Þjóðviljinn - 20.10.1972, Page 6

Þjóðviljinn - 20.10.1972, Page 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. október 1972. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ititstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (3 linur). Askriftarverö kr. 223.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ENGINN UNDANSLÁTTUR Ekki er að efa, að Islendingar taka heils- hugar undir þau ummæli forsætisráð- herra, er hann mælti við umræður á al- þingi i fyrradag, að enginn undansláttur eða linkind yrði sýnd gagnvart erlendum veiðiþjófum á Islandsmiðum. Yfirlýsing forsætisráðherra kom fram i tilefni af þvi, að hópur brezkra togara gerði daginn áður mjög alvarlega tilraun til að sigla niður varðskipið Ægi. Það, að Ægismenn komust heilir frá þessari hildi, en eitt sjóræningjaskipið mátti snúa laskaðtilheimahafnar, var ekki Bretunum að þakka, heldur leikni og snarræði islenzku sjómannanna. Vissu- lega eiga skipsmenn islenzku varðskip- anna visar alhuga þakkir okkar, sem i landi erum, enda leggja þeir lifið sjálft að veði til að halda uppi lifshagsmunum og sæmd okkar fámennu þjóðar. Brezk stjórnvöld og togaraeigendur skulu minnt á það, að þar sem ekki rikir sjálftekinn réttur sjóræningja, eru þeir menn, er af gáleysi valda ásiglingu skipa dæmdir i tukthús og aðrar refsingar. Hvað þá um hina, sem af ásettu ráði, og vitandi vits, reyna að sigla niður skip? Slikt er morðtilraun og ber að fjalla um sem slika. Eins og nú er komið, er það væntanlega öllum ljóst, að hver sá islenzkur stjórn- málamaður, eða stjórnmálaflokkur, sem beint eða óbeint styrkir ofbeldismálstað Breta, á þjóðarskömm visa. Brezka rikisstjórnin ber svo fram mót- mæli við islenzkan sendiherra i London, eins og innbrotsþjófar ættu kröfu á þann, sem fyrir innbroti verður, ef hann ber hönd fyrir höfuð sér. íslenzka þjóðin öll ber fram ýtrustu mótmæli gegn morðtilraun Breta. Við lýs- um ábyrgð á hendur brezku rikisstjórn- inni og brezkum togaraeigendum. kunnur áhyggjusvipur yfir glaðbeittar ásjónur nývigðra verkalýðsforkólfa i þingflokksherbergi Alþýðuflokksins og á ritstjórn Morgunblaðsins. Það hefur löngum þótt erfitt að þjóna tveim herrum, og svo getur enn orðið, jafnvel fyrir þá, sem hafa komið sér upp fleiri en tveim tungum. Þegar leysa skal vandamál efnahags- lifsins dugar nefnilega ekki algleymi trúar á kjörorðið ,,stétt með stétt”. Bregðist afli á íslandsmiðum verður ekki hægt að gera hvort tveggja i senn, að halda óskertum kaupmætti verkafólks og láta vera að tak- marka skipulagsleysi og verðmætasóun stéttarandstæðingsins. Mættum við biðja um tillögu frá Jóhanni Hafstein og Gylfa Þ. Gislasyni? TVEIR HERRAR - FLEIRI TUNGUR Þeir, sem hlýddu á málflutning stjórnar- andstæðinga i útvarpsumræðunum nú í vikunni, hafa varla komizt hjá að bera orð þeirra saman við eigin reynslu. Svo var að skilja á formanni Alþýðuflokksins og svarabræðrum hans frá ihaldinu, að hér rikti neyðarástand og auðvitað tilbúið af rikisstjórninni. Þessir nýstárlegu málsvarar alþýðu- stéttanna tala um árásir stjórnvalda á lifskjörin, en segjast sjálfir vaka yfir kjör- um vinnandi fólks — ,,þar eiga launþegar allt sitt traust” er svo einkunnin, sem Al- þýðublaðið gefur þingflokki kratanna. Var nokkur að nefna skoplega hliðar, mitt i alvörunni? Eða mega landsmenn e.t.v. eiga von á þeirri skemmtun að sjá dr. Gylfa Þ. Gislason mæta kjólklæddan á næstu verkfallsvakt? Vissulega er rikisstjórnin ekki almátt- ug, en það er fyrst og fremst vegna ger- breyttra viðhorfa rikisvaldsins nú eftir stjórnarskiptin sem kaupmáttur tima- kaups i verkamannavinnu hefur að jafn- aði aukizt um 25—30% á þeim mánuðum, sem liðnir eru frá stjórnarskiptum. Hér eru ekki á ferð neinar heimatil- búnar tölur okkar á Þjóðviljanum, heldur niðurstöður sameiginlegrar nefndar at- vinnurekenda og verkalýðshreyfingar, þ.e. kjararannsóknanefndar. En hefur þá ekki verið gengið of nærri atvinnuvegunum? spyrja menn. Og við slika spurningu færist gamal- Austurland segir: ÚR ÖÐRUAA BLÖÐUAA Bretinn, landhelgisgæzlan og samkomulagslíkur Blaöiö Austurland birtir nýlega forustugrein um landhelgismálið undir fyrirsögninni „Ekkert miöar í samkomulagsátt". Þar eru túlkuð viöhorf sem eru mjög ríkjandi meöal almennings i landhelgis- málinu: Fyrir nokkrum dögum fóru loks fram viðræöur milli brezkra og islenzkra embættismanna. Þótt undarlegt sé hefur enn ekkert verið birt, sem skoðazí geti opin- ber tilkynning um árangurinn. En vitað er, að hann varð enginn, eða svo gott sem. Bretar hafa i engu breytt afstöðu sinni. Þeir neita að fallast á útfærslu landhelginnar. Þeir vilja ekki fallast á að gerðar séu ráðstafanir, sem draga veru- lega úr aflamöguleikum þeirra, en minnkandi sókn er skilyrði fyrir verndun fiskistofnanna. Þeirhafa ekki fallizt á rétt okkar til eftirlits með brezkum skipum innan 50 milnanna, að gerðu sam- komulagi. 