Þjóðviljinn - 10.10.1972, Side 9
Leikreynslan færði
Keflvíkinguni sigur
í leiknum við KR
Þaö er ekki auðvelt að
leiða í úrslitaleik, eins og
hver leikur er í bikarkeppn-
inni, og það þarf leik-
reynslu til að halda slíku
fengnu forskoti i heilar 43
minútur. Þessa leikreynslu
hefur hið unga KR-lið ekki,
og þvi brotnaði það niður
þegar Keflvikingum tókst
að jafna 2:2 um miðjan
síðari hálfleik. Eftir-
leikurinn var leikreyndum
Keflvíkingumauðveldur og
sigur þeirra 4:2 var verð-
skuldaður. Það má segja,
að sú mikla reynsla sem
iBK-liðið býr yfir hafi
dugað liðinu bert í leiknum.
Þrátt fyrir að KR leiddi
bæði 1:0 og 2:1, brotnaði
IBK-liðið aldrei. Slikt er
einkenni leikreyndra liöa.
Enginn leikur er tapaður
fyrr en flautaö hefur verið
af.
KR-ingar voru lietri aðilinn all-
an fyrri hálfleik og manni fannst
sem það lægi i loftinu að þeir
tækju forustu i fyrri hálfleik.
Prátt fyrir allsterka sókn þeirra
kom fyrsta markið ekki fyrr en á
20. minútu.
Þá komst Atli bór Héðinsson
innfyrir lBK-vörnina og skoraði
1:0. En þetta forskot KR-inga stóð
ekki lengi, þvi að á sömu minútu
eða svo gott sem, jöfnuðu
Keflvikingar þegar Guðni
Kjartansson gaf fallegan stungu-
bolta inná Steinar Jóhannsson, og
hann átti mjög auðvelt með að
skora 1:1.
bannig var staðan i leikhléi, og
hefði ekki verið ósanngjarnt að
KR hefði þá haft mark yfir, miðað
við gang leiksins.
En strax á 1. minútu siðari hálf-
leiks skoraði ungur nýliði i KR-
liðinu, Jóhann Torfason, siðara
mark KR með skalla af stuttu
færi. Þorsteinn Olafsson mark-
vörður IBK reyndi að slá boltann
frá, en hitti hann ekki, og hann
hafnaði i netinu 2:1.
Þessi staða hélzt næstu 22
minúturnar, og KR-ingarnir áttu
meira i leiknum en hið leikreynda
Keflavikurlið gaf aldrei eftir og
brotnaði aldrei.
Svo var það á 68. minútu, að Jón
Ólafur jafnaði fyrir IBK er hann
komst innfyrir KR-vörnina, og
mark hans var gullfallegt.
Við þetta mark brotnaði KR-
liðið algerlega niður, og Kefl-
vikingar tóku leikinn i sinar
hendur og réðu lögum og lofum
það sem eftir var. Mörk IBK
komu á 74. minútu, er Einar
Gunnarsson, sem kominn var i
sóknina i siðari hálfleik, skoraði
eftir að Jón Ólafur hafði fram-
kvæmt hornspyrnu og mikil
þvaga hafði myndazt fyrir
framan KR-markið. En siðasta
markið skoraði Jón Ólafur á 85.
minútu eftir að Friðrik Ragnars-
son hafði sent honum boltann, og
var uppbygging þessa marks
gullfalleg.
Þar með var sigur IBK i höfn og
i alla staði verðskuldaður og hefði
jafnvel getað orðið enn stærri
eftir að KR-ingarnir brotnuðu
niður við 2:2 - jöfnunina.
Halldór Björnsson og Atli
Héðinsson voru beztu menn KR-
liðsins, en Jón Ólafur, Guðni
Kjartansson og Steinar Jóhanns-
son voru beztu menn IBK. Einnig
átti Einar Gunnarsson góðan leik,
og sama má segja um Grétar
Magnússon sem alltaf er mikill
baráttumaður.
Dómari var Einar Hjartarson
og dæmdi vel. —S.dór.
Bikarkeppni KSÍ
ÍBK gegn FH og ÍBV
gegn Val í undan-
úrslitum bikarsins
hefðu farið fram hér i Reykja-
vik, eins og mótanefnd vildi,
að þeir yrðu leiknir á miðviku-
dag og fimmtudag, en þar sem
þeir fara fram i Keflavik og
Vestmannaeyjum verður það
ekki fyrr en um næstu hclgi I
fyrsta lagi sem þeir fara fram,
og meira að segja er óvist
hvort leikurinn i Vestmanna-
eyjum fer fram þá. Þaö er allt
undir veðurguðunum komið.
