Þjóðviljinn - 04.10.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.10.1972, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 4. október 1972. Athugasemd frá Loftleiðum einungis vakið athygli blaða- manns Visis á þvi, að Loftleiðir hefðu á undanförnum árum styrkt um 75 flugvirkja til náms i Bandarikjunum og að rúmlega 80 flugvirkjar og flugvélstjórar ynnu nú hjá Loftleiðum heima og erlendis, en aldrei talið sennilegt að til verkfalls myndi koma. Við Karl samþykktum, að hvorki skyldi það verða okkur að ágreiningsefni, sem hann væri ranglega skuldfærður fyrir i bjóðviljanum, né hitt, sem ég hefði aldrei sagt við blaöamgnn Visis, og er hvort tveggja þess vegna úr sögu. Aðalatriði þessa flugvirkja- máls er það, að áöur en vetrar- áætiun hefst er alltaf fækkað eins mörgu og unnt er af starfsfólki i öllum deildum Loftleiöa. Þetta á einnig við flugvirkja. Þeim fækkar nú i New York, Luxem- borg og Keflavik eins og öll undanfarin ár. t Keflavik er nú raunar til bráðabirgða gert ráð fyrir, að i vetur verði þar ekki nema 16 flugvirkjar i stað 18 i fyrra, en til þess liggja áreiðan- lega allt önnur rök en þau að eitt- hvaðaf þeim störfum, sem i fyrra voru unnin i Keflavik, séu nú innt af höndum i Luxemborg eða New York. bá er það einnig rétt, að ein- hver ágreiningur mun vera uppi um hvort einn eigi nú fremur að vikja úr starfi en annar, en vonir standa til að það mál verði leyst friðsamlega af forsvarsmönnum Flugvirkjafélags Islands og Loft- leiða. Það er auðvitað aiveg rétt hjá blaðamanni Þjóðviljans, að æski- legast væri að unnt reyndist að framkvæma allar viðgerðir og skoðanir á flugvélum Loftleiða hér heima, en við Karl óskarsson vitum báðir, að það er alltof margslungið mál til þess að við treystum okkur til að hafa uppi um það nokkrar fullyrðingar, og það hefir Karl vitanlega ekki gert, þar sem hann veit t.d. hve gifurlegan stofnkostnað það myndi hafa i för með sér að flytja verkfræði- og viðgerðaþjónustu Loftleiða heim. begar við rædd- um þessi mál i dag uröum við sammála um að biðja Þjóðviljann að skýra réttilega frá þvi, að milli Flugvirkjafélags lslands og Loft- leiða er og hefir verið ágæt sam- vinna, og þau ágreiningsefni, sem nú kunna að vera uppi, eru ekki svo mikil að þvi sé ekki örugglega treyst af beggja hálfu að þau verði eftirleiðis — eins og hingað til — leyst i bróðerni. Reykjavik, 29,sept. 1972. Sigurður Magnússon. Athugasemd blaðsins. Hver heilskyggn maður má sjá að ekki er öll umrædd frétt Þjóð- viljans höfð eftir Karli Óskars- syni. Það skiptir þó ekki höfuð- máli~heldur hitt að blaðafulltr. Loftleiða og formaður Flug- virkjafélagsins eru sammála biaðamanni Þjóðviljans um, að viðgerðir vélanna ættu að fara sem mest fram hér heima, enda þótt það kunni að vera marg- slungið mál. Nú mættu forráða- menn Loftleiða læra af kenning- um Þjóðviljans, Flugv.félags- ins — og blaðafulltrúa Loftleiða. — sv. Góð herbergjanýting Herbergjanýting hjá Hótel Loftleiðum i ágúst s.l. var tæp 90%, miðað við tæp 89% i ágúst i fyrra, og gistinætur 9,116, miðað við 9,079 i fyrra. Gistinætur að hótelinu fyrstu átta mánuði árs- ins eru þvi orðnar 48,248 og her- bergjanýting aö meðaltali 63%. A sama tima i fyrra voru gistinæt- urnar orðnar 41,308 og herbergja- nýtingin að meðaltali 72,5%. Áningargestum fækkaði enn i ágúst sé miðað við sama mánuð i fyrra. Voru þeir nú 1,588, en voru 1,824 i ágúst 1971. Alls eru þvi áningargestir Loftleiða fyrstu átta mánuði þessa árs orðnir 10,368, sem er 2,8% lækkun miðað við sama tima i fyrra. SVEIFLAN KEMUR AFTUR Þegar sá still var allsráöandi i jazzheimi sem kenndur var viö swing var klarinettleikarinn Benny Goodman óumdeildur konungur i þvi riki. A dögunum geröist það, aö Benny hitti aftur þrjá helztu svingpjatta sina, en þcir höföu ekki spilaö saman siðan árið 1940. Þessi kvartett, Gcnc Krupa trommuleikari (63 ára), Teddy Wilson pianóleikari (59 ára ), Lioncl llampton vibrafónleikari (58 ára) og Benny sjálfur, lék viö mikla hrifningu fyrir um fimmtán þúsund áhorfendur i Madison Squarc Garden. Kvartett þcssi mun leika fyrir sjónvarp á næstunni og ætlar i Kvrópuferö innan skamms. Nýr vinveitingastaður að Brautarholti 20 Kigendur dansstaöarins Þórs- cafés að Brautarholti 20 i Reykja- vik hafa nú keypt jaröhæöina i þvi liúsi sem Þórscafé er i af Albert Guðmundssyni heildsala og borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Albert rak þarna heildvcrzlun sina auk þess