Þjóðviljinn - 04.10.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1972, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 4. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. Ame Nordheim kynnir verk sín í Norrœna húsinuíkvöld Norska tónskáldiö Arne Nord- heim er staddur hér á landi og mun i kvöld kynna verk sin i Nor- ræna húsinu i Reykjavik. Hefst kynningin kl. 20.30. ARNE NORDHEIM er hér i boöi menntamálaráöuneytisins. Hann er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Norðurlanda, og tók við tónlistarverölaunum Norður- landaráðs, i febrúar á þessu ári. Þetta er önnur heimsókn Arne Nordheim til lslands, hann kom hingað ásamt Trio Mobile sem hélt tónleika i Norræna húsinu i tengslum viö Musica Nova fyrir tveim árum. Það er Norræna húsinu gleði- efni að hafa fengiö enn á ný tæki- færi til að kynna islenzkum tón- listarunnendum verk þessa Arne Nordheim. mikilhæfa norska tónskálds. Þetta verða allnýstárlegir tón- leikar að þvi leyti, að nótur — „partitúr” — liggja frammi, og geta þeir sem vilja þannig fylgzt meö flutningnum, enda mun tón- skáldiöskýra og kynna tónsmiðar sinar meðan á tónleikunum stendur. Flest nýjustu verk Arne Nord- heim eru til á plötum, og geta menn leitað upplýsinga um þær i bókasafni Norræna hússins, svo og i uppsláttarritum i handbóka- deild bókasafnsins. Eitt verka tónskáldsins verður flutt á tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar næstkomandi fimmtudag undir stjórn Karsten Andersen, hljómsveitarstjóra frá Bergen. Jökulhlaup Svo viröist sem hver jökuláin af annarri ætli að hlaupa í ár, en að sögn Sigurjóns Rist, vatnamæl- ingamanns, er nú að byrja hlaup í Jökulsá í Fljótsdal, en eins og kunnugt er fellur hún i Lagarfljót. Jökulsá er nú orðin svört af aur, og komin er mikil hreyfing á Eyjabakkajök- ul. Þá er ekki úr vegi, þar sem sagt er frá jökulhlaupi, að minna félaga í Jökla- rannsóknarfélaginu á að haustferð Jöklarannsókna- félagsins verður n.k. föstu- dag, 6. október, og verður lagt í ferðina frá bækistöð Guðmundar Jónassonar að Laugarteig 2. Þeir félagar í Jökla- rannsóknafélaginu sem ætla í ferðina eru beðnir að láta vita í sima 17707. Enn er langt i land meft aft siftustu handtökin vift byggingu Kellaskólans verfti unnin. Nýr barna- og unglingaskóli í Reykjavik: Fellaskóli við Sauðhól I Breiðholti III hóf nýr barna- og unglingaskóli starf sitt i gær. Heitir sá Fellaskóli og stendur við Sauöhól. Skólastjóri i Fellaskóla er Arngrímur Jónsson, sem árum sam- an hefur verið skóla- stjóri Núpsskóla i Dýra- firði. Þótt Fellaskóli standi við Sauöhól, heitir gata sú sem við skólann liggur samt sem áður Norðurfell, en Sauðhóll er hins vegar nafn á hól sem snjóa festir seinna á en öðru landi þarna i holtunum, og þangað sóttu sauðir til beitar i eina tiö, þegar umhverfis var hvit jörð. Ekki virtist skólastjórinn, Arngrimur Jónsson, óttast það að nemendur hans kæmu til með að draga dám af örnefn- inu, og reyndar er ekki ástæða til að ætla það. Þegar blaöamann og ljós- myndara bar aö garði i Fella- skóla i gær var þar strjálingur af börnum sem komið höföu til innritunar, en innritunardag- ur var einmitt þar i gær, um það bil mánuði siöar en i öðr- um skólum borgarinnar. Arngrimur