Þjóðviljinn - 10.10.1972, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.10.1972, Qupperneq 13
Þriðjudagur 10. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. o Alistair Mair: Það var sumar i við mennina sem halda i þræðina. Mér likar ekki... — Þá fell ég undir þetta, sagði Gordon. Peter þagnaði. — Já, sagði hann með hægð. — Já, yfirlæknir, ég er hræddur um það. Ég ber viröingu fyrir yður sem lækni, en mér likar ekki allt sem þér gerið til að festa yður i sessi. — Ég skil. —Gor«k»n gekfe-að-glugganum og horfði niður á bilana sem stóðu framan við sjúkrahúsið. Hann hafði komiö þangað sem ungur maður, þegar byggingarnar voru nýreistar. bá hafði hann lagt litla Morrisnum sinum þar sem Bent- leyinn hans stóð núna. Hann hafði verið metnaðargjarn. Hann hafði fljótlega áttað sig á þvi hvað gera þurfti til að komast áfram og hann haföigertþað.En hann hafði aldrei verið blindur. Hann vissi vel hvað Peter Ashe átti við, vegna þess að fyrir löngu hafði hann stundum hugsað eins. Og það kom jafnvel ennþá fyrir að hann minntist þess.. — Maður þarf að gera fleira en manni gott þykir, sagði hann. — Stundum helgar tilgangurinn meðalið. — Ef meðaliö er rotið, þá efa ég það, sagði Peter Ashe. — Já, Hann sagði þetta lágri rössu án þess að lita við. — Til eru menn sem lita þannig á. Hann sneri sér við með hægð. — Og þér eruð reiðubúinn að fórna öllu sem þér hafið unnið að vegna þessara hugsjóna? — Þetta eru ekki hugsjónir. Eða svo ætti að minnsta kosti ekki að vera. Þetta er einföld siðfræði. Og hvað þetta starf snertir, þá lit ég svo á að stöðuveitingin ætti að fara eftirverðleikumogengu öðru. Ef það er eitthvað annaðsemlátiö er gilda, þá kæri ég mig ekki um starfið. Svona einfalt er það. — Það er ekki svona einfalt, sagði Gordon hljóðlega. — Ekkert sem varðar fólk og mannleg sam- skipti er einfalt. bað ættuð þér að vita nú orðið. Peter horfði á hann ganga yfir herbergið og setjast á stólinn hjá rannsóknarborðinu, horfði á hann opna lófana fyrir framan sig og rýna i þá eins og þar væri að finna ævisögu sjálfs sins. — Ég er farinn að eldast, sagði hann. — Þér álitið trúlega ennþá að vizkan komi með aldrin- um, en ég er ekki viss um það. Ég hef gert eitt og annaö sem þér mynduð aldrei leggja biessun yðar yfir, en einmitt vegna þess J»ð-ég gerði það fékk ég tækifæri til að koma ýmsu góðu til leiðar. Og ef ég ætti að lifa ævina upp aftur, þá býst ég við að ég myndi haga mér eins. En þó veit ég það ekki. Þannig áhrif hefur aldurinn. Maður er ekki eins viss i sinni sök. Ef til vill hafiö þér á réttu að standa. — Ég held það, sagði Peter. — Ef til vill, sagði Gordon. — En eitt get ég sagt yður. Þegar þér eruð kominn á minn aldur, þá verðið þér ekki eins viss. Þér varpið frá yður mikilli þekkingu og reynslu. Þér eigið eftir að draga i efa réttmæti þessarar ákvarðanar siðarmeir. — En ég lit ekki svo á að ég sé að varpa neinu frá mér. Ég öðlast samt sem áður þekkingu og reynslu. Ég verð læknir eftir sem áður. Gordon leit upp. Hann lyfti hægri augabrún og kipraði varirnar háðslega. — Læknir, já. Heimilislæknir? — Ég veit þaö ekki, sagði Peter. — En þér segið þetta eins og það væri litilmótlegra starf. Ég skil ekki hvers vegna. — Vegna þess, góði maður, að það er litilmótlegt starf. Mestanpart ómerkilegt snatt! Auðvitað verða einhverjir að taka það að sér, en látið yður ekki detta i hug að það útheimti meira en miðlungshæfileika og mikið strit. Og þótt ég ætli ekki að halda þvi fram að þér getið orðið meira en sæmilega fær aðstoðarlæknir, þá eigið þér enn kost á að verða það. Ef þér ætlið að fórna þeim möguleikum fyrir barnalegar hugsjónir, þá eruð þér auli. — Ég hef engan áhuga á stöðu- táknum, sagði Peter Ashe. — Ég hef áhuga á þvi einu að vinna verk min eins vel og mér er unnt. ■, Gamla hæðnistóninum brá fyrir i rödd Gordons. — Og haldið þér að þér fáið um- bun fyrir skylduræknina sem heimilislæknir? — Ég veit það ekki. En ég sé ekki að neitt mæli á móti þvi. En ég skal játa, aö ég hef aldrei hugsað um heimilislækningar fyrr en i dag. Þá er timi til kominn að þér farið að hugsa. Yfirmaður hans reis á fætur. —Mér er óljúft að minna yður á það, en samningur yðar hér rennur út i júnilok. Og þótt ég viti aö venjan sé að endurnýja slikan samning næstum sjálf- krafa, þá á það aðeins við þegar viðkomandi læknir ætlar að halda áfram við barnalækningar. Það breytir ýmsu að þér hafið i hyggju að leggja sérgreinina á hilluna. I sannleika sagt, þá er óliklegt að samningurinn verði endurnýjaöur. Peter starði á hann. Þetta gerðist allt með of miklum hraða. — Eigið þér við... eigið þér við að ég veröi að hætta hérna i júni- lok? — Ég er hræddur um það. Ég veit að þér viljið ekki standa i vegi fyrir neinum sem hefur köllun i þessa átt. — Ég skil. Hann leit á skrif- borðið sitt, þar sem verkefnin biðu, alltof mörg verkefni. — Gott og vel, sagði hann. — Eg skal gera nauösynlegar ráöstafanir. — Það