Þjóðviljinn - 04.10.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 04.10.1972, Page 8
8.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. október 1972. MIÐVIKUDAGUR 4. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guörún Guölaugsdótt- ir heldur áfram aö lesa „Vetrarundrin i Múmindal’’ eftir Tove Janson (9). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Páll Isólfsson leikurá orgel „Mein junges Leben hat ein End” eftir Swee- linck og Tokkötu i a-moll eftir Frohberger/Kór Tóm- asarkirkjunnar i Leipzig syngur tvær mótettur eftir Bach. Fréttir kl. 11.00 Tón- leikar: Fílharmóniusveitin i Vin leikur Rúmenska rap- sódiu nr. 1. eftir Enesu, Constantin Silvestri stj. / Monique Haas leikur á pianó Tokkötu eftir De-- bussy, Þrjá þætti fyrir pianó eftir Roussel og Sónatinu eftir Bartók / Hljómsveitin Finlandia leikur „Lemmm- inkáinen”, hljómsveitar- verk eftir Aarre Merikanto; Martti Simila stj. / Pavel Lisitsian syngur iög eftir Kabalevsky. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 „Lifð og ég”, Eggert Stefánsson söngvari segir frá. Pétur Pétursson les (12). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist: a. „1 lundi ljóðs og hljóma”, lagaflokkur eftir Sigurð Þórðarson við kvæði eftir Davið Stefánsson. b. Lög eftir Emil Thoroddsen úr sjónleiknum „Pilti og stúlku. Sinfóniuhljómsveit lslands leikur; Páll P. Páls- son stj. c. Lög eftir Þórarin Jónsson. Karlakór Reykja- vikur syngur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar og Guðrún Agústsdóttir, Maria Markan og Else Míihl syngja við undirleik Fritz Weisshappels og hljómsveit- ar. d. Lög eftir Sigfús Ein- arsson. Þorvaldur Stein- grimsson og Fritz Weiss- happei leika á fiölu og pianó. 16.15 Veðurfregnir. Ködd eyði- merkurinnar. Halldór Þor- steinsson þýöir og flytur erindi eftir Joseph Wood Krutch. 16.40 Lög leikin á orgel. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga gæðings og gamalla kunningja. Stefán Ásbjarnarson segir frá (1). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 tslenzk vögguljóö. Sigriður E. Magnúsdóttir syngur vögguljóð eftir is- lenzka höfunda. Magnús Bl. Jóhannsson leikur á pianóið. 20.20 Sumarvaka. a. Glefsur um þrjá sýslumenn.Halldór Pétursson segir frá. b. Dvergar. Þorsteinn frá Hamri tekur saman og flyt- ur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur c. Vísnau. þáttur. Kerskní og glens eftir þekkta menn um þekkta menn. Sveinn Berg- sveinsson prófessor flytur. d. Kórsöngur. Kammerkór- inn syngur, Rut Magnússon stjórnar. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Minkapelsinn", smásaga eftir Roald Dahl. örn Snorrason þýðir söguna og les fyrri hluta hennar en sið- ari hlutann á föstudags- kvöldið. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs. Jónas Arnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (10). 22.35 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 4. október kemst ekki héöan og ekki þessi taska heldur, hver svo sem á hana. — Þú ert að gabba mig! Bert kastaði sér yfir hann, en hann smeygði sér undan, flýtti sér aö dyrurum og opnaði. — Það var ég sem hringdi, sagði hann þreytulega. — Morð- inginn er hérna lika. Við erum hér samankomnir allir þrir. Eftirmáli. Regnið kom I rykkjum; þungir dropar skullu harðhentir á þak- inu. Malbikiö glóði eins og ópall undir óveðursskýjunum; náttúran öll var hjúpuð grárri móðu. Hann ók hratt og fann