Þjóðviljinn - 07.12.1972, Síða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Síða 10
10 SÍÐA — 1>JÓÐV1LJ1NN Fimmtudagur 7. dcsembcr 1072 Sauftfjárhjörft á beit á undirlendi Tén-janfjalla. Kvikfjárrækt er uppistaöa landbúnaðar í þessu fagra fjallalandi. SITT AF HVERJU UM KIRGISÍU Tölur og staöreyndir. Kirgisia liggur i norð-austur hluta Mið-Asiu og er 198,5 þúsund ferkm. Landamæri lýðveldisins að norðan og norð-austan liggja að Kazakhstan, að sunnan að Tadzjikistan, að suð-vestan aö Úzbekistan og að suð-austan að Kina. Rúmlega þriðji hluti landsvæð- is lýðveldisins liggur hærra en þrjú þúsund metra fyrir oían sjávarmál. Lar eru þrir af nokkr- um hæstu fjallatindum Sovetrikj- anna, sem eru 7,439 m. 7,134 m og (>,995 m. og annar stærsti jökull i Sovétrikjunum, sem er rúmlega 60 km á lengd. L>að er ekki að ástæðulausu, sem Kirgisia er nefnd ,,land fjalla, hulinna i skýj- um”. Breiðir sléttudalir eru einkenn- andi fyrir landslag i Kirgisiu. Kinn þeirra er hinn frjósami Fergansk-dalur. Stööu vatnið Issyk-Kúl liggur 1609 m fyrir ofan sjávarmál og er ekkert stöðu- vatn, sem liggur hærra. Dýpt vatnsinser 702 m. Á kirgisku þýð- ir Issyk-Kúl ,,heitt vatn”. Vatnið Irýs aldrei og er i þvi mikil fisk- veiði. Rann 1. janúar 1972 var ibúa- tala lýðveldisins 3 miljónir og 80 þúsund. Lar búa fulltrúar 80 þjóöa og þjóðarbrota. Höfuðborgin er Frunze og þann 1. janúar 1972 voru þar 442 þúsund ibúar. Nokkur atriðí úr sögunni. Kirgiska þjóðin er ein af elztu þjóðum Mið-Asiu. Nokkrar aldir var Kirgisía undir erlendum ylir- ráðum og m.a. undir yfirráðum Djengis Khan (i byrjun 13. aldar). l>egar Kirgisia komst undir yíir- ráð rússneska keisaradæmisins um miðja 19. öld efldist iðnaðar- þróun i Kirgisiu og verkamönnum fjölgaði. Arið 1924 var sjálf- stjórnarhéraðið Kirgisia slofnað en árið 1936 sambandslýðveldi. Strax eftir sigur Októberbylt- ingarinnar árið 1917 fór sovézka stjórnin að veita Kirgisiu mikla hjálp við að leggja undirstöðu að baðmullariðnaðinum, byggingu áveitumannvirkja og iðnaðar- fyrirtækja, svo og þegar horfið var Irá hirðingjabúskap til sam- yrkjubúa. Arið 1925 komu sérfræðingar og visindamenn frá öðrum lýðveld- um með l'yrstu sendinguna af vinnuvélum og tækjum til Kirgisiu. Erlendir vinir hjálpuðu einnig ibúum Kirgisiu, svo sem fólk frá Austurriki-Ungverja- landi, sem þá var hrunið, Tékkar. Slóvakar, Ujóðverjar og Ungverj- ar. Verkamenn frá Tékkkó- slóvakiu stofnuðu samvinnulelag, sem sendi hóp manna árið 1925 til Kirgisiu og flutti með sér verk- færi og ta'ki, Samvinnuíélagið byggði raforkustöð, málm- bræðsluverkstæði og skinnaverk- smiðju. Siðar gengu Kirgisar, Rússar. Kazakhar, Uzbekar og Tatarar i samvinnufélagið. I byrjun fjórða tugs aldarinnar var samvinnufélagið orðið mikilvæg iðnaðarmiðstöð i norðurhluta Kirgisiu og taldi það 525 meðlimi. I>ar af voru 261 rússneskir, 76 frá Úkrainu, 79 frá Tékkóslóvakiu og Slóvakiu og fl. Verkstæði sam- vinnufélagsins urðu að voldugum iðnaðarfyrirtæk jum. Ein af þeim sovézku borgum, sem veittu Kirgisiu mikla hjálp var Leningrad. Samkvæmt samningi við