Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 4
4.SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur S. desember IÍI72
Frímann Helgason
Fæddur 21.8 1907 - dáinn 29.11. 1972
bakklæti er okkur nú efst i
huga. Og söknuður. — Hann var
einn af stofnendum Samtaka
íþróttafréttamanna, og átti sæti i
stjórn beirra mörg fyrstu árin.
Hann var brautryðjandi. Fyrstur
varð hann til þess að skrifa reglu-
lega um iþróttir i dagblað, — á
hverjum degi birtist eitthvað eftir
Frimann, sem iþróttaáhugamenn
iásu með athygli. — Hann vildi
vekja áhuga fólks á iþróttum og
gildi þeirra. Hann vildi hvetja
unga menn til að flykkja sér undir
merki iþróttahreyfingarinnar.
Hann vann að þvi að gera góða
drengi að betri mönnum.
i þrjá áratugi starfaði hann
sem iþróttalréttamaður, auk þess
sem hann hafði aðra atvinnu.Og
þar að auki lét hann til sin taka á
sviði félagsmála innan iþrótta-
hreyfingarinnar, þvi oft var lil
hans leitað, ba'ði innan eigin fé-
lags og aðrir gerðu það lika; þeir
vissu sem var, að til Frimanns
var golt að leita. Siðustu árin
vann hann að þvi að skrá sögu
knattspyrnunnar og handknatt-
leiksins hér á landi.
Aðrir rekja æviferil Frimanns,
og sjálfsagt verða margir til þess
aðskrifa um a'skulýðslciðtogann,
keppnismanninn og félagann
Frimann Helgason. Það hala lika
margir margt lil málanna að
leggja margir þurfa að þakka
lyrir sig.
l*að gerum við al' heilum huga.
Konu Frimanns og
aðstandendum öllum vottum við
samúð, þau hala misst mikinn
mann, og góðan dreng.
Kvcðja Irá Samtökum
iþróttafréUamanna.
•
Frimanni Helgasyni á Þjóðvilj-
inn margt að þakka. Og iþrótta-
hreyling á Islandi. Fólkið i
iþróttahreyl ingunni sem naul
starfs hans, liðsmanns og
Irúnaðarmanns iþróllasamtaka
og þriggja áratuga skrila hans i
Þjóðviljann um iþróttamál.
llann var á he/.ta aldri þegar
hann (ók að skrifa i Þjóðviíjann,
það var árið líCill, og orðinn rosk-
inn þegar hann ha-tti. þrjátiu ár
um siðar. Með honum og ritsljórn
Þjóðviljans tókst þegar eftir stutt
kvnni náin samvinna, sem hélzl
snurðulaus alla tið. Kitstjórnin
hafði reynt að hafa nokkur
iþróttaskrif i blaðinu áður, en það
orðið stopult. Nú kom maður til
þess starfs, sem gerði iþrólta-
skrilin i Þjóðviljanum að merk
um þætti blaðsins, að iþrótta-
málgagni. og um leið að drjúgum
þa-lti a-vistarfs sins. Það er rangt
sem gel'ið hefur verið i skyn að
Frimann hali þurft að ýta iþrótta-
elni að Þjóðviljanum. Ollum rit-
stjórum Þjóðviljans hel'ur verið
áhugamál að iþróttaskrif i blað-
inu yrðu sem be/.t. Þegar blaðið
sta'kkaði. úr ljórum siðum i átta
194:!. úr átta siðum i tólf 1953. var
scrstaklega að þvi hugað og ráð
lyrir þvi gert að iþróttirnar
lengju meira rúm. Og lengi fram-
an af varð aukning iþróttaskrif-
anna með þvi móti að lögð var
þyngri vinnubyrði á herðar
Frimanns Helgasonar. sem hann
lók á sig með þvi hugarfari að
hann gæti nú unnið betur fyrir
iþróttahugsjón sina.
Hann gekk að starfi sem
iþróttaritstjóri með dæmafárri
atorku og samvizkusemi sem
aldrei brást og vita kannski
engir betur en ritstjorar dagblaðs
hvilikt lán er að eiga samstarfs-
menn sem þannig vinna.
Krimann lét ekki við það sitja i
iþróttaskrifum að flytja einungis
fréttir. Honum var þróun og vel-
ferð iþróttahreyfingarinnar
hjartfólgið mál, og félagslegt
gildi iþróttanna i uppeldismálum
og tómstundaiðju þjóðarinnar. Sá
þáttur kom ekki sizt fram i
Þjóðviljanum. Hann ætlaðist til
mikils af iþróttamönnum, og þá
ekki sizt trúmennsku i leik og
starfi og fyrirmyndarframkomu.
