Þjóðviljinn - 08.12.1972, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 8. desember 1972
NOÐVIUINN
malgagn sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Giður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Sva var Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
SKIPTUM BYRÐINNI RÉTT
Rikisstjórnin vinnur nú að tillögugerð til
alþingis varðandi lausn á efnahagsvanda-
málum þjóðarbúsins. Valkostanefnd em-
bættismanna, sem undanfarnar vikur
hefur unnið að þvi að gera úttekt á þjóðar-
búinu, hefur skilað skýrslu sinni til
rikisstjórnarinnar, og er þar gerð nokkur
grein fyrir hvaða vanda er við að etja, og
bent á fjölmargar hugsanlegar leiðir, er
til greina koma.
Sá vandi, sem við er að glima, er fyrst
og fremst tviþættur, annars vegar er um
að ræða nauðsyn þess að tryggja afkomu
rikissjóðs og hins vegar rekstur út-
flutningsatvinnuveganna. Hér verður
rikisstjórnin að sjálfsögðu að hafa forustu
um pólitiskar ákvarðanir, það er að segja,
hvað eigi að spara, og hvar að afla þess
fjár, sem óhjákvæmilegt er.
Samkvæmt skrifum stjórnarandstöðu-
blaðanna undanfarið ætti almenningur að
eiga i vændum hrikalegustu árás á lifs-
kjörin, sem islenzk stjórnmálasaga siðari
ára kann frá að greina. Af langri og biturri
reynslu getur launafólk lika verið þess
fullvisst, hvaða úrræðum Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu
beitt væru völdin enn i þeirra höndum, og
vissulega verður fróðlegt að sjá hverjar
verða tillögur þeirra nú, ekki siður en
tillögur rikisstjórnarinnar.
Allar likur eru á þvi að afla verði 2-3
miljarða króna til að tryggja rekstur út-
flutningsatvinnuveganna og fé i rikissjóð
til þess m.a. að standa undir niðurgreiðsl-
um svo að verðbólgunni verði haldið i
skefjum. Þessa fjár verður væntanlega
aflað með þvi að skera nokkuð niður út-
gjöld fjárlagafrumvarpsins fyrir 1973, en
þar er gert ráð fyrir yfir 20 miljarða rikis-
útgjöldum og það sem þá vantar verður að
taka af þeim sem betur mega i þjóð-
félaginu, með sköttum af tekjum þeirra
eða eyðslu.
Ekki verður um það deilt, að á valda-
tima núverandi rikisstjórnar hefur kaup-
máttur láglaunafólks fyrir hverja vinnu-
stund vaxið um a.m.k. 25-30% og sam-
kvæmt samningum verkalýðsfélaganna
og opinberra starfsmanna er enn 6-7%
launahækkun framundan stuttu eftir
næstu áramót.
Þær kjarabætur, sem launþegasam-
tökin hafa i samvinnu við vinveitta
rikisstjórn tryggt láglaunafólkinu á
íslandi, eru mun meiri en nokkru sinni
fyrr á svo skömmum tima. Hér hefur átt
sér stað veruleg tilfærsla á fjármunum,
svo að nokkuð hefur rétzt af sá halli, sem
verkafólk varð jafnan að bera, meðan við-
reisnarstjórn Jóhanns Hafstein og dr.
Gylfa átti þess kost að eyða árangri verk-
falla og kjarabaráttu með lagaboði.
Það verkefni, sem rikisstjórnin stendur
nú frammi fyrir að leysa, er að tryggja i
raun þá kaupmáttaraukningu láglauna-
fólks sem samningar gera ráð fyrir, og
jafnframt að gangast fyrir framhaldi at-
vinnuuppbyggingar þeirrar, sem hafin er.
Siðast en ekki sizt hyggst rikisstjórnin
halda ótrauð áfram að beita sér fyrir
auknu félagslegu réttlæti i þjóðfélaginu,
en á skömmum valdatima hefur sú við-
leitni m.a. komið fram i stórauknum bót-
um almannatrygginga.
