Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. október 1972. KYNNING VÉLADEILDAR SAMBANDSINS OPEL- REKORD MEÐ DISEL Rekord og Rekord L sedanar með tveimur eða fjórum dyrum verða bráðlega fáanlegir með hinni nýju 2.1 Opeldiselvél, auk þess sem þeir fást með sömu vél og áður. Hin nýja diselvél með Ijögurra strokka hverfihólfi, sem var i smiðum um átta ára bil, kynni að geta sett allt að 20 met á alþjóðavisu i sumar, eins og reyndar hefur komiö á daginn, — þ.á .m. 10.000 km spölinn. Rekord- vagninn, sem hafði aukizt kraftur upp i 95 DIN PS fyrir tilkomu hverfilblásara, fór þessa vega- lengd á meöalhraðanum 190 km á klst. Þjálni hinnar nýju vélar, sem nú er farið að framleiða, kemur ennfremur i Ijós af viöbragðsflýti hennar. Starfhraðinn kemst úr 0 i 100 km á aðeins 23.5 sek. Þetta leikur enginn annar disel-fólksbill eftir, og þetta er kostur, sem kemur i góðar þarfir ekki ein ungis i umlerð bæjanna, heldur einnig úti á þjóðvegúnum. Sparneytr.i Opel-diselbílsins kemur einkum fram i hóflegri eldsneytisþörf, sem er aðeins 8,7 litrar miðað við DIN 70 030. Og ennfremur kemur til greina i þessu sambandi hin nærtæka þjónusta hvarvetna. t Evrópu eru meira en 6000 ,,Euro-þjónustu- stöðvar” með þjálfuöu starfsliði. öllum hinum mörgu vinum og velunnurum disel-fólksbifreiða hlýtur að vera sérstakt gleðiefni að reyna hina fullkomnu kosti þessarar nýju Opelvélar, og þá ekki siöur ánægjulegt að kynnast hagnýtri stilfegurð Rekordbils ins, sem sett heíur met eftir met i sölu undanfarna mánuði. Og ekki að ástæðulausu, þvi aö vinsældir þessarar gerðar af bifreið, sem er meðal hinna fremstu þeirra, sem flestir geta leyft sér, eiga fyrst ög fremst rót sina að rekja til þess, hve margþætt og öruggt notagildi biíreiðin hefur til að bera, hve sterk og traust hún er, hve mikið og gott rúm er fyrir bæði farþega og larangur, hve tækniútbúnaður hennar er handhægur og hárfinn, hve hún er sparneytin og góð á vegi, örugg i meðförum og örugg fyrir larþegann. Og siðast en ekki sizt vegna þess, hve verðið er hóf- legt samanborið við aðrar teg- undir, einnig verö hinna nýju diselbilreiða. Að öllu samantöldu er Opel tvimælalaust i fremstu röð sambærilegra bifreiða á markaönum. Undirbúningur að smiði disel- vélar Opels hófst fyrir átta árum með athugun, sem var reist á hönnunarsniði hinnar fjögurra strokka Otto-hreyfivélar, sem nú eins og stendur er notuð i meðal- gerð Opelbifreiða, fólksbifreiða. Þegar frá leið, tóku þeir sem að undirbúningnum stóðu að fara eigin götur afdráttarlaust, sem leiddu til hönnunar nýrrar og frumlegrar gerðar. Núorðið eiga diselvélin og Otto-vélin það eink- um sameigHilegt, aö hægt er að framleiða strokkluppa þeirra, i sparnaðarskyni, á sama hátt. Hin nýja diselvél Opels er fjög- urrastrokka sem hver er 88 mm i þvermál, högglengd 85 mm. Út- rýming: 2068 k.cm. Brennslukerfi hennar er ,,hverf iholsgerð, Rieardo kómeta V”. Með því fæst fullkomin eldsneytisblöndun og jöfn, algjör brennsla. Jafnframt næst sparneytni, og æskileg út- loftun. „Rekord 2100 D" er þegar i dag fyrir ofan takmörk um bil- reyksmengun. sem sett verða i næstu framtið, þar með talin ..kaliforniska prófunin". Bullurnar eru með stálbeltum, innfelldum. Þau koma i veg fyrir oí mikla hitaþenslu. Dregið er úr hvarfli