Þjóðviljinn - 10.10.1972, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.10.1972, Qupperneq 7
Þriðjudagur 10. oklóber 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7. Rœtt við Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra? um viðbrögð Morgunblaðsins við iðnþróunaráœtluninni pS ~ f i , - w : . ■■■:: |jjjlj| .Núverandi rikisstjórn hefur sett sér það mark að tryggja iðn- .Eykon boðaði fagnandi i sjónvarpinu, að hér skyldu risa 20 erlendar álbræðslur á skömmum þróun i höndum landsmanna sjálfra ” tima ” Iðnþróunarstefna okkar er gerólík áformum viðreisnarstjórnarinnar Nýlega gerði Magnús Kjartansson opinbera grein fyrir iðnþróunar- áætlun, sem verið er að fullgera á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þar er m.a. ráðgert að fram- leiðni i iðnaði meira en tvöfaldist fram til ársins 1980 og að framleiðslu- magnið meira en þrefald- ist. Yrði þá svo komið að iðnaðurinn sæi fyrir 60% af útflutningi lands- manna og væri orðinn ótvíræð meginatvinnu- grein íslendinga. Áætlanir þessar hafa vakið mikla athygli og umtal i fjölmiðlum; m.a. hefur Morgunblaðið haldið þvi fram að hér væri Magnús Kjartansson að skreyta sig með „stolnum fjöðrum"; hann væri aðeins að fram- kvæma það sem Jóhann Hafstein hefði í rauninni afrekað/ og til frekari áherzlu hefur Morgun- blaðið skreytt þessar „fréttir" sínar um iðn- þróunaráætlunina með myndum af Jóhanni Haf- stein. Þjóðviljinn sneri sér til Magnúsar Kjartans- sonar og spurði hvað hann segði um þessi viðbrögð. — Mér finnst þau afar spaugi- leg , og man raunar ekki eftir þvi að nokkur annar islenzkur stjórnmálamaður hafi þannig auglýst barnalega viðkvæmni sina i garð eftirmanns sins i ráðherrastóli. Viðbrögðin út af iðnþróunaráætluninni eru ekkert óvenjuleg. Oftast þegar ég hef gert eitthvað eða sagt eitthvað á sviði iðnaðarmála, sem fréttnæmt hefur verið talið, hafa frásagnir Morgun- blaðsins verið i þvi fólgnar að birta myndir af Jóhanni Hafstein og segja að þetta hefði hann nú einnig ætlað að gera — ef hann hefði verið iðnaðarráð- herra! En stundum hefur þetta að visu ekki verið hægt. Morgunblaðið gat til að mynda ekki birt neina mynd af Jóhanni Hafstein þegar ég beitti mér fyrir þvi og fékk það samþykkt á siðasta þingi að sett voru lög um veðtryggingu iðn- rekstrarlána, sem tryggja iðnaðinum lögformlegt jafnrétti við sjávarútveg og landbúnað i skiptum við lánastofnanir. I tið viðreisnarstjórnarinnar þótti það sjálfsagt að iðnaðurinn skipaði óæðri sess, og kröfur iðnaðarins um jafnrétti á þessu sviði glumdu á daufum eyrum Jóhanns Hafsteins. En án jafn- réttis á þessu sviði getur ekki orðið um neina iðnþróun að ræða á tslandi. Morgunblaðið gat ekki heldur birt neina mynd af Jóhanni þegar sett voru lög um Sölu- stofnun lagmetisiðnaðarins og henni siðan komið á laggirnar, en þeirri stofnun er ætlað að tryggja að við hættum að vera hráefnaframleiðendur á þessu sviði en seljum i staðinn sjálfir fullunnar dýrmætar afurðir. A þessu máli var mikill áhugi i tið viðreisnarstjórnarinnar og mikið undirbúningsverk var unnið fyrir tilstilli einkaaðila. En framkvæmdir strönduðu á áhugaleysi og framtaksleysi þá- verandi rikisstjórnar. Svo að ég nefni enn eitt dæmi þá gat Morgunblaðið ekki heldur birt neina mynd af Jóhanni Hafstein þegar ég setti reglugerð um ráðstafanir gegn mengun frá