En þyngstar kröfur gerði hann til
sin sjálfs. Það sannar bezt ævi-
starf hans að iþróttamálum, unn-
ið utan venjulegs vinnutima. Sá
hluti þess starfs sem að Þjóðvilj-
anum sneri var unnið með þeim
ágætum að lengi mun til vitnað.
Hins vegar þótti ekki öllum jafn-
vænt um að sjá Þjóðviljann verða
brautyðjandablað i iþróttaakrif-
um; og fátt held ég Frimanni hafi
sárnað meir en ef reynt var innan
iþróttasamtakanna að láta hann
gjalda þess að hann skrifaði i
Þjóðv. En illa hafa menn þekkt
skapgerð Frimanns Helgasonar
hali þeir haldið ha'gt væri að ýta
honum til hliðar af starfsvett-
vangi sem hann hafði kosið sér.
Enda var staða hans i iþrótta-
hreyfingunni styrkari stofn en svo
að blásinn yrði um koll af
pólitiskum goluþyt.
Engum sem kynnlisl Frimanni
Helgasyni mun gleymast hve upp
örfandi hlýleg og röskleg fram-
koma hans var. I hvert skipti sem
maður hitti hann var likast þvi að
hann vaæi að mada lil leiks, glað-
ur og reifur. A yngri árum gat
liísgieðin brotizt út i ærslakæti.
Eitt sinn sópaði hann ritstjórn
Þjóðviljans og prenturum Vik-
ingsprents á miskunnarlausar
knattspv rnuæfingar suður á
oskjuhliðarmelum, og ..þjálfaði”
okkur undir kappleik við Morgun-
blaðið og isafoldarprentsmiðju.
Það var eftirminnileg þjálfun og
öllum þótti gaman, en bezt held
ég að þjálfarinn hali skemmt sér
af tilburðum hinna vænlanlegu
knattspyrnumanna. Og' oft var
glatt á Melavellinum i leikslok
þegar Valur hafði rétt einu sinni
unnið; en um eitt skeið var vörnin
hjá Val. Frimann og félagar, orð-
in þjóðsaga. Löngu, löngu siðar
kemur svo dagur eða kvöld eða
réttara sagt miðnætti. Maður sit-
ur eftir kvöldvakt bjarta sum-
arnótt móti Frimanni, sem komið
hafði með iþróttafrétt i blaðið á
elleftu stundu, og ég fór að ympra
á áhyggjum minum vegna þess
að hann a'llaði að fara að draga
úr iþróttaskrifum sinum i Þjóð-
viljann. Var það kannski eina
skiplið öll okkar samvinnuár að
hann opnaði hug sinn, og ég fann
að ekki er allt sem sýnist? Mér
skildist þá til fullnustu það sem ég
hal'ði átt að vita löngu fyrr, að
einnig ævistarf i þágu lelagshug -
sjóna er ekki unnið áreynslulaust
eða auðveldlega. Mér varð hugs-
að lil allra kvöldanna. óteljandi,
um áratugi. þegar iþróttaþjálfun
og kappleikir, félagsstarf i
iþróttasam tökum og starf
iþróttafréttamanns hafði bundið
þennan mann fjarri heimili sinu
og öðrum hugðarefnum, og svipt
hann eðlilegri hvild að loknum
vinnudegi. Svo fávis getur maður
staðið andspænis jafnhraustum
manni og Frimanni Helgasyni að
það virðist ótrúlegt að þessi mað-
ur geti lika elzt, lika þeytzt. Ekki
bar á neinni eftirsjá, en ég fann
að hann vildi ekki að ákvörðun
hans ylli misskilningi. Enda lét
hann sér annt um iþróttaefni
Þjóðviljans eftir sem áður, og það
urðu nánir félagar hans ungir.
sem af honum höfðu lært, er héldu
starfi hans áfram og halda enn.
Frimann Helgason var einn
þeirra manna sem örðugt er að
hugsa sér dáinn. Ævistarfið mun
lengi geyma orðstir hans. i hug
þeirra sem þekktu hann mun
hann lifa jafnlengi þeim.
Sigurður Guðmundsson.
•
Frimann Helgason var fæddur
að Litlu-Hlið i Mýrdal 21. ágúst
1907. Hann lézt á sjúkrahúsi i
Reykjavik eftir stutta legu þann
29. nóvember s.l.
