Þjóðviljinn - 08.12.1972, Page 3

Þjóðviljinn - 08.12.1972, Page 3
Köstuclagui' S. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Nefndin bendir á fjölmarga valkosti — segir Þröstur Ólafsson Nú í vikunni skilaði efna- hagsmálanefnd ríkissf jórnarinnar niður- stöðum sinum til stjórnar- innar en nefndin hefur undanfarið unnið að úftekt þess vanda í efnahagsmál- um, sem við er að glíma í þjóðarbúskapnum. Þessi nefnd hefur manna á milli verið nefnd ,,val- kostanefnd" en einn þeirra, sem í henni áttu sæti, er Þröstur Ölafsson, hag- fræðingur. Þjóðviljinn hitti Þröst að máli og lagði fyrir hann fáar spurningar: *»Nú hefur efnahagsmálanefndin skilað áliti. en hvaða verkefni var ykkur falið að vinna'? - Það var nú dálitið óljóst, en i skipunarbréfi nefndarinnar er m.a. tekið fram, að hún skuli setja fram hugmyndir i efnahags- málum, er miði að þvi meðal annars að treysta grundvöll at- vinnuveganna, viðhalda nú- verandi kaupmætti launa og fyrirbyggja að verðlag hækki hér meira en i nágrannalöndunum. — Hve langan tiroa starfaði nefndin. og hvernig hafið þið staðið að þessu verki? - Verkið hefur tekið rúma 3 mánuði. Mestur timi hefur farið i að safna upplýsingum, sem fengnar voru frá Hagrannsókna- deild Efnahagsstofnunarinnar og frá Seðlabankanum um ástand á árinu 1972 og horfur varðandi árið 1973. Siðan var reynt að skilgreina markmið efnahagsstef nunnar 1973. Við greiningu efnahags- vandans var eingöngu stuðzt við þjóðhagsstærðir, þ.e.a.s. ekki l'arið i að skoða skipulagsatriði hagkerfisins eða samsetningu þess i smærri atriðum. Með þetta i huga voru ra'ddar þa'r leiðir, sem kynnu að koma þessum stærðum, sem ljallað var um,sem næst jafnvægi á árinu 1973. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nefndinni voru gefnar, virtist vandinn liggja fyrst og iremst i þenslu i hagkerfinu á mörgum sviðum, sem kemur fram i óhagstæðu kostnaðarhlutfalli út- flutningsatvinnuveganna. Tekjur þeirra nægðu ekki til að standa undir framleiðslukostnaði og eðli- legum afskriftum. * \ — Hvað um útkomuna af starfi ykkar - og skilaði nefndin sameiginlegu áliti? 81 nemandi í Banka- lMÖstur ólafsson Skýrslan er send út i nafni nefndarinnar allrar. en i um- ra'ðum nefndarmanna og i fylgi- skjölum koma fram mismunandi skoðanir nefndarmanna ba'ði á ýmsum leiðum og varðandi það að hvaða markmiðum ætti að stefna i efnahagsmálum á árinu 1973. — Kr um margar leiðir að ra'ða? Leiðirnar eru i sjálfu sér ekki margar, en á hverri leið eru nær óteljandi tilvik eftir þvi, hvaða hagstjórnarta'kjum menn lelja rétl að beita, og eftir þvi hvaða markmiðum menn leggja áherzlu á að ná. l>ar er auðvitað um pólitiskt mal að ra-ða. Nú hafa stjórnarandstöðu- blöðin sagt ýmislegt um el'ni tillagna ykkar, l.d. fullyrðir Visir, að þið leggið einróma til gcngis- hekkun, er þetta rétl? Nefndin gerir engar sér- stakar tillögur til lausnar vandanum. en bendir á fjölmarga valkosli, og einn af þeim er vissu- lega gengisla'kkun. Nefndin gerði tilraun til að leggja vissl mat á, hvaða leiðir nái bez.t hinum ein- stöku markmiðum. Kf Visir telur að nefndin hafi lagt til gengisla'kkun, þá má það þvi aðeins til sanns vegar ía'ra, ef blaðið telur þau ein markmið sjálfsögð, sem auðveldast er að ná með gengishrkkun, en á það heíur nefndin ekki lagt neitt mat. manna- skólanum t gær var Bankamannaskólan- um slitið. Nemendur voru 81, þar af 69 stúlkur. Þrettán nemendur hlutu ágætiseinkunn, og varð efst Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kiskveiðisjóði. Hún hlaut 9.6 i aðaleinkunn, en 10 i vélreikningi. Fyrir þá frammistöðu fékk hún sérstaka viðurkenningu frá ADDO umboðinu hér. Allir nemendur, sem fengu ágætis- einkunn, hlutu islenzku orða- bókina i verðlaun. Starfsár skólans hófst með þriggja mánaða framhaldsnám- skeiði, þar sem fjallað var um gjaldeyrismál, lög og reglur um tékka og tékkaviðskipti og stjórnun. A námskeiðinu fyrir nýja starfsmenn bankanna var fjallað um öll almenn bankavið- skipti. Myndin sýnir hópinn sem fékk ágætiseinkunn og skólastjórann Gunnar Blöndal. Þess skal getið að i þessum hópi var fyrsti og eini nemandinn frá Alþýðubankanum. Kristinn syngur í 5 sovézkum borgum Moskvu — AI’N. Þann 6. ili'seinber kom til Moskvu hinn þekkti islen/.ki söngvari Kristinn llallsson. Ker hann i söngleika- ferft um Sovctríkin og stendur hún til 21. desember. Undirleikari cr Lára