Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur 25. október 1972 <ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 SJALDAN ERFIÐARA ÁSTAND w A DEILDINNI bygging ekki komið nú, hefði orð- ið algert neyðarástand. Á Fæðingardeildinni nú eru rúmlega 50 rúm og skiptast þann- ig, að 24 eru fyrir sængurkonur, um 20 fyrir kvensjúkdóma og um 9 fyrir barnshafandi konur, sem liggja þurfa um meðgöngutim- ann, og skiptist talan eftir að- stæðum. Þá hefur deildin ráð á þrem rúmum á handlækninga- deild fyrir krabbameinssjúklinga i geislameðferð. Með viðbyggingunni fást 50 rúm til viðbótar, svo pláss verður fyrir um 100 á fæðingardeild og kvensjúkdómadeild til samans, sspnöiirlfnnnrnar þannig um húsnæðisaukning er mun meiri og gjörbreytir allri aðstöðu, bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Kæðingardeild Landspitalans með viðbótarbyggingunni til vinstri (Ljósm. Þjóðv. A.K.) 200 FLEIRI FÆÐIJNGAR EN Á SAMA TÍMA í FYRRA Hluti nýbyggingar tekinn í notkun í kringum áramótin Þrengsh hafa háð starfsemi Fæðingardeildar Landspitaians frá upphafi, en kannski hefur ástandið aldrei verið erfiðara en á þessu ári, er fæð- ingar þar hafa orðið 200 fleiri en á sama tima i fyrra. Má segja, að legið hafi við neyðarástandi þegar mest hefur verið um að vera. Til að mæta þessum ósköpum hafa heilbrigðis- yfirvöld fallizt á að innréttaður verði strax smáhluti nýbyggingar Fæðingardeildarinnar og tekinn i notkun fyrir jól og annar hluti uppúr áramótum, en viðbótin öll á annars að vera tilbúin um áramótin 1972/74. — Ekki veit ég hvar við stæð- um, hefði pillan ekki komið til og dregið úr mannf jölgun, sagði Pét- ur Jakobsson yfirlæknir, er hann ásamt Guðmundi Jóhannessyni kvensjúkdómalækni og Kristinu Tómasdóttur yfirljósmóður sýndi blaðamanni Þjóðviljans viðbótar- byggingu Fæöingardeildarinnar, sem full þörf hefði verið á að koma upp fyrir mörgum árum, þvi þrengslin á deildinni hafa ver- ið slik, að varla geta nema þeir sem kynnzt hafa imyndað sér við hvaða aðstæður starfsfólk þar hefur þurft að vinna. Mikil fjölgun Og áreiðanlega veitir ekkert af nýbyggingunni, töldu þeir lækn- arnir, þvi nú er loks að koma verulegur skriður á fjölgun i land- inu t.d. hafa bara á Fæðingar- deildinni fæðzt 200 fleiri börn á þessu ári en á sama tima i fyrra, og kemur þessi mikla fjölgun til af þvi, að þeir árgangar, sem nú eru að byrja að eignast börn, eru svo miklu fjölmennari en þeir eldri. Spurningin er kannski, hvort eða hve lengi viðbótarbygg- ingin nægir. — Jú, ætli það ekki fyrst um sinn og sennilega fram undir aldamóþhélt Pétur, en hefði þessi t stað einnar skurðstofu til allra aðgerða koma nú t.d. tvær stórar og ein minni fyrir minniháttar að- gerðir, allar á efstu hæð hússins, þar sem einnig verður fæðingar- gangurinn með fimm stofum fyrir konur sem eru að fæða, þar af einni sérstaklega einangraðri, auk móttöku fyrir þær og annarri aðstöðu. Á þessari hæð verður lika svæfingarstofa og stofa fyrir fólk sem er að ná sér eftir svæf- ingu, aðstaða fyrir lækna og ljós- mæður og sérstök einangrun fyrir konur i geislameðferð. Miðhæð beggja húsa verður fyrir sængurkonur og tilheyrandi barnadeild, en sú breyting er einnig fyrirhuguð, sagði Pétur, að þær konur sem vilja og geta, fái að hafa börnin inni á stofunum hjá sér, eins og viða er á fæð- ingarstofnunum. Og nú verða i fyrsta sinn setustofur fyrir þær, sem liggja á Fæðingardeildinni. Ný deild Alger nýung á Fæðingardeild- inni þegar búið er að byggja við, verður sérdeild fyrir börn sem eittTivað er að, fyrirburði o.