Með Frimanni Helgasyni er
genginn drengskaparmaður, hug-
Ijúfur og minnisstæður. Hann
helgaði sig iþrótta- og félagsmál-
um af lifi og sál. Ohætt mun að
fullyrða, að allar hans tómstundir
hafi verið helgaðar þessum
áhugamálum.
Frimann átti sæti i stjórn
íþróttasambands tslands i 15 ár,
og kynntist ég honum vel á þeim
árum. Hann vann ætið af ein-
lægni, ást og áhuga að iþrótta-
málum. Frimann var fjölfróöur
um öll iþróttamál og hafði mikinn
félagslegan þroska, tillögugóður
og viðsýnn.
F'rimann átti sæti i stjórn
Knattspyrnufélagsins Vals i sam-
tals 10 ár og þar af var hann for-
maður félagsins i 4 ár. Hann var i
hópi beztu knattspyrnumanna
okkar. Islandsmeistari i knatt-
spyrnu varð hann alls 10 sinnum,
og fyrirliði Vals-liðsins á leikvelli
var hann á þessum árum. Hann
lék lengst af sem vinstri bakvörð-
ur, en einnig sem miðframvörð-
ur. Frimann var mikill keppnis-
maður og góður félagi.
Eftir að hann hætti stjórnar-
störfum i Val, lét hann málefni
yngstu flokkanna mjög til sin
taka bæði sem félagslegur leið-
togi og þjálfari, og mun áhrifa
hans i félaginu lengi gæta hans og
hans verða minnzt.
A uppvaxtarárum Frimanns i
Mýrdal komst hann i kynni við
glimuna og æfði hana um skeið og
varð vel liðtækur sem glimumað-
ur. Hann hafði góða þekkingu á
þeim málum og var glimuunn-
andi alla tið og hefur skrifað um
glimu.
Frimann gerðist iþróttafrétta-
maður Þjóðviljans árið 1938 og
gegndi þvi starfi i 30 ár, og var
hann fyrsti maðurinn hér á landi
er gerðist sérstakur iþróttafrétta-
maður. A þeim árum þótti
iþróttasiða Þjóðviljans bera af
hvað fjölbreytni og efnisval
snerti, enda gleymdi Frimann
ekki hinni félagslegu hlið.
Tvær bækur hefur Frimann
skrifað, sem fjalla um iþrótta-
menn. Frimann Helgason hefur
átt sæti i mörgum nefndum, sem
fjallað hafa um skipulag iþrótta-
mála. Hann hlaut æðstu heiðurs-
merki Iþróttasambands Islands
og félags sins, Knattspyrnufé-
lagsins Vals.
Um leið og ég þakka Frimanni
Helgasyni allt gott frá fyrstu
kynnum til siðustu funda votta ég
samúð konu hans Margréti
Stefánsdóttur og börnum, jafn-
framt þvi að árna þeim allra
heilla i framtiðinni.
Kjartan Bergmann Guðjónsson.
•
Ég hygg, að mér hafi ekki
brugðið jafn mikið við andláts-
frétt og þegar mér var sögð frétt-
in um lát vinar mins, læriföður og
samstarfsmanns, Frimanns
Helgasonar. Aðeins fáeinum
klukkustundum áður en hann
veiktist ræddum við saman og þá
var hann jafn hress og kátur og
hann átti vanda til. Að þetta yrði
hinzta kveðja, það datt mér ekki i
hug, ekkert var fjær hugsun.
Kynni okkar Frimanns hófust
1957 þegar hann gerðist þjálfari 2.
fl. pilta i Val, og siðan þá hefur
vinátta okkar haldizt. Við höfum
unnið saman i ritnefnd Valsblaðs-
ins og hér á Þjóðviljanum þegar
ég byrjaði sem iþróttafréttaritari
blaðsins undir hans stjórn.
Fyrir þessi kynni vil ég nú
þakka þegarég kveð þennan góða
vin minn hinztu kveðju. Um ævi
hans og störf, hinn einstæða
iþróttamannsferil hans, hið mikla
starf hans að málefnum Vals og
iþróttanna i heild, og siðast en
ekki sizt brautryðjandastarf hans
i iþróttaskrifum og iþróttafrétta-
mennsku munu aðrir mér kunn-
ugri skrifa.
Þetta eiga aðeins að vera fáein
kveðjuorö til manns sem ég mat
meira en nokkurn annan mér
óskyldan. Mann, sem ég hef lært
meira af en flestum öðrum.
