur Einar hvergi hlift sér fremur en á öðrum vettvöngum stjórnmálabaráttunnar. Baráttan var og er erfið, en ekki án gleði og sigra. Eftir- minnilegastur er glæsilegur kosn- ingasigur 1942 og sigur verka- lýðshreyfingarinnar yfir eymdar- kjörum kreppuáranna um svipað leyti. Ég held að fátt hafi glatt Einar innilegar en sú lifskjara- bylting, sem hann átti svo rikan þátt i að skapa og siöan varðveita með uppbyggingarstarfi á valda- tima nýsköpunarstjórnarinnar. Ilann sagði mér eitt sinn frá litlu atviki, sem kastar skýru ljósi á þá breytingu sem varð á daglegum lifnaðarháttum verkafólks. Einar hitti verkamann, sem hann kann- aðist við, inni i kjötbúð á miðviku- degi,og maðurinn sagði þessi ein- földu orð: ,,Og hér er maður bara að kaupa kjöt i matinn i miðri viku." Slikt hafði verið óhugsandi áður. Siðan þekkjum við öll þá hörðu andófsbaráttu, sem Sósialista- flokkurinn og siðar Alþýðubanda- lagið hafa háö, til þess að varð- veita og bæta lifskjörin og hamla gegn erlendri ásælni. Timarnir hafa oft verið erfiðir og margt hefur mætt á Einari, en alltaf átti hann reisn og glæsibrag, þótt á móti blési. Menn fundu það glöggt þá. jafnt þeir sem voru honum ekki alltaf sammála og hinir sem dáðu hann án allrar gagnrýni, að mikið er Einari gefið umfram flesta sem við þekkjum og ekki hefur hann sparað að beita þeim hæfileikum. Það var mat Einars að rétt væri að hverfa af opinberum vettvangi stjórnmálabaráttunnar, frá þing- sölum og úr forystuliði sósialista, áður en ellin næði undirtökum i þeirri glimu, sem ekki veröur umflúin. Sú afstaða er að sjálf- sögðu rétt i grundvallaratriðum, en samthefur Einarenn i fullu tré við kerlingu og heillar jafnt sið- hærða unglinga og roskið fólk með fræðsluerindum og spjalli. Fræðsla og útgáfustarfsemi eru höfuðviðfangsefni hans nú og þar er réttur maður á réttum stað, eins og alltaf hefur mátt segja um Einar. Ég óska honum og fjölskyld- unni allra heilla á þessum tima- mótum. Adda Bára Sigfúsdóttir. í ræðustól á alþingi. Þar hefur Einar talaðoftar en nokkur annar niaður. i eyrum tslendings getur vart hljómlegurra nafn á stjórnmála- samtökum en Sjálfstæöisflokkur. Engan lærdóm þarf til að skilja hvað hugtakið sjálfstæði merkir, finnst okkur: þvi siður þarf mikla siigukunnáttu til að óska sinni eigin þjóð sjálfstæðis. Þegar stjórnmálasamtiik risu upp. sem kenndu sig við útlenzk orð eins og kommúnisma eða sósfalisma, þá var von að fólk segöi: Ég fyrir mitt Ieyti kýs nú þann flokk sem vill sjálfstæði og kennir sig við sjálfsta>ði. þvi ég er sjálfstæð per- sóna. Nú er kunnara en frá þurfi að segja, að þvi miður er ekki nóg, að stjórnmálasamtiik kenni sig við eitt eða annað, hvort heldur það er nú sjálfstæði. sósfalismi, alþýða, framsókn, frjálslyndi, hægri eða vinstri svo dæmi séu nefnd. Jafnt ha'gri sem vinstri flokkar geta brugðizt — ekki að- eins einni þjóð, heldur öllum heiminum. Nal'n skiptir ekki höfuðmáli. það getur i mesta lagi verið örlitil visbending um meginstefnu; t.d. væri afar ósennilegt að flokkur sem kenndi sig við nazisma væri vinstrisinn- aður. Hitt sem öllu máli skiptir er það, hvernig hver flokkur reynist, þegar