Þjóðviljinn - 18.08.1972, Síða 12
DIÚmiUINN
Föstudagur 18. ágúst 1972
Kvöldvarzla lyfjabúðanna
vikuna 12,—18. ágúst er i
Vesturbæjar Apóteki, Háa-
leitis Apóteki og Apóteki
Austurbæjar.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavfkur,
simi 18888.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Tilræði við Hussein
konung, varnarmála-
ráðherra skýtur sig
Oufkir: Svo brcgöast krosstrc.
RABAT 17/8. Allt var
meö kyrrum kjörum í
Rabat, höfuðborg
Marokko, i dag, en i gær
gerðu liösforingjar, sem
njóta stuðnings Libíu-
stjórnar, tilraun til að
myrða Hassan konung. i
dag framdi Oufkir varnar-
málaráðherra sjálfsmorð,
en hann er þekktur fyrir að
útrýma andstæðingum
konungsaf mikilli grimmd.
Er hann jafnvel orðaður
við samsærið
Fimm liösforingjar i flughern-
um, sem þátt tóku i tilræðinu,
flúðu i þyrlu til Gibraltar i nótt
sem leið, en sagt er að átta aðrir
flugmenn hafi verið teknir hönd-
um, þeirra á meðal Koeira E1
Ouael, sem var fyrirmaður
Tekur aðeins
helmingnr verka-
manna upp vinnu
LONDON 17/8. Talið er
aö um helmingur hafnar-
verkamanna muni fylgja
fyrirmælum verklýðssam-
bands sins um að taka upp
vinnu. Byrjað var að vinna
við sumar hafnir i dag, en
9000 verkamenn í Liver-
pool, næststærstu höfn
landsins, voru enn i verk-
falli.
Samband hafnarverkamanna
gaf i gær fyrirmæli um að hafnar-
verkamenn skyldu hverfa til
vinnu i siðasta lagi á mánudag og
taldi sig þá hafa fengið nægilega
Fórnaði sér fyrir
uppskeruna
MOSKVU 17/8. Moskvublaðið
Komsomolskaja Pravda hyllir i
dag ungan dráttarvélastjóra, sem
fórst i s.l. viku er hann reyndi að
bjarga uppskeru samyrkjubús
sins undan eldunum miklu fyrir
austan Moskvu.
Er þetta hin fyrsta opinbera
staðfesting á þvi að eldarnir
miklu á mótekjusvæðum austan
höfuðborgarinnar hafi krafizt
mannslifa. Enn eru þúsundir
manna við slökkvistörf.
13 Afríkuríki
hætta við
þátttöku í OL
MÍÍNCHEN 17/8. Æ fleiri
Afrikuriki bætast i hóp þeirra
sem ætla að hætta við þátttöku i
Ölympiuleikunum vegna þess að
Ródesiu hefur verið leyfð þátt-
taka. Nú eru þessi riki orðin 13 og
búizt er við að fleiri bætist i
hópinn. Afrikuriki hafa á undan-
förnum árum eignazt marga frá-
bæra iþróttamenn og verða þvi
Olýmpiuleikir sýnu bragðdaufari
eftir fráhvarf þeirra.
tryggingu fyrir þvi, að gáma-
flutningar leiddu ekki til fjölda-
uppsagna við brezkar hafnir.
Hinir róttækari meðal verka-
manna telja þessar tryggingu
ekki nægilega og hafa meira að
segja barið á forystumönnum
sambands sins fyrir mála-
miðlunina.
Liklegt er talið að þeir róttæku
muni allviða koma i veg fyrir að
vinnan hefjist að nýju.
Kenitra-flugstöðvarinnar sem er
skammt frá Rabat. Varð hann að
stökkva út i fallhlif eftir að flug-
vél hans var orðin eldsneytislaus.
Tilræðið var gert er Hussein
konungur var á leið heim til
Marokkó i einkaþotu sinni. Fóru
þá þrjár orustuþotur á loft svo
sem til að fylgja konungsvél inn
að flugvelli, en þegar minnst
varði hófu þær skothrið á hana.
Samt tókst að lenda flugvélinni,
enda þótt tveir hreyflar af þrem
væru laskaðir.
