Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN ]Þriðjudagur 12. september 1972. >■ >. [rtartSöC [? >: J)D3(°)'SGfl[F - P' EYJAMENN LANGTUM BETRI og sigruðu áhugalausa Skagamenn Eftir siðustu leikjum Vestmannaeyinga ieik- ur enginn vafi á að þeir eru langbezta liðið sem nú leikur i 1. deild. Hvergi er að finna veik- an hiekk i leik liðsins, og framlína þess væri full- boðleg i mörg af beztu liðum heims. Ef rétt verður haldið á spöðun- um næstu árin i Vest- mannaeyjum er öruggt að þar verður reist stór- veldi i knattspyrnunni sem erfitt verður að knésetja. Leikmenn liðsins eru ungir og friskir, og með aukinni leikreynslu verður þetta lið ósigrandi i 1. deild- inni á komandi árum. Staðan i 1. deild Úrslit leikja í 1. deild um helgina urðu þessi: Akranes-IBV 1-4 Valur—Keflavík 0-3 KR—Vikingur 1-0 Staðan er þannig: Fram 12 7 5 0 31-16 19 IBV 14 7 4 3 37-22 18 Keflavik 14 5 5 4 26-24 15 Akranes 14 7 1 6 24-22 15 Breiðablik 13 5 3 5 16-23 13 Valur 13 3 5 5 19-21 12 KR 14 4 2 8 17-26 10 Víkingur 14 2 2 10 8-23 6 Markahæstu leikmenn eru: Tómas Pálsson, ÍBV 15 Eyleifur Hafsteinss. tA 11 Ingi B. Albertss. Val 11 Steinar Jóhannss. tBK 9 Atli Þ. Héðinss. KR 8 Teitur Þórðars. 1A 8 Erlendur Magnúss. Fram 7 llörður Ragnarss. tBK 6 Kristinn Jörundss. Fram 6 Marteinn Geirss. Fram 6 Örn Óskarss. IBV 6 Alexander Jóhanness. Val 5 Ásgeir Sigurv.ss. tBV 5 Skagamenn voru óvenjudaufir I þessum leik, og vel mátti sjá á leik liðsins að litið var lagt upp úr aö færa sig aðeins ofar á stigatöfl- unni. A fyrstu minútunum var leikurinn að visu nokkuð jafn, en siðan dofnaði yfir heimamönnum um leið og Eyjamenn sóttu i sig veðrið. Um miðjan fyrri hálfleik tóku svo Vestmannaeyingarnir öll völd og héldu þeim út leikinn. Þótt leikurinn hefði verið nokkuð ójafn er á leið var hann skemmti- legur á að horfa, og skemmtileg knattspyrna sást hjá báöum lið- unum, og þó sérstaklega hjá IBV. Veður var mjög gott, sól og bliða og aðstaða til fallegrar knatt- spyrnu þvi hin bezta. A 7. minútu kom fyrsta markið og stuttu siðar bættu Vestmanna- eyingarnir öðru við, og staðan i hálfleik var þannig 2—0. Bæöi mörkin komu eftir að framlina IBV hafði leikið sig i gegnum máttiausa Akranesvörn og voru þvi skoruö af stuttu færi eftir gegnumspil. Varla er þó við vörn- ina eina að sakast þvi erfitt er að ætlast til þess af islenzkri vörn að halda Vestmannaeyjasókninni alveg niðri. A 10. minútu i siðari hálfleik jöfnuðu Skagamenn svo leikinn meö marki frá Eyleifi. Þannig var svo staðan langt fram i leik- inn, en undir lokin bættu Eyja- menn tveimur mörkum við og lauk leiknum með verðskulduð- um sigri þeirra 4—1. 