Þjóðviljinn - 12.10.1972, Side 12
12. StDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. október 1!)72.
Áhugasamt starfsfólk
Bóksala stúdenta vill ráða áhugasamt
starfsfólk. Tungumálakunnátta nauðsyn-
leg. Reynsla i skrifstofustörfum æskileg.
Umsóknir sendist
Kélagsstofnun stúdenta.
Pósthóif 21.
Fyrir þriðjudag 17. okt.
F/ÍA FLUGFÉEJXGINU
Störf
í vöruafgreiðslu
Flugfélag íslands hf. óskar að ráða karl-
menn til starfa i Vöruafgreiðslu félagsins'
á Reykjavikurflugvelli.
Upplýsingar hjá Sverri Jónssyni, stöðvar-
istjóra á Reykjavikurflugvelli.
Staða
borgarverkfræðings
í Reykjavík
er laus til umsóknar. Staðan veitist frá
ársbyrjun 1973. Laun samkv. lfl. B-5.
Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra
Austurstræti 16, eigi siðar en 15. nóvember
n.k.
11. október 1972
Borgarstjórinn i Ileykjavik.
FÉLAC mim HUðMUSIARMANNA
útvegar ybur hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
íinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17
TVÖ LJÓÐSKÁLD,
sem þýtt hafa hvor annars ljóð á móður-
mál sitt, EINAR BRAGI og KNUT ÖDE-
GÁRI),lesa úr ljóðum sinum i Norræna,
húsinu fimmtudaginn 12. október kl. 20.30.
Ljóðin verða' lesin bæði á islenzku og
norsku. Knut ödegárd leikur einnig á
flautu. Umræður.
NORRÆNA
HÚSIÐ
LÍTLI GLUGGINN
Til sjós
— Þiö verðið að biða þangað til við
komum aftur, sagði hann. — Þá skal
ég hjálpa ykkur. Nú er það ekki
hægt. Karlinn er vakandi.
Hvenær komið þið aftur? spurði Óli.
— í næstu viku.
— Eruð þið ekki að fara í lang-
ferð?
Léttadrengurinn lokaði öðru
auganu eins og hann væri að hugsa
sig um.
Jú, sagði hann. — En ekki núna.
— Hefir þú farið víða?
— Já, já, sagðir vinur okkar. — Ég
hefi verið við miðjarðarlínuna. Þar
var svo ógurlega heitt, að við urðum
að hafa hænurnar inni í kæliskáp.
— Hvers vegna? Leyfði ég mér að
spyrja.
— Annars verptu þær harðsoðnum
eggjum.
— Þú hefur komist í sitt af hverju,
sagði Óli hrifinn. — Hefir þú aldrei
orðið skipreika?
— Ég held nú það. Síðast var ég
nærri drukknaður.
— Segðu okkur f rá því, sögðum við
báðir í einu.
Léttadrengurinn klóraði sér í
höfðinu.
— Jæja, sagði hann, — það var í
Kyrrahafinu. Við fengum ógurlegan
storm — ofsarok. Allt lék á reiði-
skjálfi. Seglin rifnuðu, siglan
brotnaði og skipið liðaðist að lokúm í
sundur. Ég og kokkurinn komumst
upp á mjótt borð, sem var á floti.
Þarna sátum við í marga tima og
vorum að deyja úr hungri.
— Hvað svo? spurði Óli.
— Þá köstuðum við hlutkesti um
það, hvor ætti að éta hinn.
Kokkurinn átti krónu í vasanum.
Hann kastaði henni upp, en borðið
var svo mjótt að hún féll í sjóinn og
hákari gleypti hana.
Rauðhærði strákurinn glápti á
okkur. Við vorum ákaflega hrifnir.
Hann hélt áfram.
— Jæja, ég náði i styrtluna á
hákarlinum. Við skárum hann og
lifðum á honum þangað til okkur
var bjargað. En kokkurinn var
bálreiður.
— Hvers vegna?
— Þegar hann fór að leita að
krónunni sinni í maga hákarlsins,
voru þar aðeins 70 aurar. Vitið þið,j
hvernig á því stóð?
