Þjóðviljinn - 13.08.1972, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.08.1972, Qupperneq 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1972 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðvil|ans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundston, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjórí: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.sL 19. Simi 17500 (5 línur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðf. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ARNAÐ HEILLA Einar Olgeirsson er 70 ára á morgun. í Þjóðviljann rita margir samverkamenn hans um árin og flytja honum afmælis- óskir. Þær óskir verða endurteknar hér. Einar Olgeirsson hefur verið einn þeirra örfáu manna sem hefur með athöfnum sinum ritað sögu,og nýsköpunin og lifs- kjarabyltingin 1942 eru raunar nýr kafli i þeirri sögu, Islandssögunni, kafli sem við erum enn að skrifa. Þjóðviljinn flytur Ein- ari Olgeirssyni innilegustu heillaóskir. ÞAR HRUNDI „HUGSJÓN” VIÐREISNARINNAR Þegar viðreisnin var sett á laggirnar var ætlun höfunda hennar að efla svo- nefndan einkarekstur i atvinnulifinu. Þetta var ekki gert með þvi að reyna að hafa sérstök áhrif á grundvöll efnahags- lifsins, stefnan var sú að hygla fyrirtækj- um i lánastarfsemi bankanna. Jafnframt þessu reyndi yfirstéttin i skjóli vinsam- legrar rikisstjórnar að halda launum verkafólks i lágmarki, meðal annars með það fyrir augum að tengjast erlendu einkafjármagni. Þessar voru „hugsjónir” viðreisnarstefnunnar, en ætlunarverkið tókst ekki að öðru leyti en þvi, að hingað var flutt erlent einkafjármagn i álverk- smiðjuna,og rikisbankarnir voru notaðir til þess að hygla einkafyrirtækjunum. Tveir þekktustu minnisvarðar þessarar stefnu viðreisnarflokkanna eru fyrirtækin íslenzka álfélagið og Slippstöðin á Akur- eyri. Um það siðarnefnda voru skrifaðar þrjár greinar i Þjóðviljann i siðustu viku, sem allar hafa vakið mikla athygli. Grein- arnar birtust á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. í fyrstu greininni er bent á að Slippstöðinni hafi verið ætlað að verða stolt islenzka einkaframtaksins, en að málin hafi snúizt þannig að fyrirtækið hafi orðið smán einkaframtaksstefnunnar. Þetta fyrirtæki var i upphafi rekið af nokkrum mönnum sem voru sjálfir ná- tengdir framleiðslu þess. Lánsfjárþörf fyrirtækisins var þá ekki meiri en svo að unnt var að anna henni eftir eðlilegum leiðum, en þegar fram liðu stundir, tóku eigendurnir að reita af sinu eigin fyrirtæki viðskipti og fjármagn. í þvi skyni stofnuðu þeir sin eigin fyrirtæki við hliðina á Slipp- stöðinni og létu þessi fyrirtæki yfirtaka mikilvæga þætti i starfsemi Slippstöðvar- innar. Til dæmis þegar Slippstöðin, eftir 13 ára starfsferil, hefur smiði stálskipa. Þá er stofnað hliðarfyrirtækið Rafnaust og það yfirtekur raflagnir og fleiri mikilvæga þætti i framleiðslu skipanna. Þegar fyrir- tækið hefur smiði stálskipa er það stækk- að, en samt virðast eigendurnir mjög ófúsir að leggja fram til þess eigið fé, hlutafé er aukið i 145 þúsund krónur. Það eru öll ósköpin,og stækkunin er þvi fjár- mögnuð af almannafé. Þetta leiðir til þess að „eigendurnir” bera i raun litla sem enga fjárhagslega ábyrgð á