Þjóðviljinn - 07.09.1972, Síða 5
Fimmtudagur 7. september 1972 ÞJÓÐVILJINN -- SIÐA 5.
Alvarlegt hneyksli í Frakklandi
Útsýni yfir Lyon.
Lögreglumenn grunaðir um
náin tengsl
við glœpastarf
Kdouard Charrct.
A rigningarkvöldum agúrku-
tiöarinnar hafa Frakkar skyndi-
lega fengið nýtt umræðuefni, sem
óliklegt er að hjaðni mikið úr
þessu fram að þingkosningunum.
Þetta umræðuefni er að vísu ekki
alveg nýtt af nálinni, þvi að þarna
er um að ræða ,,elzta atvinnuveg
mannkynsins”, en nýlega hafa
komið upp á yfirborðið ýmis at-
riði, sem varpa undarlegu ljósi á
þennan atvinnurekstur i landinu
nú á dögum.
Allt byrjaði fyrir rúmum
mánuði þegar maður nokkur að
nafni Georges Meyer, auknefndur
„Georg lygari”, var handtekinn i
Lyon og ákærður fyrir að hafa
skipulagt vændi þar i borg. Þessi
handtaka hefði naumast verið
frásagnar verð, ef ekki hefði
viljað svo til að „Georg lygari”
var fyrrverandi lögregluþjónn
kominn á eftirlaun — hann hafði
meira að segja verið einn nánasti
samstarfsmaður Javilliey lög-
regluforingja i Lyon, sem við-
frægur var fyrir að góma afbrota-
menn staðarins fljótar en flestir
menn aðrir. Georg var nú
grunaður um að hafa haft fleiri en
eitt járn i eldinum meðan hann
var aðstoðarmaður hetjunnar og
hafa þannig getað auðveldað sér
starfsskiptin.
Rannsókn málsins hélt áfram
og brátt fór að leika orð á þvi að
ýmsir lögregluþjónar i Lyon
hefðu tekið það hlutverk sitt að
vernda borgara staðarins full-
alvarlega — þeir hefðu t.a.m.
haldið alveg sérstakri verndar-
hendi yfir vændiskonum og
vinnuveitendum þeirra.
i tugthúsið með
fríðu föruneyti.
Javilliey lögregluforingi taldi
sig ekki geta látið slikum ásökun-
um ósvarað. Hann lét hafa eftir
sér i viðtali, að þær væru fjar-
stæða: lögreglumenn þyrftu
Skotar ættu að fara
að dæmi Islendinga!
Skozki þjóðarflokkurinn
er okkur islendingum
mjög hliöhollur í land-
helgismálinu eins og
nokkrum sinnum hefur
fram komið. 31. ágúst
sendi forysta flokksins
bréf til allra opinberra
stofnana i Skotlandi þar
sem gerð var grein fyrir
sjónarmiðum flokksins
og beðið var um aðstoð
við að hindra það að
Englendingar kúgi
islendinga með striðs-
rekstri á islandsmiðum
eöa í viðskiptum.
Bréf Skozka þjóðarflokksins
hefst með venjulegu persónu-
legu ávarpi bréfritara, en
siðan segir:
Eins og þið vitið færa
islendingar út fiskveiðilög-
sögu sina i 50 sjómilur nú 1.
september.
Bein áhrif útfærslunnar
verða óveruieg i Skotlandi,
þar eð aðeins 1% af þeim fiski
sem um þessar mundir er
landað i Skotlandi kemur af
islandsmiðum. En Skotar
munu hagnast á útfærslunni
vegna óbeinna áhrifa,með þvi
að afli heimabáta fær aukna
hlutdeild á ensku fisk-
mörkuðunum. en sem stendur
byggja þeir mjög á fiski af
islandsmiðum. Einnig liggur
hagnaður Skota i hagnýtingu
einhvers hluta af afla
íslendinga i skozkum höfnum.
Útfa’rsla fiskveiðilögsögunnar
við ísland hefur það i för með
sér að önnur lönd, þar á meðal
Skotland, hljóta að krefjast
þess að farið sé að dæmi
islendinga. Það eru þvi allar
ástæður til bjartsýni, en þess
gætir ekki i þeirri afstöðu sem
rikisstjórn Hennar Hátignar
hefur tekið. Skozki þjóöar-
flokkurinn hefur vaxandi
áhyggjur af þeirri hörku sem
hinir ensku baksviðsmenn
þingsalanna beina sér fyrir.
Þegar hala verið geröar
heyrinkunnar kröfur um fall-
byssubáta og viðskiptahöml-
ur. Skotar eru dregnir inn i
deilur við litla og vinsamlega
nágrannaþjóð sem þeir eiga
ekkert sökótt við.