hvernig siitin dekkin skrensuðu i beygjun- um. Ferlegur hávaði heyrðist yfir höfði hans; það var þrumuveðriö sem loksins kom. Regndroparnir skullu á bilrúðunum og þær uröu I á augabragði ógegnsæjar eins og sandblásið gler. Hann varð að hægja ferðina mjög til að geta haldið áfram. Hann kveikti i sigarettu og hall- aði sér aftur á bak. Allt var næst- um nákvæmlega eins og þennan laugardag fyrir nokkrum mánuð- um — fyrir heilli mannsævi — áð- ur en allt byrjaði að gerast. Nú eins og þá var hann á leiðinni i bú- staðinn i tveggja vikna leyfi — leyfi, það var nú svo... aðgeröar- leysi að minnsta kosti. Bert slyppi ekki út næstu árin — fyrirtækið var ekki lengur til. Þaö stytti upp og himinninn opnaði skærbláan glugga, dálitið hornskakkan og tættan i jaðrana i| miðjum gráum óendanleikanum. Opið stækkaði og varð að heilu hafi; sólin brauzt fram eldsnöggt eins og stutt væri á rofa. I nýju birtunni varð allt hreint, nýþveg- ið og gljáandi. Þegar hann beygði út af aöal^ veginum og inn á malarveginn fannst honum hann loksins frjáls. Laus við nagandi angistina, laus við allar sjúklegar hugmyndir, i- myndanir og efasemdir. Hann ók hraðar og af meira öryggi, naut þess að hafa veginn út af fyrir sig, naut þess að horfa á trjákrónurn- ar breiða út sér og gera veginn smám saman að grænni lauf- hvelfingu. Hann ók framhjá siðustu goif- holunni við veginn og flautaði til varðarins i kveðjuskyni. 1 kvöld þurfti Fia ekkert bensin. Hann hafði látið fylla geyminn i Málm- ey kvöldið áður. Billinn ók inn i bugðuna, framhjá stóra trénu — trénu með krókódilshúð — og hann stanzaði ekki. Sagan yrði ekki endurtekin um alla eilifð. Hálftima seinna ók Fia niður langa ásinn sem hallaði niður að bænum. Ljósin við bátahöfnina depluðu vinsaiíiiega til hans og hvit ljósrák vitans straukst næst- um bliðlega yfir bilinn, sneri við og kom til baka. Þaö var eins og kveðja. Hann lagði bilnum fyrir ofan bústaðinn, tók töskuna út og læsti bilnum. Hafið raulaði sönginn sinn eins og það haföi alltaf gert og myndi ævinlega gerafog það skrjáfaði ögn i krónu risaasksins yfir höfði hans. Heima. Loksins. Það var eins og hann hefði aldrei fariö burt, aðeins tekið sér smágöngu um nágrennið. Dyrnar voru ólæstar eins og hann haföi skiiið við þær. Hann fór inn og kveikti á lampa. Leit i kringum sig; ruggustóllinn, horn- skápurinn, felliborðið, rauður 30 skorsteinninn. Umhverfið sem ókunnugi maöurinn, sem ef til vill var faðir hans, hafði skapaö sér. Hann opnaði töskuna og tók upp hnif — dolkinn frá Tyrklandi. Lögreglan haföi afhent honum hann, þegar búiö var að leysa morðgátuna. Þegar búið var aö leysa þrautina furöulegu og ekk- ert var óljóst lengur. Hann festi dolkinn á gamla staðinn fyrir ofan bókaskápinn. Toni kæmi ekki aftur og tæki hann. Toni var dáinn. Drepinn fyrir misskilning vegna þess að svo vildi til að hann var á röngum stað á röngum tíma. Drepinn af vangá vegna þess að hann var alltof likur öðrum manni, svo lik- ur að jafnvel hans eigin vinir höfðu villzt á þeim. Hvað hafði Toni verið að hugsa um leið og hann féll? Hafði hann þekkt Beatrice i hálfdimmum gangin- um? Hann lagðist á rúmið og horföi upp i loftið. Rööin af grasbrúsk- um og sandhólum leið hægt yfir þak og veggi, óendanlegt vegg- fóðurslandslag sem hvarf undir gólflistann og byrjaði aftur viö fótgaflinn á rúminu. Hann staröi á gult og grænt landslagið þar til hann fékk dila fyrir augun: hann reyndi að losna út úr sjálfum sér og samlagast þvi, renna inn i það. En svo lokaði hann augunum og gafst upp. Það var ekki lengur hægt að útiloka myndina af henni. Hún hafði legið á bakinu i sand- inum með andlitið afmyndað af ótta og tár hennar höfðu vætt hönd hans.... Hún lá með iokuð augun á rúm- inu sinu i glaðlegu stúlkuherberg- inu og dó... Hún æpti á sjúkrahúsinu og bandaði höndunum á móti honum rétt eins og hann væri morðingi.... Mynd hennar bjó með honum að eilifu; hann fengi aldrei að sjá hana framar. Með átaki tókst honum að bægja frá sér umhugsuninni um Mirjam. Hann hugsaði um Beötu Lovén, gömiu konuna sem reynt hafði að hjálpa honum og hann hafði brugðizt. Fyrir peningana hennar gæti hann keypt sér fjöl- margt — nýjan bil, nýtt hús, nýja stúlku. En hann kærði sig ekki um neitt af þvi — hann vildi Fiu og bústaðinn og Mirjam. Hann vildi eiga postulinsfuglana, en þeir lágu brotnir á góifinu undir bóka- skápnum hans. Skyldi vera hægt að gera við þá? Skyldi hann nokk- urn tima getað byrjaö að lifa aft- ur? An Berts, án Mirjams, án paradisarfuglanna? 18.00 Teiknimyndir. 18.15 Chaplin. 18.35 Karius og Baktus.Barna- leikrit eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri Helgi Skúlason. Leikendur Sigrið- ur Hagalin, Borgar Garðarsson og Skúli Helga- son. Frumsýnt 4. janúar 1970. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Dýralif i Kenýa.Langt inni á öræfum Afrikurikis- ins Kenýa er sérkennileg gróðurvin, sem nefnist Mzima. Þar hefur um alda- raðir þrifizt fjölskrúðugt og sérstætt dýralif i stopulum tengslum við umheiminn. Þýðandi og þulur er Gylfi Pálsson. 21.20 Hver er maðurinn? 21.30 Leikkonan (The (The Actress) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1953. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk Spencer Tracy, Jean Simmons og Tony Perkins. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin greinir frá ungri stúlku, sem á sér þann draum að verða virt og fræg leikkona. En hún verð- ur að sigrast á mörgum erfiðleikum áður en þvi marki er náð, þar á meðal á þrákelkni föður sins. 22.55 Dagskrárlok. Skarpskyggn ritdómur Þótt Matthias Jóhannessen hafi snemma vakið á sér mikla at- hygli fyrir sérkennilega tækni við ljóðagerð, má þó segja að furðu- leg þögn hafi rikt um hann og fáir hafi komið auga á burðarásinn i skáldferli hans. En nýlega hefur Morgunblaðið þó léð siðupiáss fyrir skarpskyggnan ritdóm eftir Jóhann Hjálmarsson, og þykir okkur Stanglmönnum full ástæða til að vekja athygli á honum, þvi að fáa höfum við áður séð lýsa hinu sérstæða i skáidskap Matt- hiasar á svo snilldarlegan hátt:. „Þegar ijóðabók Matthiasar Johannessens Fagur er dalur kom út fyrir sex árum vakti stærð bókarinnar m.a. athygli. Það var óvenjulegt að ungt skáld sendi frá sér 150 bls. ljóðabók: margar ljóðabækur yngri skálda hafa verið 60 bls., sumar ekki nema 30- 40. En Matthias Johannessen fer sinar eigin leiðir i þessu efni sem mörgum öðruin. Nýlega kom út eftir hann ijóðabók, sem er 192 bls. Þess ber að gæta að nýja ljóða- bókin, sem nefnist Mörg eru dags augu, er i rauninni margar bækur eða ljóðaflokkar. Hún er úrval þess, sem Matthias hefur ort siðan Fagur er dalur kom út. Hann hefði eflaust getað haft bókina miklu lengri”. BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÖSASTILLINEAR HJOLASTILIINGAR MÓTORSTILLINGAR Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.