Bezt kynntist ég Frimanni i
samstarfi okkar i ritnefnd Vals-
blaðsins. Orðið kynslóðabil fékk á
sig svo einkennilega mynd og var
svo fjarlægt þegar Frimann
Helgason var annars vegar. Við
sem vorum 30 árum yngri, vorum
stundum mun eldri i hugsun en
hann. Frimann umgekkst alla
eins og jafningja. Börn, ungling-
ar, ungt fólk, gamalt fólk, allir
áttu jafn gott með að tala við Fri-
mann. Hann átti áhugamál sem
öllum hentaði. Þáttur hans i Vals-
blaðinu, „Hinir ungu hafa orðið”,
F'rh. á bls. 15
Kveðja frá Val
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ
VALUR kveður i dag Frimann
Helgason, en hann lézt eftir
skamma legu hinn 29.
nóvember siðastliðinn. Andlát
hans kom öllum samverka-
mönnum hans, vinum og fé-
lögum mjög á óvart.
Með fráfalli Frimanns
Helgasonar á Valur á bak að
sjá einum sinna beztu félaga.
Allt frá þvi að hann gérðist fé-
lagi Vals, ungur að árum,
fyrir meira en 40 árum, hefir
hann staðið i fylkingarbrjóti, i
leik og keppni og félagslegri
uppbyggingu. Frimann
Helgason var rúmlega
tvitugur er hann tók sér stöðu
undir merki Vals og trúr og
traustur stóð hann undir þvi
merki allt til aldurtilastundar.
Það kom fljótlega i ljós, að i
Frimanni Helgasyni hafði
Valur eignazt glæsilegan og
þróttmikinn leikmann, sem
gerði garðinn frægan og
mikils mátti af vænta i fram-
tiðinni. Frimann Helgason var
og einn i hópi þeirra 11 kappa
Vals.sem færðu félaginu heim
iangþráðan sigur i
Knattspyrnumóti tslands árið
1930. En þá sigraði Valur i
fyrsta sinni i þessu merkasta
knattspyrnumóti landsins.
En Frimann átti og eftir að
vera með i þvi að fylgja slik-
um sigrum eftir á komandi
árum. En þáttur Frimanns
Helgasonar i sögu Vals, er
ekki aðeins tengdur sigrum á
knattspyrnuvellinum. 1 fé-
lagsstarfinu sjálfu lagði hann
fram sinn stóra skerf eftir þvi
sem árin liðu. Um árabil átti
hann sæti i stjórn félagsins,
bæði sem formaður og með-
stjórnandi. Þá var hann for-
maður fulltrúaráðsins svo ár-
um skipti og aðalritstjór Vals-
blaðsins um áratugi. Fjör og
lif einkenndi alla forystu Fri-
manns Helgasonar, þar var
maður i stafni , sem vissi vilja
sinn og stefni með liði sinu alls
ótrauður að settu marki.
Forystumaðurinn F'rimann
Helgason var dáður og virtur.
Dugnaður hans réttsýni og
traustleiki i hvivetna var
óumdeilanlegur. Drengskapur
hans var alltaf samur við sig
hvort heldur var i leik eða
starfi.
Auk starfa sinna i Val, lét
Frimann Helgason iþróttamál
almennt til sin taka. Hann átti
sæti i stjórn 1S1 um hálfan
annan áratug, auk þess sem
hann starfaði mikið i
ýmiskonar nefndum innan
iþróttasamtakanna. Þá var
hann iþróttablaðamaður um
30 ára skeið og sá fyrsti sem
hóf að rita að staðaldri i blað
um iþróttir.
En þrátt fyrir hið marg-
þætta starf Frimanns
Helgasonar á hinum breiða
vettvangi iþróttanna, var hon-
um ætið Valur efst i huga,
gengi hans á hverjum tima,
félagslega og iþróttalega.
Frimann Helgason var af
iþróttahreyfingunni heiðraður
á ýmsan hátt, svo sem að lik-
um lætur. Auk Vals-orðunnar
úr gulli var hann og sæmdur
gullmerki iSl og heiðursmerki
tveggja sérsambanda. KSÍ og
IRt, auk gullmerkis samtaka
iþróttafréttaritara.
Frimann Helgason, vinur og
félagi.Vér Valsmenn kveðjum
þig i dag, sem samferðamann
á vegamótum. Leiðir hljóta að
skilja um sinn. Vér kveðjum
þig með karlmennsku, þó oss
öllum sé harmur i huga.
Þakkir okkar og vinarkveðjur
fylgja þér eftir um leið og þú
leggur upp i hinzta áfangann.
Vér látum i ljós innilegustu
samúð okkár með konú þinni
og börnum og öðrum
ættingjum. Valsmenn munu
ætið minnast þin sem eins
bezta sonar Vals.
Knattspyrnufélagið Valur.