Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Þaö er ekki nóg að gera bílana betri og fullkomn- ari, útbreiöa þá og gera að almenningseign, ef slysa- fjöld — hvort sem eru minniháttar eða alvarleg slys—fylgja í kjölfarið. Eflaust verðuraldrei fund- ið neitt fullkomið ráð til að koma i veg fyrir slys, en samt er alltaf unnið sleitu- laust að þvi að auka örygg- ið í umferðinni, enda þótt mönnum finnist það ganga grátlega seint. Við snerum okkur til óskars ólasonar yfirlögregluþjóns um- ferðarmála i Reykjavík og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Fyrst spurðum við Óskar að þvi hvort slysatiðni hefði aukizt til jafns við aukinn bilainnflutning — bvi miður virðist sem svo sé. Við skulum bera saman árið 1961 og 1971. Arið 1961 voru skráð öku- tæki i Reykjavik 9746, og á stór- Reykjavikursvæðinu voru þá samtals 12.374 ökutæki. Á öllu landinu voru þá -samtals 21.956 bilar, eða álika margir og skráð ökutæki eru i Reykjavik i dag, en þau eru 21.938, en á öllu landinu 52.763 bilar. Á stór-Reykjavikur- svæðinu eru nú samtals 30.392 ökutæki. Arið 1961 urðu 1688 árekstrar i Reykjavik, 171 slys og 6 dauðaslys i umferðinni. Árið 1971 urðu árekstrar 3660,slys 612 og dauðaslys 11 i umferðinni. Á þessu má sjá, að slysatiðni hefur aukizt til jafns við bilainnflutn- inginn. — Hvað finnst þér, Óskar, um þá hugmynd að merkja þá staði þar sem alvarleg slys hafa átt sér stað? — Þetta hefur verið reynt hér hjá okkur fyrir nokkrum árum og olli þá miklum deilum. Við erum enn ekki orðnir nógu miklir stór borgarar til þess að þetta sé hægt. Mönnum þótti þessar merkingar óviðfelldnar vegna þess að þær þóttu ýfa upp sár hjá aðstand- endum þeirra er fyrir slysinu urðu. Þetta var gert hér um árið með þvi að setja bilflök hér og þar um borgina og áttu þau að minna á alvarleg slys sem þarna höfðu orðið. Þetta þótti gefast það illa að hætt var við þetta. — Nú hefur lögreglan orðið fyrir gagnrýni vegna radarm-æl- inga sinna, einkum fyrir að að- vara ökumenn ekki með skilti um að á viðkomandi götu sé verið að radarmæla. Væri ekki rétt að setja upp þannig skilti Óskar? — Ég hef i sjálfu sér ekkert á móti þvi að þetta væri gert. En til að mynda i fyrra, þá voru radar- mælingar gerðar á yfir 50 stöðum i borginni. Sums staðar var mælt ofþen á öðrum stöðum sjaldnar. Ég er hræddur um það að ef við settum upp skilti, en kæmum svo ekki vikum saman til að mæla, þá þætti ökumönnum skiltið ekki virðingarvert. bá þyrftum við að halda uppi reglubundnum mæl- ingum, en til þess skortir okkur mannskap. Og annað, hvað þá með þær götur þar sem þessi skilti væru ekki? Myndu ökumenn þá ekki notfæra sér þær og aka þar of hratt? Ég óttast það. Mér finnst radarinn hafa komið okkur að einna mestum notum fyrir það, að hinn hættulegi eltingar- leikur sem lögreglan átti við Slysum á börnum í umferðinni hefur fœkkað óprúttna ökumenn er að mestu úr sögunni með tilkomu radarmæl- inganna. En ég vil taka það fram, að ég myndi glaður vilja láta merkja þær götur sem radarmælt er á, en ég óttast að ökumenn virði það bara ekki. Nú, en ég get upplýst það, að á hinum nýja suðurlandsvegi og vesturlands- vegi verða skilti sett upp innan tiðar þar sem menn eru minntir á að þar sé radarmælt. Þar verðum við að reyna að halda hraðanum i skefjum. — Er nokkur sérstök herferð af hendi umferðarlögreglunnar til fækkunar slysum fyrirhuguð um- fram það serri daglega er gert? — Ja, ég veit ekki hvort hægt er að kalla það herferð. En ég vil minna á hinar öru skyndiskoðanir á ökutækjum hjá okkur. Nú, við erum nýbúnir að fá fjögur ný mótorhjól, þannig að sú gæzla eykst verulega, þar sem þau munu bætast við þann þjólaflota sem fyrir er, en ekki vera notuð til endurnýjunar. Ég hygg að bezta vörnin gegn slysunum sé nógu viðtæk löggæzla, og vissu- lega munar mikið um 4 mótorhjól hér i Reykjavik. En það er eitt mál sem er okkur nokkuð erfitt. Með styttingu vinnutimans og hinni miklu fjölg- un