Þjóðviljinn - 20.10.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. október 1972.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13.
©
Alistair Mair:
Það
var sumar i
gær
— Ég skil. Jæja, við spjöllum
;aman á eftir. Hann vék kurteis-
ega til hliðar. — Ef þér vilduð
/isa mér leið —
— Hann er þarna inni, sagði frú
VIcLean.
Úti var kalt. Peter kveikti i
úgarettu og horfði á reykinn
olandast andgufunni i kvöldloft-
inu. Fyrir neðan hann mátti sjá
Ijósin i bænum, sem honum var
farið að þykja svo vænt um. Ein-
avers staðar i ljósaröðinni voru
Ijósin heima hjá honum, þar sem
Elisabet væri að norpa yfir upp-
þornaðri máltið og Simon sæti
með nýja þekkingu á dauðanum
og Súsan biði ung og fersk og fal -
leg. Hann stóð og horfði þarna
niður eftir, þar til kuldinn fór að
nista hann. Þá gekk hann aftur
inn i anddyrið.
Hún var að gráta. Hann heyrði
kjökur hennar og lágan óm af
rödd Sir Róberts bakvið lokaðar
dyrnar. Þegar þær opnuðust loks,
kom sérfræðingurinn út einn.
Hann leit skilningsrikum augum
á Peter og tók alúðlega undir
handlegg hans.
— Komið, sagði hann. — Við
skulum tala fyrir utan.
Þeir gengu saman niður brekk-
una þar sem svartur Bensi gloði i
bjarma götuljósanna við hliðina á
roskna Fordinum hans Peters.
— Yðar eða minn? spurði Sir
Róbert.
— Yðar, held ég. Minn hefur
séð betri daga.
Þegar þeir höfðu lokað bilnum,
hallaði Sir Róbert sér aftur i
mjúkt leðrið og studdi höndunum
á stýrið.
— Jæja, sagði hann. — Ég þarf
vist ekkert að segja yður. Hann á
varla eftir nema nokkra klukku-
tima.
— Það hélt ég lika.
— Og þetta er sama, gamla
sagan. Drykkja, offita, engin
hreyfing. Reyndar engin vinna
heldur. Peter þagði. Sir Robert
leit á hann. — Þér þurfið ekki að
látast, sagði hann. — Konan hans
hræsnar nóg fyrir tvo. Við vitum
allir að hann hefur ekki gert
handarvik árum saman. Og eins
litið og hann gat fyrir þann tima.
Athugasmemd sonar yðar var
óheppileg en sönn.
— Hún hefur þá sagt yður það?
— Já, mikil ósköp, hún sagði
mér það. Hún var að reyna að
hleypa sér i æsing út af þvi, Og ég
býst við að það sé ekki nema gott.
Þaðleiðir huga hennar frá þvi, að
hún ætti að finna til sorgar en
gerir það ekki.
— Gerir hún það ekki?
— Auðvitað ekki. Sir Róbert
lyfti brúnum. — Gerið þér það?
— Nei, sagði Peter. — Ég finn
ekki til neins.
— Það kemur, sagði Sir Ró-
bert. — Eftir góðan nætursvefn
gerið þér yður ljóst, hvað það
táknar. Og það er ástæðulaust að
draga fjöður yfir neitt. Þér haldið
ef til vill að við fylgjumst ekki
með þarna á spitalanum, fjarri
ærustunni hjá ykkur heimilis
læknunum. Og við erum það að
nokkru leyti. En við sjáum hvað
er að gerast. Og allir vita að þér
hafið gengið undir McLean i...
hvað langan tima? Sautján ár eða
hvað?
— Já, það lætur nærri.
— Nú jæja Það er úr sögunni.
Þér getið byrjað upp á nýtt. Og
þakkið yðar sæla fyrir að vera
enn nógu ungur til að byrja að
nýju.
— Mér finnst ég ekki vera það i
kvöld.
— Nei, ég get imyndað mér
það. En þér eruð það nú samt.
Þér eruð enn réttu megin við
fimmtugt. Og nú þurfið þér að
gera áætlun um framtiðina. Náið
yður i nýjan félaga, einhvern
ungan og framfarasinnaðan ná-
unga, með góða reynslu. Komið
góðu lagi á fritima, leyfi og annað
slikt. Þér fáið meiri peninga i
hendurnar. Þér fáið rýmri tima.
Þér getið farið að nj.óta lifsins.
