Þjóðviljinn - 12.10.1972, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Stanford Bridge byggður upp: Chelsea er að tyggja gleesilegasta leikvang á Bretlandi . S A Enska 1 .-deildarliðið Chelsea er nú byrjað að byggja leikvang sinn Stan- ford Bridge upp, og er áætlað að nýi leik- vangurinn verði fullbyggð- ur 1979, og verður hann þá glæsilegasti leikvangur Bretlandsey ja. Hann verður ekkert mjög stór miðað við marga aðra leik- vanga i Evrópu, mun rúma 60 þúsund áhorfendur, en þeir munu lika allir sitja undir þaki, sem er ekki al- gengt á knattspyrnuvöll- um. Þetta mikla mannvirki er áætlað að kosti 5 mílj. sterlingspunda eða nokkuö á annan miljarð ísl. kr. Eins og áður segir verður þetta einn glæsilegasti leikvangur Evrópu. Þarna veröur fullkomin veitingastofa fyrir gesti. Bila- stæði fyrir gesti i nágrenni vallarins verða stærri en almennt gerist, þannig að hinar frægu um- ferðatafir, sem verða á hverjum laugardegi i kringum vellina á Englandi ættu að hverfa, enda verða mjög greiðaifsamgöngur að leikvanginum og frá. Þá verður sú nýjung, sem allir vallargestir kunna eflaust vel að meta, að áhorfendastæðið verður allt upphitað. Þá er áætlað, að flóðlýsingin verði sú fullkomnasta sem um getur á Bretlandi, og einnig verður komið upp nýrri gerð af ljósatöflu, þar sem mörkin birtast jafnóðum og þau eru skoruð, og á töflunni munu auk þess standa margskonar aðrar upplýsingar fyrir gesti. Uppbyggingin er þegar hafin. Vonazt er til, að áhorfendaplássið verði tilbúið næsta haust, en byggingunni allri verður ekki lokið fyrr en 1979. Það var sannarlega orðin þörf á þvi, að Stanford Bridge-leik- vangurinn yrði byggður upp. Hann var orðinn einn allra lélegasti leikvangurinn sem nokkurt l.-deildarlið hafði á Eng- landi, eins og myndirnar hér til hliðar sýna glöggt. Einkum var Frh. á bls. 15 Þannig á nýi leikvangurinn að iita út Svona leit Stanford Bridge út... en hér er búiðað rifa heiðursstúkuna, og siðan var hafizt handa um uppbygginguna. Æðisgengin barátta í norsku 1. deildarkeppninni Siðasta umferð norsku 1,- deildarkeppninnar fer fram um næstu helgi, og það eru aðeins tvö lið sem geta unnið titilinn, Viking, sem leitt hefur i deildinni i allt sumar og Fredr ikstad, sem unnið hefur upp 4ra stiga forskot Vikings á einum 5 vikum og er nú aðeins einu stigi á eftir Viking, sem hefur 33 stig eftir 21 leik. Ljóst er að Mjölner, sem hefur 12 stig, og Hödd, sem hefur 14 stig, falla niður, og skipta leikirnir um næstu helgi þar engu máli. þvi að Frh. á bls. 15 Veiztu? •að Ljúbov Búrda frá Voronéz varð yngsti ölympiu- sigurvegari allra tima i fim- leikum, en hún var aðeins 15 1/2 árs, þegar hún hreppti gullið á 19. Ólympiuleikjun- um. • að „rosknasti” sigurvegari i fimleikum kvenna var Galina Úbranovitsj frá Moskvu. Hún var á 36. aldursári, þegar hún sigraði i fjölþraut á 15. Ólympiuleikjunum. • að Larisa Latynina geymir 18 ólympiska verðlauna- peninga. Aðeins henni og annarri úkrainskri fimleika- stúiku, Polinu Astakhovu, hefur tekizt að vinna gull i fimleikum á þrem Ólympiu- leikjum. • að egypzkar konur lögðu stund á langstökk fyrir meira en 4000 árum. Þetta sýna risturi grafhýsi Benn-Hasane, sem byggt var 2000 árum fyrir Krists burð. • að heimsmetið i 100 metra hlaupi kvenna 11.0 sek., eiga þær Wyomi Tayes frá Banda- rikjunum, Chi Chen frá Kina og Renata Meissner frá Austur-Þýzkalandi. Sá árangur hefði nægt þeim til sigurs i karlakeppninni i Ólympiuleikunum 1904. Norsku Vikingarnir með eins stigs forustu þegar ein umferð er eftir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.