Skömmu eftir að konungsþotan
var lent komu orustuþoturnar að-
vifandi og skutu að konungi, sem
var kominn út úr vél sinni, úr um
100 metra hæð. Fjórir menn biðu
bana en um 20 særðust. Hussein
bjargaði sér með þvi að fela sig
bak við tré.
baðan hélt hann til hallar sinn-
ar, og gerðu 5 eða 6 flugvélar
árásir á hana. Nokkru siðar
settust konunghollar sveitir um
Kenitra-flugstöðina, hreiður
samsærismanna, og tókst þeim
að ná henni á sitt vald án þess að
hleypa af skoti.
Ötvarpið i Libiu tilkynnti i gær-
kvöld að stjórn landsins styddi til-
ræðismenn og mundi tilræðum
við konung haldið áfram þar til
konungdæmi væri úr sögunni i
Marokkó.
Þetta er i annað sinn sem liðs-
foringjar reyna að koma Hussein
konungi fyrir kattarnef —- en i
fyrra var gerð árás á höll hans á
afmælisdag hans og létu þá um
100 manns lifið.
Hægri hönd konungs
Staðfest var i Rabat i dag, að
Mohamed Oufkir, varnarmála-
ráðherra Marokkó, hefði skotið
sig til bana i nótt. Oufkir hefur
lengi verið talin hægri hönd
konungs og helzti oddviti hægri-
sinna i landinu. Hann „hreinsaði
til” i hernum eftir banatilræðið
við konung i fyrra. Oufkir varð
frægur að endenum fyrir svonefnt
Ben Barka-mál. Þótti sannað, að
Oufkir hefði rænt Ben Barka i
Paris 1965, en sá siðarnefndi var
þekktasti foringi marokkanskra
vinstrisinna, og myrt hann með
eigin hendi. Leiddi mál þetta um
hrið til mjög stirðrar sambúðar
við Frakkland.
Frá Paris berast þær fregnir,
að Oufkir kunni að hafa átt aðild
að hinu misheppnaða samsæri, en
i Rabat er þeim orðrómi visað á
bug.
Notuðu ástkonur
sínar til að
reyna að
sprengja flugvél
RÓM 17/8 Tveir Arabar
laumuðu i gær sprengju i farang-
ur ástkvenna sinna brezkra og
ætluðu þar tneð að sprengja i loft
upp israelska farþegaflugvél með
148 farþegum innanborðs.
Flugvélinni tókst að lenda á
flugvclli i Róm skömmu eftir að
sprengingin varð og urðu á henni
litlar skentmdir en fjórir farþeg-
ar urðu fyrir brunasárum.
Stúlkurnar brustu i grát þegar
þær fréttu hvernig i málinu lá.
Þær höfðu haldið við tvo Araba i
Rómaborg, og höfðu þeir borgað
fyrir þær ferðina til tsraels og
gefið þeim plötuspilara i
skilnaðargjöf. En i plötuspilaran-
um höfðu Arabarnir tveir falið
sprengju. Er verið að leita að
náungum þessum.
Yitnisburður trúböða:
Svívirðileg morð
í Mozambique
UTRECHT 17/8. Fyrrverandi
portúgalskur trúboði i
Mozambique heldur þvi fram, að
á tæpu ári hafi Portúgalir drepið
um 1000 manns i Tete-héraði einu
i hefndarskyni viö baráttu skæru-
liða frelsishreyfingarinnav
FRELIMO.
Maður þessi, Luis Alfonso da
Costa, sagði á ráðstefnu i Utrecht
i Hollandi, að hann gæti sannað að
á sama tima hefðu portúgalskar
hersveitir myrt 92 menn i
Caborra-Bassahéraði, og voru
þeirra á meöal margar konur og
börn. Einmitt i þvi héraði eru
vesturevrópskir auðhringar nú að
reisa mikið orkuver fyrir ný-
lenduveldið.
Trúboðinn fyrrverandi gaf og
upp nöfn 16 manna sem Portúgal-
ir brenndu lifandi i þorpinu
Antonio i nóvember i fyrra. Þar
skammt frá höfðu sveitir frá
Ródesiu tekið þátt i að myrða 18
manns.
Da Costa, sem gert var að velja
á milli fangelsis og þess að fara
úr landi, segir að flestir
portúgalskir biskupar vinni með
stjórninni og leiði hjá sér
þróunina i Mozambique. Sé hin
opinbera afstaða kirkjunnar i
Portúgal sú, að ekki beri að
hjálpa þjóðfrelsishreyfingunni,
vegna þess að hún sé kommúnisk.