sjálfstjórnarlýð- veldið Kirgisiu hóf Leningrad eftir 1930 að veita Kirgisiu hjálp, hvað snerti tækniútbúnað og tæki til að rannsaka framleiðslugetu Kirgisiu. Frá Leningrad voru sendir sérmenntaðir menn og frá Leningrad fékk Kirgisia vélar i iðnaðarfyrirtæki og kennslutæki. Fólk frá Kirgisiu var við nám i Leningrad og menntaði sig i við- gerðum, niðursuðu. vegnaðariðn- aði, prentun. skinnaiðnaði og fleiri framleiðslugreinum. Visindaakademia Sovétrikjanna lagði mikið af mörkum til þróun- ar Kirgisiu á fjórða áratug aldar- innar. Árið 1933 gerðu 100 starfs- menn Visindaakademiu Sovét- rikjanna athuganir á málm- og hráefnalindum Kirgisiu og árið þar á eftir voru þeir 150. Niður- stöður þessara starfa voru lagðar til grundvallar að þjóðarbú- skaparáætlunum Kirgisiu. lönaöur Nú er i lýðveldinu öflug fram- leiðsla raforku, rafhreyfla, land- búnaðarvéla, bila. málmskurðar- tækja og ýmislegt fleira. Á ár- unum 1917 1972 hafa verið byggð rúmlega 500 voldug iðnaðarfyrir- tæki og þar af 40 á siðast Iiðnum 5 árum. Nú er iðnaðarframleiðsla lýðveldisins á tveim dögum jafn- mikil og árslran.leiðslan árið 1913. Iðnaðarframleiðslan hefur 412-faldazt á árunum 1922—1972. Á árunum 1966—1970 var árleg aukning iðnaðarframleiðslunnar 12,5 prósent. Árieg framleiðsla raforku i lýö- veldinu er nú 3,9 miljarðar kw/klst., en árið 1960 var fram- leiðslan 872 kw/klst. Árið 1971 var raíorkulramleiðslan tvöfalt meiri en i öllu rússneska keisaraveld- inu. Raforkuframleiðsla á einstakling er 30 sinnum meiri en i Pakistan og næstum sex sinnum meiri en i Tyrklandi. Vatnsorkulindir Kirgisiu eru hinar þriðju mestu i Sovétrikjun- um. Rússneska lýðveldið er i fyrsta sæti og Tadsjikistan i öðru. i lýðveldinu er mikið af raforku- verum. Eitt þeirra stendur við ána Núrek og þverá hennar Tjan- Shan i næstum 2000 metra hæð yfir sjávarmál. Við byggingu þessa raforkuvers voru mörg vandamál leyst i fyrsta skipti og lausn þeirra sparaði mikinn tima og fjármagn. Nú er verið að byggja raforku- ver. sem verður 1 miljón og 200 þús. kw og verður það nefnt eftir hinu þekkta kirgiska skáldi, Toktogúl. l>að er áætlað. að það verði tekið i notkun árið 1975. Við byggingu stiflunnar fer steypi- vinna fram án notkunar krana. Stiflunni er skipt i hólf og þangað er steypunni hellt. Hún er jöfnuð og þjappað saman meö raf- magnsvinnuvélum. Þegar lokið er við að steypa hálfs meters lag, er næsta hólf undirbúið fyrir steypu. Stiflan verður 217 metrar á hæð og lónið getur tekið 19 miljónir rúmmetra vatns. Visindamenn og sérfræðingar telja. að við Núrek-ána og þverár hennar megi byggja 22 raforku- ver. sem i heild afkasta 30 miljarða kw/klst á ári. i lýðveld- inu hefur veriö komið á kolaiðn- aði. Árið 1970 var kolauppgröftur- inn 3,7 milj. tonn. en árið 1940 1,4 milj. tonn. Árið 1970 var stál- bræðsla 2 milj. tonn. en 1960 0.6 milj. tonn. Oliuvinnsla var 298 milj. tonn, en 1940 24 þús. tonn. Auk þessa eru þróaöar iðn- greinar, sem eru tengdar kröfum neytenda. Á árunum 1966—1970 heí'ur lramleiðsla ullarefna auk- izt 220 prósent. skólatnaðar um 120 prósent og prjónavöru um 130 