Þjóðviljinn - 07.12.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Síða 5
Fimmtudagur 7. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Þessi mynd er tekin af Sigfúsi Eymundssyni af Austurstræti og Lækjargötu um árið 1880. Þarna sést vel Eymundssenhornið. Ursin, kgl. bókbindari,og starfaði Sigfús sem verkstjóri hjá honum um skeið að loknu námi. Þá dvaldi Sigfús i Noregi á fjórða ár og komst þar i náin kynni við skáldið Björnstjerne Björnson og Ole Bull, hinn heimsfræga fiðlusnilling. t Noregi nam Sigfús ljósmyndaiðn, en hvarf aftur til Hafnar og rak þar ljósmynda- stofu um 2ja ára skeið. Árið 1866 sneri Sigfús aftur heim og settist að i Reykjavik. Ferðaðist hann á sumrin og tók myndir, en stundaði bókband á vetrum. Sigfús hafði forgöngu um ýms- ar framkvæmdir. Hann varð fyrstur til að koma á gufubáts- ferðum um Faxaflóa og keypti i þvi skyni i Englandi litið skip, en vandað og hraðskreitt, sem áður var skemmtiskip ensks lávarðar. Var skipið skirt Faxi. Sökk það seinast i hvassviðri hér i höfninni og tapaði þá Sigfús miklu fé. Nokkru eftir að Sigfús settist hér að keypti hann hús það á horni Lækjargötu og Lækjar- torgs, sem enn stendur. Hú þetta er um 120 ára gamalt. Byggði það danskur kaupmaður, C.P. Knudt- zon, en seinna bjó þar um langa hrið sr. Ölafur Pálsson, dóm- kirkjuprestur. Stækkaði Sigfús Sigfús Eymundsson — fæddur á Vopnafirði Á þeim tima er Hannes skuld- færður fyrir Gestssögum á 1 rikisdal, Bólu-Hjálmar á 2 rikis- dali og 50 skiidinga, ljóðmæli Byrons á 2 rikisdali og ritföng og blek. Aldrei borgar skáldið,og er kreditdálkur auður allan timann. Árið 1907 keypti Pétur Hall- dórsson, siðar borgarstjóri.bóka- Þegar ljóð Kristjáns Fjallaskálds seldust á 1 ríkisdal og 72 skildinga — og vinnukonur grétu sig í svefn Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar er 100 ára á þessu ári. Er það eitt elzta fyrirtæki borgarinnar og opnaði bókabúðin i lok nóvember i Lækjargötu 2 og hefur þá jólaverzlun verið höfð i huga þá. Þetta var á horni Lækjargötu og Austurstrætis og kallað Ey- mundssen-hornið i gamla daga. I auglýsingu fyrir jólin fyrir einni öld eru þessar bækur á boð- stólum: Ljóðmæli Kristjáns Jóns- sonar á 1 rikisdal og 72 skildinga, en i gylltu bandi á 2 rikisdali. Hefur það verið fögur gjöf til vinnukvenna þeirra tima, sem sváfu með þessi ljóðmæli undir koddanum og grétu sig i svefn á dimmum vetrarkvöldum. Til þess að vega upp á móti sút heimsins er lika á boðstólum Heljarslóðarorusta Gröndals á 2 mörk og Þúsund og ein nótt i þýð- ingu Steingrims, öll fimm bindin á 3 rikisdali. Þá selur hann kon- vólútur, lakk, blýanta, pappir strikaðan og óstrikaðan og tekur að sér að útvega mönnum erlend- ar bækur, — danskar, norskar, sænskar, þýzkar, enskar og franskar. En þýddar erlendar bækur hafa lika verið komnar á markaðinn. Til sölu er Pilagrimur ástarinnar á 1 rikisdal. Hefur sú bók fjallað um mikið eirðarleysi og óþol á þeirri tið. Bókaútgáfa Fjórtán árum eftir opnun búðarinnar hóf Sigfús bókaút- gáfu. Rak hann þá prentsmiðju um skeið. Varð hún upphaf að Fé- lagsprentsmiðjunni. Meðal útgáfubóka Sigfúsar er hægt að nefna Sjálfsfræðarann, bókaflokk er menntamenn þeirr- ar tiðar sömdu um tækniundur eins og gufuvélina og hennar tækniöld og raforkuvinnsla á næsta leiti. Þá gefur hann út sálmasöngs- bók sr. Bjarna Þorsteinssonar, Úrvalsljóð Bólu - Hjálmárs, sem Hannes Hafstein bjó til prentun- ar, Ritsafn Gests Pálssonar og læknatimaritið Eir. Ilver var Sigfús? Sigfús var brautryðjandi i verzlunarmálum og var einn af fyrstu forstöðumönnum sam- vinnuverzlunar hér i borginni. Stýrði hann um skeið Kaupfélagi Reykjavikur, hinu fyrsta. Þá var Sigfús umboðsmaður Allan-skipafélagsins. Átti hann mikinn þátt i bættri aðbúð vestur- fara. Skirrðist hann ekki við að fá félag sitt dæmt i sektir fyrir van- rækslu i þeim efnum. Sigfús átti mestan þátt i undir- búningi þjóðhátiðarinnar árið 113 awrzU 1874 ásamt Sigurði málara. Fyrir það starf gaf Kristján 9. Dana- konungur Sigfúsi brjóstmál, setta demöntum, hinn dýrasta grip. Sigfús Eymundsson fæddist i Vopnafirði árið 1837, fór tvitugur til Kaupmannahafnar og nam þar bókband fyrir milligöngu Jóns Sigurðssonar. Hét meistari hans húsið, hækkaði það og lengdi, og kom þar fyrir ljósmyndastofu sinni og bókaverzlun. Borgaöi skáldið? t gömlum verzlunarbókum er til viðskiptareikningur á Hannes Hafstein, ráðherra. Sýnir hún út- tekt hans frá febrúar til júli 1888. verzlunina. Þá rak Björn sonur Péturs bókaverzlunina frá 1935 og ennfremur forlagið. Almenna bókafélagið keypti verzlunina i ársbyrjun 1959. Var hún þá komin til húsa i Austurstræti 18. Hafði Pétur Halldórsson rekið þar bókaverzlunina frá árinu 1919. G. M Ævintýragetraun Samvinnubankans 3. Getið þið fundið, í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er nú? — Geymið biöðin unz 5 ævintýri eru komin og sendið þá lausnirn- ar aliar í einu umslagi, merktu „BJÖSSI BAUKUR“ til Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík, eða útibúa hans víðs vegar um landið. — 100 vinningar verða dregnir út. BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Hvenær borgaöi skáldiöl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.