myndi ég gera i yðar sporum. Mér skilst að góður praksis liggi ekki á lausu um þessar mundir. bér viljið vist ekki vera of lengi atvinnulaus. Hann vildi alls ekki vera at- vinnulaus, hann sem átti konu og tveim börnum að sjá fyrir. Það hafði aldrei hvarflað aö hpnum að hann gæti staðiö uppi atvinnu- laus. Það virtist óhugsandi fyrir lækni. En Gordon hafði nokkuð til sins máls. Gamlir vinir úr hern- um, gamlir skólafélagar sögðu allir sömu söguna um atvinnu- leysi og hundrað umsækjendur um hverja lausa stöðu. Og hann yrði nú að fara i biö'rööina meö hinum. Meiri menntun kæmi þá að litlu haldi. Hún gæti jafnvel orðið honum fjötur um fót, þvi aö til voru læknar sem myndu ekki kæra sig um að taka sem félaga mann sem hafði hærri mennta- gráðu en þeir sjálfir. En vinnu varð hann að fá. Honum varð litið úr verki þaö sem eftir var dagsins. En nokkru eftir klukkan fimm kom Gordon aftur. Hann var farinn úr hvita sloppnum og hafði um leið afklæðzt nokkru af yfir- lætinu. — Jæja, þér eruð hér enn. Peter Ashe leit upp frá smásjánni. — Já, yfirlæknir. — Ég átti dálitið ósagt. — Já, yfirlæknir? — Aðeins það að ég efast ekki um einlægni yðar. Ég held að visu að þér hafið rangt fyrir yður, en auðvitað verðið þér að gera það sem þér álitið rétt. Þakka yður fyrir. — Og ef yður er alvara með að fara út i almennar lækningar, þá er hugsanlegt að ég geti orðið yður að liði. Peter sneri sér hægt við i stóln- um. GLENS ÞRIÐJUDAGUR 10. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir held- ur áfram lestri sögunnar „Kiki er alltaf að gorta” eft- ir Paul Huhnefeld (2) Til kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Jón Svcinsson for- stjóra um stálskipasmiðar. Fréttir kl. ll.OO.Iiljómplötu- rabb (endurt. þáttur Þ. H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Setning Alþingisa. Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni. Prestur: Séra Guðmundur Þorsteinsson. Organleikari: Ragnar Björnsson. b. Þing- setning. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Felicja Blumental og Sin- fóniuhljómsveitin i Lundún- um leika Pianókonsert i brasiliskum stil op. 105 nr. 2 eftir Hekel Tavares; Ana- tole Fistoulari stjórnar. Grete og Josef Dichler leika „En blanc et noir”, þrjú tónverk eftir Debussy. Hljómsveit tónlistarháskól- ans i Paris leikur „Danzas Fantasticas” eftir Joaquin Turina; Rafael FrUhbeck De Burgos stjórnar. 16.15 Veöurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu” eftir Esti'id Ott, Sigriöur Guðmundsdóttir les (6). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Umhverfismál. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynn- ir. 21.00 iþróttir- Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Vettvangur. I þættinum er fjallað um vandamál ungra öryrkja. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 21.40 Tónlist eftir Sarasate. Ruggiero Ricci leikur á fiðlu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs. Jónas Arnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (13). 22.35 Harmonikulög. Danskir harmonikuleikarar taka lagið. 22.50 A hljóðbergi.Celia John- son les smásögu, „Bliss” eftir nýsjálenzku skáldkon- una Katherine Mansfield. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. október 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Asliton-f jölsky Idan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 24. þáttur. Hazard liðþjálfií>ýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 23. þáttar: Freda og Sheila og Doris, vinkona þeirra, bregða sér til South- ampton, til að skemmta sér. Freda og Doris kynnast tveim ungum og glaðværum hermönnum og eyða kvöld- inu með þeim. Sheila leggur af stað heim, en á brautar- stöðinni hittir hún skraf- hreifinn náunga, sem býður henni upp á drykk. Fyrir bragðið missir hún af sið- ustu lest heim, og þegar hún loks kemur heim daginn eft- ir, er Davið þar fyrir drukk- inn og reiður. 21.25 Karlakórinn Þrestir. Þrestir frá Hafnarfirði syngja i sjónvarpssal. Söng- stjóri F.irikur Sigtryggsson. Einsöngvari Inga Maria Eyjólfsdóttir. Hljóðfæra- leikarar Agnes Löve, Eyþór Þorláksson og Njáll Sigur- jónsson. Stjórnaridi upptöku Tage Ammendrup. 21.40 Sildin, sem hvarf.Norsk mynd um sildveiðar og sildarrannsóknir. (Nordvis- ion — Norska sjónvarpið) Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Á eftir myndinni fer umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Magnús Bjarnfreðsson. 22.40 Ilagskrárlok. FÉLAC ÍSLEAZKRA HLJÖiVILISTARMAlA r-jj^ útvegar yður hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar takifæri hringið i ^0255 milli kl. 14-17 HJUKRUNARKONA Staða hjúkrunarkonu við Blóðbankann við Barónstig er laus til umsóknar. Laun samkvæmt la; lakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Blóðbankans i sima 21511 og 21512. Reykjavik, 9. okt. 1972. Skrifstofa Rikisspitalanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.