ibúa i nágrannabyggðum Reykjavikur, eins og Kópavogi, Garðahreppi, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði, þar sem stór hluti ibúa þessara bæja vinnur hér i Reykjavik, höfum við lent i vand- ræðum vegna þess að fjöldi lög- reglumanna hér i Reykjavik er ákvarðaður eftir ibúafjöldanum i borginni. En hann hefur staðið i stað að heita má i nokkur ár á meðan að ibúafjöldi nágranna- byggðanna vex. Umferðin i Reykjavik vex um leið, en fjölgun lögreglumanna ekki, og vinnu- timi þeirra styttist. Þarna er að skapast allmikið vandamál i sambandi við löggæzluna. Við verðum að reyna að leysa þetta á þann veg að fá löggæzlumennina til að vinna meiri aukavinnu, en þeir eru, eins og gefur að skilja, ekkert of hrifnir af þvi til lengdar. — Er von á nýjum umferðar- ljósum hér i Reykjavik á næst- unni? — Já, það er verið að setja upp ný umferðarljós á horni Háa- leitisbrautar og Kringlumýrar- brautar og á horni Miklubrautar og Skeiðarvogs, og svo er kominn til landsins búnaður til að setja upp þessi svo kölluðu gönguljós eins og sett voru upp i fyrra á Bú- staðaveginum. Þetta verður von- andi til bóta, en æskilegra hefði verið að gera þessar svo kölluöu ,,yfir-” og ,,undir”-götur. Þær eru það sem koma skal. — Hvar er mesti slysastaður- inn i borginni i dag? — Það er erfitt að tilnefna ein- hvern einn ákveðinn stað; en þar sem manni finnst að mestu slysa- hornin ættu að vera, þar eru slysin fæst vegna þess að þar fara menn varlegast, en þar sem manni aftur á móti sýnist að bezt- ar séu aðstæðurnar og útsýnið bezt, þar eru mestu slysagöt- urnar. bvi miður er þetta stað- reynd. Þannig að mestu slysa- staðirnir eru þar sem ökuskil- yrðin eru bezt. — Hefur ekki Hringbrautin frá gamla Kennaraskólanum út að Háskóla verið mikið slysasvæði? — Jú, það er rétt, þetta var mikið slysasvæði. En eftir að Skemmtistaðurinn Glaumbær hætti og gestir þaðan hættu að streyma út að Umferðarstöð til að kaupa sér snarl, en þar er opin nætursala, hefur slysum á þessu svæði fækkað mjög mikið. Og það svo, að ekki er lengur hægt að tala þar um neitt sérstakt slysasvæði — Ert þú hlynntur þvi, Oskar. að taka upp harðari stefnu i öku- leyfissviptingum fyrir gróf um- ferðarbrot en verið hefur? — Já, ég er það útaf fyrir sig. En það er ekki til neins að herða refsingar nema það sé hægt að framfylgja þeim. bannig að það séu ekki bara heiðarlegu öku- mennirnir, sem koma og greiða sinar sektir og annað eftir þvi, sem verða fyrir þessu, en skúrk- arnir sem alltaf er tómur eltingarleikur við sleppi. Það verður að vera aðstaða til að ná til þeirra og láta þá finna fyrir harðari refsingu. — Að lokum, Óskar, hvernig hefur gangbrautarvarzlan sem nýverið hefur verið tekin upp, gefizt? — Mjög vel má ég segja. Sem dæmi get ég nefnt að það er einn af fáum gleðivottum i sambandi við umferðina i dag að slysum á börnum hefur fækkað frá þvi fyrra. 1 lok september i ár höfðr slasazt 57 börn i umferðinni, en á sama tima i fyrra voru þau 73 Þetta er mjög ánægjuleg þróur sem vonandi heldur áfram og það má þakka þetta mikið hinn auknu gangbrautagæzlu. —S.dór Rætt við Óskar Ólason yfir- lögregluþjón umferðarmála Saab 99 ÁRGERÐ 1973 LÚXUS OG ÖRYGGI I allri byggingu og frógangi ber SAAB 99 örugg einkenni fögaðrar formmenningar, samfara því að vera glæsilegur fulltrúi einkunnarorða SAAB-verk- smiðjanna „öryggi framar öllu". „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" SAAB 99 er öruggur bíll. Stölbifasfyrkt yfirbygging verndar ökumann og farþega. Fjaðrandi höggvari varnar skemmdum — SAAB þolir ökeyrslu á 8 km. hraða ön þess að verða fyrir tjóni. Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn ökuljósa við erfiðustu skyggnis- aðstæður. SAAB 99 liggur einstaklega vel ö vegi, er gangviss og viðbragðsfljótur. SAAB er traustur bíll, léttur í viðhaldi og í hóu endursöluverði. túxus og oryggi vS»«‘ BJÓRNSSON A52: SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.