Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Blaðsíða 1
DJOÐVIIIINN Miðvikudagur 25. október—37. árg.—241. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k A r Ríkisstjóm Islands tilkynnir: Ræðum ekki við Breta að óbreyttu Rikisstjórnin hefur nú tilkynnt brezku stjórninni, aö af íslands hálfu sé eigi talinn grundvöllur til frekari viðræöna um landhelgismálið meðan Bretar halda fast við fyrri afstöðu. Þetta kemur fram i fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu, en nú er lokið athugun á skýrslu embættismannanefndar- innar, er ræddi við Breta í Reykjavík þann 5.-7. þ.m. Undanfarna daga hefur stjórnarandstaðan undir forustu Morgunblaðsins haft i frammi síendurtekn- ar tilraunir, af ósvífnasta tagi, til að telja fólki trú um ágreining innan ríkis- stjórnarinnar um þetta mál. Sérstaklega hefur Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, verið borinn verstu sökum, vegna þess að hann lýsti strax að lokn- um embættismannavið- ræðunum þeirri skoðun sinni, aö þær heföu borið sáralitinn árangur, ef nokkurn, og þýðingarlaust væri að ræða frekar við Breta nema þeir breyttu um afstöðu. Nú liggur niðurstaðan skjalfest fyrir, en eftir er að vita, hvort Morgun- blaðið sér sóma sinn í þvi að biðjast afsökunar á for- dæmanlegum mál- flutningi, sem engum gat gagnað nema Bretum. Fréttatilkynning utan- riki srá ðuney tisins er þannig: Ríkisstjórnin hefur haft til athugunar skýrslu em- bættismannanefndar þeirrar er ræddi við brezka embættismenn um land- helgismálið dagana 5.-7. októbers.l. og hefúr i fram- haldi af þeim viðræðum nú tilkynnt brezku rikis- stjórninni að af íslands hálfu sé eigi talinn grund- völlurtil framhaldandi við- ræðna nema jafnhliða svæðum og veiðitímabilum sé einnig rætt um fjölda, stærð og gerð brezkra skipa á islandsmiðum." t>aö kom l'ram i embættis- mannavibræðunum, að Bretar voru ekki til viðtals jim l'jölda, stærðeða gerð þeirra togara, sem hugsanlega lengju bráðabirgða- undanþágu, né heldur vildu þeir ljá máls á þvi, að fslendingar Frh, á bls. 15 Heilbrigðisráðherra um mále fni geðs júkra: Geðdeild verður reist á Landspítalalóðinni Samninga- viðræður Japana og Sovétmanna MOSKVU 24/10 — Fyrstu lotu i samningaviðræðunum milli Japana og Sovétmanna lauk i Moskvu i gærkvöld. Takmark viðræðnanna er að koma á eðii- lcgu stjórnmálasambandi milli landanna, en heimildarmenn i japanska sendiráðinu sögðu að ekki hefði náðst neitt samkomu- lag um hinar fjórar Kurileyjar, sem tilheyrðu áður Japan en Sovétrikin hernámu 1945. Deilan um eyjarnar f jórar virð- ist hafa orðið að miðpunkti um- ræðnanna. Japanir hafa jafnan viljað fá þær aftur, en Sovétmenn hafa neitað þvi. Utanrikisráðherrar landanna, Ohira og Gromyko, veittu samn- inganefndunum forystu. Næstu fundir verða ekki haldnir fyrr en eftir nýár. Kaupir SÍS frystihús hér i Rvík? Rekstur frystihúss Júpiters og Marz inni á Kirkjusandi hér i Reykjavik hefur heldur dregizt saman siðustu árin. Er talið að Tryggvi ófeigsson hafi hug á þvi að selja SiS þetta frystihús og standi jafnvel samningar yfir um sölu þessa húss. Yrði þá frystihús Afurðasölunnar, lika inni á Kirkjusandi, lagt niður. Magnús Kjartansson, heilbrigðisráðherra, skýrði á fundi sameinaðs þings i gær frá