Takið yður ærlegt leyfi. Verið
meira samvistum við konuna
yðar. Allt þetta getið þér i fram-
tiðinni.
Peter horfði á flagnað krómið
og matta málninguna á bilnum
sinum.
— Það er erfitt að trúa þvi.
— Það er alltaf erfitt að trúa
þvi sem gott er.
— Já, en það er undarlegt —
— Hvað er undarlegt?
— Að dauðinn skuli hafa eitt-
hvað gott i för með sér.
Sir Róbert brosti. Nú sýndust
augu hans jafn gömul og likaminn
allur.
— Dauðinn hefurofthamingju i
för með sér, sagði hann, — Stund-
um jafnvel fyrir þann sem deyr.
Næstum alltaf fyrir einhvern. Nú
I
GLENS
eruð það þér sem hagnizt á hon-
um.
— Já, sagði Peter Ashe. — Það
er vist.
McLean dó i dögun, þegar end-
urnar flögruðu gegnum morgun-
mistrið að vatninu á enginu neðan
við skóginn.
Ekkjan tók lyklana hans, opn-
aði skrifboröið og fann hluta-
bréfin hans i snyrtilegum búntum
i efstu skúffunni. Hún vann fram
aö morgunverði, lagöi saman,
fletti upp i Fjármálatiðindum,
sem höfðu legið á gólfinu alla
nóttina. Þá hitaði hún sér te.
Hún var hamingjusöm i fyrsta
skipti i fjölmörg ár.
— Ég drap hann.
Höndin með eyrnalokkinn
stanzaði á lofti.
— Hvað varstu að segja?
— Ég sagði, að ég hefði drepið
hann.
Hún sneri sér hægt við og leit á
hann. Hann stóð fyrir framan
stóra spegilinn og var að hnýta á
sig þverslaufuna, togaði á vixl i
endana i þeim tilgangi að jafna
lykkjurnar. 1 kvöldbirtunni var
andlit hans fölt yfir hvitri smók-
ingskyrtunni. Andartak var hún á
báðum áttum.
— Elskan min , láttu ekki eins
og kjáni!
— Ég læt ekki eins og kjáni.
— En hann fékk heilablæðingu,
það er staðreynd.
— Allt i lagi. Hann fékk heila —
blóðfall/Og hvers vegna?Hún lyfti
hinum eyrnalokknum og færði
eyrað nær speglinum.
— Það veit ég ekki.
Vegna þess að ég gerði hann
reiðan. Það var ástæðan. Ég kom
blóðþrýstingnum upp á það stig,
að gamlar og ónýtar æðarnar
þoldu það ekki. Og pomm!
Lömun, dá og dauði. 1 þeirri röð.
Ifann tók upp tvihneppta smók-
inginn sem var ömurlega gamal-
dags i sniðinu. — Ég drap hann,
sagði hann. — Á viðlika árangurs-
rikan hátt og ef ég hefði rekið hnif
milli rifjanna á honum.
Hún skrúfaði hettuna af Lan-
vin-ilmvatninu sem Bill Lambton
hafði fært henni frá Paris.
— Af ásettu ráði, sagði hún. —
Með köldu blóði.
— Nei, viðurkenndi hann. —
Það var ekki af ásettu ráði. En ég
hef verið að velta þvi fyrir mér i
allan dag, hvers vegna mér datt
það ekki fyrr i hug.
Hún lagði frá sér ilmvatnið,
reis upp og brosti til hans.
— Vegna þess, ástin, að þú ert
ekki þannig maður.
Hann horfði á hana, á grann-
vaxinn og unglegan likamann,
sem hvitt kjólefnið gat ekki hulið,
axlirnar, stinnar og hlýjar með
hunangslit, á hárið, dökkt og
ræktarlegt, greitt aftur frá breiðu
enninu og tekið saman i vafning
sem hvildi i hnakkagrófinni,
augun, dimmbrún og brosmild
með grænleita dila i djúpunum.
— Ég veit það ekk, sa'gði hann
alvarlegur i bragði, —Égveitekki
hvers konar maður ég er. É"g finn
ekki til sektar, hryggðar eða
samvizkubits. Ég vinn ekki til
neins. Nema —
— Nema hvers?
— Hvað ég er slálheppinn að
eiga þig.
— Peter —
Húnhvarf til hans og hann vafði
hana að sér, lagði vangann að
enni hennar.
