Þjóðviljinn - 20.10.1972, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. október 1972.
Knut ódegard: frá sjálfinu til gllmu við veruleikann.
Knut Odegárd heitir ungt skáld
norskt sem var hér um tveggja
vikna skeið á dögunum. Var hann
ásamt Einari Braga aö vinna að
gerð sérkennilegrar bókar — þar
eru ljóð eftir ofangreind skáld
bæði, eitt færeyskt skáld, Stein-
börn B. Jakobsen,og eitt finnskt-
sænskt skáld, Gunnar Björling.
Verða öll ljóðin prentuð á frum-
máli og i þýðingu og er það i
fyrsta sinn sem það er gert. Yfir-
lýst áætlun þeirra félaga er að
vinna gegn samgöngutregðu i
bókmenntum.
Þeir Knut og Einar Bragi héldu
Ijóðakvöld i Norræna húsinu i s.l.
viku — og áður höfðu þeir lesið
upp i Þórshöfn ásamt kollega sin-
um Steinbirní.
— Ég held þetta sé gott frum-
kvæði, sagði Knútur i viðtali við
Þjóðviljann. Það er i anda þeirra
hugmynda sem Islendingar hafa
komið á framfæri og hefur veriö
tekið allvel i um að koma á fót
þýðingamiðstöð fyrir Norðurlönd,
sem gæfi sérstakan gaum að bók-
menntum á smærri tungum. Og
frumkvæði að neöan getur ein-
mitt hreyft við ráðamönnum i þá
veru að flýta fyrir siikri mið-
stöð....
Næst er að komast að þvi, að
Knútur er Vestlendingur, lagði
nokkur ár stund á guðfræði og
norræn fræði i Osló. Hann gaf út
fyrsta ljóðasafn sitt árið 1967 og
hét það einkar skáldiegu nafni —
„Droymaren, vandraren og
kjelda”, siðan komu „Tónleikar i
hvitu húsi”, ,,I pensjónatinu” og
nú i ár„Dimmt regn”. Hann hefur
komið við i ljóðasöfnum og rit-
gerða, skrifað bókmenntagagn-
rýni i Aftenposten, sem er
reyndar ihaldssamt blað, en laust
við pólitiska stifni i menningar-
rýni. Hann er nú á þriggja ára
starfsstyrk sem nemur 17.500
norskum krónum á ári, og eru
ekki aðrir styrkir betri ungum
höfundi i Noregi.
Til aukinnar
þátttöku
— Og hvað um skáldskapinn
sjálfan?
— Það er auðvitað erfitt fyrir
mig sjálfan að lýsa skáldskap
minum á hlutlægan hátt. Ég held
samt aö heildarmyndin verði eitt-
hvaðáþessa leið: fyrst fereinkar
huglægur kveðskapur, höfuð-
áherzla er lögð á einstakling
inn sjálfan, tilfinningalif hans.
Með seinni bókunum er sem hinn
ytri veruleiki sé i æ rikari mæli
tekinn inn i kvæðin — frá hug-
hrifum úr náttúrunni er horfiö aö
Ungt fólk hefur
þekkingu og vilja
til að takast á
við samfélagið...
UNGT NQRSKT SKÁLD í HEIMSÓKN
þeim áhrifum, sem iðnaöarþjóð-
félagið hefur. „1 pensjónatinu” er
reyndar einskonar fiokkur kvæða
um þróun frá bændasamfélagi til
iðnaðarþjóðfélags 1 „Dimmt
regn” er afstaðan til fyrir-
bæaranna ákveðnari, ég er orðinn
þátttakandi i átökum milli sam-
þjöppunar auðmagnsins annars-
vegar og þá tilveru dreifbýlis-
manna. Ég þekki vel sjálfur úr
minni heimabyggð hvernig
kapitalið hefur „hagrætt fólkinu á
brott”. Reyndar hefur norska
sjónvarpið gert kvikmynd sem
byggir á siðustu kvæðum minum,
hún verður kannski sýnd hér i
sjónvarpinu. Þegar allt kemur til
alls eruð þiö að gera það sama
með útfærslu landhelginnar og
við gerðum með baráttunni gegn
Efnahagsbandalaginu.
