Þjóðviljinn - 12.10.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. október 1972. Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 r Frá heimsókn á verkstœði A bitrðarverLsmiðjie ríkisins Starfsmennirnir töldu aö hljóöeinangrunin væri til mikilla bóta. Hér eru þeir (f.v.) Olgeir Kristjánsson. Óskar Lindai, Gunnar Asgeirsson, Hallgrímur Jónasson, Alfreö Haröarson og Guöjón Guömundsson, trúnaöarmaöur Félags járniönaöarmanna á vinnustaönum, sem viö spjölluöum sérstaklega viö. Áreiðanlega vandamál á mörgum vinnustöðum segir Guðjón Guðmundsson Tii vinstri er Ólafur Jóhannsson verkstjóri aö skeggræöa viö tvo starfsmenn sina. Á verkstæðinu tókum við m.a. tali Guðjón Guðmundssop., trun- aðarmann Félags járn- iðnaðarmanna, og rædd- um dálitið við hann um afskipti stéttarfélagsins og starfsmannanna af þessum málum. Hann sagði, að það hefði verið i tið fyrrverandi trúnaðarmanns sem fyrst var fariö að hreyfa þessum málum. A gamla verk- stæðinu hefði hávaði ekki verið sérstakt vandamál, en eftir að flutt hefði verið i nýja verkstæðis- plássið hefði fljótlega komið i ljós, að þegar verið var að vinna við hávaðasöm verkefni þá hefði endurkast hljóðsins frá lofti og veggjum hússins verið til mikilla óþæginda. Guðjón sagði, að gerðar hefðu verið hávaðamælingar á verk- stæðinu og hefðu þær leitt i ljós að hávaðinn lá fyrir ofan þau mörk, sem.talið var viðunjlandi. Málið hefði þá i samráði við Félag járniðnaðarmanna verið rætt við Æskilegast að huga að hljóðeinangrun strax við byggingu iðnaðarhúsnæðis segir Gunnar Pálsson, verkfrceðingur Sá sem hannaði hljóð- einangrunarbúnaðinn á verkstæðinu var Gunnar Pálsson, verkfræðingur. Okkur þótti ástæða til að hafa samband við hann og spyrja hann nokkurra spurninga um þetta verk- efni og önnur hliðstæð. Gunnar sagði að þetta verk- stæði væri eini staðurinn þar sem hann hefði fengizt við að hanna búnað til að deyfa hávaða á þennan máta. Hann hefði hins- vegar átt hlut að þvi allviða að at- huga möguleika á þvi að draga úr hávaða meö hljóðeinangrandi efnum. Við inntum Gunnar eftir þvi hvort yfirleitt væru gerðar hávaðamælingar áður en hafizt væri handa um hljóðeinangrun og kvaðst hann t.d. sjálfur hafa gert þær i samráði við borgarlækni. — Hann sagði að yfirleitt væri gengið út frá þvi að hávaði að meðaltali um og yfir 85 desibel væri orðinn skaðlegur fyrir heyrn manna, en þegar um lága tiðni væri að ræða lægju mörkin heldur ofar. Við sögðum Gunnari frá þvi áliti trúnaðarmannsins, aö viða myndi ekki tekið tillit til þessara hluta við byggingu verksmiðju- húsa, og af þeim sökum yrði kostnaður meiri við hljóð- einangrun. — Sagði Gunnar að betta væri rétt að þvi leyti, að oft mætti að nokkru leyti sameina hita- og hljóðeinangrun. En miðað við þá lausn, sem valin var á Verkstæði Aburðarverksmiðj- unnar ætti þetta þó ekki við. Þá tók Gunnar undir það, að of litið hefði til þessa verið hugsað um hljóðeinangrun i nýjum bygg- ingum. Oft væri raunar erfitt að gera ráð fyrir sliku fyrirfram, vegna þess menn vissu ekki ævin- lega hvað þær vélar og búnaður, sem i húsinu ætti að verayllu miklum hávaða. forráðamenn verksmiðjunnar. Sagði Guðjón að undirtektir