til lengdar lætur, hvar hann telur úrbóta þörf I þjóðfélaginu, hver afstaða hans er jafnt i innan- lands deilum sem til alþjóðlegra viðhorfa. Þar er komið að kjarna málsins. Þegar ungur hugsjónamaður og fullhugi. Einar Olgeirsson, kom fyrstfram á opinberum vettvangi fyrir nærfellt hálfri öld, þá hra'ddist hann það ekki, þótt flokkur sem bar nafn kommún- isma hlyti að valda nokkurri tor- tryggni hjá öllum þorra manna. Sú varð lika raunin. Jafnvel orðið sósfalismi veldur enn i dag skelf- ingu hjá sumum. En sem betur fer hjó Einar ekki eftir slikum samáatriðum; ef hann hefði.gert það, þá heföi hann sennilega aldrei komið nálægt stjórnmálum og væri að likindum sálaður úr leiðindum fyrir löngu — eða orð- inn að drykkjumanni, sem löng- um hafa þótt dæmigerð endalok gáfumanna sem einhverra hluta vegna hafa lent á rangri hillu i is- lenzku þjóðfélagi. Það sem gerði þó að verkum, að nafn kommúnistaflokks og siðar sósialistaflokks varð á raunhæfan hátt yfirsterkara nafni þess flokks i landinu sem kenndi sig við sjálfstæði, var einmitt það, hvernig flokkurinn með þessum útlenzku oröum i nafni reyndist, Yfirsterkara segi ég, enda þótt flokkurinn meö sjálfstæðið i nafni sinu og einn sjálfstæðasta fugl heims i skjaldarmerki sinu sé enn miklu stærri en aðrir flokkar i landinu. Og yfirsterkara endur- tek ég, — ekki vegna þess að flokkur Einars Olgeirssonar er nú um stundir i rikisstjórn, heldur vegna þess að sá flokkur hefur verið miklu sterkara og heillavænlegra afl i þjóðfélaginu um áratugi en þurrar atkvæða- tölur gefa til kynna og hvort sem hann hefur verið i stjórnarand- stöðu eða ekki. Ahrifa hans hefur gætt og mun áfram gæta um við- an vettvang þjóðmálanna — jafn- vel þótt hann ætti enga aðild að landstjórninni. Það var mikil gæfa þessara stjórnmálasamtaka að eiga þeg- ar i upphafi jafn ágæta menn innan vébanda sinna og raunin varð. Þeir þrir, Brynjólfur, Ein- ar og Sigfús, ba>ttu hver annan ágadlega upp. Enginn þeirra var algjör. Enginn þeirra var — af al- þýðu manna — talinn einn og ein- iær um að verða neins konar ein- ra'ðisherra innan samtaka hennar. Gæfan réði þvi, að á milli þessara þremenninga tókst sú samvinna, sem islenzk alþýða mun búa að. Allmörgum brá, þegar Einar Olgeirsson hætti að bjóða sig Iram til Alþingis: þeir kenndu það sumir klofningi i Alþýðubanda- laginu. Eftir þvi sem ég bezt veit var ástæðan hvorki sú né hið gagnsta'ða — að enginn væri klofningurinn, — heldur. að Einar vildi sjálfur draga sig i hlé eftir að hafa um áratugi barizt i fremstu viglinu. Um það má deila endalaust. hvort hann hefði átt að gera þetta. en ég er þeirrar skoð- unar, að hann hafi gert rétt. Ekki væri þó ástæða til að minnast á þetta, ef maðurinn væri orðinn gamlaður eða á annan hátt ófær. Þá myndi þögnin ein gilda. — Má nú ekki minna vera en að vakin sé hér athygli á þvi, sem mörgum hefur yfirsézt á timum þing- mennsku Einars, að hann hefur um langt árabil ritstýrt timarit- inu „Kétti”, og að nú getur hann l'yrst helgað sig þvi verkefni til fuils. Það gerir hann lika með þeim gla-sibrag, aö „Réttur” er undir ritstjórn hans stærsta, feg- ursta og