Itafnsdöttir. Kristinn Hallsson heldur tón- leika i borgunum Smolensk, Riga, Vilnius, Novosibirsk og Alma-Ata, höfuðborg Kazakstans. Flytur hann islenzk verk eldri og yngri, þjóðlög frá öðrum N o r ð u r 1 ö n d u m , óperuariur eftir Verdi, Wagner og Borodin. Kristinn Hallsson hefur áður heimsótt Sovétrikin ásamt Karla- kórnum Fóstbræðrum árið 1960. Eldhættutími fer nú í hönd Þaft fer ekkert milli mála aft desembermánuftur er mesti eld- liætlu mánuftur ársins og á hverju ári gerir slökkviliftift og lögreglan i Rcykjavik sérstakar ráftstafanir þess vcgna. Þaft fer saman aft áramótabrennur, j ó 1 a t rés- skcmmtanir og skoteldasala á sér staft á stutlum tiina i desember. Allt eykur þetta á hættuna. Það kom fram á fundi með slökkviliðsstjóranum i Reykja- vik.Rúnari Bjarnasyni.og Bjarka Eliassyni yfirlögregluþjóni i gær, að mikið er gert til að koma i veg fyrir bruna og slys þennan tima. Þeir sem ætla að hlaða ára- mótabálkesti verða að sækja um leyfi og það leyfi er ekki veitt nema allar aðstæður séu góðar, til að halda brennurnar á þeim stað sem óskað er eftir. Þá er og að þeir sem ætla að halda jólatrésskemmtanir fyrir börn verða að sækja um leyfi og á hverri skemmtun er viðstaddur slökkviliðsmaður sem fylgist með þvi sem fram fer. Engin fær leyfi til að halda slika skemmtun nema að eldvarnir séu i fyllsta lagi á staðnum. Þá er mjög strangt eftirlit með sölu flugelda hér á landi. Sala á hvers konar sprengjum eins og hinum svo kölluðu „kinverjum” er algerlega bönnuð. Aðrir flug- eldar eru ekki leyfðir hér en þeir sem lögreglan hefur samþykkt en þaö eru bæði innfluttir flugeldar og innlendir en slikir flugeldar eru framleiddir af tveim aðilum hér á landi. Þá má loks taka fram, að brennur um áramótin eru alls ekki leyfðar frá Laugarnesi og með fram ströndinni að Kleppi. Þarna er sérstaklega mikil eld- hætta og vill lögreglan taka fram að þarna verða brennur ekki leyfðar. Leyfi fyrir áramótabrennum verða veitteftir 10. þ.m. og er það gertisima 10145 hjá lögreglunni. —S.dór. íhaldsmeirihlutinn samþykkti: Hækkun hitaveitu gjalda um 13% A fundi borgarráfts Reykja- vikur i fyrradag var samþykkt meft þremur atkvæftum ihalds- fulltrúanna tillaga, sem lögft skyldi fyrir borgarstjórn um hækkun á gjaldskrám Hitaveitu Reykjavíkur. Gerir tillagan ráft fyrir 13% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur. Borgar- ráðsmennirnir Kristján Bene- diktsson (F> og Sigurjón Péturs- son <AB> voru andvigir liækk- Reglum um lífeyrissjóð er nú breytt Adda Bára Sigfúsdóttir flutti nýlega tillögu i borgarstjórn um að sú breyting skyldi verða á reglugerð lffeyrissjóðs borgar- starfsmanna, að upphæð maka- lifeyris yrði hundraöshluti af launum þeim er fylgja þvi starfi er hinn látni gegndi siðast. Margir mánuðir voru þá liðnir ' frá þvi að þessi regla tók gildi að þvi er varðaði lifeyrissjóð rikisstarfsmanna, en stjórn lif- eyrissjóðs borgarstarfsmanna hafði ekki hreyft sig i málinu. Nú hefur tillöguflutningur Oddu Báru borið árangur og hefur borgarráð samþykkt breytingu á reglugerð lif- eyrissjóðs borgarstarfsmanna, sem gengur i fyrrgreinda átt. uninni og létu bóka eftirfarandi: „Vift teljuin hækkun á taxta II.R. um 13% of mikla og stöndum ekki aft tillögu um svo mikla liækkun hitaveituverfts.” Tekið skal fram, að borgarráð eða borgarstjórn geta ekki ein- hliða ákveðið hækkun hitaveitu- gjalda i Reykjavík. Samþykki verðlagsstjóra verður og að koma til. Á fundi borgarstjórnar i gær- kvöld var þetta mál afgreitt. NY LJOÐABOK ÓLAFSJÓHANNS Aft laufferjum heitir ljófta- bóke.ólaf Jóliann Sigurðsson sem Helgafell hefur gefift út. Gcymir hún 30 ljóft, ort á árun- um 1958-68. 1 bókarkynningu segir á þessa leið: „Ljóðin bera vitni sterkri rækt máls, hreinni skynjun, djúpri tilfinningu. Þau eru trúverðug, sönn bæði að áferð og innviðum. Skáld- sagnagerð Ólafs Jóhanns er vissulega stórum meiri fyrir- ferðar i bókmenntum vorum en ljóð hans. Sjálfur kveður hann ljóðin i þessari bók orðin til i tómstundum. En þeir sem hafa lagt eyra við þvi sem ósviknast er i islenzkri ljóða- gerð undanfarna tvo til þrjá áratugi vita, aö þau eiga lika öruggt rúm i islenzkum bók- menntum.” Að laufferjum er þriðja bók Ólafs Jóhans, sem út kemur á Olafur Jóhann. þessu ári — áöur komu skáld- sagan Hreiðrið og smásagna- safnið Seint á ferð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.