sagði að aðeins væru liðnir 7 mánuðir siðan samið hefði verið um bygg- ingu hússins við verktaka Armannsfells. Lokið hefur verið við að reisa þann hluta hússins sem notaður verður sem barnaskóli i framtiöinni, en þar verða nú teknar i notk- un 12 kennslustofur af 16 sem i þessari álmu verða. Þær kennslustofur sem teknar verða i notkun nú eru þó ekki allar fullfrágengnar; lokið hefur verið bráðabirgða- frágangi á gólfum og bráða- birgðamálningu á 8 stofum, en i gær var unnið af fullum krafti við að mála 4 stofur til Arngrimur Jónsson skólastjóri og Sigurjón Fjelsted yfirkennari. Ræftst vift á kennarastofunni. viðbótar og gera þær kennslu- hæfar. Þegar lokið verður við að ganga frá þessari 16 stofa álmu veröur hafizt handa viö byggingu iþróttahúss, og siöan unglingaálmu, þar sem stjórnunaraðstaða veröur ásamt sérkennslustofum. Aætlað er að iþróttahúsið verði búið til notkunar næsta haust. I fjærstu framtiö er áætlað að Fellaskóli verði aöeins skyldunámsskóli, og aö einnig verði reistur annar slikur i námunda við hann, en milli þeirra risi framhaldsskóli sem bjóði upp á hinar margbreyti- legustu menntali. og miklar ráðageröir eru uppi um, en forstjórn þeirra ráðagerða er i höndum Jóhanns liannesson- ar. fyrrum skólameistara á I.augarvatni. Fellaskóli mun vera fyrsti skólinn hérlendis, sem byggð- ur er með sérstöku tilliti til skólasetu 6 ára barna. Fá þau tvær kennslustofur og sérstakt leiksvæði út af fyrir sig þegar sú stund rennur upp að skólinn geti tekið til starfa sem ein- settur skóli. 1 vetur verður tvi- og þrisett i skólann. Þegar áformað var að taka skólann i nolkun nú i haust var gerð könnun á þvt hversu mörg börn yrðu skóla- skyld i Breiðholti III. Þessi könnun var gerð i vor, og nið- urstöður hennar voru þa>r að tæplega 300 börn ka-mu til með að setjast I skólann. Nú hafa hins vegar verið innritaðir 600 ncmendur. I vetur starfa um 20 kennar- ar við skólann. Yfirkennari er ' Sigurjón Fjelsted. — úþ. Vetrarstarf sinfóníunnar hefst annað kvöld Stjórnandi verður Karsten Andersen einleikari Eva Knardal Vetrarstarf sinfóníuhljómsveit- ar tslands hefst með tónleikum i Háskólabiói annað kvöld kl. 20.30 (ath. breyttan tima; áður kl. 21.) Stjórnandi á þessum fyrstu tón- leikuin á starfsárinu verftur Norðmafturinn Karsten Ander- sen, en einleikari á pianó Eva Knardahl, einnig frá Noregi. A þessum fyrstu tónleikum haustsins verður flutt Canzona eftir norska tónskáldið Arne Nordheim, sem staddur er hér á landi og verður viðstaddur tón- leikana. Þá verður og fluttur Dianókonsert I a-moll op. 16 eítir Edvard Grieg og loks veröur sinfónia nr. 5 i Es-dúr op. 82 eftir Jan Sibelius. Þannig má segja að þetta veröi alnorrænir tónleikar. Hljómsveitarstjórinn Karsten Andersen er aðalstjórnandi sinfóniuhljómsveitarinnar i Bergen i Noregi og listrænn for- stjóri tónlistarfélagsins þar. Karsten Anderson hefur stjórnað mörgum af beztu hljómsveitum álfunnar, m.a. I Sviþjóð, Danmörku, Englandi, Þýzkalandi og Sovétrikjunum. Hann er islenzkum tónlistarunnendum að góöu kunnur af stjórn sinni á sinfóniuhljómsveit Islands á Listahátiðinni sl. sumar. Framhald á 11. siðu. Karsten Andersen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.