þeirra hefðu véíiö jákvæðar og ekki hefði liðið á löngu þar til ráð- izt var i að hljóðeinangra loft verkstæðisins. Enn væri eftir að einangra einn skilvegg með ann- ars konar efni en notað var i loftið. Bæði Guðjón og vinnufé- lagar hans lýstu þeirri skoðun sinni, að þegar lokið væri við að ganga frá þessu myndu vinnu- skilyrðin að þessu leyti verða allt önnur og betri en i upphafi. Guðjón taldi ekki vafamál, að við hliðstæð vandamál væri að etja á mörgum vinnustöðum. í rauninni þyrftu verkalýðsfélögin að knýja á um, aö atriði eins og hljóðeinangrun kæmust inn i byggingarsamþykktir um verk- smiðju- og verkstæðishúsnæði. „Við gerum háar kröfur til þess að frágangur ibúðarhúsa fullnægi settum reglum varðandi t.d. vatnslagnir, frárennsli, hita og loftræstingu”, sagði Guðjón, ,,en þegar um verksmiðjuhúsnæði er að ræða virðast þessir hlutir oft vera látnir reka á reiðanum”. Kvaðst Guðjón viss um, að þetta gæti átt við bæði um stálgrindar- og strengjasteypuhús, sem verið er að reisa viðsvegar um land. Menn byrjuðu fyrst að hugsa um þessi mál þegar húsin ættu að heita fullfrágengin, og þvi yrðu úrbætur bæði varðandi hávaða- vandamál og annað, mun dýrari en vera þyrfti, væru þessi atriði hugsuð fyrirfram. Við inntum Guðjón eftir þvi hvort hann teldi að verkafólk væri almennt nógu vakandi um þessi og önnur mál sem varða hollustu- hætti og öryggi á vinnustað. — Hann taldi að á þvi myndi þvi miður viða misbrestur. I þessum efnum væri oft ekki við atvinnu- rekendur eina að sakast, heldur kæmi einnig til andvaraleysi og þekkingarskortur meðal verka- fólksins. Fræðsla og upplýsinga- starfsemi um þessi mál væri þvi mikils virði. Eftir að við heimsóttum við- gerðarverkstæðið höfðum við spurnir af þvi, að við svipaðan vanda væri að fást annars staðar i verksmiðjunni. Hvað sem lausn þeirra vandamála liður kvaddi blaðamaður viðgerðarverkstæðið i öruggri vissu um, að þar hefði tekizt með jákvæðu samstarfi að finna lausn á vandamáli, sem viða annars staðar mun vera óleyst. Þannig litur út hljóöeinangrunarbúnaðurinn á verkstæöi Aburöar- verksmiðjunnar i Gufunesi. Glerullarmotturnar eru klæddar gataöri plasthlif, gegnum hana er smeygt spýtu sem hengd er upp meö þráö- um í hvorn enda. Ekki svo ýkja kostnaðarsamt Hjálnmr Finnsson, framkvœmdastjóri, spurður um kostnaðarhliðina Við höfðum samband við Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðj- unnar og inntum hann eftir kostnaðinum við uppsetningu á þessari hljóðeinangrun. Hann sagði, að hann myndi vera kringum 125 þúsund kr., en þá þyrfti að hafa i huga að verkið hefði verið unnið að verulegu leyti af starfs- inönnum verksmiðj- unnar og þessi kostn- aður miðaðist þvi ekki við aðkeypta vinnu með tilheyrandi álagningu. Stærð verkstæðisins er um 480 fermetrar, þannig að kostnaður miðað við hvern fermetra gólf- flatar er um 250 kr. — Aðspurður taldi Hjálmar, að þessi hljóðein- angrun hefði ekki orðið ódýrari, þótt gert hefði verið ráð fyrir henni þegar verkstæðið var byggt. Loftiö hefði verið ein- angrað gegn hitatapi og eld- varnareftirlitið hefði gert kröfu um að loftið væri klætt með asbestplötum. Slikar plötur endurköstuðu hins vegar mjög hljóði