Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. október 1972 Fyrir skömmu sendi miðnefnd herstöövaandstæðinga frá sér samþykkt um herstöðvamálið. Sú samþykkt er hvoru tveggja í senn timabær og réttmæt. Þar er skorað á rikisstjórnina að hefja þegar aðgerðir , svo á þjóðhátið 1974 verði hér enginn her. Herstöðvaandstæðingar hafa sýnt rikisstjórninni fulla tillits- semi i trausti þess, að þeim mun myndarlegar yrði tekið á málinu, þegar útfærsla landhelginnar 1. sept. s.l. væri um garð gengin. Aðeins fámennir sértrúarsöfnuðir s.s. Fylkingin og undrafyrirbærið KSML hafa að vonum haft aðra afstöðu. í fullu samræmi við þetta sjónarmiö meginþorra her- stöðvaandstæðinga er nú komið að þvi, að efndir á fyrirheitum stjórnarsáttmálans hljóta að telj- ast sjálfsagðar. Til viðbótar öll- um þeim sterku rökum, sem herstöðvaandstæðingar hafa fært fram máli sinu til stuðnings, vildi ég aðeins nefna þrennt, þó af nógu sé að taka. t fyrsta lagi hlýtur það að hafa neikvæð áhrif á stjórnarsam- starfið allt, ef svo afdráttarlaust loforð er ekki efnt sem fyrst. t ööru lagi er miklu auðveldara nú en var þó á árinu 1971 að efna þetta loforð fyrir þá, sem mest kunna að hika — aðallega vegna ótta við trylltar árásir Morgun- blaðsins og annars fylgifjár Bandarikjamanna hér á landi. styrjaldar- og ofbeldisstefnu Bandarikjamanna. Sá mikli glæpur sem þjónar dollarans drýgja á degi hverjum i Vietnam hefur orðið til þess að augu þeirra, sem hugsa sjálf- stætt, hafa opnazt fyrir tilgangi og eðli herbandalags eins og NATO, þar sem ofbeldi i þágu auðmagnsins skin alls staðar i gegn um sauðargæru sakleysisins Þeir gömlu nýlendukúgarar, Bretar, veita okkur nú þessar vikurnar enn á ný innsýn i hugar- far ræningjans, þeir auglýsa rækilega óbreytt innræti sitt þessa haustdaga með framferði sinu á miðum okkar. Og gleymum þvi ekki, að þetta eru heitt- elskaðir bandamenn okkar i þvi þokkalega bandalagi NATO. Það er raunar sama hvar borið er niður, öll rök hljóta að hniga að hvoru tveggja: brottför hersins og úrsögn okkar úr NATO. Það er þó aðeins fyrri áfanginn, sem samkomulag hefur orðið um að hrinda i framkvæmd, og eftir þvi er nú beðið, að þar veröi hafizt handa. Hinn siðari áfangi hlýtur svo að koma fyrr en siðar á dagskrá m.a. vegna hins mikla meirihluta ungs fólks, sem er andvigur aðild að þessari hernaðarsamsteypu. A ferðum minum um kjör- dæmið eystra i vor og sumar, var HERSTÖÐ Y AMÁLIÐ Sambúö þýzku rikjanna, Kina- för Nixons og siðast en ekki sizt Nei-ið i Noregi hafa gert málið enn auðleystara, svo aðeins séu tekin þrjú áhrifamikil dæmi. t þriðja lagi væri allt fram- kvæmdaleysi i þessum málum vatn á myllu afturhaldsins i land- inu, brigð þessa loforðs yrði lýs- andi dæmi um uppgjöf fyrir ihaldinu i hjartfólgnasta máli þess og þvi, sem virðist snerta þá hressilegar en öll önnur stefnu- mál stjórnarinnar samanlagt. Til þess liggja reyndar auðskildar á- stæður: auðsveipni við erlent vald og hin riku gróðatengsl, sem þá mundu rofna, segja hér riku- lega til sin. Þessi atriði , sem ég hefi nefnt hér, eru aðeins frekari árétting og renna jafnframt mun fleiri stoð- um undir nauðsyn þess að losna við herinn, og var þó af nógu að taka áður. Loforð i stjórnarsáttmálum hafa ærið oft reynzt haldlaus: nú- verandi rikisstjórn hefur mark- visst unnið að þvi að standa við sem flest loforð sin og þvi sjálf- sagðara er, að loforðið