iðjuverum — og þarf ég ekki að rifja upp hvers vegna. — En ertu samt ekki að vinna mörg verk sem undirbúin voru i tið fyrirrennara þins? — Auðvitað er ég að gera það. Hver ný rikisstjórn tekur við arfi hinnar fyrri og hlýtur að miða athafnir sinar við ástandið eins og það er i raun og veru. Á vegum iðnaðarráðuneytisins og þeirra stofnana sem undir það heyra er verið að vinna mörg verk sem voru ákveðin i tið fyrirrennara mins, og ég er mjög ánægður með. Ég hef ekki nokkra löngun til þess að svipta hann fjöðrum sem hann telur skreyta sig. bað er til að mynda alveg rétt að Jóhann Hafstein undirritaði Sómninginn um að- ild sérfræðinga frá Sameinuðu þjóðunum að gerð iðnþróunar- áætlunar vorið 1971, skömmu áður en viðreisnarstjórnin fór frá, en siðan hefur það lent á mér að gegna störfum iðnaðar- ráðherra meðan sjálft verkið hefur verið unnið. Ég veit ekki betur en allir islenzkir stjórn- málaflokkar hafi siðustu árin viðurkennt þá staðreynd að i iðnaðinum hljóti vaxtarbroddur atvinnuþróunarinnar að verða. Allir flokkar hafa flutt tillögur um það efni og staðið að gagn- legum framkvæmdum. Mér finnst metingur um almennan vilja flokka og einstaklinga i þessu efni heldur tilgangslitill. Ilitt skiptir meginmáli að menn gcri sér grein fyrir þeim skoðanaágreiningi sem uppi er um það hvernig að iðnþróun eigi að standa, þvi að þar er tekizt á um meginatriði sem haft geta áhrif á alla þróun þjóðfélagsins um langan aldur. t þeim ágreiningi birtist ekki sizt munurinn á núverandi rfkis- stjórn og viðreisnarstjórninni. — Og hver telur þú vera meginatriði þessa ágreinings? — Viðreisnarstjórnin hafði vissulega áhuga á iðnþróun á Islandi^en hún hafði ekki trú á þvi að Islendingar sjálfir gætu framkvæmtþau umskipti — það yrði að vera verkefni erlendra auðhringa og erlendra fyrir- tækja. Þetta hefur verið skoðun Jóhanns Hafsteins og Gylfa Þ. Gislasonar siðan 1961, þegar þeir'beittu sér opinskátt fyrir þvi að ísland gengi i Efnahags- bandalag Evrópu. Samkvæmt hugmyndum þeirra átti framlag tslendinga til stóriðju að vera það eitt að framleiða ódýra raforku og selja hana siðan sem hráorku erlendum fyrirtækjum á tslandi. Á þessum forsendum var álsamningurinn gerður, og þeirri stefnu átti sannarlega að halda áfram — það er ástæðu- laust að menn gleymi þvi„að Eyjólfur Konráð Jónsson boðaði það fagnandi i sjónvarpinu að hér skyldu risa 20 erlendar álbræðslur á skömmum tima. A sama hátt voru uppi hugmyndir og áform um að fá hingað erlend fyrirtæki i léttan iðnað, einkum i sambandi við inngönguna i EFTA, og þá átti það að vera hlutskipti tslendinga að tryggja ódýrt vinnuafl. Það má kalla slika stefnu áhuga á iðnþróun, en i rauninni er hún alger upp- gjöf andspænis þvi verkefni að tryggja iönþróun i höndum landsmanna sjáifra. Séu at- vinnuvegirnir að verulegu ieyti undir yfirráðum erlendra manna og fyrirtækja hefur stjórn efnahagsmála i sama mæ|i> verið fiutt úr landi og þar með yfirráðin yfir öðrum þátt- um þjóðlifsins. Ég tel það eitt mikilvægasta atriðið i stefnuskrá núverandi stjórnar að þessari óþjóðhollu og duglausu stefnu hefur verið hafnað. Núverandi stjórn hefur sett sér það mark að tryggja iðnþróun sem lúti yfirráðum landsmanna sjálfra. Hún mun ekki fallast á að fleiri erlend stóriðjufyrirtæki risi hér á Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.