Þjóðviljinn - 20.10.1972, Side 11

Þjóðviljinn - 20.10.1972, Side 11
Köstudagur 20. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 r Ovœnt úrslit Siöasta leikkvöld i Reykjavikur- mótinu i handknattleik varð all sögu- legt hvað úrslit leikja snertir, örugg- lega það sögulegasta til þessa i mót- inu. Bæði toppliðin, tslandsmeistarar Fram og Reykjavikurmeistarar Vals, töpuðu sinum leikjum og eru það fyrstu stigin sem þessi lið tapa i mótinu til þessa. Þá bar það einnig til tiðinda að nýliðarnir i 1. deild, Ár- mann, náðu aðeins jafntefli gegn Þrótti. Og það sem meira er um vert, allir leikirnir voru jafnir og skemmti- legir og viröist svo sem heldur sé að lifna yfir leik liðanna en hann hefur verið heldur daufur það sem enn er af mótinu. Við þessi úrslit er aftur kom- in mikil spenna i mótið, en fyrir þetta leikkvöld höfðu Fram og Valur ekki tapað stigi. Nú stendur Vikingur bezt að vigi, hefur aðeins tapað einu stigi, en á erfiða leiki eftir. Það getur þvi allt gerzt enn i sambandi við úrslit Reykjavikurmótsins. Allt ásuðumarki Þegar Víkingur sigraði Fram 13:12 Mikið gekk á í leik Vik- ings og Fram á miðviku- dagskvöldið, og undir lokin sauð uppúr og það svo að vernda þurfti Magnús V. Pétursson dómara fyrir einum leik- manni Fram, sem ekki gat haft vald á skapi sínu. Magnús gerði margar skyssur i leiknum og sum- ar alvarlegar, en einkum var það þó undir lokin, að honum brást bogalistin, og birtnaði það nokkuð á Fram-liðinu, og vildu sumir leikmanna þess kenna Magnúsi tapið. En hvað um það, þetta var átakamesti leikur mótsins til bessa. Vikingar komu mjög ákveðnir til leiks og náðu afgerandi for- ustu strax i byrjun, eða 4:0, og þó að þetta væri á fyrstu 5 minútunum var þetta of mikill munur til þess að Fram næði nokkru sinni að vinna hann upp til fullSjen minnst munaði einu marki. 1 fyrri hálfleik munaði alltaf 2 til 4 mörkum, og i leikhléi var staðan 7:4. Vikingum i vil. Framan af siðari hálfleik hélzt þetta 2ja til 4ra marka munur en um miðjan hálfleikinn var munurinn minnstur eða eitt mark, 9:8. En siðan sigu Vik- ingar framur aftur, en aftur minnkuðu Framarar bilið niður i eitt mark, 12:11, en Vikingar komust i 13:11. Siðasta markið skoruðu svo Framarar og þvi lauk leiknum með sigri Vikings 13:12. Vikings-liðið átti sinn lang- bezta leik i mótinu að þessu sinni.Það fer vart milli mála að Vikingsliðið er bezt mannaða liðið hvað skyttur snetir með þá Guðjón, Einar og Magnús i broddi fylkingar. En vörn liðs- ins er alltaf veikari hluti þess, er að þessu sinni kom þó ekki að sök fyrir það hve einhæf sókn Fram var. Þar var það aðeins Axel einn sem eitthvað kvað að, og hann skoraði megnið af mörkum Fram. Mörk Vikings: Einar 6, Magn- ús 2, Sigfús 2, Ólafur , Jón og Guðjón eitt mark hver. Mörk Fram: Axel 9, Sigurður 2 og Stefán 1. — S.dór. Valsmennirnir Itergur Guðnason (t.v. á myndinni) og Jón Breið- fjörð fengu blóm frá llandknattleiksdeild Vals fyrir leikinn við KR vegna þess að þetta var 250. ieikur Bergs, cn 200 leikur Jóns Breið- fjörð. Úrbrœdd mulningsvél Valur varð að þola stórtap gegn KR, 9:13 Axel Axelsson hélt Framliðinu uppi i leiknum gegn Víkingi og skoraði 9 mörk. Þvi veröur ekki meö réttu haldið fram að neitt lifi eftir af hinni frægu Valsvörn, sem menn sáu í fyrra og hittiðfyrra, vörninni sem fékk á sig nefnið ,,mulningsvélin'/,.. Hafi hún átt það skilið þá, má kalla hana nú úrbrædda mulningsvél, svo hörmulega slök sem hún var í