Þvi er alls óvist hvenær hægt
verður að ljúka bikar-
keppninni. —S.dór.
Meðan á leik Vals og ÍA stóð
s.I. sunnudag var dregið um
hvaða lið leiki saman í undan-
úrslitum bikarkeppni KSÍ.
Kom upp, að Keflvikingar
leika gegn FH í Keflavík og
Vestmannaeyingar leika gegn
Val i Vestmannaeyjum.
An þess að það hafi verið
tekið fram þegar þetta var til-
kynnt i hátalara Mela-
vallarins. má gera ráð fyrir aö
þessir leikir fari fram um
næstu helgi.
Keflvikingar voru heppnir i
þessum drætti og ætti að mega
telja þá örugga i úrslit
keppninnar. Hinsvegar er ekki
eins gott að spá um úrslit i hin-
um leiknum, milli ÍBV og
Vals, þótt telja verði Eyja-
menn sigurstranglegri. enda á
heimavelli. Valsmenn sýndu á
köflum góð tilþrif gegn ÍA á
sunnudaginn. og ef liðið leikur
jafn vel má allt eins búast við
sigri þeirra i Eyjum eða jafn-
tefli, og þá fengju Valsmenn
siðari leikinn á Melaveliinum.
Það stóð til. ef leikirnir
Mistök
Þau mistök urðu á marka-
tölunni á Meiavellinum, að mörk
ÍBK voru sett við nafn KR og
öfugt i leik ÍBK og KR. Hér má
sjá hvernig þetta leit út áður en
þaö var lagfært.
„Djöf.... sjálfur, mark!” Halldór Björnsson lengst til vinstri bölvar óláninu, Magnús markvörður er ekki bliður á svipinn, en Steinar Jóhannsson, sá er skor-
aöi, er heldur glaðklakkalegur. '
Gi-óf mistök línuvarðar er
hann tók mark af ÍA-liðinu
Og Valur vann leikinn 2:1 og heldur þvi áfram í bikamum
Gróf mistök ungs og reynslulitils linuvarðar i leik
Vals og í A á sunnudaginn urðu til þess, að jöfnunar-
mark ÍA var dæmt af, og þvi féli sigurinn Vals-
mönnum i skaut og þar með er ÍA úr bikar-
keppninni. Þetta jöfnunarmark kom með þeim
hætti, að kastað var inn á móts við vitateig Vals,
boltinn barst inn i teiginn, og þaðan skölluðu Vals-
menn frá, Skagamenn skölluðu aftur að, og enn
náðu Valsmenn boltanum, en hann barst til Teits
Þórðarsonar sem skaut og skoraði. Þá allt i einu
veifar linuvörður og kallar á dómara og segir inn-
kastið hafa verið ólöglegt. Þetta tók dómarinn gilt
og dæmdi markið af. Þetta nær auðvitað engri átt.
Ilafi innkastið verið rangt, átti að dæma það strax,
en ekki einhverntima löngu seinna, þegar búið
var að skora mark.
Að visu er það ekki óalgengt að
sjá unga menn i dómara, — eða
linuvarðarstöðum gera gróf mis-
tök, en það er hart að dómari með
mikla reynslu skuli ekki taka i
taumana. Þessi ungi linuvörður
hljóp i skarðið fyrir annan sem
ekki mætti til leiks, og tafðist
leikurinn fyrir það i 30 minútur.
Það varð þvi heldur betur
bjarnargreiði sem hann gerði
Skagamönnum með þvi að hlaupa
i skarðið.
Annars var þessi leikur mjög
jafn og sigurinn gat lent hvoru
megin sem var. Og það sem
meira var, þetta var einn skársti
leikurinn sem sézt hefur hér á
landi i haust. Oft á tiðurm vel
leikinn, að visu ekki hraður, en
mjög oft brá fyrir i honum góðum
köflum.
Litið markvert gerðist uppvið
mörkin fyrstu 20 minúturnar. En
á 20,minútu var Teitur Þórðarson
kominn i gegn um Valsvörnina er
honum var brugðið illilega og
vitaspyrna réttilega dæmd. Or
henni skoraði Eyleifur
Hafsteinsson mark 1A.
Svo á 33. minútu var dæmd horn-
spyrna á 1A. Gefið vel fyrir markið, og
Hermann Gunnarsson kom á fullri ferð
og spyrnti viðstöðulaust og boltinn
hafnaði efst i markhorninu, stór-glæsi-
legt mark, 1:1.