5 mörk i einum knattspyrnuleik þykir dágott nú til dags, en eftir tækifærum hefðu þau getaö orðið fleiri. Bæði liðin áttu sin tækifæri. Jón Alfreðsson skaut af löngu færi i stöngina og út, og tvfvegis á sömu minútunni björguðu Skaga- menn á marklinu. Það er leiðinlegt til þess að vita, að um leið og úrslit eru ráðin í 1. deild skuli liöin missa allan áhuga og slá þvi sem eftir er upp i kæru- leysi. Þannig var þetta með Akurnesingana i þessum leik. Leikgleði og sigurvilji sást ekki hjá liðinu og útkoman varð vissu- lega i samræmi við áhugann. Eini maðurinn sem eitthvað barðist var Jón Alfreðsson, og einnig hressti Eyleifur sig töluvert i siðari hálfleik. Eigi að siður var liðið i heild slakt og áhugaleysi þess og kæruleysi vitavert. Eins og áður segir voru Vest- mannaeyingarnir mjög góðir og hvergi veikan hlekk að finna. Asgeir Sigurvinsson, sá ungi og efnilegi drengur, sýndi frábæran leik, og þungir Akurnesingarnir réðu ekkert við leikni hans og lip- urð. — GSP. „Austurlandsimdr- ið” upp í 2. deild ...sigraði Víði úr Garði með 3-1 Þróttur frá Neskaupstað sigr- aði Viði úr Garði léttilega með þrcmur mörkum gegn einu i úr- slitaleik um 2. deildar sætið á Meiavellinum sl. sunnudag. Viðir tók þó forystuna i fyrri hálfleik með marki frá Sigurði Ingvars- syni á 5. min. ieiksins. Björn Arnason jafnaði síðan úr vita- spyrnu á 30. minútu, og stuttu siðar tók Birgir Einarsson, fyrir- liði og þjálfari Þróttar, forystuna fyrir Þrótt. i byrjun siðari hálf- leiks skoraði Björn Arnason svo aftur, og staðan var orðin 3-1 fyrir Þrótt. Þannig lauk leiknum með sigri Þróttar, og leika þeir nú aft- ur i 2. deild eftir árs hlé. Sérstaka athygli i þessum leik vakti markvörður Viðis, og bjargaði hann liði sinu frá enn stærra tapi. Þróttarar léku fall- ega knattspyrnu á köflum, en i_ heildina verður þó varla sagt, a> leikurinn hafi verið góður. Viðis| menn hafa yfir ágætum einstakl- ingum að búa, og með betra spili má gera ráð fyrir góðu liði frá þeim i framtiðinni, GSP Austur-þýzku stúlkurnar eru örugglega langsterkastar I boðhlaupun- um, bæði 4x100 metrunum og 4x400. Ef ekki hefði komið til léleg skipting 1100 metrunum á siöustu beygju hefðu þær fengið gulliö þar og tvivegis settu þær heimsmet i 4x400 metrunum á þessum Ólympiuleik- um. Og ekki er það nú lakara að allar eru þær gullfallegar. Góðurárangur í boðhlaupum Mjög góður árangur náðist i úrslitahlaupum boðhlaupanna sem fram fóru á sunnudaginn. Alls staðar var mikil keppni háð nema við sveit A- þýzku kvennanna i 4x400 metrum. Þær höfðu al- gjöra yfirburði og settu nýtt heimsmet. Þá voru heimsmetin jöfnuð i 4x100 m hlaupi karla og kvenna. Bandariska sveitin sem var álitin öruggur sigurvegari i 4x400 metrunum heitist úr lestinni og sigraði þá sveit Kenýa. 4x100 m hlaup kvenna Austur-þýzka sveitin var fyrir- fram talin svo til öruggur sigur- vegari i þessu hlaupi. Vestur- þýzka sveitin hélt þó vel i þær a- þýzku þar til á siðustu beygjunni, en þá skiptu austur-þýzku stúlkurnar Struppert og Stecher illa, og Rosendahl, sú er sigraði I langstökkinu, náði góðu forskoti sem Stecher tókst ekki að vinna upp þrátt fyrir hraða sinn. Vestur-Þjóðverjar jöfnuðu þarna heimsmet bandarisku stúlknanna frá Olympiuleikunum i Mexicó fyrir fjórum árum. Úrslit: 1. V-Þýzkaland 2. A-Þýzkaland 3. Kúba 4. USA 5. Sovétrikin 6. Astralia 42.81 42.95 43.36 43.39 43.59 43.61 knattspyrna nm heljíina Konur og karlar háðu harða keppni i knattspyrnunni yfir helg- ina. 1 kvennaknattspyrnunni urðu