— Ég elska þig, sagði hann. —
Ég hef ekki sagt þér það lengi.
Hún leit upp til hans.
— Nei, sagði hún hreinskilnis-
lega. — Það hefurðu reyndar ekki
gert. Ég var farin að efast.
— En ég geri það.
Varir hennar aðskildust og hún
hallaði höfðinu aftur á bak.
— Þú ýfir mig, sagði hún. — Og
svo langar mig til að horfa á þig.
Ég vil horfa á manninn, sem ég
hef verið gift i tuttugu og fimm
ár.
Hún hallaði sér aftur á bak og
hann lét hendurnar siga niður lik-
ama hennar til að halda henni að
sér, hún snerti jakkahornin með
gómunum, lyfti siðan höndunum
til að strjúka dökkt hárið við
gagnaugun,
Hærur, sagði hún striðnislega.
Þú ert að verða gamall.
— Hærur fyrir aldur fram,
sagði hann. — Rétt til að gera mig
virðulegan.
FÖSTUDAGUR 20. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.10. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45. Þorbjörn Sigurðsson
les fyrri hluta sögu eftir
Ingólf Jónsson frá Prest-
bakka: Tvennir tviburar
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Spjallaö viö
bændurkl. 10.05. Popphorn-
iö kl. 10.25: Gary Glitter,
David Bowie og Cat Stevens
leika og syngja. Fréttir kl.
11.00. Tónleikar: Stross-
kvartettinn og hljóðfæra-
leikarar úr Filharmoniu-
sveit Vinar leika Oktett i F-
dúrop. 166 eftir Franz Schu-
bert.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 F’réttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir liádegiö.Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: ,,I)raum-
ur um l.jósaland" cftir Þór-
unni Eifu Magnúsdóttur.
Höfundur les (5).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miödegistónleikar:
Sönglög.Erika Köth syngur
lög eftir Hugo Wolf, og Nik-
olaj Ghjaurov syngur lög
eftir Tsjaikovsky.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Ferðabókalestur:
„Grænlnadsföt 1897” eftir
Helga Pjeturss. Baldur
Pálmason lýkur lestrinum
(9).
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill
19.45 Þingsjá
20.00 Sinfóniuhljómsveit ts-
lands heldur hljómleika i
lláskólabiói. Stjórnandi:
Sverre Bruland frá Noregi.
Einleikari: Gervase de
Peyer frá Englandi. a.
Sorgarforleikur op. 81 eftir
Johannes Brahms. b.
Klarinettkonsert i A-dúr
(K622) eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. c. Sinfónia nr.
5. op. 100 eftir Ser-
gej Prokofieff.
21.30 Útvarpssagan: „Bréf
séra Böövars” eftir Ólaf Jó-
hann Sigurösson. Þorsteinn
Gunnarsson leikari ies
sögulok (6)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. „Salva-
tore” Smásaga eftir Somer-
sct Maugham . Pétur
Sumarliðason islenzkaði.
Ævar Kvaran leikari les.
22.35 Danslög í 300 ár. Jón
Gröndal kynnir.
23.05 A tólfta timanum.Létt lög
úr ýmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Ilagskrárlok.
FÖSTUDAGUR 20. október 1972
20.55 Fóstbræður. Brezkur
sakamálaflokkur. Þýðandi
Vilborg Sigurðardóttir.
21.45 Sjónaukinn.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.45 Dagskrárlok.
KLAC ISLEM/KliA HLJOMLISTARMAMMA
ídvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar t<eki/icri
iinsamlcoast hringið í ÍUZ milli kl. 14-17
Gæzlustarf
á isingarathugunarstöð
lljón eða einstaklingar óskast til gæzlu-
starfa við isingarathgunarstöð á hálendis-
brúninni sunnan Eyjafjarðar til allt að
eins árs.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf send-
ist Orkustofnun fyrir 25. þessa mánaðar. Upplýsingar
veittar hjá Orkustofnun, Laugavegi 116.
ÍBIJÐ ÓSKAST
Þjóðviljinn óskar að taka á leigu 2ja til 4ra
herbergja ibúð.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar á skrifstofunni.
ÞJÓÐVILJEXN
20.00 Fréttir,
20.25 Veður og auglýsingar,
20.30 Kátir söngvasveinar,
Kenny Rogers & The First
Edition leika og syngja létt
lög frá Vesturheimi og setja
á svið ýmis skemmtiatriði.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.