Þannig var svo staðan i leikhléi.
Leikurinn hélzt jafn framan af siðari
hálfleik, en siðan gáfu Skagamenn eftir
og Valur sótti allstift. A 60. minútu
bjargaði Jóhannes Guðjónsson bak-
vörður 1A á linu, og næstu minúturnar
sóttu Valsmenn stift. Manni fannst
markið liggja i loftinu og það kom lika á
65. minútu.
Hermann Gunnarsson var með
boltann utarlega, gaf þaðan fyrir til
Ingvars, sem skaut að marki. Hörður
Helgason hafði hendur á boltanum, en
ekki nóg, og hann hafnaði I hliðarnetinu
innanverðu, 2:1.
Við að fá þetta mark á sig tóku Skaga-
menn mikinn kipp og sóttu meira það
sem eftir var. I einni þessara sóknarlota
skoraði Teitur markið sem dæmt var af
fyrir mistök linuvarðar. Oft bæði fyrir
þetta mark og einnig eftir þaö, voru
Skagamenn nærri þvi að skora, en enda-
hnútinn vantaði alltaf.
Eins og áður segir var leikurinn jafn
og vel leikinn þegar á heildina er litið.
Valsmenn geta þakkað Jóhannesi
Eðvaldssyni þennan sigur. Hann lék i
stöðu miðvarðar og átti frábæran leik.
Þá áttu bakverðirnir báðir, Vilhjálmur
og Lárus, góðan leik, og mér er til efs að
við eigum betri bakverði. Er það ekkert
nýtt að Valur eigi beztu bakverði liða
hér á iandi. Þannig hefur það oftast
verið. Hermann Gunnarsson átti einnig
góðan leik og er sem óðast að komast i
æfingu eftir meiðslin sem hann hefur átt
við að striða i sumar.
Hjá Skagamönnum áttu þeir Teitur
Þórðarson og Jón Alfreösson beztan
leik, en einnig áttu Eyleifur, Jóhannes
Guðjónsson og Þröstur Stefánsson allir
nokkuð góðan leik.
Dómari var óli Olsen og dæmdi mjög
vel, ef frá eru talin mistök hans að taka
mark á hinum siðbúna dómi linu-
varðarins. —S.dór.
Hálftíma
bið eftir
línuverði
llálftima bið varð á þvi, aö leikur Vals
og ÍA gæti hafizt á sunnudaginn, og voru
bæði leikmenn og áhorfendur um það bil
að missa þolinmæöina, þegardómaratrióið
loks birtist. Ástæðan fyrir þessari töf var
sú, að annan linuvörðinn vantaði. Sá sem
átti aö mæta lét ekki sjá sig. Kallað var i
hátalakerfi Melavallarins eftir linuverði,
en enginn af þeim sem kallað var eftir og
vitað var að væri á vellinum lét sjá sig.
Það var svo ekki fyrr en ungur piltur hljóp
i skarðið, að hægt var að hefja leikinn —
30 minútum of seint. —S.dór.
• •
Orn
Óskarsson með
þrennu þegar IBV
sigraði Víking 4:1
Það var heldur betur
form á hinum stórgóða
sóknarmanni þeirra Vest-
mannaeyinga, Erni
Óskarssyni, á laugar-
daginn, þegar Eyjamenn
sigruðu Víking á heima-
velli i bikarkeppninni 4:1.
Hann skoraði hvorki meira
né minna en 3 af 4 mörkum
ÍBV og reyndist bezti
maður Eyjaliðsins. Með
þessumsigri eru Eyjamenn
komnir i undanúrslit í
bikarkeppninni og mæta
Val i Vestmannaeyjum.
Leikur ÍBV og Vikings var
mjög harður baráttuleikur,
dæmigerður bikarleikur
þar sem allir leikir eru úr-
slitaleikir.
daginn tókst liðinu ekki að not-
færa sér marktækifærin sem þvi
gafst, nema aðeins einu sinni.
Það var á 25. minútu að Guð-
geir Leifsson bezti maður
vallarins, framkvæmdi auka-
spyrnu rétt utan vitateigs. Hann
skaut að marki, en á leiðinni
rakst boltinn i Eirik Þorsteinsson
og breytti um stefnu og hafnaði i
gagnstæðu horni við það sem Páll
markvörður IBV hafði reiknað
með, og þar með hafði Vikingur
jafnað 1:1. Og þannig var staðan i
leikhléi.
