Þjóðviljinn - 07.12.1972, Síða 11
FiinmtUdagur 7. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
A aukaþingi Golfsambands
íslands fyrir skömmu var
ákveöiö aö senda i fyrsta sinn
islenzkt u-landsliöið i golfi á
Evrópumeistaramótið sem
fram fer i Silkeborg i I)an-
mörku næsta sumar. Ilér er
um að ræða golfleikara 20 ára
og yngri. Sent verður 6 manna
lið.
Þess iná geta til gamans að
islandsmeistarinn i ár Loftur
Ólafsson og islandsmeistarinn
frá árinu áður og sá er varð i 2.
sæti á mótinu i ár, Björgvin
Þorsteinsson frá Akurcyri,
verða báðir i þessu liði. Og
eins og áður sagði er þetta i
fyrsta sinn, sem unglinga
landsliöer myndað hér á landi
i golfi.
Þá hafði golfsa mbandið
ákveöiö að islenzka landsliðið
tæki þátt i EM karla og átti
það að fara fram á trlandi. Nú
hefur verið ákveðið, vegna
óska Englendinga, Skota og
Wales-manna, að halda það
ekki þar vegna innanlands-
ástandsins og var mótið þvi
fært til Portúgal ???????
Þetta setur strik i reikninginn
þvi að GSl ræður ekki við
kostnaöinn að senda liðið
þangað.
Loftur Ólafsson islandsmeist
ari i golfi.
En nú fyrir skömmu barst
boð frá Lúxembúrg um að is-
lenzka liðið komi þangað
næsta sumar og að þar fari
frain landskeppni í golfi milli
Islands og Lúxembúrgar.
Heynt verður að haga þeirri
ferð þannig að islenzka liðið
geti farið fra Lúxembúrg til
Portúgal á EM og myndi þaö
minnka feröakostnaðinn stór-
lcga.
Þá ákvað þetta aukaþing, að
i stað nefskatts þess, er vcrið
hefur i gildi, þ.e. að félögin
greiöi til sambandsins vissa
upphæð af hverjum félaga,
skuli nú greiddar 100 kr.
til sambandsins af hverjum
keppanda i mótum golffélag-
anna. Þá var og ákveöið að öll
opin mót skuli vera punkta-
mót, en eftir er að seinja
reglur fyrir þessa nýbreytni.
Þá var og ákveðið, að GSÍ
skuli gefa út mótaskrá fyrir öll
golfmót og skuli hvert golffé-
lag kaupa skrár sem svari til
einnar á hvern félaga. Með
þessu móti hyggst GSÍ afla
fjár til starfsemi sinnar i stað
ncfskattsins en innheimta
hans hcfur gefizt illa.
Þess má að lokum geta að
Páll Á. Tryggvason var kjör-
inn formaður Golfsambands
islands.
Það er hægt að birta þessa frábæru Ijósmynd án nokkurs texta. Við vitum ekki hvar hún er tekin cn það skiptir ekki máli. Sem fréttamynd,
scm knattspyrnuinynd, og sem Ijósmynd, er hún í alla staði frábær.
F innskir áhugamenn?
Lasse Viren fær 10 þúsund finnsk
mörk fyrir næsta æfingatimabil.
Að þvi cr segir i skeyti frá
norsku fréttaslofunni NTB fá (i
finnskir frjálsiþróttamenn loþús-
und finnsk mörk frá finnska frjáls
iþróttasambandinu fyrir næsta
æfingatimabil. Þessu hafði sam-
bandiö lieitið þeim finnsku frjál-
iþróttamönnum, sem næðu að
komast i eitt af (i efstu sætunum i
sinni grein á ÓL i Munchen i
sumar. Sex menn náðu þessu
marki og fá þvi þessa peninga.
Eru þetta áhugamenn?
Undirritaður frétti það af
hreinni tilviljun að Reykjavíkur-
mótið i körfuknattleik væri hafið.
Og þegar leitað var eftir þvi hvort
þetta væri rétt kom i ljós að svo
var. Mótið var hafið án þess að
nokkur einasta tilkynning væri
send fjölmiðlum, eða án þess að
nokkur einasta auglýsing þess
efnis væri sett i blöð eða útvarp.
Hvernig stendur á þessu og hvaöa
tilgangi þjónar svona pukur?
Körfuknattleiksmenn kvarta
oft yfir þvi, og það með réttu, að
minna sé skrifaö i blööin um
körfuknattleik en aðrar bolta-
iþróttir. Astæðan er eflaust sú að
almenningur virðist hafa mun
minni áhuga fyrir körfuknattleik
en til að mynda knattspyrnu eða
handknattleik ef marka má að-
sókn að leikjum. En þaðerekki til
Þeir sem fá 10 þúsund mörkin
cru: Tapic Kantanen, Jorma
Kinnunen, Markku Kukkoaho,
Hannu Siitonen, Pekka Vasala og
Lasse Viren.
Þá fá :i0 frjálsiþróttamcnn 0
þúsund niörk hver. í allt greiðir
finnska frjálsiþróttasambandið
355:000 mörk til iþróttafólksins.
Þetta er upphæö sem svarar til
læpra 7 milj. isl. kr.
að bæta ástandið þegar Reykja-
vikurmót er látið fara fram, án
þess að nokkur fjölmiðill sé látin
af þvi vita.
Og ekki nóg með það. t byrjun
nóvember var send út tilkynning
þar sem sagði aö tslandsmótið i
körfuknattleik myndi hefjast i
desember. Ekki sagt hvenær eöa
með hvaða leikjum. Svo allt i einu
um siðustu helgi er mótið hafið án
þess að nokkur fjölmiðill sé látin
af þvi vita. Maður heyrir bara i
fréttum frá Akureyri að þar hafi
fyrsti leikur tslandsmótsins farið
fram um siðustu helgi. Þessi
framkoma forustumanna körfu-
knattleiksins á íslandi er fyrir
neðan allar hellur og svo kvarta
þessir menn undan þvi að grein
þeirra sé litið sinnt. Maður littu
þér nær.
Leynimótið
Best í
vand-
ræðum
Enn cinu sinni er George
Best, irski knattspv rnusnill-
ingurinn hjá Manchester Utd.,
kominn i vandræði vegna
framkomu sinnar. Hann mætti
ekki á tvær æfingar hjá félagi
sinu i siöustu viku og var sett-
ur út úr liöinu á laugardaginn
var fyrir vikiö.
Svo á mánudaginn mætti
hann ekki heldur á æfingu og
nú inunu forráðamenn Man.
Utd. vcra búnir að fá sig full-
sadda af framkomu hans.
Eins og menn muna lenti
Best i vandræðum i fyrra
vegna framkomu sinnar, er
hann mætti ekki á æfingar og
kom of seint til leikja, Nú cru
uppi raddir um aö Manchester
Utd. muni selja Best en hver
vill kaupa svona vandræða-
gemling þótt hann sé frábær
knattspyrnumaður þegar
liann æfir? Sagt er að forráða-
menn Derby hafi áhuga og að
þeir telji sig geta agað piltinn.
Sigurdór Sigurdórsson