Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 9
Föstudagur 18. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN -^SIÐA 9. r Oþekkt fyrir 2 árum — heimsmethafi í dag Enginn stendur nærri þvi að storka heimsmeti Fainu Melnik í kringlukasti um þessar mundir Það eru ekki nema tvö ár síðan Faina Melník, nú heimsmethafi i kringlu- kasti kvenna, kom fram á sjónarsviðið fyrir alvöru, þótt hún hafi stundað þessa íþróttagrein í nærfellt 7 ár. Síðustu met hennar (65, 48 og 66, 76) hljóta að vekja þá gömlu spurningu, hvort iþróttaafrekum séu nokkur takmörk sett. Sjálf segist Faina eiga eftir að gera beturá ólympíuleikunum í Múnchen. Hún fæddist fyrir 26 árum uppi i úkrainskri sveit og ólst þar upp við almenn sveitarstörf. I upp- vextinum var skólaleikfimi einu iþróttirnar, sem hún hafði af að segja. Hún vissi ekkert sælla en að yrkja jörðina og ákvað að ger- ast búfræðingur. Að þvi loknu hélt hún til Kiev, höfuðborgar Úkrainu, til að þreyta inntökupróf i landbúnaðarakademiuna. En einn fagran veðurdag varð henni reikað út á iþróttavöll borgarinn- ar og ákvörðun margra ára breyttist á einum klukkutima. Þar sá Faina i fyrsta skipti Tamöru Press, sem þá stóð á hátindi frægðar sinnar, og tóku þær tal saman. Það dró þann dilk á eftir sér, að Faina sótti ekki um inntöku i Akademiuna, heldur i iþróttaháskólann en var visað frá. En Faina Melnik lagði ekki árar i bát, heldur brá sér til Moskvu og komst i iþróttadeild kennaraskóla nokkurs. Nú býr hún i Jerevan, höfuðborg Armeniu. Þar stundar hún iþrótta- og leikfimikennslu barna og heldur sjálf áfram að læra hjá Kim Bukhantsov þjálfara i Moskvu, sem öðrum fremur hefur hjálpað henni til stórafreka. Þegar hann tók við þjálfun henn- ar árið 1970 hafði hún kastað 54, 76, gott, en ekki „extraklassi”. Þrem vikum siðar var hún tekin i B-lið SSSR i landskeppninni við USA i Leningrad. Þar lét hún sér ekki nægja að sigra báðar amer- isku stúlkurnar, sem var létt verk, heldur einnig stöllur sinar i A-liöinu, þær Tamöru Daniiovu, sem þá var Evrópumeistari, og Sovétmethafann trinu Solontsovu. Skömmu siðar sigraði hún á sovézka meistara- mótinu og svo i þriggja landa keppninni SSSR-DDR-Pólland, þar sem hún kastaði 61,80. Keppniskap F.Melnik er með eindæmum. Fyrsta heimsmet sitt setti hún á EM i Helsinki i siðustu tilraun og rændi þar með sigrin- um frá L.Westermann frá Vestur- Þýzkalandi. Þegar þar fréttist i mai i ár, að Menis frá Rúmeniu hefði náð öðrum bezta árangri allra tima 64,24, svaraði hún þeg- ar með 64,64, og tveim dögum siðar varpaði hún fyrst kvenna yfir 65 metra (65,42). Hinn 4. ágúst flaug svo kringlan 66,76 metra. Um þetta segir Bukhantsov: „Þetta eru ekki óvænt met, heldur skipulagðir dagskrárliðir, áfangar, áður en lengra er haldið”. Blikur á lofti í sambandi við OL Nú horfir orðið all alvarlega með ólympiuleikana vegna hótana nokkurra Afrikurikja um að hætta við þátttöku ef Ródesiumenn fá að taka þátt i leikunum. Framan af voru það aðeins smáriki eins og Sierra Leone og Uganda, svo að dæmi séu nefnd, sem hótuðu, en þessi lönd eiga enga fræga iþrótta- menn sem sjónarsviptir er af. Þess vegna var þeim ekki anzað. En nú hafa bæði Eþiopia og Kenýa bætzt i hópinn og þá tók alþjóða ÓL- nefndin við sér, enda eiga þessi lönd frábæra iþrótta- menn og m.a. beztu lang- hlaupara heims. Unnið er að þvi að reyna að ná sættum en svo virðist sem enginn möguleiki sé á þvi. Afrikurikin er hörð á þessari kröfu sinni og kvika ekki frá henni. Og sifellt bætast fleiri Afrikuriki i hóp þeirra, sem lióta að draga sig til baka frá leikunum ef Ródesiumönnum verður ekki bönnuð þátttaka. Fyrir aðeins tveim árum siðan var Faina Melnik