Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 13
Fimintudagur 7. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13. Q Alistair Mair: Það var sumar i gær innri dyrnar. — Vertu eðlilegur, hvislaði hún. — Þú þarft ekki að gera annað. Hann elti hana inn i dimman ganginn og stóð kyrr meðan hún þreifaði eftir rofanum. Þegar ljósin kviknuðu deplaði hann aug- unum. Jean var að hrista regnið af kápunni sinni með nokkrum gusugangi. — Almáttugur, sagði hún. En það veður! Einhvers staðar heyrðist marr i rúmbotni. Karlmaður hóstaði lágt. Og kvenrödd barst fram um lokaðar dyr: — Ert það þú, elskan? Hún drap tittlinga til hans. — Já, mamma, sagði hún. — Við hvern varstu að tala? — Það er Simon, sagði hún. — Ég bauð honum i skjól. Veðrið er andstyggilegt. — Urðuð þið blaut? — Við erum talsvert blaut, sagði hún. — Það er úrhellisrign- ing. — Þá ættuð þið bæði að fá ykk- ur eitthvað heitt að drekka, góða min. Farðu með Simon fram i eldhús. —■ Allt i lagi, mamma. — En gættu að timanum. Mundu að við förum í kirkju i fyrramálið. — Allt i lagi! Hún sneri sér að honum með kimið bros í augum. — Kemurðu. Simon? — Hann elti hana inn i eldhúsið, lokaði á eftir þeim og teygði sig eftir henni. — Þú ert biræfin, hvislaði hann. — Þau eru rétt handan við ganginn. Hún kyssti hann i skyndi og vék sér frá honum. — Ekki hvisla, sagði hún lág- um rómi. — Talaðu eðlilega. Þá geta þau heyrt óminn en ekki orðaskil. En ef þau heyra ekki neitt, þá verða þau tortryggin. Þeim er ekki alls varnað. Hún setti vatn á ketilinn. — Farðu úr frakkanum, sagði hún rólega. Ef þú hengir hann hjá eldavélinni þá þornar hann svolitið. — En Jean — — Ekki hvisla, sagði hún. — Farðu úr honum. Hann yppti öxlum og fór úr vot- um rykfrakkanum. — Á ég að setja hann þarna? Honum brá þegar hann heyrði sina eigin rödd. — Já, sagði hún. — Þetta er ágætt. Ég hengi mina kápu á stól- bak. Og hér er handklæði. Meðan hann þurrkaði sér, at- hugaði Jean Ferguson á sér and- litið fyrir framan spegilinn. — Ég get litið gert við hárið á mér. sagði hún, — en þetta er þó skömminni skárra. Hann leit yfir til hennar um leið hann hann stakk greiðunni aftur i vasann. Hún sneri að honum baki, hallaöi sér eilitið til, lyfti hand- leggjunum upp að höfðinu svo að ung brjóstin risu. Hann fann blóð- ið ólga i æðum sér. Það var nótt þau voru alein. Og nálægð for- eldra hennar kryddaði allt sam- an. Hann gekk að henni og lagði varirnar að mjúkum hálsinum ofanvið fleginn ballkjólinn. Hann fann hvernig likami hennar lét undan sem snöggvast. Siðan sneri hún sér við og horfði á hann dökk- um, dreymandi augum. — Við verðum að tala, sagði hún. — Ég var búin að segja þér það. — Ég vil ekki tala. — Ef við gerum það ekki, þá kemur hún fram. — En hvernig veiztu að hún heyrir ekki hvað við segjum? — Hún heyrir það ekki, sagði hún. — Þú verður að treysta þvi. Hann þrýsti henni fastar að sér og bar varirnar að vanga hennar en hún vék sér fimlega undan. — Þolinmóður, sagði hún. — Við ætlum að fá okkur kaffi. Hún kom með bolla og undir- skálar og lagði á borð, Iét glamra i leirtauinu og teskeiðunum. Simon horfði á hana með ólundar- svip. Hann hafði stundað Jean Ferguson i næstum mánuð, hafði ef til vill fyrst og fremst heillazt af sögunum sem af henni fór,- en hann var farinn að efast um aö Þann 4/11 voru gefin saman i hjónaband i Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðssyni ungfrú Sigfrið Þormar Garöarsdóttir og Jón Pétursson. Heimili þeirra