Fox stefnir
Kvikmyndatökumaðurinn
Chester Fox hefur nú stefnt
Fischer i N ew York fyrir
samningsrof varðandi kvik-
myndun einvigisins. Krefst Fox
þess að fá 1 miljón og 750 þúsund
dala bætur, en það eru hvorki
meira né minna en 154 miljónir
isl. króna.
Jafntefli eða sigur
hjá Fischer?
Fimmtánda einvigisskákin
sem tefld var i gær var alger
andstæða þeirrar fjórtándu,
hvað allan gang skákarinnar
snerti. I stað allrar þeirrar logn-
mollu sem hvildi yfir fjórtándu
skákinni komu nú æsilegar
sviptingar þar sem vinnings-
vonin sveiflaðist á milli kepp-
enda.
Sþasski lék i fyrsta leik e4 og
upp kom Sikileyjarvörn. Fisch-
er hafði þó ekki áhuga á að tefla
vörnina með peðsdrápinu á b2,
en tefldi i staðinn hið venjulega
áframhald. I 10. leik valdi
Spasski frekar óvenjulegt fram-.
hald, þ.e. að leika biskupi sinum
til d3. Venjulega er leikið g4.
Fischer brást við þessu á þann
hátt að hann hrókaði á lang-
veginn en venjulegast er hrókað
á styttri veginn i Sikileyjarvörn.
Spasski virtist hafa góð tök á
stöðunni og nældi sér i peð á g7.
Fyrir þetta peð fékk Fischer
biskupaparið, en menn voru al-
mennt þeirrar skoðunar að það
væri ekki peðsins virði. Einmitt
þegar menn héldu að Spasski
væri nú búinn að ná taki 'a
Fischer, komu nokkrir óná-
kvæmir leikir hjá heimsmeist-
aranum. Aætlunin með Rg5
virðist gersamlega út i hött og
allt i einu eru menn Fischers,
sem voru lokaðir frá öllum
átökum, komnir i spilið með
ógnvekjandi hótunum. Kóngs-
staða Spasski hrundi i sundur og
svo virtist sem Fischer myndi
innbyrða sigur á hverri stundu.
En nú var komið að Fischer að
ieika ónákvæmt, og öruggt má
telja að hann hefur misst af
vinningi. Greinilegt er til dæmis
aö hann hefur algerlega gleymt
að taka 37. leik svarts Dg7 með I
reikninginn.
i fjórtándu skákinni, og eins
með taflmennskunni sem hann
sýndi i þessari skák. Það er ekki
neinum blöðum um það að fletta
að hann teflir langt undir þeim
styrkleika sem hann raunveru-
lega hefur, hverju sem þar er
um að kenna. Sú staða, sem fór i
bið i gærkvöld, var af flestum
talin jafntefli. Fischer átti þrá-
skák á borðinu, og var álitið
vafasamt að hann hefði tima til
að koma mönnum sinum það vel
i spilið að hann gæti hafið afger-
andi sókn. Hann er t.d. i stöð-
unni bundinn við máthótanir
Spasskis upp á b7.
Biðskákin verður tefld áfram
11. Hhel Bb7
12. Dg3 0-0-0
13. Bxf6 Rxf6
14. Dxg7 Hdf8
15. Dg3 b4
16. Ra4 Hhg8
17. Df2 Rd7
18. Kbl Kb8
19. C3 Rc5
20. Bc2 bxc3
21. Rxc3 Bf6
22. g3 h 5
23.e5 dxe5
24. fxe5 Bh8
25. Rf3 Hd8
26. Hxd8 Hxd8
27. Rg5 Bxe5
28. Dxf7 Hd7
29. Dxh5 Bxc3
30. bxc3 Db6
Framhald á 11. siðu.
Biðstaðan
ABCDEFGH
Það var einnig hald manna að Ka8 i stað Df5 hefði fært Fischer i dag kl. 14.30. «4
auöveldan vinning. 1. e4 c5 OJ
Það verður að segjast eins og 2. Rf3 d6 Oi
er,að menn eru að verða næsta 3. d4 cxd4
undrandi á taflmennsku heims- 4. Rxd4 Rf6
meistarans. 5. Rc3 a6 M
Nú hefur hann i tveim skákum 6. Bg5 e6 M
i röð látið sér úr greipum ganga 7. f4 Be7
ágæta möguleika á vinningi og 8. Df3 Dc7
það alveg á óskiljanlegan hátt 9. 0-0-0 Rbd7
eins og til dæmis með f6 leiknum 10. Bd3 b5
AI
11
ISLl
ABCDEFGB
15. EHWIGISSKÁKIN