— Nei, sögðum við báðir i einu.
— Það var af því, að hákarlinn er
svo fljótur að melta. Hann var búinn
að melta 30 aura af krónunni.
— Við Óli horfðum hvor á annan.
— En hvað þú hefur komist í
margt, sagði blessunin hann bróðir
minn.
— Já, og þetta er allt saman
heilagur sannleikur, svaraði
strákurinn, — annars væri ég ekki
hér.
Við flýttum okkur i land.
Komið þið í næstu viku, hrópaði
rauðhærði strákurinn á eftir okkur.
— En þið verðið að minnsta kosti að
hafa með ykkur krónu. Þá skylduð
þið fá að koma í langferð.
— Jæja, krónu, — alveg einsog þá,
sem hákarlinn át, hrópaði Óli. Við
námum fyrst staðar, þegar við
komum að hafnarhúsinu. Óli spurði
einhvern mann kurteislega, hv^rt
skútann ,,Anna Soffía" færi.
— ,,Anna Soffía," sagði
maðurinn. — Hún flytur kartöflur á
milli Sámseyjar og Kaupmanna-
hafnar. Léttadrengurinn þar er sá
mesti lygalaupur, sem ég hefi
nokkurn tima þekkt. Við þökkuðum
fyrir upplýsingarnar og gengum
heim í hægðum okkar. Okl.ur
langaði ekki lengurtil sjós. Heima í
eldiviðargeymslunni sátum við
drykklanga stund hvorá móti öðrum
og mæltum ekki orð af munni. Að
lokum sagði Óli:
Þessi saga var 25 aura virði.
— Og ég var honum sammála. En
þegar öllu var á botninn hvolft, var
best að vera heima.
Prinsinn, sem hikstaði
Ævintýri eftir Anthony Armstrong
Einu sinni var kóngur, sem hét
Gúmmílakk, og hafði móðgað álf-
konu. i þá daga var það hið mesta ó-
happaverk að móðga álfkonur. Það
gat haft alvarleg eftirköst. Það var
á allra vitorði, að nágrannaríkinu
væri stjórnað af vansköpuðu hrossi,
og öðru riki stjórnaði dauðhræddur
krónprins í umboði stóreflis eikar-
trés,sem'alveg óvænt hafði fest ræt-
ur í næst bezta krýningarsalnum í
höllinni. Gúmmílakk kóngur hafði
nú samt sem áður ekki orðið tilfinn-
anlega fyrir barðinu á álfkonunni,
því að amma hans kunni fyrir sér,
og álögin hrinu ekki á hann, nema
hvað hann fékk óþægilegan verk í
bakhluta líkamansþenna sama dag.
En álfkonan hugði á hefndir og beið
átekta. Leið nú og beið þangað til
drottningin fæddi son, sem hún kall-
aði Smekk, í þeirri von, að hann yrði
smekkmaður.
Þegarátti að fara að skíra, komu
allar álfkonur í ríkinu með gjafir
handa prinsinum. Þær voru einmitt
að drekka kaffið og gera lítið úr
veitingunum, eins og gengur, þegar
allt í einu kom blossi og álfkonan
móðgaða, sem auðvitað hafði ekki
verið boðið, birtist á gólfinu í mikilli
svælu og voða-skapi.
— Nú, hvers vegna er mér ekki
boðið? spurði hún, og meðan
Gúmmílakk kóngur tautaði eitthvað
um að hann hefði gleymt heimilis-
fangi hennar, gekk hún yfir að
vöggunni.
— Ég kom með gjöf handa barn-
inu, sagði hún ískyggilega mjúkmál.
— O, það er svo sem alveg óþarfi,
sagði aumingja kóngurinn í mesta
fáti og tvihenti bjórkolluna til að
manna sig upp — reyndar var hann
áður búinn að fá sér vel neðan i því
við háborðið.
— Gjöfin sú, hélt álfkonan áfram,
— skal minna þig á mig upp frá
þessu.
Framhald