og þvi hefðu þessar gler- ullarmottur verið settar upp. Sagði Hjálmar að starfsmönnum á verkstæðinu fyndist gjörólikt að vinna á verkstæðinu eftir aö hljóðeinangrunin var sett upp. Þá sagði Hjálmar, að vafalaust ætti ekki alls staðar við hljóðein- angrun af þessu tagi; það hlyti að vera háð byggingunum og at- vinnustarfseminni hvað við ætti i hverju tilfelli. — I heimsókn okkar i Aburöarverksmiðjuna uröum við lika varir við að t.d. við hljóðeinangrun á hinum nýja pökkunarsal, þar sem áburðurinn er pokaður, þar var notað gjör- ólikt efni. Það liktist hálmi og var pressað saman i plötur likt og venjulegt einangrunarplast. Rannsókn meðal sœnsks iðnverkafólks: Einn af hverjum fjórum með stórskerta heyrn Fyrir nokkru birti sænskt fyrirtæki niðurstöður af rannsókn, sem það gerði á heyrnardeyfu meðal sænsks iðnverkafólks. Fyrirtæki þetta heitir Bilsom, og framleiðir ýmiskonar búnað fyrir fólk til að vernda heyrn sína. Rannsóknin tók til 9500 manns, og niðurstöður hennar leiddu þetta í Ijós; Næstum helmingur—eða 48% — iðnverkafólks á aldrinum 50—60 ára hafði stórskerta heyrn. Aðeins 6.6% fólks í þessum aldurs flokki var með eðlilega heyrn. Af öllum þeim, sem rannsóknin náði til, höfðu aðeins 32% eðlilega heyrn, 44% höfðu hlotið minni- háttar heyrnartjón, en 23,8% voru með stórskerta heyrn. I blaði sænskra málm- iðnaðarmanna, sem skýrði frá þessari rannsókn, segir að af niðurstöðum hennar þurfi að draga þessa lær- dóma: 1) Fyrirtækin þurfi að gera ráðstafanir til að deyfa hávaðann, það sé hægt ef áhugi er til staðar, og 2) Menn þurfi að nota heyrnarhlífar þar sem ekki er unnt að draga nægilega úr hávaðanum. Frh. á bls. 15 Tilefni þeirrar heim- sóknar á verkstæði Áburðarverksmiðju rikisins i Gufunesi og þeirra viðtala sem hér birtast var dálitið sér- stætt: — Fyrir skemmstu, eða 24. sept., var hér i blaðinu vikið að hávaðavandamálum á vinnustöðum, og i þvi sambandi skýrt frá dá- litið sérstæðri reynslu á vinnustað i Sviþjóð. Þar höfðu verkamenn á járnsmiðaverkstæði lengi kvartað undan miklum hávaða á verk- stæðinu, án þess að nokkrar ráðstafanir væru gerðar til lagfær- inga. Það var ekki fyrr en skrifstofufólkið, sem vann i byggingu við hliðina á verkstæðinu, þoldi ekki lengur við fyrir hávaða, að fyrir- tækið réðst i það að láta setja upp hljóðeinangr- andi búnað á verk- stæðinu. Með frásögninni af þessu var birt mynd af hljóðeinungrunarbúnað- inum. Jafnframt var það látið i veðri vaka að þetta dæmi frá Sviþjóð gæti á ýmsan hátt verið til fyrirmyndar, þ.e.a.s. búnaðurinn sjálfur. Hitt var naumast til fyrir- myndar, að það skyldi þurfa þrýsting frá nán- ast öðrum vinnustað til þess að fá fram lagfær- ingar á þeim vinnustað, þar sem hávaðinn átti upptök sin. Rétt eftir að þetta greinarkorn birtist i blaðinu höfðum við spurnir af þvi, að á verkstæði Áburðarverk- smiðju rikisins i Gufu- nesi hefði svona hljóð- einangrandi búnaður verið settur upp. Okkur þótti þvi rétt að kanna málið milliliðalaust og lögðum leið okkar upp i Áburðarverksmiðju Myndirnar hér á sið- unni tók ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kára- son. gg-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.