Þjóðviljinn - 25.10.1972, Page 16

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Page 16
DIODVIUINN Miftvikudagur 25. októbcr 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinn®r eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld- og næturþjónust lyfjabúðanna i Reykjavik verður sem hér segir 21.-27. október: Lyfjabúðin Iöunn — Garðsapótek. Lyfjabúðin Iðunn annast ein vörzluna á sunnudag. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Thieu hafnar tillögum Norður- Víetnama um frið í landinu Rœða hans hefur dregið úr h jartsýni manna SAIGON 24/10 — Nguyen Van Thieu, forseti Suöur- Víetnams tók mjög haröa afstööu til samningavið- ræöna Bandarík janna og Þ joðfrelsishrey fingarinnar i París i sjónvarpsræöu, sem hann hélt í kvöld. Um- mæli hans hafa dregið nokkuð úr þeirri bjartsýni, sem ríkt hefur aö undan- förnu. Beðið var el'tir ræðu Thieus, þvi að hún var fyrsta opinbera yiir- lýsing hans eftir viðræðurnar við Kissinger um helgina. Thieu hafnaði tillögum Norður-Viet- nama um l'rið og kallaði þær lúa- legt baktjaldamakk, gert i þvi skyni einu að blekkja almenn- ingsálitið. Ilann aðvaraði menn við að trúa nokkrum vopnahlés- tilhoðum ..kommúnista”, þeir vildu aðeins fá tækifæri til þess að hvila sig fyrir nýja hardaga og myndu rjúfa hvert það vopnahlé, sem þeir semdu um. Reir hefðu þegar tilbúnar áætlanir um það sem gera skyldi ef til vopnahlés kæmi. Thieu hafnaði einnig tillögum um samsteypustjórn i landinu, og krafðist þess að Norður-Viet- namar flyttu allan herafla sinn burt frá Suður-Vietnam. Hann sagðist myndu hafna hverjum þeim vopnahléssamningum, sem ekki fælu i sér pólitiska lausn á Vietnam-deilunni. Fréttamenn túlka ræðu Thieus svo, að hann taki mjög harða af- stöðu i samningaviðræðunum og enn sé eftir að leysa ýmis helztu vandamálin. Hún hefur þvi dregið nokkuð úr þeirri bjartsýni, sem rikt hefur að undanförnu, og gefið McGovern, frambjóðanda Demó- krata, byr i seglin. Heimildar- menn, sem standa nærri Banda- rikjastjórn, telja að Thieu hafi nokkuð til sins máls, en stjórnin sé honum þó ekki sammála að öllu leyti. Dr. Henry Kissinger, ráðgjafi Nguyen Van Thieu Nixons, kom i dag til Washington frá Saigon og sagði frétta- mönnum á flugvellinum að samn- ingunum hefði nokkuð miðað áfram. Siðan hélt hann til Hvita hússins, þar sem hann ræddi við Nixon forseta i hálftima. Kiss- inger var fimm daga i Saigon og ræddi sex sinnum við Thieu, en ekkert hefur verið látið uppi um efni viðræðnanna. Meðan þetta gerðist, blossuðu bardagar upp i Vietnam að nýju. Bandariskar sprengjuflugvélar fóru i fleiri árásarferðir yfir Suður-Vietnam en nokkru sinni áður, og herdeildir úr bjóðfrelsis- hreyfingunni gerðu árásir með- fram strandlengjunni i miðhluta Vietnam. Harðir bardagar urðu einnig i grennd við Saigon. A. Laing framltvœmdastjóri brezka Togaraeigendafélagsins um viðbrögð brezku rikisstjórnarinnar: Brezkir togaraeigendur eru ánægðir með freigáturnar! Brezk blöö geröu mikið úr þvi i gær aö herskip úr flota Elisabetar drottningar eru nú komin fast að islenzku yfirráöasvæöi og eru reiöu- Alautt austan- lands Meðan grátt er niður i sjó hér suðvestanlands og menn eru að bisa við að koma nagladekkjun- um undir ökutæki sin, þá er jörð alauð á Austurlandi. Og það er ekki bara i byggð sem er autt austanlands heldur sér ekki heldur snjó i hæstu fjallalindum. ,,Við skiljum ekki þetta hálku- tal ykkar, þarna syðra," sagði Norðfirðingur, sem hringdi til blaðsins i gær. Gærusala Sfö í lok siðustu vikú var undir- ritaður samningur um sölu á 80- 100 þús. venjulegum gærum til fyrirtækisins Skorimpex i Póllandi. Er hér um aukið magn að ræða frá þvi i fyrra, er þangað seldust 45 þús. gærur, auk þess sem veruleg verðhækkun hefur orðið. Afgreiða á allt magnið fyrir áramót. Ferðir Fossanna Vegna afgreiðslubanns i brezkum höfnum breytist áætlun m/s Dettifoss og m/s Mánafoss þannig, að skipin ferma vörur til islands vikulega i Rotterdam á þriðjudögum og i Hamborg