Þjóðviljinn - 12.09.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Page 11
Þriðjudagur 12. septemberl 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Góður árangur Framhald af bls. 6. 4x400 m hlaup karla Þar sem hinn öruggi sigur- vegari i þessari grein, Banda- rikjamenn, voru ekki meö myndaöist æöisgengin og skemmtileg barátta milli keppenda. Alþjóöaolympiu- nefndin hafði dæmt svertingjana Collett og Matthews frá þátttöku á Olympiuleikunum og sá þriöji, John Smith, sleit vöðva i 400 metra hlaupinu og gat þvi ekki verið meö. Þetta skapaði miklar sviptingar sem erfitt er aö lýsa i rituöu máli. Vestur-Þýskaland náði góöri forystu eftir fyrstu 2 sprettina en Kenýa var þá I 4. sæti. Robert Ouko hljóp þriðja sprettinn fyrir Kenýa og vann sig upp i annað sæti og David' Hemery vann upp mikiö bil fyrir Bretana. Lokaspretturinn var geysiharöur og V-Þjóöverjar, sem leiddu eftir 2 fyrstu sprettina, enduöu i 4. sæti. Úrslit: 1. Kenýa 2.59.8 2. Bretland 3.00.5 3. Frakkland 3.00.7 4. V-Þýzkaland 3.00.9 5. Pólland 3.01.1 6. Finnland 3.01.1 Noregur Framhald af bls. 4 sjálfstætt riki, sem markar sér sjálft framtiðarstefnu. Þann 25. september n.k. verður skorið úr þvi við þjóöaratkvæða- greiðslu, hvor þessara fylkinga ber sigur af hólmi. Þó þessi at- kvæðagreiðsla sé lagalega ekki bindandi fyrir Stórþingið og rikis- stjórnina, en eigi aðeins aö vera leiðbeinandi i þessum efnum, þá bar öllum Norðmönnum, sem ég talaði við, jafnt með sem móti, saman um það, að i reynd yrðu úrslit atkvæðagreiöslunnar 25. september bindandi, þvi það yrði ekki þolað að þjóðarviljinn væri virtur að vettugi. Þá gerðu margir sér það ljóst, að erfiðasta vandamálið gæti orðið það, hvernig með málið ætti að fara, ef styrkur þessara andstæðu fylk- inga yrði þvi sem næst jafn i at- kvæðagreiðslunni. Rikisstjórn Brattelis, sem hefur tekið afstöðu með inngöngu i EFTA og berst fyrir henni af öll- um mætti, hún er búin aö til- kynna, að fái hún ekki inn- gönguna samþykkta, þá segi hún af sér. Allt er þvi i mikilli óvissu, eins og stendur i norskum stjórn- málum. Það var áberandi, að nei- mennirnir norsku standa fremstir með okkur tslendingum i landhelgismálinu og vilja færa norska fiskveiðilögsögu út, i ekki minna en 50 milur, fái þeir stuðn- ing þjóðarinnar til þess Nauðungar- flutningar Framhald af 5. siðu. viku reynslutima, geta verka- menn komizt i ákvæðisvinnu, og fengið sem svarar 500 dönskum krónum i vikulaun. Þá geta kon- urnar unnið i frystihúsinu, og hjón sem vinna úti geta haft allt að átta til niu hundruð danskar krónur á viku”. Allt í óvissu Ég tek Knud Rosing, fulltrúa danskra stjórnvalda, tali i mat- sal skipsins: „Knud Rosing, hlutverk yðar er að skipuleggja brottflutning- inn. 1 hverju er það fólgið?” „Fyrst og fremst i að afla upplýsinga um óskir útflytjend- anna, og koma þeim á framfæri til hlutaðeigandi aðila”. „Er komið til móts við þessar óskir?” „Mér virðist sem það sé reynt af fremsta megni, svo fremi að þær séu aðgengilegar”. „Hvers æskir fólkið?” „Það fer einkum fram á ým- islegt i sambandi við ibúðir, vinnustaði, barnaheimili og vöggustofur”. „Ber að skilja þetta svo, að allt hafi verið skipulagt vand- lega áður en fólkið lagði upp frá K’utligssat?” „Það vonum við.” „Hefur allt gengið samkvæmt áætlun með fyrstu hópana sem fluttu?” „t byrjun voru ýmsir mis- brestir á skipulaginu. Þá feng- um við aðeins simskeyti, þar sem sagt var, að hinn eða þessi gæti komið með næsta skipi. Ekkert var minnzt á atvinnu- horfur eða húsnæði. Nú höfum viö lært af reynslunni”. „Eigið þér við, að fjöl- skyldurnar sextán, sem nú flytja, viti gjörla hvað þeirra biður?” „Nei, ekki er það svo. Ein- hverra hluta vegna höfum við engar upplýsingar fengið um húsnæði eða atvinnuhorfur. Yfirleitt fáum við upplýsingar um tilvonandi heimili þeirra, húsaleigu, vinnustað og laun”. „Er þá allt i óvissu með fram- tið þessa fólks?”. „Nei, það vil ég ekki segja. Þær hafa allar rætt við félags- ráðgjafa og vinnuráðunaut, sem hafa skýrt þeim frá hvað biði þeirra i Jakobshöfn”. Dýrt húsnæði „Eiga allir visa ibúð i Jakobs- höfn?” „Já”. „Er húsnæði þar dýrara en i K’utligssat?” „Já, miklu dýrara”. „Fá fjölskyldurnar þá niður- greiðslu á húsnæði?” „Þær geta fengið vissar ivilnanir, sem fara eftir fjölda barna”. „Er hugsanlegt að húsnæðis- kostnaður sumra fjölskyldna hækki t.d. úr 50 krónum i 500?” „Já, og ekki nóg með það, i sumum tilvikum gæti hann hækkað úr 0 krónum i 800 á mánuði”. „Fyrir venjulega ibúð?” „Já”. „Og þær eru allar vanar að búa i þannig húsum?” „Já”. „Þvi er haldið fram, að allir útflytjendurnir fái vinnu. Er það föst atvinna?” „Nei, vinnan er árstiða- bundin”. „Fólkið getur sem sagt staðið uppi atvinnulaust?” „Já, það fer ekki hjá þvi á vissum timum árs, til dæmis þegar litið er um afla. Og þvi er fólkið óvant. 