öll þessi mikilvægu markmið verður að
hafa rikt i huga nú, þegar gera verður
nýjar efnahagsráðstafanir, vegna þess, að
áætlanir um heildarafkomu þjóðarbúsins
standast ekki fyllilega, þar sem aflaverð-
mæti er minna en ætlað var og heildarvið-
skiptakjör okkar út á við hafa versnað.
Hér er ekki um neinn óyfirstiganlegan
vanda að ræða, en þeir sem hafa góðar
meðaltekjur eða meira verða þó að taka
þátt i að fleyta þjóðarbúskapnum yfir
þennan hjalla, svo að tryggð verði fram-
kvæmd gerðra kjarasamninga láglauna-
fólks og stjórnvöld þurfi i engu að hvika
frá boðaðri stefnu islenzkrar atvinnu-
uppbyggingar og aukins félagslegs
öryggis og jafnréttis.
a
51« fl lííll
þingsjá þjóðviljans
Fjórar þingsályktunartillögur
ræddar í sameinuðu þingi í gær
Kluttur l'uudur var i sameinuöu
þingi í gær.
ísl. flugmenn
atvinnulausir
Staðsetning
stjórnarráðsbyggingar
Sverrir llermannsson ma'lti
fyrir þingsályktunartillögu, um
staösetningu nýrrar stjórnar-
ráösbyggingar, en fyrsti flm.
tillögunnar er t:ilert Schram og
meöflutningsmenn ásamt Sverri
eru þeir Gövarö Sigurösson og
Gils Guömundsson.
Tillagan er áskorun á
rikisstjórnina um aö endurskoöa
þá ákvöröun. aö reist skuli nú
stjórnarráösbygging á lóö
rikissjóös viö Bankastræti, Skóla-
stræti og Amtmannsstig.
Sverrir minnti á aö 18 ár væru
nú liöin frá þvi ákvöröun var
tekin um byggingu nýs stjórnar-
ráöshúss á lóö rikisins á þessum
staö. Sagöi hann, aö andstaöa
heföi vaxiö á siðustu árum gegn
þvi aö byggingin risi á þessum
staö, og rakti ræðumaður þau
erindi, sem ýmsir aðilar og sam-
tök hafa sent opinberum aðilum i
þessu skyni. en meðal þeirra eru
Húsafriðunarnefnd og Arkitekta-
félag Islands.
Sagði Sverrir að það væri
skoðun flutningsmanna að með
tilliti til þess hve húsaröðin
austan Lækjargötu væri mikið
menningarverðmæti. þá bæri
stjórnvöldum að taka til
athugunar hvort ekki væri unnt
að leysa húsnæðismál stjórnar-
ráðsins á annan hátt.
Þyrluflug til Eyja
Ingólfur Jónsson mælti fyrir
þingsályktunartillögu, sem hann
flytur ásamt fjórum öðrum þing-
mönnum, en samkvæmt
tillögunni er rikisstjórninni falið
að hlutast til um að þyrla verði
fyrirhendi. sem geti flutt farþega
milli lands og Eyja, þegar ekki
eru skilyrði til flugs með venju-
legum áællunarvélum. Ræðu-
maður sagði að samkv. könnun
væru að meðaltali 85 flugdagar á
ári, sem ekki va*ri unnt að fljúga
til Eyja. Nefndi hann þyrlur
Landhelgisgæzlunnar sem mögu-
leika i þessu sambandi, og kvaöst
hafa rætt málið við forstjóra
gæzlunnar. Ingólfur sagði, að
ga’zlustörf yrðu vissulega að
ganga fyrir flugi með farþega.
Réttarstaöa tjónþola
v/ flugumferöar
Oddur olafssou mælti fyrir
lillögu. sem hann flytur um
réttarslöðu þeirra. sem verða
lyrir tjóni af völdum l'lugum-
feröar.
