Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 5
Summdagur 2!>. október 1972. ÞJÓDVILJINN — SIDA 5
SIGFÚS Ö.
SIGFÚSSON
RÆÐER UM
YEGA"
ÁÆTLUNINA
Hvaö er framundan i
gerö vega meö varanlegu
slitlagi nú þegar vestur-
landsvegi og veginum
austur fyrir fjall er lokið?
Meö þessa spurningu leit-
uöum viö til Sigfúsar ö.
Sigfússonar hjá Vegagerð
ríkisins.
— Sú vegaáætlun, sem nú er i
gildi naer til ársins 1975, sagöi Sig-
fús, og samkvæmt henni er næsta
verkefnið áframhald vestur-
landsvegar frá Kollafirði upp
fyrir Kiðafell. Siðan er hlaupið
alla leið upp i Brynjudal, og þar
verður gerður nýr vegur frá
Fossá og þvert yfir Brynjudals-
vog og Fossvog og upp i Þyrils-
nes. Siðan er stokkið yfir allt, alla
leið upp i Borgarfjörð, en þar er
fyrirhuguð vegagerð yfir Borgar-
fjörðinn til Borgarness.
Þá er það suðurlandsvegurinn.
Þar verður haldið áfram með
veginn frá Selfossi og út Flóa og
allt að Skeiðavegamótum. Þá för--.
um við suður meö sjó, og þar
verður gerður vegur með varan-
legu slitlagi til Grindavikur frá
Keflavikurvegi, vegur yfir Mið-
nesheiði til Sandgerðis og
vegurinn út i Garð. Þá er upptalið
það sem núgildandi vegaáætlun
gerir ráð fyrir um gerð vega með
varanlegu slitlagi hér syðra.
En fyrir norðan verður hafizt
handa um gerð vegar út frá Akur-
eyri og tsafirði, — og eru þær
framkvæmdir inn i þessari vega-
áætlun.
Við spurðum Sigfús hvort ætl-
unin væri að brúa Borgarfjörð og
Hvalfjörð.við Botn. Hann sagði,
að i báðum tilfellunum væri gert
ráð fyrir þvi, að bryr yrðu mjög
stuttar.Ætlunin væri að gera veg
yfir Borgarf jörð að mestu leyti og
eins væri með veginn fyrir Hval-
fjarðarbotn; þar væri gert ráð
fyrir vegi að mestu leyti, en mjög
litilli brú. Þó væri það svo, að
vegargerð yfir Borgarfjörð
væri komin mjög stutt á veg,
enda væri ekki ætlazt tii, að hafizt
yrði handa um hana fyrr en 1974.
En ætlazt er til, að þvi sem hér að
framan var lýst, eigi að vera lokið
i árslok 1975. Hvað þá tekur við,
hefur enn ekki verið ákveðið.
—S.dór.
520 Fordbílar voru fluttir
inn í fyrra, 600 árið áður
Að því er skýrslur herma,
eru bílar af Ford-gerð flest-
ir í landinu. Fordumboöin
hér á landi eru tvö, Sveinn
Egilsson h/f og Kr.
Kristjánsson. Við höfðum
samband viö Úlfar Hinriks-
son starfsmann hjá Sveini
Egilssyni h/f,og spuröum
hann nokkuð um bílainn-
flutninginn og fleira hon-
um viökomandi.
— Hvað fluttuð þið inn marga
bila árið 1971 hjá Sveini, Hinrik?
— Það munu hafa verið 520 bif-
reiðar i allt. Arið áður voru þær
um 600. Það er alltaf dálitið mis-
munandi frá ári til árs hve mikið
er flutt inn, þetta er svolitið
sveiflukennt.
— Hvað er svo vinsælasta teg-
undin af Ford sem þið flytjið inn?
— Cortinan hefur tvimælalaust
verið okkar mest seldi bill undan-
farin ár. Hún hefur notið óvenju
mikilla vinsælda, enda hefur hún
likað vel og er mjög há i endur-
sölu. Þá er Broncoinn alltaf vin-
sæll, og af honum hefur verið flutt
nokkuð inn á þessu ári, enda er
verð af ameriskum bilum orðið
mun hagstæðara fyrir okkur en
var fyrir tveim eða þrem árum.
