Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 „Ég fæ einn kílómetra til reynslu” segir Sverrir Runólfsson sem um árabil hefur barizt fyrir nýrri tœkni í vegagerð Hún hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum hér á landi, barátta Sverris Runólfssonar fyrir nýrri tækni í gerð varanlegra vega hér á landi. Mikið gekk á um tíma i þessu máii, m.a. var sérstakur sjónvarpsþáttur um málið, þar sem Sverrir þótti hafa betur í umræðum við ráð- andi menn i vegagerð hér á landi. Nú um skeið hefur verið heldur hljótt um þetta mál, svo við snerum okkur til Sverrisog spurðum hann hvað þessu máli liði. — A6eins hefur þetta mjakazt, sagöi Sverrir. Ég fæ vonandi aö sanna mitt mál meö þvi að leggja eins kilómetra veg i vor með þeirri aðferð sem ég hef haldið fram að væri bæði ódýrari og mun hraðvirkari en sú aðferð sem nú er notuð við gerð varanlegra vega hér á lándi. Auðvitað er þetta alltof st'uttur spotti til þess að hægt sé að sýna fram á þetta full- komlega, en ég ætla samt að reyna það. Þvi miður er enn ekki búið aö ákveða hvar ég fær að leggja þennan vegarspotta. — Þú heldur þvi fram, Sverrir, að það sé hægt að leggja varan- lega vegi fyrir minna fé og með meiri hraða en nú er hér á landi með þeim vélum sem þú vilt flytja inn? — Já það er rétt. Ég lit svo á, að það sé skylda okkar að reyna allt sem hægt er til að lækka þann mikla kostnað sem nú er við gerð vega með varanlegu slitlagi. Ég held þvi fram, að það sé hægt að koma fermetranum i gerð slikra vega niður i tvö til þrjú hundruð kr. Ég lýsi algerri vanþóknun minni á nýja veginum austur fyrir fjall sem nú er nýbúið að opna. I reglum alþjóðabankans um vegagerð segir, að hæðarmis- munur megi ekki vera meira en 4 millimetrar á hverjum fjórum metrum. Ég fullyrði að þessum reglum hefur ekki verið fylgt. Þá er oliumölin sjálf ekki lögð á þann fullkomnasta hátt sem verður aö gera, ef tala á um varanlegan veg. Ég fullyröi að með þeim vél- um og þeirri tækni sem ég býð upp á er hægt aö gera þessa vegi betri, og ódýrari, og verkið tekur miklu minni tima en nú er. — Hve miklum afköstum býst þú við af þinni tækni, ég á við: hve löngum vegakafla þinar vélar skila á klst.? — Fyrst af öllu verðum við aö reyna að gera vegagerðina sem ódýrasta. Við erum ekki það rikir hér á landi, að við höfum efni á svo dýrum vegum sem nú er. Um hraðann get ég sagt það, að min Sverrir Kunólfsson vél gerir hálfan kilómetra á klst. Það sem mig langar aö gera er að setja 3 vélar i gagnið. Og ef við hugsuðum okkur leiðina til Akur- eyrar sem er 450 km. þá myndi vera hægt að skipta leiðinni i þrennt, og hver vél tæki fyrir 150 km. Miðað við að vélin skili 500 m. á klst. myndu þessar þrjár vélar vera rúma 3 mánuði að ljúka gerð slitlagsins norður. — Þú vilt leggja slitlagið á veg- inn sem fyrir er? — Já að mestu leyti. Ég held þvi fram, að við höfum ekki efni á að leggja alltaf — hvað skulum við segja — sérstaklega vandaðar hraðbrautir. Það er vel hægt að lagfæra undirstöðu þess vegar sem fyrir er þannig, að um góðan veg verði að ræða og láta megi á hann varanlegt slitlag. Að visu þarf að sniða af einhverja agnúa og leggja upp nýja undirstöðu, en það er hverfandi. Þetta yrði góöur vegur og svo miklu ódýrari en þeir vegir eru sem nú eru lagðir hér með varanlegu slitlagi. Ég hef farið þennan veg og rannsakað hann og held þvi fram að nota megi 90% af honum eins og hann er. En ég myndi vilja breikka hann nokkuð og ger- breyta og bæta merkingar frá þvi sem nú er. Þá vil ég breyta hæð þeirra og köntum nokkuð frá þvi sem nú er. Kantar vega þurfa að vera fyrir eina og hálfa bílbreidd, þannig að menn geti farið óhultir út á kantinn ef bilar hjá þeim. Frá köntunum þarf að vera aflíðandi halli, mjög litill, þannig að hættan á alvarlegum veltum og um leiö slysum minnki frá þvi sem nú er. Að lokum vil ég segja þetta: Þegar menn þurfa að berjast við hagsmunahópa, þá reynir á þrautseigjuna, en ég get nú ekki sagt annað en að ég hafi haft gaman af þessu öllu. Ég er alveg ákveðinn i að sanna mitt mál, þótt það hafi gengið illa að fá menn til að gefa mér möguleika á að sýna það i verki. Ég er þaö þrár að eðlisfari, að ég gefst ekki upp. Og ég er sannfærður um að þetta stenzt hjá mér. —S.dór. BÍLAKJÖR Höfum til sölu flestar tegundir bifreiða. Látið okkur annast sölu á bifreiðinni Rúmgóður sýningarsalur. BÍLAKJÖR H.F. FELLSMÚLA 26 Simar 83320 og 83321. AF HVERJU ERU BRIDGEST0NE DEKK UNDIR ÖÐRUM HVERJUM BÍL A SPURÐU HINN!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.