Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 5

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 5
Föstudagur 18. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5. Gripið niður í sögu landhelgis- málsins 2. þáttur Atök Hannesar Hafsteins og félaga hans voru hvorki þau fyrstu né síöustu sem tslendingar áttu viö er- .tco yflr8an8smenn- Teiknari þýzks blaös lýsir þannig viöureign tsiendinga og Breta i þorskastríöinu lStdO. andi mönnum. Byrjuöu þeir að losa skipsbátinn, en hættu við það, létu sér þess i stað nægja að renna út björgunarhring i kaðli. En þegar þeir loks gerðu það, voru mennirnir, sem losnuðu við bátinn, sokknir. Hafði Hannes Hafstein ekki megnað að bjarga þeim, þrátt fyrir hetjulega bar- áttu við dauðann. Hann náði þó i kaðalinn og brá honum um sig, en var þá svo örmagna, að hann misstmeðvitund i þeim svifum og vissi ekki af, þegar hann var dreginn upp úr sjónum. Raknaði hann við, þar sem hann lá á þil- farinu við hlið hinna tveggja bát- verja, sem bjargazt höfðu ásamt honum. Einn hinna erlendu manna hafði þá veitzt að honum kippt tygilhnif úr sliðrum, sem hafði hangið við belti hans, og gerði sig nú liklegan til að vinna á sýslumanni með vopni þessu. Aðrir skipverjar komu þó i veg fyrir þetta tilræði, og i sömu svif- um komu Haukdælir að botnvörp- ungnum. Sýslumaður og fylgdarmenn Þrír menn fórust og sýslumaður naumlega i siðasta þætti voru rakin nokkur atriði úr sögu land- helgismálsins og erlendra fiskveiða hér við land. Að þessu sinni verður rifjuð upp svaðilför Hannesar Hafsteins sýslumanns og fimm annarra íslendinga að brezkum botnvörpungi, sem stundaði veiðar hér við land. Fyrirsögn Þjóðólfs á frásögn af þessum atburði var sú sama og hér að ofan, en frásögnin erbeint upp úr Landhelgisbók Gunnars M. Magnúss: Sumarið 1898 vakti það mikla athygli, hversu þrásækinn einn brezkur botnvörpungur var á grunnmið Vestfirðinga, einkum i Dýrafirði og Arnarfirði. Hafði landhelgisbrjótur þessi jafnan leitazt við að leyna nafni sinu og númeri með þvi að mála yfir fremstu og öftustu stafina, svo að nafnið var „Oyali” og númerið 42. Þó höfðu einhverjir getað greint fullt nafnið: „Royalist” og nr. 428. Var skipið frá Hull og út- gerðarmaður þess Georg Walter i Hull. „Skipstjórann hugðu flestir þar vestra sænskan, en aðrir slapp þýzkan frá Harburg”, segir bjóð- ólfur, „en nú veita menn hér syðra, að þetta er einmitt hrak- mennið Nielsen, sænskur að ætt”. Hafði Nielsen þessi áður komið við sögu hér á landi, heldur óþokkalega. Skipstjórinn hafði oft komið i land á Þingeyri um sumarið, og haft þar tal af mönnum. En þegar leitað var eftir, að hann greiddi lögboðin hafnargjöld, þverneitaði hann að afhenda skipsskjöl eða gjalda það, er honum bar skylda til. Hann hélt þó uppteknum hætti, skrapaði Dýrafjörð endilangan með botnvörpunni, og alveg við þurra landsteina. En þar eð fjörð- urinn er hvergi breiðari en 3 sjó- milur, má sjá, hversu gifurleg ófyrirleitni og ásækni var þarna i frammi höfð. Herma sagnir, að nokkrir Dýrfirðingar, en fáir þó, hafi haft samband og viðskipti við sökudólginn. t byrjun októbermánaðar kom botnvörpungur þéssi enn inn á Dýrafjörð. Var hann að veiðum þar 4. til 9. október. Þótti mönn- um nú orðið nóg um atfarir þess- ar, og sendu Dýrfirðingar hrað- boða norður til tsafjarðar með kæru til sýslumannsins, Hannes- ar Hafsteins. Kom hraðboðinn, Guðjón Friðriksson,að kvöldi hins 9. til tsafjarðar. Brá Hannes Haf- stein þegar við, er honum barst kæran, og lagði af stað kl. 4 um nóttina riðandi vestur, en yfir tvær heiðar er að fara, Breiða- dalsheiði og Gemlufellsheiði. Linnti sýslumaður ékki ferðinni fyrr en að Mýrum i Dýrafirði og var þá komið að nóni. Hittist þá svo á, að botnvörpungurinn var að veiðum þar á firðinum milli Mýra og Haukadals. Lét sýslu- maður ekki staðar numið, fékk sér bát, og 4 menn á Mýrum sér til fylgdar, auk hraðboðans, sem var hinn sjötti á bátnum. Þessir menn voru á bátnum, auk sýslumanns og Guðjóns Friðrikssonar: Jóhannes Guð- mundsson á Bessastöðum, 37 ára, Guðmundur Jónsson á Bakka, um tvitugt, Jón Þórðarson og Jón Gunnarsson. Sýslumaður var klæddur ein- kennisbúningi sinum, en hafði klætt sig kápu utan yfir