leiknum gegn KR. Þó eru svo til sömu menn i liöinu og þá gerðu það sem frægast. En það er eins og allan áhuga vanti, eða að hér hafi verið um algert vanmat á KR að ræða. KR-ingarnir hafa að vísu ekki átt góða leiki að unganförnu,en nú náðu þeir sér vel upp, og það hefur ekkert lið efni á að vanmeta þá og halda sig geta unnið þá fyrir- hafnarlaust. Að visu vantaði 3 af landsliðs- mönnum Vals að þessu sinni, þá Gisla Blöndal, Ágúst ögmundsson og Ólaf Bene- diktsson, en það er alveg sama; fjarvera þeirra afsakar ekki þetta tap. Sannleikurinn er sá að leikmennirnir sýndu algert kæruleysi og tóku aldrei á. Það var rétt i byrjun að Valur sýndi þokkalegan leik og komst þá i 3:1. Þá var eins og liðs- mennirnir héldu að þetta kæmi svona af sjálfu sér og hættu allri baráttu. Þetta notfærðu KR- ingarnir sér, náðu að jafna 3:3, 4:4, 5:5 og höfðu komizt yfir i leikhléi 7:6. í siðari hálfleik var jafnt 7:7, 8:8, en þá sigu, KR-ingarnir framúr og sýndu mjög góðan leik á köflum. Og lokatölurnar urðu stórsigur fyrir KR, 13:9. Þeir Haukur Ottesen, Björn Pétursson og Þorvaldur Guðmundsson sýndu aliir góðan leik að ógleymdum mark- verðinum Ivari Gissurarsyni, sem varði af snilld hvaö eftir annað, en klaufaleg og ótima- bær skot Valsmanna hjálpuðu honum mikið. Hjá Val var það aðeins Þor- björn Guðmundsson sem stóð uppúr meðalmennskunni. Hann einn lék sina stöðu allan timann, en stundum var hann eini maðurinn i liðinu sem var inná línu; hinir fimm léku allir fyrir utan og ætluðu allir að skora á sem stytztum tima. Mörk KR: Björn P. 4, Þor- valdur 3, Haukur 2, Björn Bl. 2, Steinar og Bjarni 1 mark hvor. Mörk Vals: Þorbjörn 3, Ólafur .2, Stefán 2, Gunnsteinn og Jón Karlsson eitt mark hvor. —S.dór. Ármann náði aðeins jöfnu gegn Þrótti Ármanns-liðið, sem vakið hefur á sér verulega athygli i síðustu leikjum sinum fyrir góðan leik, varð að láta sér nægja jafntefli gegn 2.-deildar- liði Þróttar, 14:14. Þetta sannar það sem margir hafa haldið fram að undanförnu, að Þróttarliðiö á áreiðanlega eftir að gera stóra hluti í 2.-dei Idarkeppninni í vetur. Þetta jafntefli var mjög sanngjarnt og gátu bæði liðin vel við það unað miðað við gang leiksins. Að visu leiddu Armenningar lengst af,og einkum i fyrri hálf- leik náðu þeir afgerandi forustu 8:4 og i leikhléi var staðan 8:5. En i siðari hálfleik jafnaðist leikurinn mjög. Á marka- töflunni sá maður 9:7, 10:8, 12:10 og 13:12, alltaf Ármanni i vil. Undir lokin var svo staðan 14:12 Armanni i vil en Þróttur skoraði tvö siðustu mörkin og jafnaði 14:14 og það urðu loka- tölurnar. Þar með hefur öllum leikjum þessa leikkvölds i Reykjavikur- mótinu lyktað með óvæntum úr- slitum og gerir þetta mótið mun jafnara og skemmtilegra en áður. Þróttarliðið er að verða mjög skemmtilegt lið. Það veit sina vankanta og reynir ekkert að gera umfram það sem það raunverulega getur, en sumw um liðum hættir til aö ætla sér um of. Þeir Halldór Braga- son, Guðmundur Jóhannsson og Trausti Þorgrimsson að ógleymdum Jóhanni Frimanns syni áttu mestan heiðurinn af þessu jafntefli. Ekki er örgrannt um að Ármenningar hafi vanmetið Þróttarliðið eitthvað. I það minnsta fannst manni allt liðið nema Vilberg Sigtryggsson leika undir getu. Mörk Þróttar: Halldór 4, Trausti 3, Jóhann 4, Erlingur Guðjónsson 2 og Guðmundur 1 mark. Mörk Ármanns: Vilberg 3, Björn 3, Hörður 2, Grétar 2, Olfert, Ragnar, Pétur og Jón 1 mark hver. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.