— Og nú eruð þið komnir með
nýja gerð af Ford, Escortinn?
— Já, við erum að byrja með
hann núna. Hann hefur verið
framleiddur i Englandi allt siðan
1968, en hann var nokkuð dýr
fyrst, miðað við Cortinuna, enda
var hann metsölubill þá i Eng-
landi. En eftir þvi sem lengra leið
frá þvi aö byrjað var að framleiða
hann varð verðið betra, og nú er
hann á mjög góðu verði. Ég er al-
veg viss um að hann á eftir að
vinna sér vinsældir hér á landi,
enda hefur hann alla eiginleika til
þess. Hann hefur staðið sig vel i
þolakstri eins og til að mynda i
Safari-kappakstrinum siðast, þar
sem hann varð i 1. sæti og Escort-
bilar voru 3 i 5 efstu sætunum.
— Hvað framleiðir Ford bila i
mörgum löndum?
— Aðallega eru það fjögur
lönd, V-Þýzkaland, England,
Amerika og Ástralia. En svo eru
einnig samsetningarverksmiðjur
i fleiri löndum, en i þessum fjór-
um eru sérstakar verksmiðjur.
— Er mikill munur á til að
mynda ensku og þýzku Fordbil-
unum?
— Nei, hann er ekki mikill. Og
það hefur heldur stefnt i þá átt að
þeir verði sem likastir.
— Segðu mér, Úlfar, hvernig er
verðmyndun á bil hér á íslandi?
— Fyrst er það auðvitað fob-
verðið, siðan kor.ia 90% tollar hér
heima, siðan 25% innflutnings
gjald, siðan 11% söluskattur og
loks um 6% álagning hjá umboðs
inu. Svo kemur aukakostnaður
eins og ryðvörn og ísetning ör-
yggisbelta ofl. Við setjum sjálfir i
öll öryggisbelti, þvi að það er mun
ódyrara en að kaupa bilinn með
þeim isettum.
— Hver heldurðu að sé meðal-
aldur islenzkra bila?
— Um það bil 10 ár, og að minu
áliti er hann alltof hár, vegna
þess hve viðhaldskostnaður verð-
ur mikill. En meðalaldurinn er
auðvitað svona hár fyrir þá sök,
að verð á bilum er hér mjög hátt.
Það þyrfti að lækka, og þá myndi
meðalaldurinn lækka, svo og hinn
mikli viðhaldskostnaður hjá bil-
eigendum.
— Nú eru Ford-umboðin tvö
hér á landi, veiztu hvernig stend-
ur á þvi?
— I upphafi var þaö þannig að
Kr. Kristjánsson var með sitt um-
boð á Akureyri, en Sveinn Egils-
son i Reykjavik. En svo flutti Kr.
Kristjánsson suður, og mér skilst
að Ford-fyrirtækið vilji gjarnan
hafa umboðin tvö, það skapar
samkeppni og um leið betri þjón-
ustu.
— Hvað starfar margt fólk hjá
Ford-umboði Sveins Egilssonar?
— Það mun vera um 50 manns.
Annars er það dálitið mismun-
andi. Stundum eru fleiri starfs-
menn, en sjaldan færri en 50. Fyr-
ir utan Ford-bila seljum við
pólska Fiatinn, en umboð fyrir
hann hefur Þ. Jónsson c/o.
— Er hann mjög frábrugðinn
þeim italska, og hvernig hefur
salan á honum gengið?
— Nei,hann er það ekki. Það
bezta úr italska Fiatinum var
tekið i þennan. Auk þess er hann
mjög sterkur bill og salan á hon-
um gengur mjög vel, enda likar
öllum sem eiga bilinn mjög vel
við hann. Hann hefur reynzt af-
burða vel við islenzkar aðstæð -
ur. — S.dór.
ÖRYRKMR
Ef þér eigið von á tolleftirgjöf
við næstu úthlutun örorkuleyfa,
munum við afhenda bifreiðina strax,
og lóna út á væntanlega eftirgjöf.
ATH. NÆSTU SENDINGAR HÆKKA
UM KR. 20.000.00.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÓPAVOGi
SölUUMBOe I AKUREYRI: SKODAVERKSTÆDID KALDBAKSG. 11 B SlMI 12520