Eyjamenn komu mjög ákveðnir
til leiks i siðari hálfleik og náðu
góðum tökum á leiknum. Það leið
þvi ekki langur timi þar til þeim
hafði tekizt að ná forustunni
aftur. Það var á 53. minútu að örn
Óskarsson rak endahnútinn á
góða sókn Eyjamanna og skoraði
2:1.
W
Til að byrja með var leikurinn
nokkuð jafn. Eyjamenn tóku þó
forustu á 8. minútu er Óskar
Valtýsson sendi góðan bolta i
gegnum glufu i vörn Vikings og
örn náði boltanum og skoraöi
fyrsta markið.
Þar með fór Vikings-liðið i gagn
og sótti látlaust það sem eftir var
fyrri hálfleiks og ráð lögum og
lofum á vellinum, en eins og fyrri
Tiu minútum siðar skoraði svo
Haraldur Júliusson 3ja mark
IBV, og þá brotnaði Vikingsliðið
algerlega niður. Fjórða markið
skoraði svo örn á 85. minútu og
innsiglaöi þar með stór-sigur IBV
i leiknum.
Bezti maöur vallarins var Guð-
geir Leifsson, og það verður
sannarlega gott fyrir Eyjamenn
örn óskarsson, hinn stórhættu-
Icgi sóknarmaður IBV, skoraði
þrenr.u gegn Vikingi.
að fá hann i lið sitt næsta sumar,
en ákveðið er að Guðgeir leiki
meö IBV næsta keppnistimabil.
1 liði IBV bar Orn Óskarsson af,
bæði fljótur og skotfastur að
vanda og alltaf stórhættulegur
sóknarmaður.
Þetta er ekki dansleikur, heldur eru þeir Jóhann Larsen, Haukunyog Viöar Halldórsson, FH, aö berjast
um boltann.
Hafnarfj arðarbardaga
lauk með sigri FH
Gárungar kölluðu leik FH
og Hauka, Hafnarfjarðar-
liðanna tveggja í bikar-
keppninni, „Hafnar-
fjarðarbardaga'' en honum
lauk með sigri FH 3:2.
Leikurinn var mjög jafn og
liðin ósköp áþekk að styrk-
leika, eins og markatalan
gefur til kynna. Sigurmark
FH sem skorað var
snemma í siðari hálfleik,
var dæmigert klaufamark,
eins og þau gerast Ijótust.
Laust skot ólafs Danívals-
sonar af um það bil 25 m.
færi hafnaði í nær miðju
markinu, án þess að mark-
vörður Hauka gerði tilraun
til varnar.
FH tók forustu strax á 6.
minútu er Viðar Halldórsson
skoraði af stuttu færi. Haukar
náðu ekki að jafna fyrr en á 21.
minútu, að Loftur Eyjólfsson,
einn bezti maður liösins, skoraði
1:1.
Fátt markvert gerðist svo fyrr
en á 44. minútu að Helgi Ragnars-
son skoraði 2:1 fyrir FH eftir
hrapalleg varnarmistök Hauka.
Þannig var svo staðan i leikhléi.
Ólafur Danivalsson skoraði svo
3ja mark FH eins og áöur er lýst,
en Loftur Eyjólfsson skoraði
annað mark Hauka á 17. minútu
eftir þunga sókn að FH-markinu.
Fleiri urðu mörkin ekki, og tókst
FH að halda fengnu forskoti, enda
þótt Haukarnir sæktu nokkuð
meira það sem eftir var.
1 heild var þessi leikur mjög
þófkenndur og litið um fallega
knattspyrnu. Liðin eru mjög
áþekk að styrkleika, og heppni
ein réði hvoru megin sigurinn
lenti I þessum leik. Eini maðurinn
i FH-liðinu sem eitthvað reyndi
að leika góða knattspyrnu var
Ólafur Danivaldsson, og hjá
Haukum var Loftur Eyjólfsson
bezti maðurinn.
Dómari var Magnús V.
Pétursson og dæmdi vel þennan
erfiða leik, enda var oftast meira
hugsað um andstæðinginn en
boltann i leiknum, og réð hið al-
gera félagshatur sem rikir milli
Hafnarfjarðarliðanna mestu i
leiknum, og er leiðinlegt til þess
að vita, að Hafnarfjarðarliðin
skuli ekki getað gengið sameinuö
til leiks, þvi að sameinuð væru
þau meðal sterkari ef ekki
sterkasta liðið i 2. deild..
— S.dór.