á fimmtudögum. í Rotterdam lestar m/s Mána- foss þriðjudaginn 31. október og m/s Dettifoss þriðjudaginn 7. nóvember. Auglýstir lestunar- dagar i Hamborg eru óbreyttir. búin að hlutast til um íslenzka réttargæzlu, ef reynt veröur aö stugga viö brezkum veiöiþjófum. „Harðlinumaðurinn" Austen Laing kveöur toga raeigendur mjög ánægða meö undirtektir brezku stjórnarinnar viö málaleitun þeirra. — utbreiddasta blaö Bret- lands hafði þau ummæli eftir ólafi Jóhannessyni forsætisráöherra i gær, að islendingar væru reiöu- búnir tii samninga, en þó þvi aðeins aö brezk fiski- skip fari fyrst út fyrir 50 milna mörkin. Eftir fréttum að dæma sem blaðið aflaði sér i gær frá brezka útgerðarbænum Hull, virtist ekkert sérstakt vera á seyði i fiskveiðideilunni fram yfir það sem er á almannavitorði. Heimildarmaður blaðsins átti tal við ákveðinn verkalýðsforingja, sem bar sig vel yfir hafnbanninu og talaði digurbarkalega um það, að ,,við getum látið loka höfnum á meginlandi Evrópu fyrir islendingum hvenærsem við vilj- um." i Lundúnablaðinu Daily Kxpress. þeirri útgáfu þess sem prentuð er i Manchester fyrir Norður-England, var fjallað um landhelgismálið i forsiðufrétt i gær. Yfir þvera siðu sagði: „Þorskastrið — herskipaflotinn þangað — freigátnr á eftir- litssiglingu við ísland". Visaði þetta til þess. að herskipin Phoebe og Achilles eru hér á sveimi utan landhelgi reiðubúin til átaka. t inngangi að frétt blaðsins voru eftirfarandi um- mæli höfð eftir Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra: ,.Við erum tilbúnir til að slaka svolitið á i samningaviðræðum, en við teljum að Bretar verði að fara með togara sina út fyrir i vikutima eða svo til að viðræður komist af stað. bað kostar Breta ekki mikið. Við viljum að Bretar sýni að þeir séu fúsir til þessa skrefs i samningaátt. fslendingar mundu vera búnir undir það að leyfa vissum togurum að veiða innan fiskveiðilögsögu." Daily Express mun vera út- breiddasta blað Bretlands (en ekki að sama skapi viðsýnt eða áreiðanlegt blað!). Ekki var vitað hvort Lundúnaútgáfa blaðsins i gær hafði þennan sama uppslátt og Manchesterútgáfan. t brezku útvarpi i fyrrakvöld var skýrt frá för útgerðarmanna undir forystu Austens Laing, framkvæmdastjóra Togara- eigendafélagsins, á fund Prior ráðherra. Um þann fund sagði Laing: ,,Við i Togaraeigenda- félaginu erum ánægðir, þvi að við vitum að trufli tslendingar okkar menn við veiðar munu brezk her- skip skakka leikinn”. Þessari frétt fylgdi það, að brezka stjórnin hefði málið til frekari at- hugunar, og muni hún gefa út yfirlýsingu um það i vikulokin. Samkvæmt heimildum Þjóð- vilja ns ytra er það skoðun manna þar, að meðferð fiskiveiði- deilunnar af hálfu Breta sé nú i umsjá þeirra Sir Alecs Douglas- llome, utanrikisráðherra, og James Prior, landbúnaðar- og sjá varútvegsráðherra. Lafði Tweedsmuir hafi ekki sama hlut- verk i málinu og áður. Hið virðulega ihaldsblað Daily Telegraph i Londoil flytur frétt um Togaraeigendafélagið og Prior ráðherra á forsiðu, en á baksiðu skrifar einn af blaða- mönnum þess, Kenneth Clarke, staddur i Reykjavik, um fisk- veiðideiluna. Hefur hann eftir Helga Ágústssyni fulltrúa i utan- rikisráðuneytinu, að óumflýjan- legt sé að leita lausnar á deilunni, þvi að þegar vetrar og veður og önnur skilyrði versni til muna, verði vonlaust fyrirBretaaðhalda hér áfram veiðum i heimildar- leysi. Af embættismannafundin- um um daginn hafi orðið meiri árangur en tilkynnt hafi verið um opinberlega til þessa. JAPÖNSKU NITTO umboðið hi. NITTO snjóhjólbarðarnir komnir ÚTSÖLUSTAÐIR GÚMBARDINN H.F., Brautarholti 10, sími: 17984 IIJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR v/Nesveg, sinii: 23120 H.IÓLBARDAVERKSTÆÐID, Rey kja vikurvegi 56, Hafnarfirði, simi: 51538 GÚMMÍVINNUSTOFAN BÓTIN, Hjalteyrargötu 1, Akurevri, sími: 12025 NEGLUM OG SKERUM MUNSTUR i HJÓLBARÐA. m Á. NITTO umboðið hf. 'U'-yö, BRAUTARHOLTI16, SÍMI: 15485.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.