Þjóðviljinn - 04.10.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.10.1972, Qupperneq 5
MiOvikudagur 4. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Frá Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna: Honeywell: Morðvopn fyrir miljónir Andspyrnuhreyfingar i Banda- rikjunum gegn villimannlegum striðsrekstri Bandarikjamanna i Vietnam hafa beitt flestum til- tækum ráðum til að stöðva þessa skelfilegustu styrjöld allra tima, þarsem háþróaðri morðtólatækni er beitt gegn vopnlausum borgur- um Vietnams. Reynt hefur verið að höfða til siðferðiskenndar og mannúðar bandariskra ráða- manna, en þær kenndir viröast ekki halda vöku fyrir mönnunum þeim, Ein þessara hreyfinga, C'ALC (Clergy and Laitey Concerned) eða Samtök klerka og leikmanna, hefur tekið upp þann hátt að ráðast að þeim hagsmun- um, sem eru samvizkunni þyngri á metunum i þvi landi, b.e. peningahagsmunum auðvalds- ins, sem stendur á bak við striðið i Vietnam. CALC hefur rannsakað hlutdeild fjölmargra auðhringa i styrjaldarrekstrinum, safnað liði til að kaupa hlutabréf i stórfyrir- tækjum og þannig öðlazt aðgang að aðalfundum þeirra. Siðan hefur þetta fólk reynt að þvinga fyrirtækin til að hætta fram- leiðslu morðvopna og annarra ,,nauðsynja” bandariska hersins i Vietnam, og hafi fyrirtækin þverskallazt við, hefur stanzlaus- um áróðri verið haldið uppi gegn þvi að fólk kaupi vörur þessara fyrirtækja, sem vitask. öll fram- leiða jafnframt nauðsynjar handa venjulegu fólki. Starf CALC hefur borið umtalsverðan áraneur, t.d. neyddust Dow-verksmiðjurnar, Dow Chemical Co,i Bandarikjun- um til að hætta framleiðslu napalms, þar eð sala þeirra á öðr um vörum féll svo, að fyrirtækinu stóð ógn af. Báráttan gegn HONEYWELL. CALC hefur nú beint spjótum. sinum að fyrirtækinu HONEY- WELL, Inc., þó að hreyfingin leggi á það áherzlu, að mörg önnur stórfyrirtæki eigi hér hlut að máli, svo sem General Electric, Westinghouse. ITT og Standard Oil. HONEYWELL er hins vegar langafkastamestur framleiðandi flisasprengja og jarðsprengja, sem einungis eru til þess ætlaðar að limlesta og myrða fólk. Hessi morðtól voru einmitt kynnt i sjónvarpskvik- mynd, sem sýnd var hér i islenzka sjónvarpinu fyrir nokkr- um dögum. Arið 1971 greiddi PENTAGON fyrirtækinu HONEYWELL 75 miljónir dollara fyrir þessa þokkalegu framleiöslu. Hefur fyrirtækið sýnt mikið hugvit við „endur- bætur” á sprengjum þessum, t.d. eru flisarnar nú gerðar úr plasti svo að þær komi ekki fram á röntgenmyndum og fái þvi að kvelja fólk til dauða hægt og bitandi, ef þær drepa ekki strax. Vopnaframleiðsla HONEYWELL. HONEYWELL framleiðir eftir- farndi mortól: BLU-26/B: „Endurbætt utgaia af fyrstu manndrápssprengj- um, sem notaðar voru i Indó- kina. Sprengjan springur i 30 feta hæð og flisarnar beinast niður og þeytast siðan i allar áttir. VAAPM: Jarðsprengjur, sem dreift er yfir stór svæði eftir ákveðnu kerfi. Siðan er unnt að sprengja þær bæði með radió-merki eða finum þræði, sem lagður er i 10 metra hring umhverfis þær. SPIW: Byssa eða sprengja, sem ureifir frá sér urmul flisa, sem stingast af feiknaafli i mannslikama, sem fyrir þeim veröur. Oft deyr fólk sam- stundis af taugaáfalli, en vopn þetta er nær alltaf banvænt. Hessi tól gera ekkert annað „gagn” en að drepa fólk. Ku/.cs: Smásprengjur sem dreift er um vigvöllinn til þess að hindra aðhlynningu særðra. Þær springa i sifellu og gera hjálparsveitum örðugt um vik. HONEYWELL framleiöir fjölmargar tegundir slikra sprengja. Rockeye II Cluster Bomb: Sprengjusamstæða, sem stillt er á tima og er svo sterk, að loftvarnarbyrgi springa i loft upp. HONEYWELL lýsir þessum sprengjum sem „sprengjum gegn skriðdrek- um”. Húsundir vietnamskra barna hafa látiö lifiö i skóla- byrgjum fyrir þessu vopni. KAKWtSprengjuduft, sem dreifist um stór svæði og brennir og eitrar allt kvikt til bana. BLU-52:Gassprengja, sem er til þess