Þjóðviljinn - 07.09.1972, Síða 9
Fimmtudagur 7. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9.
Stjórn Bókavaröafélags íslands. Taliö frá vinstri: Ragnheiöur Helgadóttir, Elsa Mia Sigurösson, for-
maöur, Ingibjörg Jónsdóttir, ólafur Fr. Hjartar, Kristfn Þorsteinsdóttir, Guöný Siguröardóttir og
Kristin II. Pétursdóttir.
Landsfundur bóka-
varða hefst í dag
Næsta fimmtudag hefst 2.
landsfundur islenzkra bókavarða
og sitja hann islenzkir bókaverðir
og aðrir áhugamenn um bóka-
safnsmál. Ennfremur munu sitja
þingið fulltrúar frá bókavarða-
félögum á öllum Norðurlöndun-
um. Norræna félagið hefur annazt
fyrirgreiðslu vegna komu tveggja
erlendra fyrirlesara, þeirra
Ingerlise Koefoed frá Danmörku
og Bengt Holmström frá Svi -
þjóð, sem bæði eru vel þekkt fyrir
framlag sitt á sviði bókasafns-
mála. Alls munu þátttakendur
vera um 130, þar af 25 erlendir
gestir frá bókavarðafélögum og
norrænu félögunum á Norður-
löndum.
Landsfundurinn verður settur i
Norræna húsinu fimmtudags-
kvöldið 7. sept. kl. 20, en fundar-
störf hefjast kl. 9 á föstudags-
morgun. Fyrsti dagur fundarins
er helgaður efninu „islenzk bóka-
söfn á ári bókarinnar”, og er þá
eingöngu fjallað um innlend mál-
efni og féiagsmál islenzkra bóka-
varða.
Dagskráin hefst með ávarpi
menptamálaráðherra, -hr.
Magnúsar Torfa Ólafssonar.
Aðrir ræðumenn eru Stefán
Júliusson, bókafulltrúi rikisins,
sem heldur yfirlitserindi um
islenzk bókasöfn. Haraldur
Guðnason, bókavörður, flytur
erindi um lög almenningsbóka-
Framhald á bls. 11.
Guðbrandur
Guðmundsson
áttræður
Þegar Guðbrandur Guömunds-
son er áttræöur, skuldar Þjóðvilj-
inn lionuni að minnsta kosti ótal
þakkir fyrir það starf sem hann
hefur af hendi innt fyrir Þjóðvilj-
ann um áratugaskciö. Þá á Guö-
brandur inni hjá okkur þakkir
fyrir hið mikla fórnfúsa og ágæta
framlag hans til sósialskrar bar-
áttu á islandi um hálfrar aldar
skeið. Þjóðviljinn flytur Guð-
brandi þessar þakkir. Þær hefðu
mátt verða myndarlegri — en
heföu samt aldrei oröið nógu
myndarlegar til þess að þakkað
væri að fullu.
Guöbrandur veröur i dag stadd-
ur að heimili stjúpsonar sins að
Fclismúla 14.
Til Guðbrands
Jæja, gamli!
Ennþá bruna leiðarmerkin hjá,
án þess að Elli kerling fái nokkurt
svigrúm til bess að beygja þig i
baki, né rista þig rúnum. Silfrið
sem henni hefir tekizt að sáldra
yfir höfuð þitt eykur bara
sjarmann.
Það hafa margar sprænur i
sjóinn runnið siðan heimsauð-
valdið tók að reka i mig hornin,
svo að ég tæki eftir þvi, og hratt
mér úti rauðasta kommúnisma.
Þar i fylking stóðuð þið hjónin þá
þegar og voruð heit i andanum,
svo að ekki komu úrtölur frá
ykkur. Þetta voru alvörutimar og
baráttan aðkallandi. Eldar
brennandi hugsjóna vermdu
geðið, og hvorki spöruð spor né
skæði.
Margar glennur hafa okkur
verið gerðar siðan, bæði „heima-
fyrir og utanlands”. Margur
vigahnötturinn hefir brunniö upp
fyrir augum okkar, skærar sólir
reynzt okkur halastjörnur, eða
breytzt i gervitungl. ,,Allt
streymir fram”, segir Þórbergur
Til stjórnvalda
og eru orð að sönnu. Ekkert i um-
róti timans hefir þó breytt grund-
vellinum. Kjörorðin úr frönsku
byltingunni gilda enn: Frelsi —
jafnrétti — bræðralag. Þau hafa
ekkert fölskvazt. Sifellt vaxa upp
ungir, óþreyttir baráttum., sem
taka upp merkið og beita stjórn-
list, sem hæfir hverju timaskeiði.
Framlag manna eins og ykkar
hjóna til aukinna áhrifa al-
þýðunnar marka spor i sögunni
og visa veginn fram.
Ég samgleðst þér á þessum
heiðursdegi þinum og fagna þvi,
að þú skulir enn i fullu fjöri. Megi
það haldast sem lengst.
Haraldur Björnsson.
Svarið beiðni um hækkun leigu
með stofnun húsaleigumiðstöðvar!
Okkur hafa borizt fréttir
af þvi, aö nokkuð margir
þeirra leigusala, sem
ætluðu að hækka húsaleig-
una nú 1. september, hafi
horfið frá því, eftir að
Þjóðviljinn skýrði frá þvi á
dögunum, að slik hækkun
væri brot á verðlagslögum
og varðaði sektun allt að
500 þúsund krónum.
Einnig höfum við frétt, að Hús-
eigendafélag Reykjavikur hafi
fyrr i sumar lagt fyrir ráðuneyti
beiðni um hækkun húsaleigu
vegna hækkaðra fasteignaskatta,
og er það mál enn óafgreitt hjá
ráðuneytinu.
Réttlátast svar ráðuneytisins
við þessari hækkunarbeiðni væri
tvimælalaust það, að boða til
stofnunar húsaleigumiöstöðvar
likrar þeirri sem Þjóðviljinn
hefur gert tillögu um, sem
starfaði þannig, að til þess að
húseigendur fengju tryggingu á
ibúbir sinar þyrfti að koma til lög-
gilding slikrar húsaleigumiö-
stöðvar á gerðum leigusamn-
ingum, en með þvi móti væri hægt
aö fylgjast með þróun þessara
mála og halda húsaleigu niðri og
koma þannig i veg fyrir það gifur-
lega okur sem nú viðgengst.
—úþ.
TILKYNNING
um lögtök i Seltjarnarneshreppi
23. ágúst s.l. var úrskurðað, að lögtök
geta fram farið vegna gjaldfallinna en
ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda, kirkju-
og kirkjugarðsgjalda, fasteignagjalda
álagðra i Seltjarnarneshreppi árið 1972
svo og heimtaugargjalda hitaveitu, allt
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
Lögtök fyrir gjöldum þessum geta farið
fram að liðnum átta dögum frá birtingu
auglýsingar þessarar, ef ekki verða gerð
skil fyrir þann tima.
Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps
F ramtíðarstarf
Samgönguráðuneytið óskar eftir að
ráða karl eða konu til vélritunar, skjala-
vörzlu og annarra almennra skrifstofu-
starfa.
Laun samkvæmt 13. launaflokki hins al-
menna launakerfis starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 15. september 1972.
iteykjavik, 5. september 1972.
Samgönguráðuneytið.
BJÓDDU
ÓVINUM
ÞÍNUM
SÍGARETTU! .
Sigurður
Baldursson
— hæstaréttarlögmaður
Laugavegil8 4hæö
Simar 21520 og 21620
úrogikartgripir
KDRNELlUS
JÚNSSON