Skozki þjóðarflokkurinn tel-
ur að almenningsálitið i Skot-
landi eigi að beinast gegn
hugsanlegu nýju „þorska-
striði”, og ástæðan fyrir þvi að
ég skrifa ykkur er einmitt sú
að biðja ykkur um að gera allt
sem i ykkar valdi stendur til
að girða fyrir að þess konar
ástand komi upp.
Þegar til lengdar lætur
sjáum við ekki að sjávarút-
vegur hafi neina framtið nema
undir ströngu eftirliti hverrar
þjóðar — með svipuðum hætti
og islendingar leggja nú til —
og sé þannig hamlað gegn of-
veiði á fiskstofnunum.
Ykkar einl.
Roscmary Hall.
ritari Skozka þjóðarflokksins.
Bréf Skozka
þjóðarflokksins
um stuðning við
okkurí
landhelgismálinu
nefnilega alltaf að hafa góð sam-
bönd við undirheimalýðinn til að
fá upplýsingar, og þannig þyrftu
þeir oft að vernda „smáafbrota-
menn” til þess að eiga auð-
veldara með að nappa hina stóru.
Það væri þvi fráleitt að álasa lög-
reglunni fyrir aö beita þeim einu
aðferðum, sem dygðu til að ná
einhverjum árangri. Og yfir-
maður allrar lögreglunnar i Lyon
sagðist skyldu ábyrgjast heiðar-
leika undirmanna sinna.
En þessi rök sannfærðu ekki
alla, og rannsókn málsins sýndi
að „verndin” hafði gengið nokkuð
langt. Javilliey hafði t.d. notað
aðstöðu sina til þess að eyðileggja
sönnunargögn i morðmáli, þar
sem einn skjólstæðingur hans var
sökudólgurinn. Hann var einnig
grunaður um að hafa tekið við all-
riflegum mútum. Það leið þvi
ekki á löngu áður en hann var
handtekinn og fór hann i fangelsi
með friðu föruneyti, bæði kolleg-
um og vændiskonum. Alls hafa nú
um tuttugu menn verið ákærðir i
þessu máli og tiu þeirra settir i
gæzluvarðhald. Þeir lögreglu-
þjónar, sem hafa verið við málið
bendlaðir, hafa mótmælt þvi og
sagt að þarna sé um að ræða sam-
særi gegn þeim.
Kröfuganga
vændiskvenna.
Þegar málið var komið á þetta
stig, var fokið i flest skjól fyrir
portkonum Lyon-borgar, og lét
lögréglan loka öllum vændishús-
um staðarins, sem starfað hafa
meira eða minna leynilega siðan
þau voru bönnuð 1946. Sums
staðar urðu eigendurnir þó fyrri
til og breyttu slikum húsum i sak-
laus veitingahús. Velta menn þvi
nú mjög fyrir sér, hvort unnt
muni vera að opna þau aftur með
fyrra sniði fyrir kosningar.
Þessar aðgerðir vöktu að sjálf-
sögðu mikla reiði vændiskvenna
borgarinnar, sem höfðu aldrei
verið svo grátt leiknar fyrr. Þær
ákváðu þvi að ^tiga niður á
götuna föstudaginn 25. ágúst, ekki
til sinnar náttlegu iðju eins og
venjulega, heldur til þess að fara
þar i mótmælagöngu um há-
bjartan dag, mótmæla hræsni og
óréttlæti og berjast fyrir
viðurkenningu og atvinnufrelsi.
Slikt er fáheyrður atburður, ekki
sizt i Frakklandi, og mótmæla-
gangan var að sjálfsögðú bönnuð.
Vændiskonurnar hirtu þó ekkert
um bannið — frekar en róttækir
vinstri menn gera i slikum
kringumstæðum — heldur fóru
hópum saman þangað sem
gangan átti að hefjast. Þar beið
lögreglan eftir þeim, og þá kom
það þeim i koll að lögreglu-
þjónarnir þekktu þær allar i sjón
og jafnvel með nafni — þær
Vændixkona að nóttu — á gang-
stctt.
Vændiskonur á daginn
mælagöngu.
i mót-
vændiskonur sem vildu ekki
hverfa aftur til sins heima, voru
þegar handteknar, og féll mót-
mælagangan niður i það sinn.
Þingmaðurinn og
skækjurnar.
Helzta baráttumál vændis-
kvennanna er sennilega afnám
þeirra laga, sem banna allt opin-
bert vændi i Frakklandi. Siðan
þingkonan, ævintýrakonan og
njósnarinn Marthe Richard
gekkst fyrir þessari lagasetningu
árið 1946, hafa margir viljað af-
nema hana. Meðal þeirra er
Edouard Charret, einn af þing-
mönnum Gauleista fyrir Lyon.
Skömmu eftir að tengsl lög-
Framhald á bls. 11.