prósent. I niundu limm ára áætl- uninni er áætlað aö þrefalda framleiðslu dúka og tvöfalda framleiðslu prjónavöru. Landbúnaöur Landbúnaður Kirgisiu er marg- þættur og háþróaður. í lok annars tugs aldarinnar var helmingur allra bænda i lýðveldinu hirö- ingjabændur, en tala þeirra var samtals 180 þúsund. Nú hefur hvert samyrkjubú og rikisbú að meðaltali 60 dráttarvélar, 20 kornsöfnunarvélar, 30 bila. Á ár- unum 1966 - 1970 jókst kornupp- skera lýðveldisins um 50 prósent. Framsækin bú safna 3,5 til 4 tonn- um af korni af hverjum hektara, 3—4 tonnum af baðmull af hverj- um hektara. Sauðfjai rækt er aðalgrein kvik- fjárræktar i Kirgisiu. Lýðveldið er i þriðja sæti, hvað snertir fjölda fjár og i öðru sæti, hvað snertir ullartekju af hverri kind. Sérfræðingar og visindamenn hafa komið upp sérstöku fjárkyni með fingerðri ull. Af þvi kyni er hvert reyfi 4—4,5 kg. Fé þetta er sterkt, þolgott og aðlagast vel lif- inu i fjallabeitilöndum. Á undan- förnum 15 árúm hefur fjáreign lýðveldisins meira en tvöfaldazt og nær nú fljótlega 10 miljónum. 1 lýðveldinu eru rúmlega 600 þús- und nautgripir og 228 þúsund hestar. i Kirgisiu er áveiturækt. Lónið i Toktogul - raforkuverinu. sem tekur rúmlega 19 miljaröa rúm- metra af vatni. gerir kleift að veita vatni á rúmlega miljón hektara beitilanda og akra i Kirgisiu. Úzbekistan. Kazakhstan og Tadsjikistan og þar að auki 400 þús. hektara eyðimerkurlands. Á árunum 1971—1975 er áætlað aðauka meðalkornuppskeru mið- að við árin 1966—1970 um 18 prósent. ullartekju um 18 prósent o.s.frv. Landbúnaðurinn fær til sinna umráða meira en 15þúsund dráttarvélar. 10 þúsund vörubif- reiðar og fl. Á árunum 1966—1970 var gróðursettur skógur i Kirgisiu á 36 þúsund hektara svæði. Það er kunnugt. að skógur ver jarðveg- inn bezt af öllu. en i Kirgisiu hafa grjótskriður og leysingar eyði- lagt jarðveginn frá ómunatið. Yfir 50 lönd og þar af 19 Evrópulönd flytja inn vörur frá Kirgisiu. Lífskjör og menning Á árunum 1966—1970 fengu 535 þúsund ibúar nýjar ibúðir og þar með sjötti hver ibúi. Það er áætl- aö i niundu fimm ára áætluninni að auka ibúðarhúsnæði um 40 prósent frá siðustu fimm ára áætlun. Nú eru rúmlega 20 læknar á hverja tiu þúsund ibúa i Kirgisiu og yfir 100 sjúkrarúm. Við byggingu hins volduga Toktogúl-raforkuvers unnu full- trúar 40 þjóðerna, og i Landbún- aðarvélaverksmiöjunni vinna fulltrúar 27 þjóðerna. i Rikishá- skólanum i Frunze, höfuðborg Kirgisiu stunda nám piltar og stúlkur af 32 þjóð þjóðernum. Alhliða samskipti við þjóðir Sovétrikjanna veita hagstæð skil- yrði fyrir þróun efnahags, visinda og menningar. Árið 1970 geisuðu miklir jarðskjálftar i tveim hér- uðum i Kirgisiu. Á austurströnd Issyk-kul vatnsins eyðiiögðust og skemmdust 7000 hús. 20 þúsund manns voru heimilislausir. Til hjálpar kom fólk frá öllum lýð- veldum, frá Siberiu, Úral, Moskvu. Leningrad. Áður en fyrstu vetrarkuldarnir hófust höfðu allir þeir, sem misstu heim- ili sin i jarðskjálftunum, flutt i ný hús. Árið 1914 voru alls 107 skólar i öllu héraðinu og var ekki kennt i neinum þeirra á kirgisku. Kirgiskir nemendur voru alls 500 og úr rikum fjölskyldum. Eitt frjálslynt blaö skrifaði á þeim tima: ,,Ef Kirgisiubúar halda áfram að læra á þennan hátt. munu þeir útrýma ólæsi eftir 400 ár”. Árið 1924 hóf sérstök nefnd athuganir á ritmáli Kirgisiu. Á árunum 1928—1932 var um það bil hálf miljón ólæsra og illlæsra við nám. Nú er þriöji hver ibúi i Kirgisiu við nám. 80 þúsund i skólum. 