óþekkt iþróttakona, sem hafði æft kringiukast i 5 ár. Nú er hún i algerum sérflokki og það er engin kona i vcröldinni scm er neitt náiægt þvi að storka heimsmeti hennar 66,76 m. Ef nokkur er öruggur um aö hljóta gull á ÓL i Mlinchen þá er það hún. Islandsmótið í útihandknattleik Islandsmeistaramótið i úti- handknattleik kvenna stendur nú yfir,og þvi lýkur á sunnudaginn kemur. Mótið er haldið við Barnaskóla Austurbæjar i Reykjavik. Liðin sem taka þátt i mótinu eru: Valur, FH, Breiðablik, Ármann, ÍBK, Grindavik, Fram, Vikingur og KR. M.a. hefur Fram unnið UBK 6:5, FH vann IBK 16:3 og Armann vann Grindavik 12:7. Mótið heldur áfram i kvöld, morgun og á sunnudag og fara þá þessir leikir fram: Föstud. 18. ágúst. Kl. 19.00 l.leikur: UBK—Vikingur 2. leikur: Valur—Grindavik 3. leikur: Armann—FH Laugard. 19. ágúst, Kl. 14.00 l.leikur: Valur—Ármann 2. leikur: KR—UBK 3. leikur: Grindavik—IBK 4. leikur: Fram—Vikingur Sunnud. 20. ágúst. Kl. 15.00. Úrslit. l.leikur: 3.—4. sæti 2. leikur: 1.—2. sæti Golf Arsþing Golfsambands ís- lands (GSt) var haldið s.l. mánudag að Hótel Loftleiðum. A fundinum voru mættir full- trúar frá 9 af 13 golfklúbbum, sem starfræktir eru hér á landi. Þetta var 29. ársþing GSt, en það er' elzta starfandi i- þróttasamband sem til er hér á tandi. Það á 30 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á það með hófi i Atthagasal Hótel Sögu n.k. laugardagskvöld — að loknu tslandsmótinu i gólfi, sem nú fer fram á Grafarholtsvelli. A þessu þingi kom m.a. fram, að fyrirhugað er að taka þátt i Evrópumeistaramóti landsliða i golfi, sem fram fer á trlandi næsta sumar. Einnig að bjóðast til að halda Norður- landamótið hér árið 1974, en frá hinum Norðurlandaþjóð- unum hafa koinið fram á- kveðin tilmæli um það. Akveðið var að halda næsta tslandsmót i golfi i Vest- ntaniiaeyjum, en næsta ár á Goifklúbbur Vestmannaeyja 35 ára afmæli. Þá var ákveðið að i framtiðinni verði keppt I tveirn flokkum kvenna á ts- landsmóti. . . M.fl. og l.fl. Reksturshagnaöur GSl á ár- inu var 16.400 krónur, sem má teljast gott, þar sem sam- bandið hefur litlar sem engar tckjur fyrir utan styrki frá ÍSÍ. . . en pcningavandræði há allri starfsemi þcss, sem og annarra scrsambanda ÍSt. Akvcðið var að halda auka- þing GSÍ i okt.—nóv. n.k. og ræða þar um nýja tekjustofna sambandsins og opnu mót- in, sem haldin cru á hvcrju súmri. Stjórn GSÍ var öll endur- kjörin, en hana skipa : Páll As- geir Tryggvason formaður. Aðrir i stjórn. Ilagnar Magnússon, Konráð Bjarna- son, Kristján Einarsson, Iter- mann Magnússon. Endur- skoðendur: Vilhjálmur ólafs- son og Ólafur Bjarki Kagnars- son. Dómstóll GSt: Tómas Arnason, Óttar Yngvason og Kristján Einarsson. o Golfkeppni handknatt- leiksmanns Nokkrir handknattleiks- menn, sem einnig eru áhuga- samir golf leikarar, hafa ákvcðið að gangast fyrir golf- keppni handknattleiksmanna n.k. mánudag á golfvellinum i Ilafnarfirði, og hefst hún kl. 17 til 17.30. Samskonar keppni fór fram i fyrra og þá sigraði hinn kunni handknattleiksmaður úr Val, Bergur Guðnason. Þátt- tökurétt i keppninni hafa allir leikmcnn 1. og 2. deildar- liðanna s.l. ár svo og stjórnar- menn og nefndarmenn i öllum handknattlciksdeildum félag- anna, HKRR eða HSÍ. Þessi mynd er tekin á 2000. stjórnarfundi KRR sem hald- inn var i þessari viku. Til há- tiðabrigða var nokkrum gest- um boðið á fundinn. Við há- borðið má sjá frá v. Hreggvið Jónsson, Elias Hergeirsson, Ólaf Jónsson, Gunnar Egg- ertsson, Gisla Halldórsson, ólaf P. Erlendsson, Albert Guðmundsson, Harald Gisla- son, Einar Björnsson, Hilmar Svavarsson og Asgeir Guð- laugsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.