undirbúningi áð byggingu geðdeildar við Landsspítalann, en sérstök nefnd, sem skipuð var í nóvember í fyrra, hefur annazt þann undirbúning. Liggur nú fyrir útlits- og skipulagsteikning af bygg- ingunni, sem ráðgert er að rísi í tveim áföngum, og hefur henni verið valinn staður á norðausturhorni Landsspítalalóðarinnar. — Sagði Magnús, að fram- kvæmdir ættu að geta haf- izt í september næsta ár, ef nægilegt fé yrði veitt til Þcssar gömlu byggingar að Kleppi i Reykjavik hafa verið nær eina at- hvarf geðsjúkra i (í0-7() ár. Nú loks verður hafizt handa um byggingu gcðdeildar við Uandsspitalann i Reykjavik. Bretar óttast útfærslu norsku landhelginnar i stef nuyf irlýsingu norsku st jórnarinnar, sem birt var í gær- morgun, segir aö stjórnin muni taka það til ihugunar, hvort færa skuli út landhelgi Noregs, og hún muni berjast fyrir því aö yfir- ráöaréttur strandríkja yfir fisknum í hafinu við þau veröi viöurkenndur á næstu ráðstefnu um al- þjóöarétt á hafinu. Að sögn AP fréttar, sem rikisútvarpinu barst i gær, hefur þessi frétt vakið mikla athygli i Bretlandi. Togara- menn i Grimsby eru æfir, og Jack Evans, formaður félags yfirmanna á togurum, lýsti þvi yfir, að færi Norðmenn út landhelgina, eigi brezkir togarar ekki lengur i nein hús að venda. Nokkrir togarar séu þegar farnir frá Islandi á Noregsmið, og fái þeir ekki að veiða þar sé enginn fiskur fyrir togarana. Brezkir þingmenn hafa aukið þrýstinginn til að fá stjórnina til að knýja fram lausn á landhelgisdeilunni. Þingmenn f iskveiðiborga óttast mjög að útfærsla islenzku landhelginnar og siðan þeirrar norsku kunni að leiða til e.k. keðjuverkana. Þeir óttast einnig að útfærsla norsku landhelginnar muni stappa stálinu i fslendinga. Ýmsir fréttamenn i Bret- landi telja þó ekki liklegt að Norðmenn muni færa út land- helgina vegna þess að þeir þurfa nú að gera viðskipta- samning við EBE, og vilji ekki spilla fyrir þvi að hagstæður samningur fáist. Þeir benda einnig á að fáir brezkir togarar séu á veiðum við Noreg, og þvi litlar likur á nýju þorskastriði. þessara brýnu fram- kvæmda á fjárlögum. Það mál væri nú i höndum al- þingismanna. Krá þessu skýrði ráðherrann i tilefni af fyrirspurn frá Ragnhiidi Ilelgadóttur. f ræðu sinni greindi hann einnig frá helztu aðgerðum sem gerðar hafa verið á s.l. ári og það sem af er þessu ári lil þess að bæta aðstöðu og meðferð geð- sjúkra. En ræöa Magnúsar um þetta mál birtist á föstudag. Farþegar tyrknesku flug- vélarinnar komnir heim ISTANBUl. 24/10 — Flestir þeirra 05 manna, sem haldið var i gislingu i rændri flugvél á flug- vellinum i Sofia i Búlgaríu, voru íluttir heim til Tyrklands i dag. Yfirvöld Tyrklands hafa nú haíið umfangsmikia rannsókn á at- burðinum. Eftir að flugvélin hafði verið 36 klukkustundir á flugvellinum með farþegana um borð, gáfust ræningjarnir upp og gáfu sig á vald búlgörskum yfirvöldum. Þeir höfðu hótað þvi að sprengja vélina i loft upp, en þeir sögðu farþegum vélarinnar samt að þeim yrði ekkert mein gert. Ræn- ingjarnir héldu siðan blaða- mannafund, þar sem þeir sögðust vera félagar i þjóðfreisisher tyrk- neskrar alþýðu. Þeir sögðu að þeir myndu ekki hafa drepið far- þegana undir neinum kringum- stæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.