Það var mjög skemmtileg bar-
átta og gaman að fylgjast með
þvi, hvernig sérstaklega dreif-
býlisfólk lók höndum saman um
að verja tilverugrundvöll sinn —
kommúnistar, sósialistar, frjáls-
lyndir, allskonar fólk. Mér er
næst að halda að átökin um EBE
hafi i raun og veru kippt grund-
vellinum undan núverandi
norskri flokkaskiptingu.
Þáittaka rithöfunda i þeim
átökum var mikil, bæði i blöðum
og á öðrum vettvangi. Um þúsund
rithöfundar listamenn og aðrir
sem starfa að menningarmálum
sendu frá sér ávarp gegn EBE.
En ég skal taka það fram i
þessu samhengi að kvæði min eru
ekki áróður a.m.k. ekki i venju-
legum skilningi, þótt þar séu
tekin upp pólitisk efni og vel megi
skilja, hvað ég er að fara. Maður
reynir fyrst af öllu að skapa list —
þaö verður að gera sömu kröfur
til þátttökukveðskapar og mið-
sækinnar ljóðagerðar.
Ég held aö sá ferill sem rekja
má i minum bókum sé að mörgu
leyti dæmigerður fyrir norskan
kveðskap ungra manna. Menn
byrja á vissri óánægju sem er
tengdur þeim sjálfum persónu-
lega: hún veröur einskonar
kveikja ábyrgðartilfinningar
gagnvart samfélaginu i heild.
— Heldurðu að svo geti farið, að
þeirri þróun til róttækni i ungum
bókmenntum, sem þú nefnir,
verði snúið við, til undanhalds
fyrir ihaldssamari viðhorfum?
— Nei það held ég ekki. Það má
kannski segja sem svo, að til sé
ákveðin tilhneiging meðal þeirra
sem yrkja meðal hippa til að gefa
samfélagið alveg upp á bátinn, en
sú tilhneiging er sér á parti og
ekki sterk.
Ég held að öll góð list sé
byltingarsinnuð, og að ekki verði
aftur snúið. Og nú veit uriga fólkið
svo miklu meira um samfélagið,
um þau öfl sem þar takast á, en
undangengin kynslóð. Það er opið
fyrir þvi að takast á við þá hluti.
Hitt er svo annað mál, að það er
hægt að gera á svo margan hátt,
og það þarf ekki endilega að
nefna alia hluti með nafni.
Þaö sem var
og veröur
— En er sú afneitun á sam-
tiðarástandi, sem ungir menn
bera fram, ekki gjarna tengd
einskonar heimþrá eftir þvi sem
var, eftir verðmætum tengdum
lifsháttum fyrri tima? Ég skal
taka það fram, að ég spyr út frá
islenzkri reynslu.
— Það má að sumu leyti heim-
færa þetta upp á min eigin kvæði.
Og það er að minu viti auövelt að
verja það með tilvisun til þess, að
einhliða trú á ágæti tæknilegra
framfara, hagvaxtar o.s.frv.
hefur i mörgum efnum siglt i
strand. Auðvitað getum við ekki
snúið aftur til þess sem var, en
það er alltaf hægt að reyna að
snúa þróuninni á annan veg, inn á
nýjar brautir. Ég nefni til dæmis
margefldan áhuga og kappræður
um ómengað umhverfi mannsins,
um manneskjulegra sambýli við
náttúruna.
Thor Vilhjálmsson minntist i
samtali á það, að við þryftum að
slást við róbotinn, kalda og vel
smurða vélgengni. Og þar held ég
einmitt að rithöfundurinn hafi
nóg að starfa...
Utbreiöslustörf.
— Hvernig fellur norskum rit-
höfundum sú tilhögun, að rikið
kaupir 1000 eintök af nýjum bók
um þeirra til dreifingar á bóka-
söfn?
— Menn eru ánægðir með þetta.