bullunnar með nákvæmri strokkþrengd, og við það minnkar hávaði og slit. Sveifrásin liggur i fimm aðal- legum. Á öllum stöðum, sem liggja undir miklum hita, hefur kælingin (hámarksvatnslaugun) verið vandlega hönnuð. Strokkhaus er úr rafsoðnum járnblendingi. Innrennslis- og útblástursopin eru sömu megin bæði, innspýtingarlokurnar eru hinum megin. Hverfiholið þolir mjög sterkan hita: op þess er mjög nákvæmt og strokkholið vendilega hannað. Hverfihol og strokkhol mynda i sameiningu brennsluhólfið. Lokunum er skipaö hlið við hlið á strokklinuna. Hreyfill þeirra er keðjuknúinn kambás og lyfti- tappar. Til að stilla lokabilið þarf ekki annað en snúa ró, sem tengd er fjaðursætinu. Fyrirkomulag stilliútbúnaðar og hjálpardrifs er þannig, að þau eru i sameiginlegu álhólfi framan á vélinni, til þæginda við viðhald þeirra. Þetta er mjög likt og gerist á Otto-vélum Opels. Þetta hólf hefur að geyma keðjudrif kambássins, en á þvi er sjálf- virkur keðjustrengjari og þverstæður drifás, sem knýr inn- spýtingardæluna, sem dreifir eldsneytinu, og ennfremur oliú og eldsneytidælu. Oliusian siar án þess að draga úr rennsli. Hún er áfest hinum megin á vélina. Vatnsdæla og vixlari eru eins og gengur og gerist um þessi kerfi og knúin V- belti. Sogdælan, sem fyllir hinn venjulega bremsuauka, er knúin öðru V-belti, sem einnig annast sogstillinguna, ef billinn er útbú- inn sjálfvirkri útsendingu. Innspýtingarkerfið, sem kennt er við Bosch, hefur nýja gerð snúnings-dreifingardælu, sem stuðlarað þægilegri gangsetninu. Þéttihlutfallið er 22 móti 1. Af þeim sökum er hiti brennslunnar meiri en ella og hún jafnari að sama skapi. Það skýrir hvers vegna gangur þessarar nýju diselvélar Opels er svo lágvær. Hámarksafköst , 60 DIN PS, fást við 4400 snúningshraða. Vélin nær mesta vindingsátaki, 12kmp við 2500 snúningsharða. Meira en 10 kmp fást svo til hvar sem er um allan hraðaskalann, þ.e.a.s. frá 1000 til 4000 snúningshraða. Þetta gefur til kynna, hve óvenju þjál þessi vél er. 1 sambandi við prófun bilsins hafa verkfræðingarnir i Riisselsheim aukið afkastakraft hreyfilsamstæðunnar upp i 95 DIN PS með aðstoð hverfil- blásara, og haldið þó jafnframt sama vélhraða. Þessi afkasta- aukning er áhrifamikil sönnun fyrir varakrafti þessarar vélar. Disel Rekord Ekki fer milli mála, að sala disel-fólksbifreiða á eftir að færast mjög i vöxt við tilkomu ,,Rekord 2100 D”, sem er með nýtizku sniði hvað hönnun snertir og sameinar margreynda kosti metsölubifreiða i efri flokkum ásamt traustleika og þoli nýs hreyfils, sem hefur þegar verið þrautprófaður — á verði, sem er hagstætt vegna þess hve fram- leiðslutæknin er orðin vélræn. MATUR Í HÁDEGINU ÓDALÉ VID AUSTURVÖLL HJÓLBARÐAYIÐGERÐEN MÚLA VIÐ SUÐURLANDSBRAUT SÍMI 32960 Allar viðgerðir á hjólbörðum með fullkomnustu tækjum. Sjóðum i dekk og neglum snjóhjólbarða, ballanserum einnig hjólin. Hjólbaröaviðgerðin Múla v/Suðurlands- braut. ERMAZDA 616 BÍLUNN FYRIR YÐUR? Ef þér leitið að aflmiklum, sparneytnum og rúm- góðum luxusbíl — luxusbíl þar sem aukahlutirnir eru innifaldir í verðinu, þá er MAZDA 616 bíllinn fyrir yður. Kynnið yður Mazda 616, því hann er hannaður með yður í huga. BÍLABORG HF. HVERFISGÖTU 76 SÍMI 22680 MAZDA 616

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.