er að Njálsgötu 20, Rvik. Studio Guðmundar Garðastræti 2, simi 20900. Brúðkaup Þann 23/9 voru gelin saman i hjónaband i Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðssyni ungfrú Stein unn Steinþórsdóttir Kleppsveg 72 og Karl Rósinbergsson Nesveg 44. Studio Guðmundar. Garðastræti 2, simi 20900. nokkur fótur væri fyrir þeim. Þrisvar sinnum hafði hann skilið við hana i uppnámi eftir faðmlög. en til þessa hafði hún fyrst og fremst sýnt fádæma leikni i að smeygja sér úr áköfum armlög- um. Hann gerði sér ekki vel ljóst. til hve mikils hann ætlaðist, en hann var að byrja að finna til óþolinmæði yfir að fá ekkert i aðra hönd. Og nú var hún að leika mömmu litlu. ná i sex og sykur og blaðra utii dansleik sem var lið- inn og búinn. — Svart eða með mjólk? spurði hún fjörlega. — Svart, sagði hann. — Þá þurfum við ekki mjólk- ina. Húnsetti flöskuna i isskápinn aftur. — Ég sá ekki Susan. — Hún var ekki. — Af hverju ekki? Var hún eftir sig eftir siðustu helgi? Hann starði á hana. — Hvað áttu við? — Tja... bara það sem ég sagði. Hún stakk býsna fljótt af frá hon- um Phil vini þinum. — Já,ég veit það. Hún var ekki vel hress. Stúlkan setti lokið á Nescaffi- dósina og brosti ibyggin. — Jæja, var það skýringin. — Já, auðvitað. Hvað annað? — Var ekkert til i því að Phil gerðist áleitinn og fengi hné á versta stað fyrir frekjuna? — Ég hef ekkert heyrt um það. — En þannig var það nú samt. — Simon fann til óvæntrar reiði. Susan var ekki af þvi tag- inu. Þótt hann væri bróðir henn- ar, gerði hann sér það ljóst. Og ef Phil hafði reynt eitthvað, þá gat hann átt von á þvi sem hann fékk. Hann ætti að vita að það var hægt að reyna til við sumar stúlkur og aðrar ekki. Og maður var ekki áleitinn við systur vinar sins. Það var satt og vist. — Hvernig veiztu það? spurði hann. — Þú varst með mér. — Já, elskan. En Betty McLaren var ekki með þér. Hún ýtti bollanum hans yfir borðið. — Hún var að kela við Biil Thomson undir næsta tré. Hún sá það ger- ast. — Sá hvað gerast? — Jú, eftir þvi sem Betty sagði, þá voru bau i sælu kelerii eins og allir aðrir, þú veizt, andköf og stunur allt i kring eins og vera ber. Þá sagði Susan: — Gerðu það ekki svona! og hvislið barst margrakilómetra leið. Og auövit- 1 áð fór Betty að leggja við eyrun. Og Bill þótti þetta býsna fyndið. Hann sagði: — Hvernig vill hún að hann geri það? Standandi á höfði? — Allt i lagi, sagði Simon. — Slepptu smáatriðunum. Hvað gerðist svo? — Ja, ekkert alveg strax. Þau róuðust dálitið aftur. ()g Phil hlýtur að hafa haldið að allt væri i bezta lagi, þvi að eitthvað reyndi hann að minnsta kosti. Betty sá það ekki almennilega — — Var hún enn að horfa? Auðvitað var hún að horfa. Maður snýr sér ekki undan ó- keypis leiksýningu. En hún var ekki viss um hvort hann byrjaði að ofan eða neöan. Alla vega vissi hún ekki fyrr en Phil stóð i hnipri og æpti ,,Guð minn góður” eins og særð górilla og Susan æpti ,,Láttu mig i friði”, svo að heyrð- ist um allan garðinn, og þar meö var öllu lokið. Hún þaut að sækja kápuna sina og hann laumaðist inn i skuggana og allir aðrir hlógu dátt. — Geysifyndið, sagði Simon. Já, eiginlega var það fyndið. Ég á við, að hún var auðvitað systir þin og allt það, en hún þarf þó ekki að gera svona hræðilegt veður út af hlutunum. — Hann átti ekkert með að reyna. það. - Af hverju i ósköpunum ekki? Hún er uppkomin stúlka. Ekki svo uppkomin, sagði Simon. — Að þessu leyti er hún ekki annað en barn. Hún litur ekki út fyrir það, sagði Jean þurrlega. — Ekki i kjólnum sem hún var i siðasta laugardag. Og hún kemur ekki þannig fram heldur, þegar hún vaggar sér yfir dansgólfið. — Það er allt annað mál. — Ég læt það vera. Hún kemur strákunum til og segir svo hingað og ekki lengra. Simon fékk sér kaffi til að róa taugarnar. — Þú getur trútt um talað, tautaði hann. — Þú ert ekki hótinu betri. Henni virtist skemmt. FIMMTUDAGUR 7. desember. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn barn- anna kl. 8.45: Einar Logi Einarsson heldur áfram sögu sinni „Ævintýri á hafs- botni” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. ' Ileilnæmir lifsbættir, kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir flytur þátt sem nefn- ist: Meltingin byrjar i munninum. Morguupopp, kl. 10.45:Black Sabbath syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. llljómplötusafniö (endurt.þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþáttur: Úr b e i m a h ö g u m . G i s 1 i Kristjánsson ritstjóri talar við Þorstein Sigfússon á Sandbrekku, Fljótsdals- héraði. (Endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir lugunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson á Melum les (11). 15.00 Miðdcgistónleikar: Frá túnlistarhátiö i Marias i Frakklandi s.l. sumar. Ensemble Instrumental de France leika verk eftir Bod- in de Boismortier. Francois Joseph Gossec, Henri- Joseph Rigel. Jean-Marie Leclair og Jaques Aubert. 16.0 0 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. 16.25. Popphornið. Dóra Ingvadóttir kynnir. 17.10 Barnatimi: Soffia Ja- kobsdóltir stjórnar.a. Jólin i ganila daga. Soffia og Ragnheiður Steindórsdóttir flytja ýmislegt efni. b. „Jólaljós” saga eftir Sigur- björn Sveinsson. Margrét Pétursdóttir 10 ára les. c. Útvarpssaga barnanna: „Sagan bans lljalta litla” cftir Stefán Jónsson. Gisli Ilalldórsson leikari les (20). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason, menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.05 Kinleikur i útvarpssal: Lára Kafnsdóttir leikur á pianó verk eftir Liszt og Skrjabin. 20.25 Leikrit: „Engin ástæða til uppsagnar” eftir Klas Kwert Everwyn. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Persónur og leikendur: Kurt Melchers: Pétur Einarsson, Lisbeth Melchers: Guðrún Asmundsdóttir, Kramer, húsbóndi Melchers: Gisli Halldórsson, Frú Leine- weber: Sigriður Hagalin, Frú Wengenrot: Margrét Olafsdóttir, Lögreglufulltrúi: Helgi- Skúlason, Dr. Wolf lögmað- ur: Rúrik Haraldsson, Læknir: Jón Sigurbjörns- son, V i ðskiptavinur: Guðrún Stephensen, Fuiltrúi verkalýðsfélags: Erlingur Gislason, Fulltrúi vátryggingafélagsf Guð- mundur Pálsson, Verk- smiðjufulltrúinn: Baldvin Halldórsson. 21.35 K i n s ö n g u r : T e r e z a Bcrganza syngur óperuari- ur frá 18. öld með hljóm- sveit Covent Garden óper- unnar, Alexander Gibson stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurlregnir. i sjón- h e n d i n g . S v e i n n Sæmundsson talar við Björgólf Gunnarsson um strið og daglegt lif i tsrael. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. STYRKT ARS J ÓÐUR MEISTARAFÉLAGS HÚSASMIÐA Þeir aðilar sem sækja vilja um styrk úr styrktarsjóði Meistarafélags húsasmiða, komi skriflegum umsóknum til skrifstofu félagsins að Skipholti 70 fyrir 15. des. Stjórnin FÉLAC ÍSLENZKRA HLJÉllSTffllM #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri linsamlcfjast hringið í 202SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.