Þetta tryggir betri sölu, að
bækurnar komast um allt land,
gerir útgefendur djarfari að
ráðast i að gefa út verk ungra
manna, sem kannski eru á til-
raunabuxunum. 1 reynd verður
meira gefið út
Það hefur verið á dagskrá að
rithöfundar komi sér upp eigin
forlagi eins og þeir hafa gert i
Sviþjóð. Ég væri persóunulega
hlynntur slikri hugmynd, en
ákvörðun um þetta mál hefur enn
ekki verið tekin.
Við höfum einnig i Noregi rit-
höfundamiðstöð, sem nýtur rikis-
styrks. Hún stuðlar að þvi að rit-
höfundar fari um landið, lesi upp,
ræði við fólk. Þeir koma mest i
skóla, en einnig i fangelsi, á
sjúkrahús og aðrar stofnanir.
Hún rekur einnig sérstakan bóka-
bát, sem heimsækir fólk á af-
skekktum eyjum með bókasafn
og rithöfunda innanborðs. Ég hefi
sjálfur tekið þátt i slikum róðri,
og það var mikil og góð reynsla að
tala við fólkið...
Arni Bergmann
"í
þingmál
Jafnlaunadóm ur, dvalarheimili aldraðra, tœknistofnun
sjávarútvegsins, landhelgisgœzlan, málflytjendur
Mörg ný þingmál
hafa verið lögð fram á
alþingi á siðustu tveim
dögum. Þar er bæði um
að ræða mál sem ekki
fengu afgreiðslu á síð-
asta þingi og hafa nú
verið endurflutt, en
einnig mál sem flutt eru
i fyrsta sinn. Skal hér
getið nokkurra:
Frumvarp um
jafnlaunadóm
Svava Jakobsdóttirendurflytur
nú, ásamt þingmönnum úr öðrum
flokkum, frumvarpið um jafn-
launadóm, en það hlaut ekki af-
greiðslu i fyrra. Er frumvarpið
nú flutt með lftilsháttar breyt-
ingu.
Meginefni frumvarpsins er að
konum og körlum skuli greidd
jöfn laun fyrir jafnverðmæt og aö
öðru leyti sambærileg störf. Þvi
er þannig ætlað að tryggja fram-
kvæmd laga um jafnrétti kynj-
anna. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að sett verði á stofn Jafnlaunaráð
sem m.a. hafi það hlutverk að
vera ráðgefandi gagnvart stjórn-
völdum, stofnunum og félögum i
málefnum, sem varða launajafn-
rétti og jafngildi með konum og
körlum i kjaramálum.
í greinargerð segir m.a. um
verkefni Jafnlaunaráðs:
„Sú staðreynd blasir við, að
þau störf, sem konur vinna i þjöð-
félaginu, eru metin til lágra
launa. Það er þvi full ástæða til að
ætla, að hvorki vinnuveitendur né
það starfsmat, sem fram fer i
landinu, taki nægilegt tillit til
jafnréttissjónarmiða við launa-
ákvörðun. Það yrði eitt af hlut-
verkum Jafnlaunaráðs að skera
úr um, hvort svo hefði verið
gert”.
Sú breyting, sem gerð hefur
verið á frumvarpinu frá þvi i
fyrra er, - að niðurstöðu Jafn-
launaráðs megi áfrýja til
almennra dómstóia.
Frumvarp um dvalar-
heimili aldraðra
Þetta er stjórnarfrumvarp sem
lagt var fram er langt var liðiö á
störf siðasta þings og varð ekki
útrætt.
Tilgangur frumvarpsins er tvi-
þættur:
1) Settar verði reglur um bygg-
ingu og rekstur dvalarheimila
fyrir aldraða, og skapaðir mögu-
leikar á eftirliti með rekstri
þeirra.
2) Settar verði reglur um fram-
lög úr rikissjóði til bygginga
dvalarheimila og kaupa á nauð-
synlegum tækjum og búnaði.
Frumvarpið er samið af Vel-
ferðarnefnd aldraðra að beiðni
Frh. á bls. 15