þ.h. og verður sérstakur barnalæknir, neonatolog, yfir þeirri deild. Kvensjúkdómadeildin veröur á neðstu hæð nýbyggingarinnar, en Frá vinstri: Guðmundur Jóhannesson kvensjúkdómalæknir, Kristin Tómasdóttir yfirljósmóðir og Pét- ur Jakobsson yfirlæknir sýna nýja húsnæðið i byggingu. konur sem liggja þurfa á með- göngutima verða á efstu hæð gömlu byggingarinnar. Neðsta hæð hennar, þar sem nú er fæð- ingargangur, skoðun og skurð- stofa, verður sennilega nýtt sem kennslurými, bókasafn og lesstof- ur, en einnig verður um 60 manna fyrirlestrarsalur i kjallara nýja hússins. 1 kjallaranum verður einnig skoðun fyrir verðandi mæður og eftirskoðun fyrir sjúkl- inga, auk þess sem þar koma geymslur fyrir hverja deild og þaðan liggur neðanjarðargangur að aðalbyggingu Landspitalans og einhverntima i framtiðinni annar gangur neðanjarðar undir Hringbrautina og i fyrirhugaða byggingu læknadeildar Háskól- ans, sem risa á neðan Hring- brautar eftir að hún hefur verið flutt. 8 rúm um jólin — Hvenær kemst svo viðbótar- byggingin i gagnið? — Þvi hefur verið lofað, segja þau Pétur og Kristin, að hún verði tilbúin til notkunar um áramótin 1973—74, en vegna brýnnar þarfar deildarinnar nú og þess ástands sem verið hefur á þessu ári hefur fengizt leyfi til að smáhluta á miðhæð verði lokið fyrr og opnað á milli, þannig að þar fáist 8 rúm fyrir sængurkonur, og á þetta að vera tilbflið fyrir jól. Þá á mæðra- skoðunin i kjallaranum að vera tilbúin til notkunar uppúr ára- mótunum næstu. — Er ekki hætta á að skortur verði á starfsfólki þegar deildin stækkar svona mikið? — Það verða fyrst og fremst hjúkrunarkonur sem vantar, segja þau. Það hefur bjargað talsverðu i þeim efnum, að Fæð- ingardeildin er jafnframt kennslustofnun og bæði ljósmæð- ur og ljósmæðranemar hafa starfað þar, svo hægt hefur verið að komast af með færri hjúkr- unarkonur. Ekki töldu þau að skortur yrði á ljósmæðrum á næstunni, en frá ljósmæðraskól- anum, sem starfar i útbyggingu deildarinnar, útskrifast nú um 10 á ári. Geta má i þessu sambandi, að á þessu skólaári hefur i fyrsta sinn verið tekin upp viðbótarkennsla fyrir ljósmæður, þannig að ljós- mæður bæta nú við sig tveggja ára námi i hjúkrun og fá þá hjúkrúnarréttindi. Ekki er vitað, hvort slikri kennslu verður haldið áfram i framtiðinni eða hvort þetta eina námskeiö verður látið nægja til að mæta sárustu þörfun- um i hjúkrunarmálum þjóðarinn- ar. Mesti léttirinn Yfirlæknirinn og yfirljósmóðir- in sögðust að lokum hyggja mjög gott til starfsins i nýja húsinu. Þessi viðbót mundi gjörbreyta allri starfsaðstöðu bæði fyrir lækna, ljósmæður, hjúkrunarlið, sjúklinga og nemendur. Nú fengist fullkomin aðstaða til hreinlætis og sóttvarna, sagði Kristin og möguleikar á að nálgast sem mest nútimaþróun i meðferð fæð- inga og kvensjúkdóma, sagði Pét- ur. En mestur yrði léttirinn að verða laus við þrengslin, sem háð hafa starfsemi deildarinnar allt frá upphafi. Við erum ánægð með þetta, sögðu þau, ef framkvæmd- in verður eins og áætlað er. — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.