Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.IÓÐVIL.JINN Sunnudagur 29. október 1972. BYLTING í GERÐ BIFVÉLA Spjallað við Lárus Jónsson hjá Mazda-umboðinu Mcngun og hávaöi frá bifreið- um er orðið eitt mesta vandamál hverrar stórborgar i heiminum. Það er þvf ekki að undra þótt á siðustu árum hafi einstaka borgir eða fylki i ýmsum löndum sett bifreiðaframleiðendum það skil- yrði að úr þessu verði að bæta fyrir ákveðinn tima. Á l'áum stöðum i heiminum mun mengun vera komin á jafn alvarlegt stig og i Japan. Það er þvi eðlilegt að Japanir, sem einir mestu bifreiðairamleiðendur heims, yrðu fyrstir til að l'ram- leiða bii'vél, þar sem mengun og hávaði er i algeru lágmarki. Það voru Mazda bifreiðasmiðjurnar i Japan.sem lyrstar náðu að fram- leiða hina svo kölluðu Wenkel-vél þannig(að hún yrði ekki óhóflega dýr, en Wenkel-vélin er nær al- gerlega hávaðalaus og mengun Irá henni er svo mikið minni en frá hinni venjuíegu bifvél að vart er orö á hafandi. Okkur datt þvi i hug að ræða litillega við umboðs- menn Mazda -bifreiðanna hér á landi l'orráðamenn Hilaborgar. Fyrir svörum varð Lárus Jóns- son. Lárus sagði, að Mazda-bilarnir með Wenkelvél væru nú til reynslu hér á landi, en það væri siður Mazdaverksmiðjanna að setja aldrei bil i sölu i nokkru landi fyrr en hann hefði verið þrautreyndur við aðstæður i land- inu, og ef einhverju þyrfti að breyta svo það hentaði betur i viðkomandi landi, þá væri það gert. Þannig hefði það til að mynda veriö i sambandi við fyrstu Mazda-bilana sem hingað komu i júni 1971. Þeir hefðu verið reyndir hér, einir 4 bilar, i 11 mán- uði áður en þeir voru settir i sölu og þá höfðu verið gerðar á þeim ýmsar lagfæringar sem hentuðu betur islenzkum aðstæðum. Mætti þar nefna stærri rafgeymi, stærri rafal, stærri felgur og dekk og fleira. Lárus sagði aö nú væru hér til BIFREIÐ AKAUPENDUR! Varið á vegheflunum Athugið að þeir bilar sem aðeins eru 11-14 cm. háir undir lægsta punkt, eru ekki ætlaðir islenzkum staðháttum, heldur aðeins fyrir steypta eða malbikaða vegi. DATSUN bilarnir eru hinsvegar 17,5-21 cm. undir lægsta punkt og auk þess er yfirbygging og allur búnaður bilanna sérstaklega ætl- aður fyrir jafn slæma vegi og hæð hans leyfir. 400 nýir DATSUN bilar á Islandi siðustu 18 mánuði sanna þetta svo ekki verður um villzt. Komið skoðið og reynsluakið DATSUN og sannfærizt um að DATSUN er óskabill íslendinga. INGYAR HELGASON heildverzlun Vonarlandi við Sogaveg Simar 84510 og 84511. reynslu 4 Mazda-bilar með Wenkelvél og yröi almenn sala á þeim ekki hafin fyrr en að þeirra reynslu fenginni. Wenkel-vélin er enn sem komið er nokkuð dýrari en venjuleg vél, en innan fárra ára.svona 2ja til 3ja yrði hún ekki lengur dýrari en venjuleg bilvél. Þessi Wenkel-vél hefur marga kosti framyfir venjulega vél. Hún er nær hljóðlaus, mengun frá henni er hverfandi. Hún er mun kraftmeiri en venjuleg vél og það svo, að til þess að fá sama kraft og Wenkelvélarnar sem eru i reynslubilunum hér, þyrfti stærstu gerð af 8 cýlendervélum, en þó er benzineyðsla Wenkel-vél- anna ekki nema eins og i kraft- mikilli 4ra cýlendravél. — Er það ekki rétt,Lárus, að Mazdaumboðið er eina umboðið hér á landi fyrir japanska bila sem flytur þá beint inn frá Japan? — Jú,það er rétt,og þess vegna getum við haft okkar bila mun ódýrari en aðrir japanskir sam- bærilegir bilar eru. Þetta stafar af hinum fullk’omna tölvuútreikn ingi Mazdaverksmiðjanna i Japan. — Hvernig er með varahluta- þjónustu hjá ykkur? — Við höfum hana hér hjá um- boðinu á Hverfisgötunni og ég má segja að hún sé orðin mjög góð. En ég vil taka það fram, að við erum aðeins búnir að flytja Mazda-bilana inn siðan i mai i vor og hefur enginn þeirra enn þurft á einu einasta stykki að halda og það hafa reynslubilarnir sem viö erum búnir að vera með i rúmt ár hér ekki þurft heldur. Við flytjum varahlutina beint inn frá Japan, en ef svo færi að viö ættum ekki eitthvert stykki, þá getum við pantað það með örfárra daga fyrirvara. — Hvað flytjið þið inn margar gerðir af Mazda-bilum? — Við erum með Mazda 1300, 818 og 616 og svo er ein enn gerðin að koma á markaðinn, RX4. Þessar gerðir eru ýmist 2ja eða 4ra dyra. Þá eru til hinar svo kölluðu ,,fastback”-gerðir af þeim,svo og station-gerðir. — Eigið þið bila á lager, eða þarf að biða eftir þeim frá þvi að pantað er? — Jú,við eigum oftast á lager, þannig að viðskiptavinur getur fengið þá svo til strax. Annars höfum við aldrei þurft að biða lengur en um 25 daga frá þvi við sendum skeyti til Japan, þar til bflarnir eru komnir til landsins. — Og hvernig gengur salan? — Mjög vel. Það er augljóst að við munum selja um 200 bila á þessu ári,en þó hófum við ekki söluna fyrr en i mai i vor. Og vissulega lofar þetta góðu. —S.dór. BÍLASALA KÓPAVOGS Glæsilegt bilaúrval. Glæsilegur sýningarsalur. Sýningarsalurinn er jafnframt glæsilegur sýningargluggi. Okkar þjónusta — ykkar öryggi. BÍLASALA KÓPAVOGS Nýbýlavegi 4 — Simi 43600. Síaukin sala sannar öryggi þ jónustunnar Hjá okkur gerast örugg bilaviðskipti. Allar tegundir bifreiða. Allir verðflokkar Allir mögulegir greiðslusamningar Alli Baldur. BÍLASALA GUÐMUNDAR Rei gþórugötu 3, simar 19032 og 20070. BÍLAHÚSIÐ Sigtúni 3, simar 85840 og 85841.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.