fyrirtækinu; þeirra eina viðmiðun er að ná inn i fyrir- tækið svo miklu almannafé að þeim takist að moða sem mestu úr þvi i eigin þarfir og til annarra fyrirtækja, sem lagt er meira upp úr. Margt fleira kemur siðan til og veldur þvi að fyrirtækið er senn rekið með tapi. Fimm ára tap á árunum 1967 til 1970 nemur hvorki meira né minna en 76 — sjötiu og sex miljónum — króna. Þar með er fyrirtækið i andarslitrunum, en ekki verður þess á sama tima vart að eigendur þess þrengi mjög að eigin eyðslu og efna- hag. En nú eru góð ráð dýr og þá er leitað til almannafjár — ekki úr bönkunum að þessu sinni — heldur er nú leitað til skatt- peninga almennings.og bæjarstjórn Akur- eyrar og rikisstjórnin ákveða að leggja enn fram fjármagn. Akureyrarbær leggur fram 15 milj. kr., rikið 10 milj. kr., en hlutaféð frá fyrri tið 145 þús. kr. er sex- faldað. En þessi ráðstöfun ein dugði að sjálfsögðu ekki til, það sem gert var dugði ekki einu sinni til þess að hreinsa upp lausaskuldir fyrirtækisins. Hins vegar var engin breyting gerð til þess að leysa meginvanda þessa fyrirtækis: Sem sé þann, að svokallaðir eigendur voru ábyrgðarlausir gagnvart fyrirtækinu sjálfu, þvi að eigið fé þeirra var svo sára- litið. Breytingin var einungis til þess gerð að reyna að koma i veg fyrir að skjöldur einkafjármagnsstefnunnar óhreinkaðist; það átti að fela hneykslið. En viðreisnarstjórn situr ekki eilíflega að völdum og plástrarnir dugðu ekki til þess að hylja þau svöðusár sem einka- framtaksstefnan hafði veitt sjálfri sér með Slippstöðinni á Akureyri. Hefði við- reisnarstjórnin setið áfram hefði vafa- laust verið reynt að lappa enn upp á rekstur þessa fyrirtækis með þvi að dæla i það fé, úr sjóðum almennings. En þessi stefna viðreisnarflokkanna var ein orsök þesj að stjórnlist þeirra var hafnað i sið- ustu alþingiskosningum. Það þarf ekki að rekja það hér hvað ný rikisstjórn hefur gert til þess að bæta að- stöðu Slippstöðvarinnar Þess skal ein- ungis getið að rikissjóður er nú meiri- hlutaaðili i fyrirtækinu og ber þvi sem slikur höfuðábyrgð á rekstri þess. Þjóðviljinn hefur rakið Slippstöðvar- hneykslið i forustugrein til þess að sýna enn fram á hversu þeir valdhafar sem nú öskra hæst á nýja rikisstjórn leyfðu sér að fara með almenningsfé einungis i þeim til- gangi að koma i veg fyrir að sannaðist að kreddur um einkafjármagn eiga hvergi við, sizt á íslandi. Hugsjón viðreisnar- innar hrundi með hallærisafkomu Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Andi þessa skozka þjóðernisinna og kommúnista er öllu viskii sterkari - og jafnliklegur til að magna menn til gagnrýni. Hugh MacDiarmid Skozkt kraftaskáld MacDiarmid: Mikill meðal- Niiápur var Robert Burns. Kzra Pound: Merkasta skáld saintiðarinnar. HUGH MACDIARMID er talinn vera einn „aðalóvinur al- mennings’’ i Skotlandi. Ekki eru allir á sama máli um það, enda fer slikt eftir lifsskoðunum fólks. Siðavandar smásálir fá oft reiði- kast, ef einhver, sem ekki hlitir reglum borgaralegs þjóðfélags, hefur sig i frammi. Menn þurfa þá ekki annað en að hafa hressi- legt tungutak eða klæðast vinnu- fötum á hátiðisdögum. Skáld og aðrir listamenn eru oftar undir dómshamri fjöldans en margir aðrir. Hugh Macdiarmid er þar alltaf. Hann