Þjóðviljinn - 18.08.1972, Page 3

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Page 3
Föstudagur 18. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S. Listaverk Jóhanns Eyfells á Olympíu- leikjunum Nútímaskúlptúrar eft- ir Jóhann Eyfells verða á menningardagskrá sumarolympiuleik janna i Munchen, sem senn hefjast. Jóhanni sem nú er aðstoðar- prófessor i listum við Florida Technological University, hefur verið boðið að leggja til uppblásna skúlptúra sina i dagskrá i Ólympiugarðinum sem nefnist Project Spiel- strasse. Verk Jóhanns verða sýnd með verkum félaga hans málaranna Steves Lotz og Walters Gaudneks. Lista- mennirnir munu i allra aug- sýn mála og reisa risastór táknræn segl og skúlptúra og sigla þeim um ólympiuvatnið. Þá munu þeir félagar einnig sýna likan af „Dómkirkju geimsins” sem þeir gerðu á Kennedyhöfða i sambandi við alþjóðlegt geimferðaþing. Líflegt atvinnulif á Norðfirði Birtingur með 1100 síldar- kassa úr Norðursjó Birtingur NK kom á mið- nætti i nótt til Norðfjarðar með 1100 kassa af síld af Norðursjávarmiðum. Síldin verður fryst i beitu. Auk þessa sildarfarms sem Birtingur kom með i nótt hefur hann selt sild i Danmörku fyrir 8,4 miljónir það sem af er sumr- inu. Veiðar Norðfjarðarbáta ganga annars vel. Þokkalegur afli er hjá smábátunum, og skuttogarinn Barði hefur aflað 2160 tonna frá áramótum. Hásetahlutur á Barða er oröinn 674 þúsund.'úþ Lágmarksverð á skarkola og þykkvalúru ákveðið A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins i dag varð samkomulag um, að lágmarks- verð á skarkola og þykkvalúru, 1. flokkur, 453 gr. og yfir, skuli vera kr. 16,70 hvert kg frá 1. ágúst til 30. september 1972. Reykjavik 16. ágúst 1972 Verðlagsráð sjávarútvegsins. Myndin er tekin um borð i Albert og sýnir einn leiöangursmanninn við setþykktarmæli. Alþjóðasamband verzlunar- r . manna þingaði á Islandi 1 fyrradag lauk hér tveggja daga fundi Alþjóðasambands verzlunarmanna, FIET, og er það i fyrsta sinn sem sambandið held- ur fund á tslandi. FIET hefur innan sinna vé- banda 5,5 milj. félagsmanna i 70 löndum. Sambandið var stofnað árið 1904, en islenzka verzlunar- mannasambandið varð aðili að þvi árið 1970. FIET er annað stærsta verkalýðsbandið innan sambands frjálsra verkalýðsfé- laga. Eitt af aðal-málum þingsins hér var launajöfnuöur manna er vinna sams konar störf i hinum einstöku löndum og er sá launa- mismunur, sem nú rikir, eitt af mestu vandamálum sem sam- bandið á við að glima. Þá stendur til að stofna sér- staka Evrópudeild innan FIET og á að halda stofnfund hennar i Kaupmannahöfn 7.-8. nóvember. Þá var hér flutt skýrsla frá fundi Alþjóðasambands verkalyðsfé- laga. Forseti FIET er Alfred Allen frá Englandi en fyrsti varaforseti James Suf féregd frá Bandarikj- unum. -S.dór. Ilér eru þeir Steve Lotz, Jóhann Eyfells og Gaudnek með afurðir sinar. Þeir niunu sigla risastórum táknrænum seglum um ólympiuvatnið. Landgrunnsrannsókn- um lokið á þessu sumri Nú fyrir skömmu lauk þeim hluta rannsókna landgrunnsins við ísland, sem gera átti á þessu sumri. Unnið var að dýptarmælingum, þyngdarmæl- ingum, segulmælingum og setlagarannsóknum á stóru svæði út af Vesturlandi. Haustið 1969 kallaði fram- kvæmdanefnd Rannsóknaráðs saman hóp sérfræðinga til að gera tillögur um rannsóknir með tilliti til hugsanlegrar nýtingar náttúruauðæfa á hafsbotni. Nefndin skilaði áliti I apríl 1970 og komst að þeirri niðurstöðu að á þessu stigi væri ekkert unnt að segja til um tilvist hagnýtra efna á landgrunninu fram yfir það, sem þegar væri ljóst, enda skorti algerlega upplýsingar um upp- runa og eðli landgrunnsins. Væri það ástand óviðunandi, ekki sízt vegna tilkalls okkar til yfirráða á landgrunninu og hafinu yfir þvi, og eins vegna þýöingar botnlög- unar og botngerðar fyrir fisk- göngur og fiskveiðar á hinum ýmsu svæðum umhverfis landið. Nefndin lagði því til að hafnar yrðu skipulagðar jaröfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á landgrunninu til að afla grund- vallarupplýsinga um gerð þess og lögun. Meginatriðið i tillögum sér- fræðinganna var, að gert yrði ná- kvæmt dýptarkort af landgrunn- inu, enda flest dýptarkort hér- lendis byggö á mælingum frá þvi um aldamót og kominn timi til að hagnýta sér nýja tækni við mæl- ingar. En á sama tima og gerðar yrðu samfelldar dýptarmælingar, skyldu einnig gerðar samfelldar þyngdarmælingar, segulmæling- ar og setþykktarmælingar með neistatækjum. Þá var einnig gert ráð fyrir töku botnsýna, varma- straumsmælingum og rann- sóknum á samskiptum lofts og sjávar með tilliti til veðurfars- áhrifa. Sumarið 1970 barst Rann- sóknarráði rikisins tilboð frá bandarisku fyrirtæki um skipti á setþykktarmælitækjum fyrir leigu á skipi til rannsókna við vesturströnd Grænlands. Þetta var borið undir rikisstjórn og samþykkt að leigja v/s Albert til þriggja mánaða. Tillögur sér- fræðinganna voru að öðru leyti litið ræddar.og engar ákvarðanir voru teknar af hálfu rikisstjórnar fyrr en nú i vor að tilboð barst frá mælingadeild bandarikjahers um lán á þyngdarmælingatækjum og starfrækslu þeirra um borð i islenzku skipi gegn þvi, að rikið legði fram skipið. Tilboðið varð til þess að enn komst hreyfing á málið. Málið fékk jákvæðar undirtektir hjá rikisstjórn, sem var ekki hvað sizt að þakka miklum áhuga iðnaðarráðuneytis á málinu. Rikisstjórnin ákvað að hafið skyldi starf á grundvelli tillagn- anna um landgrunnsrannsóknir frá 1970. Skipaði menntamálaráð- herra nefnd fulltrúa nokkurra stofnana og var dr. Vilhjálmur Lúðviksson formaður nefndar- Franihald á 11. siðu. Nýr skattstjóri á Vestfjörðum Fjármálaráðherra hefur þ. 15. ágúst s.l. skipað Hrein Sveinsson lögfræðing, Hraunbæ 40, Reykja- vik, skattstjóra i Vestfjarðaum- dæmi frá 1. janúar 1973 að telja. Fjármálaráðuneytinu, 17. ágúst 1972.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.