1 K’utligssat hafði það fasta atvinnu árið um kring. A veturna var unnið i námunni, og á sumrin var nóg að gera við útskipun”. „Verður fólkið ekki i vandræðum með að borga háa húsaleigu, ef vinna er stopul?” „Vafalaust”.- „Vitið þér hvernig þeim K’utiigssatbúum, sem fluttu fyrir nokkrum árum, hefur vegnað?”. „Nei, það vitum við ekki”. „Hafið þér engan grun um það? ” „Maður hefur heyrt, að at- vinnumálin séu ekki eins og bezt yrði á kosið”. „Hið opinbera hefur alltaf haldið þvi fram, að ibúum byggðarlaga, sem lög væru niður, yrði tryggð atvinna”. „Já, satt er það en það hefur samt ekki heppnazt”. Uppgjör reikninga „Hafið þér, sem slikur, beitt yður fyrir aö leggja K’utligssat niöur?” „Ég get skilið ákvörðun stjórnvalda frá efnahagslegu en ekki frá mannlegu sjónar- miði?” „Hvers vegna er hún skiljan- leg frá efnahagslegu sjónar- miði?” „Vegna þess að það er hægt að gera upp rekstrarreikninga K’utligssat, og þaö má teljast býsna óvenjulegt, hvað snertir slik byggðarlög. Hallinn á námunni sjálfri nemur tæpum fimm miljónum króna á ári, en það er nokkurn veginn heildar- upphæð launagreiöslna árlega”. „Er ekki halli á öllum rekstri á Grænlandi?” „Jú, en nú erum viö komnir út i pólitiskar umræður, og þær vil ég ekki blanda mér i”. „Er ekki hugsanlegt, að hið opinbera eyði jafn hárri upphæö i flutningskostnað og félags- aðstoð til útflytjendanna, eins og þeirri, sem þarf til að reka K’utligssat áfram?” „Ekki kæmi mér það á óvart. En þá reikninga verður erfiðara að gera upp”. | Strandferðaskipið kom til Jakobshafnar nokkuð á eftir áætlun. Þar tók formaður sveitarstjórnarinnar á móti fjölskyldunum sextán. A bryggjunni stóðu vinir sumra þeirra og vandamenn. Fólkið kom koffortunum og pott- blómunum fyrir á vörubilspöll- um, klifraði sjálft upp á, og það var ekið af stað. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns inins, sonar, foður okkar, tengdafööur og afa, AÐALSTEINS SNÆBJÖRNSSONAR, MJÓSTRÆTI4. Svava Stefánsdóttir Þórdls Andrésdóttir Sesselja Aðalsteinsdóttir Anna Aðalsteinsdóttir Snæbjörn Aðalsteinsson Kristin Lárusdóttir Sveinn Ben. Aðalsteinsson Ólafla Jónsdóttir Þórdfs Aðalsteinsdóttir Gisli Guðnason Kristborg Aðalsteinsdóttir Rafn Guðmundsson Stefán Aðalsteinsson EHn óladóttir og barnabörn Maðurinn minn HALLDÓR ÓLAFSSON FRA FÖGRUBREKKU, andaðist að heimili sinu, Lönguhlið 19 Reykjavik, þann 10. september. Guðrún Finnbres -óttir. mmmmmmmmmmmmmk jmm wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ENSKAN Kvöldnámskeið og siðdegistimar fyrir fullorðna BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLEND- INGUM SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS VERZLUNARENSKA LESTUR BÓKMENNTA Innritun i sima 11109 og 10004 (kl. 1-7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4. Húseigendur HKðunum! Rithöfund vantar vinnuherbergi i Hlið- unum eða nærliggjandi hverfum. Vésteinn Lúðvigsson, simi 21428. Ibúðir til sölu í Æsufelli 4 Tvær 4ra herbergja 93 ferm, Ein 5 herbergja 115,5 ferm, Fjórar 7 herbergja 158,5 ferm, söluverökr. 2.000.000 og kr. 2.060.000 söluverð kr. 2.520.000 söluverö kr. 3.240.000 og kr. 3.300.000 tbúöirnar seljast fullfrágengnar og afhendast I júli 1973. Sameign utan og innan húss er fullfrágengin. Hverri Ibúð fylgir geymsla og frystihólf I kjallara. I húsinu verður m.a. hárgreiöslustofa, gufubaðstofa og barnagæzla. h.f. Lágmúli 9 — Reykjavik — Slmar: : 81550 — 81551. Skrifstofufólk óskast Óskum eftir að ráða fólk til starfa við bók- hald frá 15. september n.k. að telja. Vél- ritunarkunnátta og meðferð bókhaldsvéla nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingará skrifstofunni, Borgartúni7. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. ÁFENGIS- OG TÓBAKS- VERZLUN RÍKISINS Evröpubikarkeppnin VÍKINGUR - LEGIA, VARSJÁ á Laugardalsvellinum.miðvikudaginn 13. september kl. 6.15. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 200.00 Stæði kr. 150.00. Börn 75.00 kr. Athugið. Aðeins stúkumiðar gilda að stúkunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.