hefur einstakt lag á að segja eitthvað, sem æsir fólk upp, og drekka mikið maltviski. Siðar- nefndi vaninn veldur þvi, að hann heldur dálitið oft til i vegar- skurðum — flatur. I þvi skáldlega umhverfi smiðar hann episk og hugnæm ljóð, sem fjalla um mál- efni og siði þjóðar hans — Skota. Og hann er þjóðernissinni og kommúnisti meðfram skáldleg- um starfa sinum. Enda er hann ósammála höfundum „Hver er hver?”, þegar þeir segja, að áhugamál hans sé „anglófóbia" eða fjandskapur við engilsaxnesk áhrif i Skotlandi. MacDiarmid segir baráttuna gegn áhrifunum vera starf sitt. bessi maður, sem Sean O'Casey sagði um: „Almáttugur, þessi nánugi er skáld”, er nýorðinn áttræður. Réttu nafni heitir hann Christopher Grieve og er inn- fæddur Skoti. Hann gafst upp á háskólanámi og gerðist blaða- maður um leið og hann sagði skilið við kenningar Krists og tók kenningar Marx upp i staðinn. Árið 1928 stofnaði hann bjóð- ernisflokk Skotlands, en var brátt rekinn Ur honum fyrir kommUnisma. Gekk hann þá i KommUnistaflokkinn en var rekinn þaðan fyrir þjóðernislegar tilhneigingar. en tekinn inn aftur árið 1958. t DAG er MacDiarmid talinn vera eitt bezta skáld Skota, þrátt íyrir sérvizku og óvenjulegar skoðanir. Einnig hefur hann hlotið alþjóðlega frægð. MacDiarmid hefur bæði gefið Ut ljóðabækur og ævisögu. en hana reit hann undir enn öðru dulnefni, enda virtist ævisöguhöfundurinn þekkja MacDiarmid ótrUlega vel. Skáldið skrifar ekki á venju- legri ensku. heldur mjög skozkri ensku og hefur átt mikinn þátt i að auka hróöur þessa tungumála- afbrigðis Utávið. Um ljóðagérð sina segir MacDiarmid: ,,Ég hafði tvennt i huga. þegar ég byrjaði. Ég vildi nota áhrif hins fágaða skáldskapar fimmtándu og sextándu aldar, en um leið vildi ég reyna að taka mið af rót- tækri evrópskri ljóðagerð. Með þetta i huga hóf ég að rita ljóð, sem ekkert sóttu til Roberts Burns”. En Burns er einmitt eitt lélegasta skáld Bretlandseyja i augum MacDiarmids — skáld meðalmennskunnar og fullur með persónulaust ástarhjal. „Sjaldan hefur ljóðalist einnar þjóðar beðið annað eins afhroð og þegar Burns bar sigur af fyrir- rennurum sinum. Siðar hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til björgunar — en sU sem við höfum gert nú siðast er hin bezta. Og nU skiptir mestu máli hvort einhver fylgi mér eftir og hafi það sama i sér” segir skozka kraftaskáldið. Hann getur þess einnig að fátt hafi staðið enskri ljóðagerð jafn illilega fyrir þrifum og kristin trU. MacDiarmid á sér sin uppáhalds- skáld. eins og aðrir menn. Til dæmis þá Ezra Pound og Charles Doughty. Hann telur Pound merkasta nUlifandi skáld i heimi og segir. að Pound haldi sjálfan sig vera andkommúniskan. „Ég tel mig vera kommUnista", segir MacDiarmid. „en báðir gætum við haft rangt fyrir okkur. Hann er stórkostlegt skáld, þegar hon- um tekst bezt upp.”. Hann er gáfað skáld eða skáldlegt gáfu- menni. Ekki er liklegt, að Skotar eignist marga menn honum lika á næstunni. Andi hans er þjóðlegum drykkjum Skotlands sterkari og jafnliklegur þeim til að magna menn til gagnrýni. En það sem skiptir ef til vill mestu máli er að hann er fær um að tengja saman róttækni og sérstæðan mannkær- leika.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.