vandaðasta stjórnmála- rit sem út hefur komið á tslandi. Sá maður sem stýrir sliku riti er svo sannariega ekki gamlaður. Hann er jafn ungurog hann var þegar hann fyrst beitti sér fyrir stofnun stjórnmálasamtaka; ára- fjöldi skiptir ekki öllu máli. Hugsjónamönnum og fullhug- um allra alda hefur sennilega ein- att fundizt sem smátt miðaði, að fegurstu draumar þeirra um betra mannlíf fengju að rætast tii fulls. En þá væri til litils að lifa, ef óþol og svartsýni næðu yfirhönd- inni i svo rikum mæli, að árar væru lagðar i bát. Þvi er öllum hollt að minnast þess hvernig Stephan G. fjallaöi um þessi efni i kunnum ljóðlinum, sem hér skal vitnað til að lokum: Og villunótt mannkyns um veglausa jörð svo voða löng orðin mér finnst, sem framfara skíman sé skröksaga ein og skuggarnir enn hafi ei þynnzt. Þvi jafnvcl i fornöld sveif hugur eins hátt — og hvar er þá nokkuð, sem vinnst? Jú, þannig að mcnningin út á við eykst, hver öld þó aö beri hana skammt. Hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið sem langdegis sólskinið jafnt. En augnabliks visirinn, ævin manns stutt, veit ekkert um muninn þann samt. Viö þetta er engu að bæta af minni hálfu. Þessum linum, hrip- uðum i fljótheitum, var aldrei í einu Gengurbæði fyrir rafmagni og rafhlöðum Góðurgripur, góð gjöf á aðeins kr. 12.980 (------I KLAPPARSTlG 26, SlMI 19800, RVK. OG Vb ÚOIN BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI 21630 með þvi að hverfa úr skærasta sviðsljósinu og gefa yngri mönn- um aukið svigrúm til starfa, þótt torvelt sé hins vegar að feta i fót- spor hans. Hitt er óblandið gleði- efni, að hann hefur helgað sig i vaxandi mæli útgáfu timaritsins Kéttar, fjallar þar rækilega um ýmsa fræðilega þætti sósialist- iskrar baráttu i krafti sinnar við- feðmu sögulegu þekkingar, og þá ekki sizt það sem dýrmætast er fyrir hina yngri, aö halda til haga ýmsum persónulegum endur- minningum úr stjórnmálabarátt- unni á liðnum áratugum. Er það ómetanlegur skerfur. sem hann leggur þar til tslandssögu, enda vænti ég þess eindregið, að hann haldi áfram á þeirri braut á næstu árum. a'tlað að verða nein úttekt á starfi og persónu Einars Olgeirssonar. Þvi er ekki annað eftir en að bera fram hlýjar árnaöaróskir honum til handa — og þá ekki siður að samfagna þjóöinni með þaö að eiga hann. .. h EliasMar. ★ ★ ★ Mér er tamt að telja afmælis- barnið 14. ágúst — Einar Olgeirs- son — til hinna beztu kennara minna, þótt eigi væri hann starf- andi i hinu hefðbundna skóla- keríi. Fæ ég ekki fullþakkað min- um góða skólabróður, núverandi leikdómara Mbl„ svo og vini min- um ágætum, prestinum i Vatns- firði, að hafa átt stóran þátt i þvi að leiða ungan menntaskólapilt, sem var að byrja að hugleiða pólitik, inn i þann námshóp, sem forystumaður islenzkrar sósial- islahreyfingar hafði tekið að sér að kenna. Og mér er til efs að nokkur kennara minna fyrr eða siðar hafi orkað meir á mig en Einar Olgeirsson. Sifrjór og leiftrandi hugur hans, einlægni og virðing fyrir þeim boðskap, sem hann flutti, átti ekki litinn hlut að þvi, að ungur lærisveinn gerðist sannfærður um réttmæti mál- staðarins, — málstað hinnar