gerö aö svæla lifandi verur út úr byrgjum. Springur á jörðu niðri og veldur ógleði, svima og köfnun. Einnig má setja i þær sýkla. Aörar framleiösluvörur HONEYWELL-fyrir- tækisins eru: HONEYWELL kýs að nefna sig „hinn tölvu-framleiðandann” og ber sig þá saman við IBM. Arið 1970 keypti HONEYWELL tölvu- deild General Electric og tvö- faldaði þannig sölu sina á tölvum. HONEYWELL er einn fremsti framleiðandi hitunar- og loft- ræstingartækja, og nær hvert heimili i Bandarikjunum hefur hitastilli frá HONEYWELL. Þá framleiðir HONEYWELL ljós- myndavörur. Frá fyrirtækinu eru m.a. PENTAX-ljósmyndavélar, TAKUMAR-linsur, STROBONAR blossa tæki, VISIM ATIC-ljós- myndavélar, KLMO-ljósmynda- vélar og myndavörpur. Árið 1971 seldi fyrirtækið fyrir 2 miljarða bandarikjadollara, þar af fyrir 336 miljónir dollara „til geim- rannsókna og varna” eins og segir i ársskýrslu 1971. Ekki eru tilgreindar i þeim dálki 75 miljónirnar, sem PENTAGON greiddi fyrir drápstækin i Vietnam. Hverju svarar HONEYWELL? HONEYWELLhefur ekki getað haft kröfur CALC-hreyfingar- innar að engu. Fyrirtækið neyddist til að gefa út bækling til varnar framleiðslu sinni. t riti, sem ber nafnið „Should HONEYWELL stop making munitions?” (Ætti HONEY- WELL að hætta vopnafram- leiðslu?), útgefnu i april 1972, segir m. a.: „bað er brýn nauðsyn lýðræði voru, að fyrirtæki fari eftir opin- berri stefnu, sem kjörnir full- trúar fólksins hafa lýst yfir. Óvið- unandi væri, ef sérhvert fyrirtæki i landinu ræki eigin stefnu i innan- og utanrikismálum og reyndi aö nota vald sitt til að koma henni i framkvæmd". betta er sams konar röksemda- færsla og hergagnaframleiðendur i býzkalandi beittu á valdatima Hitlers. Fáir munu lengur verja þá skoðun, að hergagnafram- leiðendur beri enga ábyrgð á, hvernig framleiðsluvörur þeirra eru notaðar. Menn geta spurt sig þeirrar spurningar hvort þeir væru áfjáöir i vörur frá fyrir- tækjunum sem framleiddu gasofna I fangabúðir nazista. beim fjölgar stöðugt, sem ekki fýsir að verzla við Honeywell að heldur. Einkaumboð fyrir HONKYWKLL á tslandi hefur fyrirta'kið Einarsson og Pálsson h.f„ Laugavegi 168. Tvœr kveðjur Úr Fréttabréfi Loftleiða: Frá LÍÚ „Ég þakka stjórn og starfsfólki Loftleiðahótclsins i Reykavlk fyrir hjálpsemi og vinsemd og góöa og hlýlega umönnun meðan ég bjó á hótelinu." Þannig hljóðar — i lauslegri þýðingu — kveðjan, sem heimsmeistarinn i skák, Bobby Fischer, sendi starfsfé- lögum okkar að Hóteli Loft- leiðum, er hann bjóst til brott- farar, sunnudaginn 17. f.m. eftir u.þ.b. tiu vikna dvöl hér á landi. Við samgleðjumst félögum okkar yfir þessum lofsamlegu ummælum heims- meistarans. Hann var okkur öllum aufúsugestur, og var það kærkomið verkefni öllum, sem að þvi unnu, að gera daga hans hér sem ánægjulegasta. Og ekki var annað að sjá en hann yndi hag sinum vel hér hjá okkur. Það talar sinu máli, sem haft er eftir fylgdar- mönnum hans, að hann hafi ekki fyrr dvalið jafnlengi samfleytt á sama hóteli og hér að Hóteli Loftleiðum. Blaöinu barst i gær fréttatil- kynning frá Landssambandi islenzkra útvegsmanna þar sem enn er gerð tilraun til að skelfa útgeröarmenn frá þvi að halda áfram útgerð. Liú varar útgerðarmenn við að halda skipum til veiöa! Krétt Llú fer hér á eftir: „Landssamband isl. útvegs- manna hefur sent frá sér eftir- farandi orðsendingu til út- gerðarmanna þess efnis, að hinn 1. október tóku gildi lög nr. 58/1972, en þau leggja hlut- læga ábyrgð á útgerðarmenn, vegna manna sem starfa i þeirra þágu. Vill L.t.Ú. vara útgerðar- menn við þvi að halda skipum til veiða, þar sem ekki hefur tekizt að fá gildistöku laga þessara frestað, þrátt fyrir marg itrekuð tilmæli samtak- anna. Vátryggingarfélögin hafa lýst þvi yfir, að útgerðar- menn séu ótryggðir fyrir þess- ari nýju ábyrgð, sem getur numið miljónatugum vegna hvers skips”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.