úrslit þessi: Haukar — ÍBK Breiðablik — Þróttur Fram — FH Armann — Grinda vík 1-0 2-1 1-1 8-0 Þar með munu FH og Fram leika úrslitaleikinn i 1. islands- móti kvenna i knattspyrnu utan- húss. Efstu lið hvers riðils i 3. deild léku úrslitakeppnina nú um helg- ina og urðu úrslit þessi: KS —Viðir 3-2 Vikingurólafsv. — Þróttur N. 2-2 Þróttur N — KS 2-1 Víðir — Vikinguró 3-2 KS — Vikingur Ó 5-1 Þróttur — Viðir 3-1 Þar með vann þróttur frá Nes- kaupstað 3. deildina og flyzt i 2. deild. 1 2. deild léku Völsungar og FH á laugardag og lauk leiknum með jafntefii l-l. Á sunnudag sigraði ÍBA svo Ármann með einu marki gegn einu og tryggði sér þar með sæti i 1. deild að ári. 4x100 m hlaup karla. Bandarikjamenn byggðu þetta hlaup skynsamlega upp. Þeir létu sterkustu mennina, Larry Black, Robert Taylor og Gerald Tinker, ná góðu forskoti sem þeir vissu að hinn frábæri. sovézki hlaupari, Valery Borsov, átti ekki mögu- leika á að vinna upp þrátt fyrir meiri hraða en Eddie Hart, sem hljóp siðasta sprettinn fyrir Bandarikin. Bandriska sveitin sigraði þvi örugglega og jafnaði heimsmetið. Úrslit: 1. Bandarikin 2. Sovétrikin 3. V-Þýzkaland 4. Tékkóslóvakia 5. A-Þýzkaland 6. Pólland 38.19 38.50 38.79 38.82 38.90 39.03 4x400 m hlaup kvenna Yfirburðir a-þýzku stúlknanna i þessu hlaupi eru ótrúlegir. Sigur þeirra var öruggur frá upphafi og þær stórbættu heimsmetið sem þær settu fyrr á leikunum. Úrslit: * 1. A-Þýzkaland 3.23.0 2. Bandarikin 3.25.2 3. V-Þýzkaland 3.26.5 4. Frakkland 3.27.5 5. Bretland 3.28.7 6. Ástralia 3.28.8 Framhald á bls. 11. Júgóslavar sigurvegarar Úrslitaleiknum milli Tékka og Júgóslava lauk með auðvleld- um sigri Slavanna, 21-16. Leikurinn var ójafn frá upp- hafi og i ieikhléi höfðu Júgó- slavaryfir, 12-15. Tékkar urðu þvi i öðru sæti og Rúmenar i þriðja. Williams sigraði þrátt fyrir meiðsli Randy Williams sigraði óvænt i langstökki þrátt fyrir meiðsli og er þar með yngsti maður sem hlotið hefur gull- verðlaun i stökkkeþpni á 01. Úrslit: 1. R. Williams USA 8.24 2. Baumgarter V-Þýzkal. 8.18 3. A. Robinsson USA 8.031 Melnik var ekki eins örugg og búizt var við Sovézki kringlukastarinn Faina Melnik var ekki eins ör- uggur sigurvegari i kvenna- keppninni i kringlukasti og bú- izt var við. Keppnin milli hennar og rúmensku stúlk- unnar Argentinu Menis var mjög hörð og það var ekki fyrr en i 4. umferð að Melnik náði frábæru kasti, 66,62, sem nægði henni til sigurs Úrslit: Faina Melnik Sovét 66,62 Argentina Menis Rúm. 65.06 Stoeva Búlgariu 64,34 Glœsilegur lokasprettur Fallegur lokasprettur Finn- ans Lasse Viren tryggði honum örugglega gullverð- launin i 5000 metra hlaupi. Þegar tveir hringir voru eftir var Lasse i 12. sæti, af 13, en vann sig upp i það fyrsta og setti ólympiumet, jafnvel þótt hann væri nokkuð frá sinu bezta, Hinn sterki Breti, Da- vid Bedford, gerði enga til- raun til vinnings og varð mörgum áhorfendum til mik- illa vonbrigða. Úrslit: 1. Lasse Viren, Finnl. 13.26.4' 2. Gammoudi, Túnis 13.27.4 3. Steward, Bretl. 13.27.6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.