sós- ialistisku verklýðshreyfingar. Eldmóður Einars, mælska og sannfæringarkraftur hafa lika verið á þann veg, að einna bezt hefur dugað islenzkri verklýðs- hreyfingu til þess að verða sá sterki aðili i landinu, sem ekki hefur verið unnt að sniðganga. Og þegar við fyrrnefnda eiginleika ba'tist hlýtt viðmót, vammleysi og umfram allt sú eigind að krefj- ast ekki persónulegs frama eða valda i rikiskerfinu fyrir sjálfan sig, heldur vera einatt einn af fé- lögunum, en þó fremstur meðal jafningja, —■ þá þarf ekki frekar vitnanna við til að skynja hvilikur liðsmaður hann hefur veriö og siðferðilegur bakhjall i harðsóttri baráttu alþýðunnar fyrir rétti sinum um hálfrar aldar skeiö. Ekki hefur siður verið aðdáunarvert að sjá, hvernig Einar hefur fundið þörf endur- nýjunar i forystu hreyfingarinnar Eitt er það, sem ég get ekki látið hjá liða að nefna hér i þess- ari litlu kveðju til Einars,og hefur að minni hyggju aukið við þá miklu reisn, er alla tið hefur ein- kennt Einar Olgeirsson. t rit- smiöum sinum i Rétti hefur hann sýnt, að þótt hann sé sjötugur orð- inn hefur hugur hans ekki staðnað og pólitiskar kreddur ekki orðið honum að fjörtjóni eins og þvi miður hefur hent margan mann- inn. Vfðsýni hans, gáfur og hinn frjói hugur hafa gert það að verk- um, að hann hefur borið gæfu til þess að endurmeta viðfangsefni og hugmyndir i samræmi viö miskunnarlausar staðreyndir lið- andi stundar, en haldið þó órofa tryggð við málstaðinn og hug- sjónina, svo sem hvort tveggja var grundvallaö i öndverðu. Minnist ég þá sérstaklega frá- bærrar greinar hans i Rétti sum- arið 1968 eftir innrás Sovétrikj- anna i Tékkóslóvakiu, þar sem hann fordæmir sterkum orðum þann svivirðilega verknað, sem nefndur hefur verið „skriðdreka- sósialisminn". 1 grein sinni, sem ber fyrirsögnina „Hvernig gat þetta gerzt?” segir Einar: „Þegar Rússar réðust með skrið- drekum á bandamenn sina, Tékka og Slóvaka, — þegar rúss- neskir hermenn brutust inn i skrifstofur „bræðraflokksins”, Kommúnistaflokks Tékkóslóvak- iu, fangelsuðu forystumenn hans og fluttu sem herfanga á brott, — þá lauk löngu skeiði i sögu sósial- ismans, þvi skeiði, er hófst með áhlaupinu á Vetrarhiillina 7. nóv. 1917, þegar Bolsévikaflokkurinn tók forystuna i baráttunni fyrir sósfalismanum og sigraði. Þetta hálfrar aldar timabil hefur verið hið stórfenglegasta og hrika- legasta i veraldarsögunni að hetjuskap og harmleikjum og þvi lýkur með þessu óhæfuverki unnu á ,,bra'ðraflokki".', Það getur á stundum verið sársaukafuilt að gera raunsanna úttekt á fortiðinni, ekki sizt fyrir mann eins og Einar Olgeirsson, en raunsæi hans og heiðarleiki hafa verið þannig að þar hefur ekki annað komið til greina, og fyrir það megum viö vera honum ævinlega þakklát. Vegna þessa og alls annars sendi ég öldnum en siungum læri- meistara og alþýöuforingja minar einlægustu heillaóskir á merkisdegi i lifi hans meö þeirri von, að ævikvöldið megi verða bjart og fagurt og honum auðnist að sjá islenzkt þjóðfélag á góðum vegi tii þeirrar manngildishug- sjónar, sem hann hefur ávallt talið æðsta. Einar Laxness.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.