1 stuttu máli sagt: Bretar hafa ekki stigið hænufet i átt til samkomulags við okkur i málinu. Þeir vilja áfram hafa óskoraðan rétt — rétt, sem þeir á sinum tima tóku sér i krafti valds sins — til þess að stunda rányrkju á islenzkum fiskimiðum með eins mörgum og eins stórum skipum og þeir telja sér henta. Almenningur er orðinn mjög ó- ánægður með aðgerðaleysi land- helgisgæzlunnar. Enginn land- helgisbrjótur hefur verið færður til hafnar. Við þaðhefurveriðlátið sitja, að ónáða lögbrjótana og halaklippa nokkra þeirra. Þetta aðgerðaleysi er afsakanlegt á meðan von er um viðunandi samninga. Ef til vill eru einhverj- Heimild Morgunblaðsins Fréttamat blaðanna og að- stæðnanna er undarlegt. Þegar tugir brezkra togara brjóta is- lenzk lög með þvi að neita að virða landhelgislinu okkar þykir það ekki tiðindum sæta — en þegar islenzku varðskipin gripa til aðgerða til þess að halda uppi lögum og rétti er það stórfrétt, Betra væri að aðstæðurnar leyfðu blöðunum það mat, að það væri fréttnæmt i hvert sinn sem útlent ir enn svo bjartsýnir að trúa þvi, að samningar takist, en ljóst er, að Bretum er það ekkert kapps- mál að semja á meðan þeir, svo til óáreittir, fá að fara sinu fram. Liklegasta ráðið til að ýta við Bretum er, að beita landhelgis- gæzlunni meira hér eftir en hing- að til. Allir vita, að ekki stendur á skip kæmi inn fyrir landhelgislin- una og yrði þá um leið tekið og fært til hafnar. NU bendir hins vegar ýmislegt til þess að ætlunin sé að fara að beita brezka land- hlegisbrjóta meiri hörku hér við land; a.m.k. er ekki liklegt að flaggskip sjóræningjaflotanna verði afgreidd hér með vatn og vistir eins og gestir i kurteisis heimsókn. Það er fleira frétt i blaði en frá- sögn af atburði. Það er lika at- hyglisvert hverja blað spyr i lil- efni atburðar, fréttar. Til dæmis varðskipsmönnum að beita sér. Þeir fara að fyrirmælum land- helgisgæzlunnar, og hún aftur að fyrirmælum dómsmálaráðherra. Taka landhelgisbrjóts er mikil- væg pólitisk ákvörðun eins og á stendur og það kann að vera dá- litið erfitt að meta það, hvenær rétta augnablikið er til að hefjast handa. En þeir, sem álengdar er það óneitanlega fróðlegt að Morgunblaðið leitar alltaf álits þeirra Austens Laings og Charles Hudsons, þegar Islendingar hala- klippa brezka togara. Þessir menn eru mestir ofstækismenn i Bretlandi i landhelgisdeilunni; vildu meðal annars senda herskip hingað inn fyrir landhelgislinuna Áhrifarík en ekki Mikil skelfing eru þessar út varpsumræður alla tið flatar og leiðinlegar. Ræður stjórnarand- stöðunnar voru samfelldur fúk- yrðaflaumur, ræður ráðherranna voru af öðrum toga en yfirleitt heldur daufar. Það er ekki nauð- synlegt fyrir ráðherra að sanna að þeir hafi verið ráðherrar i raun með þvi að telja upp efni hvers einasta ráðuneytisbréfs, sem þeir kunna að hafa sent frá sér á ráð- herraferlinum. Þegar flytja á standa, telja nú flestir, að frekari bið, á að taka upp virka land- helgisgæzlu, skaði okkur og spilli málstað okkar. Það er lika útilokað, að skapa almenna hrifningu og þátttöku i landhelgissöfnuninni, nema varð- skipunum sé leyft að beita sér. Menn lita svo á, að þau varð- skip, sem við nú eigum, nægi okkur i þeim þykjustuleik, sem landhelgisgæzlan er látin taka þátt i. til þess að brezku togararnir gætu óáreittir stundað veiðar 'hér 'i skjóli byssukjafta. En félags- skapur Morgunblaðsins og þeirra Laings og Hudsons er til marks um að enn eru til svo geð- litlir menn i valdastöðum á ts- landi, að erlend rödd er þeim rikari heimild en innlend. sigurvænleg stefnuræðu á að tala um stefnuna. Umræðurnar um hana eru ekki upplestur úr dagbókum, heldur viðhorf einstakra þingmanna og flokka til stefnuræðunnar, stefn- unnar að undanförnu og þeirrar sem fylgt skal i framtiðinni. En það er ekki nauðsynlegt að svæfa hálfa heimskringluna* það kann að visu að vera áhrifarik stefng, en hún er ekki sigurvænleg. Fjalar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.