sem hann hafði þarna varahlutaverzlun og verk- stæði fyrir Renault-bifreiöar meöan hann hafði umboö fyrir þá bilategund. Jón Ragnarsson, einn af eig- endum Þórscafés, sagði það rétt vera að eigendur dansstaðarins hefðu keypt þessa hæð af Albert Guðmundssyni og ætlunin væri að stofnsetja þarna nýtt vinveitinga- hús án tengsla við bórscafé, og sagði Jón, að vilyrði fyrir vfnveit- ingum væri fengið. Ekki vildi hann gefa upp kaupverð hæðar- innar, en heyrzt hefur að það sé 16 miljónir kr. Sagði Jón að enn væri allt óráðið með hvenær þessi nýi skemmtistaður yrði opnaður; þetta væri enn allt á pappirunum, eins og hann orðaði það. Það sem vekur athygli í þessu sambandi er, aö ibúar nærliggj- andi húsa viö Þórscafé og llööul hafa hvaö eftir annaö kvartaö vcgna ónæöis sem gestir húsanna valda ibúunum á nóttunni. Og fyrir hverjar borgarstjórnar- kosningar á liönum árum hefur þessu fólki vcrið lofað þvi, að vcitingastaöirnir þarna yröu lagöir niöur. Þá bar þaö og til tiö- inda fyrir siöustu borgarstjórnar- kosningar að leyfi llelgu Martcinsdóttur eiganda Rööuls rann út og fékk hún ekki varan- legt framlengingarleyfi, aöeins leyfi til stutts tima i senn. Og þótt nú séu liöin 3 ár slðan,hefur llelga alltaf fengið nýtt leyfi,en því má heldur ckki gleyma að hún er ein af þeim stóru i ihaldskvenna- félaginu llvöt. Þaö hljóta þvi aö teljast tiöindi, eftir öll loforö ihaldsins um aö færa þessa skemmtustaöi,að einn af borgarfulltrúum þess skuli selja húsnæöi sitt i hverfinu undir skemmtistaö og borgaryfirvöld vcila þessu nýja veitingahúsi vil- yröi fyrir vinveitingaleyfi. Það liggja greinilega viða leyniþræð- ir. — S.dór. SIBS I fyrirsögn og niðurlagi forsiðu- greinar Þjóðviljans i dag er stað- hæft, að aukin viðgerðaþjónusta flugvéla Loftleiða erlendis valdi uppsögnum hjá flugvirkjum Loft leiða á Keflavikurflugvelli. Er þetta haft eftir Karli Oskarssyni, formanni Flugvirkjafélags Is- lands. Mér kom það undarlega fyrir sjónir, að minn góði vinur, Karl, væri þannig farinn að rugl- Jast i þvi rimi, sem hann kann flestum betur, þar sem honum er fullkunnugt að eina nýlega breyt- ingin á viðgerðaþjónustunni heima og erlendis er sú, að veru- legur hluti þeirra verka, sem áð- ur voru unnin i New York eru nú framkvæmd i Luxemborg. Aðspurður kvaðst Karl aldrei hafa sagt eitt orð um að þetta væri á annan veg en þennan. 1 samtali okkar minnti hann mig á að sér hefði komið það mjög óþægilega fyrir sjónir, sem haft var eftir mér i Visi 25. þ.m. aö lik- legtværiað til verkfalls kæmi hjá flugvirkjum i n.k. janúarmánuði. Eg sagði Karli, að þetta væri ranglega eftir mér haft. Ég hefði MÁL OG RITI FÍKM Nf KENNSLUBÓK Rikisútgáfa námsbóka hefur gefið út nýja kennslubók i islenzku handa gagnfræðaskól- um. Nefnist hún Mál og ritleikni og er eftir Baldur Ragnarsson kennara. — Fyrra heftið, sem einkum er ætlað skyldunáms- bekkjum gagnfræðastigsins, kom út á s.l. ári. Siðara heftið er nú nýkomið. 1 þvi er leiðbeint um ritun máls, jafnframt þvi sem frætt er um málfræðileg og setningafræðileg atriði, sem i hag koma. Fjallað er um mismunandi gerðir máls- greina og stilgildi þeirra og reynt með ritdæmum að vekja athygli á atriðum, sem betur mættu fara. Skilgreiningar og likingar eru einnig teknar til meðferðar. Vikið er að greinarmerkjasetningu og settar fram reglur, sem höfund- ur telur viðhlitandi. Næg verk- efni eru i bókinni, sem éinkum er ætluð nemendum 3. bekkjar gagn- fræðaskóla og annarra fram- haldsskóla. Einstakir kaflar eru m.a. þess- ir: Samhengi málsgreina i efnis- grein. - Frumlag. — Andlag. — Sjálfstæðar setningar og ósjálf- stæðar. — Röðun setninga. — Skýrleikur málsgreina. — Efnis- skipun ritgerða. — Ritgerð: Hverja telur þú undirstöðu lifs- hamingju? Prentun bókarinnar annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. I blaðinu liefur veriö grcint frá hinum nýja báti frá Slippstöðinni h.f. á Akurcyri. Myndin cr af bátnum, Gunnar Jónssyni VE 500, á reynslu- ferö undan Akurcyri. Mikil tíðindi ... og ill! í menntaskóla í Cam- bridge hafa nú gerzt þau tíðindi — aðþvíer Bretum finnst — að stúlkur hafa fengið innritun. Hérer um að ræða þrjá menntaskóla sem hingað til hafa verið g jörsam lega lokaðir stúlkum. Það skal tekið fram, að hér er ekki um gamla frétt að ræða; Bretar stíga þetta mikla framfaraspor á árinu 1972, í september. Endurnýjun Dregið verður fimmtudaginn 5. október

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.