embættis- búninginn. En um borð i botn- vörpungnum var Islendingur, sem þekkti Hannes Hafstein, og mun hann hafa sagt skipverjum hver þar var á ferð. Þegar að hlið botnvörpungsins kom, ávarpaði sýslumaður skipstjóra, en hann varð ókvæða við og svaraði skömmum einum og illyrðum, en skipverjar bjuggust til varnar með bareflum. Menn sýslumanns ætluðu að ná i kaðal, sem hékk út- byrðis af botnvörpungnum, en það mistókst, svo að báturinn seig aftur með siðunni, en skipið var á hægri ferð. Þegar komið var að afturstefni skipsins náðu báts- verjar i virana, sem botnvarpan var fest við. Dróst báturinn þá með botnvörpungnum. Skipstjóri og menn hans stukku þá aftur á skipið, öskruðu eins og villidýr og hótuðu öllu illu. Sýslumaður fletti þá frá sér kápunni og sýndi ein- kennisbúning sinn, og krafðist þess af skipstjóra, að hann hleypti sér upp i skipið. Skipstjóri sinnti ekki skipan sýslumanns, og gerðist þá margt i senn. Skipverjar skutu stórri ár að bátverjum, en hæfðu ekki, svo sem til var skotið, hlupu þá ein- hverjir af áhöfn botnvörpungsins að spilinu og slökuðu snögglega á virunum, svo að þeir féllu með miklum þunga ofan i bátinn og færðu hann i kaf á augabragði. Stakkst báturinn á stafninn og sökk en er honum skaut upp fyrir aftan botnvörpunginn, náðu Jón Gunnarsson og Guðjón Friðriks- son taki á honum, en hinir félagar þeirra færðust i kaf. Allir bátverjar voru ósyndir nema sýslumaður. Hann var sundmaður góður og reyndi nú að bjarga hinum þremur, er viðskila voru við bátinn. Var það þrek- raun hin mesta, þar eð þeir færðu hann i kaf öðru hvoru, en ylgja var nokkur og kalsi i veðri. Tók sýslumaður brátt að mæðast og horfði illa um björgunina. En meðan þessu fór fram, létu skipverjar sem ekkert væri og fóru að innbyrða vörpuna. Frá Haukadal, sunnan fjarðar- ins, hafði verið fylgzt með ferð bátsins i sjónauka. Þegar Hauk- dælingar sáu hverju fram fór, brugðu þeir skjótt við. Mönnuðu tvo báta og réru i áttina að botn- vörpungnum til að bjarga. Þegar bátárnir voru komnir miðja vegu út að botnvörpungn- um gerðu skipverjar sig fyrst lik- lega til að bjarga hinum drukkn- llannes llafstein hans voru nú fluttir yfir i Hauka- dal, bornir þar á land og hjúkrað, svo sem bezt mátti verð. En botn- vörpungurinn renndi til hafs og var brátt úr augsýn. Atburður þessi vakti hryggð og reiði um land allt. Blöðin sögðu ýtarlega frá atferli þessu, minntu á, að vernd Dana væri heldur litils virði, „þar eð lögbrjótar og þorp- arar gætu að ósekju traðkað hér á öllum lögum og rétti og framið þar að auki manndráp”. Var það einróma krafa blaðanna og jafn- framt allrar þjóðarinnar að kom- ið yrði ábyrgð á hendur illvirkj- unum og landhelgisgæzlan aukin og bætt. 1 privat bréfi, sem Hannes Haf- stein skrifaði ritstjóra Þjóðólfs 10 dögum eftir atburð þennan, segir hann, að bátar Haukdæla hafi þvi nær verið komnir að skipin, þegar björgunarhringnum var varpað út. „Ég sem langa hrið hafði stritt i ströngu við þá sem voru að drukkna, og náðu ekki bátnum, var að minnsta kosti nær dauða en lifi”, segir hann. i skiptum fyrir flesk Eins og fram kemur af ágripinu hér á undan eiga Danir og Eng- lendingar i illdeilum vegna fisk- veiða og verzlunar við Island i margar aldir. Gengur á ýmsu og stundum liggur nærri að Island sé sett i pant fyrir skuldir bág- staddra Danakonunga. 1901 er gerður enn einn samningurinn milli Dana og Englendinga um fiskveiðar við Island, en þessi samningur er mörgum hinum fyrri verri að þvi leyti að hann bindur hendur Islendinga um 50 ára skeið, eða allt til ársins 1951. Samningurinn við Breta er gerð- ur til þess að tryggja Dönum markaði fyrir svinakjöt i Eng- landi, i staðinn fá Bretar að veiða hér við land upp að þremur sjó- milum til 50 ára. Þá skyldi rikis- stjórnum annarra landa einnig heimilt að ganga að samningi þessum. 1902 fullgilti konungur þennan samning án þess að hafa samráð við alþingi. Vill ekki auðœfi föður síns Paul Getty yngri, sem er sonur rikasta manns I heimi, vill ekkert með auðæfi föður sins hafa, eða samneyti við fjölskylduna. Hann lifir með hippum 1 Róm, og þegar hann vantar pening leikur hann statistahlut- verk i kábojmyndum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.