90 þúsund i æðri ■ menntastofnunum og tækniskól- um. 1 lýðveldinu eru 9 æðri menntastofnanir, sem útskrifa sérlræðinga i 78 greinum og 36 sérhæfðir miðskólar. Af hverjum 10 þúsund ibúum eru 161 stúdent. sem er tvöfalt meira en i Frakklandi og 50 prósent meira en i Bandarikjun- um. í lýðveldinu er hafinn undir- búningur lengingar skólaskyld- unnar upp i tiu ár. Af sérfræðingum með æðri menntun eru 32,5 þúsund konur, eða 49 prósent, en af sérfræðing- um með miðskólamenntun eru 54 þús. konur. eða 60 prósent. Konur, sem varið hafa doktorsgráðu eru 28, en 482 konur eru visinda- kandidatar. í heimsstyrjöldinni siðari var stofnuð undirdeild Visindaaka- demiu Sovétrikjanna i Frunze. Árið 1954 var stofnuð Visindaaka- demia Kirgisiu. i lýðveldinu eru 64 visinda- og rannsóknastofnanir og við þær starfa yfir 6000 vis- indastarfsmenn. Þann 7. nóv, 1924 kom út fyrsta kirgiska dagblaðið „Erkin-Too”, sem þýðir ,,Hin frjálsu fjöll”. Nú eru árlega gefnar út i lýðveldinu 5—6 miljónir eintaka bóka. Á þeim tima, sem Sovétstjórnin sat að völdum komu út yfir 17.000 bækur, að heildarupplagi 100 miljón eintök. Upplag 90 dagblaða er daglega 888 þús. eintök. 50 dagblöð eru gefin út á kirgisku að heildarupp- lagi 600 þús. og átta timarit, sem eru að heildarupplagi yfir 3 miljónir. i lýðveldinu eru um það bil 2700 bókasöfn og yfir 1000 kvikmyndahús, 7 starfandi leik- hús og tvær filharmóniuhljóm- sveitir og 17 alþýðuleikhús. Kirgiska þjóðin hefur þróað hina fornu menningu sina og lyft henni á nýtt stig. Fyrir byltingu átti þjóðin sér sjaldgæf þjóð- kvæði, sem varðveitzt höfðu kyn- slóð fram af kynslóð. Handrit söguljóðsins „Manas” hefur varðveitzt og endurspeglar það heimspekileg og listræn sjónar- mið margra kirgiskra kynslóða. Söguljóðið er nú eign allrar þjóð- arinnar og hefur öðlazt frægð ut- an landamæra Sovétrikjanna. Nú endurspegla verk kirgisku höfundanna Aitmatov, Bait- emirov og Aibajevu hið marg- breytilega nútimalif Kirgisiu, liðna tima og sögu landsins. Fyrir byltingu var list Kirgisiu aðallega fólgin i teppavefnaði, út- saumi, tréskurði og málmskurði. Það var ekki fyrr en i lok fjórða áratugs aldarinnar, að hófst þró- un málaralistar, grafikur og höggmyndalistar. Málarinn Tsjuikov, myndhöggvarinn Manúilova og grafikteiknarinn Iljina og fl. lögðu mikið af mörk- um til listalifs lýðveldisins. APN. STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ SÓKN VILBORG ARS J ÓÐUR Úthlutun úr sjóðnum fer fram fyrir jól. Þær félagskonur, sem vilja koma til greina við þessa úthlutun — og rétt eiga til styrks — , snúi sér til skrifstofu félagsins fyrir 15. þ.m. Reykjavik, 6. desember 1972. Starfsstúlknafélagið Sókn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.