um brott- för hersins sé efnt, svo þýðingar- mikið sem það er. Eg fullyrði, að engin skynsam- leg rök eru til annars en þess, að Eftir Helga Seljan, alþingis- mann herinn fari úr landi á kjörtima- biiinu, og ég trúi engu misjöfnu á samstarfsflokka Alþýðubanda- lagsins i rikisstjórn, þó svo að mestur áhugi sé eðlilega i okkar flokki, þar sem hernámssinni er ekki finnanlegur. En allur frekari dráttur á fram- kvæmdum i þessum málum er engu að siður til ills eins. Allir herstöðvaandstæðingar þurfa að leggjast á eitt með það að knýja fram efndir sem fyrst. Og herstöðvaandstæðinga er viða að Helgi Seljan finna. Nægir þar að benda á þá röggsömu og ákveðnu afstöðu, sem ungir jafnaðarmenn hafa ný- lega tekið, ekki eingöngu gegn herstöðvum i landinu, heldur einnig og ekki siður þá djarflegu og ágætu stefnu, sem þeir hafa tekið gagnvart NATO. Þeir eiga þar fulla samstöðu með okkur alþýðubandalagsmönnum, og raunar mun það gleðileg stað- reynd, að mikill meirihluti ungs fólks er á móti NATÖ sem öðrum herbandalögum, og það hefur al- veg sérstaka andstyggð á EruKaupmannasamtökin andvíg eflingu Landhelgisgœzlunnar? Tfminn hefur það eftir framkvæmda- stjóra Líú og vara- formanni landssöfn- unarnefndar fyrir Landhelgissjóð, Kristjáni Ragnars- syni, að ,,það sé ekki skemmtilegt til frá- sagnar, að kaup- mannasamtökin skyldu ein allra heildarsamtaka sker- ast úr leik, þegar til þeirra var leitað.” Þessi ummæli er vart hægt að túlka á annan hátt en þann að Kaupmannasamtökin hafi neitað að standa að söfnuninni til Landhelgissjóða. Blaðið hafði simasamband við Hjört Jónsson formann Kaupmannasamtakanna, og spurði hann álits á þessum ummælum Kristjáns. Hjörtur sagði meðal annars: ,,Ég hef nú ekki heyrt þetta. Tilmæli frá söfnunarnefndinni voru lögð fram á fundi hjá okkur, en þau hafa ekki verið afgreidd a einn eða annan hátt enn sem komið er. Þess má geta að okkur var ekki boðið að vera viðstaddir þegar söfnuninni var hrundið af stað, og okkur þótti þetta harla undarlegt, þvi þótt við höfum ekki ávallt verið við þegar kökunni hefur verið út- deilt, höfum við þó ekki verið skildir útundan þegar átt hefur að baka hana. Óhætt er að fullyrða að er- indi söfnunarnefndar hafi ekki verið svarað neitandi.” Jón Ásgeirsson starfsmaður söfnunarinnar tjáði blaðinu að fulltrúar Kaupmannasamtak- anna hefðu verið kallaðir á fund nefndarinar, en þeir hefðu ekki komið. Þá hefði hann haft samband við fram- kvæmdastjóra þeirra, Magnús Finnsson, en hann sagt að samtökin hefðu ekki áhuga fyrir málaleitan söfnunar- stjórnarinnar, en þess var farið á leit við Kaupmanna- samtökin, að þau gengjust fyrir söfnun meðal starfsfólks sem ynni hjá fyrirtækjum inn- an samtakanna. —úþ- það áberandi , hve mikið var um herstöðvamálið spurt og á það lögð mikil áherzla. Attu þar ýmissa flokka menn hlut að, og það vakti athygli mina, aö mönn- um þótti sem brottför hersins hlyti að koma sem sjálfsögð af- leiðing af sjálfstæðari utanrikis- stefnu, sem nú er fylgt. Það var einnig áberandi, hve Einar Ágústsson utanrikisráð- herra hafði vaxið i embætti sinu og þá um leið, hve annt mönnum var um það, að i þessu máli yrði þó vegur hans mestur með röggsamri forgöngu um brottför hersins. Þeirrar forgöngu er nú vænzt. 1 þessari smágrein er það siður en svo ætlun min að fara að rifja upp rök okkar hernámsandstæð- inga gegn her i landi okkar. Meginrökin hefur rikisstjórnin og flokkar hennar gert algerlega að sinum, staðfestingu þess er að finna i fyrirheitum stjórnarsátt- málans. Aðeins þótti mér rétt að taka heils hugar undir ályktun herstöðvaandstæðinga á dögun- um, um leið og heitið er á stjórn- völd að sinna þessu brýna verk- efni sinu. Að öðrum kosti kviði ég þvi sannarlega að koma heim i kjör- dæmið eystra að vori, ef vega- nestið verður þá aðeins loforðið eitt, sem mönnum mundi þá þykja i rykfallnara lagi og til litils að byggja á þvi. Þvi skal heldur ekki trúað, að til þess komi. Meinsemdir þarf að fjarlægja. Á þjóðarlikamanum er fúasár, sem kallast varnarlið á duimáli dollaraþjónustunnar. Þá meinsemd þarf að fjarlægja, nógu mikil er rotnunin þegar orðin út frá henni. Til þeirrar nauðsynlegu að- gerðar eigum við vinstri stjórn. Þakklætið á hún vist frá þorra manna, ef hún framkvæmir þá aðgerð undanbragðalaust. E.s. Eftir að þessar linur voru festar á blað, hefur Einar Agústsson utanrikisráðherra lýst þvi yfir , að hann muni hefja viðræður við Bandarikjamenn um uppsögn „varnarsamningsins” i janúar n.k. Þessari yfirlýsingu fagna ég heils hugar enda i fullu samræmi við það traust, sem ég ber til ráð- herrans i þessu máli og fram kemur i greininni hér að framan. Ilelgi Seljan. Guðleifur Högnason Fórst með Geirólfi Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum á laugardag fórst togbátur- inn Geirólfur ÍS 318 á isafjarðar- djúpi s.I. föstudag. Þeir sem fórust með Geirólfi voru Jósef Stefánsson frá Hnifs- dal, á sextugsaldri, og Guðleifur Högnason, einnig frá Hnifsdal, 22 ára að aldri, ókvæntur, en á föður og stjúpmóður á iifi. Gogol er hættulegur Nýlega var hætt sýningum framúrstefnuleikflokks i Búkarest i Rúmeniu á hinu sigilda ádeiluverki rússneska skáldsins Gogols, Eftirlitsmaður- inn — sem tvivegis hefur verið sýnt á Islandi. Heimildum ber ekki saman um það, hvort verkið hafi verið tekið af dagskrá vegna of frjálslegrar túlkunar á þessu sigilda verki, eða vegna þess að i sviðsetningunni hafi beinlinis verið sneitt að Sovétrikjunum i dag. Evtúsjenko er í fullu fjöri 1 frétt frá APN segir, að sovézka skáldið Evtúsjenko, sem lengi hefur verið umdeildur i heimalandi sinu, hafi nýlega átt fertugsafmæli. Þann dag kom út ný ljóðabók hans, sem ber nafnið „Stiflan syngjandi”, og hefur hún að miklu leyti að geyma frásagnakvæði af ferðum skálds- ins heima fyrir og erlendis. Einna hæst i bókinni ber langt kvæði sem nefnist „Bak við Frelsisstyttuna”. I þvi lýsir Evtúsjenko afstöðu sinni til baráttu vietnömsku þjóðarinnar og lýsir viðhorfum sinum til hins þversagnafulla lifs bandarisku þjóðarinnar. Évtúsjenko hefur verið af- kastamikill upp á siðkastið, hefur skrifað mikið um bókmenntir og listir auk þess sem hann hefur ort. F yrirframsala á loðnumjöli I siðustu viku höfðu samtals verið gerðir samningar um sölu á 10 þús. tonnum af loönumjöli af Sambandinu og öðrum aöilum, til afgreiðslu héðan I febrúar og marz n.k. 1 lok vikunnar var svo gengið frá samningum um sölu á allverulegu magni til viöbótar af loönu- og þorskmjöli, sem fer til Póllands. Verðið hefur áfram farið heldur hækkandi. Þess má geta, aö á siðustu ár- um hefur loðnumjölsframleiðsla landsmanna veriðum 25 þús. tonn á ári en á vertiðinni (febrúar- marz) á yfirstandandi ári fór hún upp 1 40 þús. tonn eöa varö hærri en nokkru sinni áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.