Rikisframlög til
jaröræktar
Pálmi Jónsson mælti fyrir
þingsályktunartillögu, sem hann
flytur ásamt tveim öörum þing-
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra mælti á
alþingi fyrir frumvarpinu um
fangelsi og vinnuhæli. Káð-
herrann gerði grein fyrir mcgin-
efni frumvarpsins sem miðar aö
þvi að rikið eigi og reki öll
fangelsi i landinu og sameinuð
séu i ein lög núgildandi lög um
rikisfangelsi og vinnuhæli og lög
um héraðsfangelsi. Einnig vék
ráðherrann að þeim nýmælum
öðrum, sem fraumvarpið boðar.
Benedikt Gröndal beindi þeirri
fyrirspurn til ráðherra, hvað liði
undirbúningi að byggingu rikis-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, en
með tillögunni er lagt til að stefnt
skuli að þvi að rikisframlög, skv.
II kafla jarðra*ktarlaganna, verði
greidd út á þvi ári sem fram-
kvæmdir fara fram á. Er lagt til
að þessu marki verði náð i áföng-
um svo fljótt sem verða má.
Þingmaðurinn* sagði. að við þær
breytingar. sem gerðar voru á
jarðræktarlögunum á siðasta
þingi, hefðu stofnframlög sem til
þessa hafa verið greidd út af
Landnámi rikisins verið felld inn i
jarðræktarlögin. Þessari
breytingu fylgdi það, að ákveðinn
hluti.eða 16%. þessara greiðslna
til bænda færi fram ári siðar en
verið hefur. Þetta væri að vissu
leyti skref aftur á bak, og óhag-
kvæmara fyrir bændur. Þing-
maöurinn vakti athygli á að hér
væri ekki um að ræða aukið fjár-
framlag, heldur aðeins tilfærslu á
fé milli ára.
fangelsis. Einnig tók Jóhann
Hafstein til máls og lýsti
stuðningi við frumvarpið.
Ráðherra gat þess að nú ættu
237 einstaklingar óafplánaða
fangelsisdóma, sem m.a. mætti
rekja til skorts á fangelsisrými.
Sem svar við spurningu Bene-
dikts sagði ráðherra að á sinum
tima heföi verið gerð frum-
teikning af 100 manna rikis-
fangelsi, sem ætlunin heföi verið
að byggja i einu lagi. Siðar hefði
þessum áformum verið breytt og
stæði nú til að byggja i áföngum 3
deildir þessa fangelsis.
Kélag isienzkra atvinnuflug-
manna hefur sent rikisstjórn eft-
irfarandi áiyktun.
Næsta
frumsýning L.R.
FLÓ
Á
SKINNI
Um helgina verða siðustu sýn-
ingar fyrir jól hjá Leikfélagi
Reykjavikur, Atómstöðin á
laugardagskvöldiö og á sunnu-
dagskvöldið Kristnihald undir
jökli, en það verður 160. sýning á
þessu leikriti. Barna- og
unglingaleikritið Leikhúsálfarnir
verðursýnt á sunnudagseftirmið-
daginn.
Næsta frumsýning Leikfélags
Reykjavikur verður milli jóla og
nýárs. Það verður franskur
hláturleikur, Fló á skinni.
Bíla undir
riddarana
BERN — Á þriðjudaginn
voru greidd atkvæði i neðri deild
svissneska þingsins i miklu
hitamáli. Þaö er hvort riddara-
lið eigi að hverfa úr svissneska
hernum og riddararnir að
flytjast yfir i brynvarða vagna.
430 þúsund manns hafa skrifað
undir áskorun til rikisstjórnar-
innar um, að riddaraliðið skuli
halda áfram að verja landið, en
þingmenn samþykktu með 20
atkvæða meirihluta aðsetja bila
undir riddarana. Riddararnir
eru 3 þúsund að tölu.
,,Á aðalfundi Félags islenzkra
atvinnuflugmanna, sem haldinn
var 23. nóvember 1972, kom fram
að félagsmenn hafa nokkrar
^hýggjúr af þeirri óheillaþróun,
sem orðið hefur i islenzkum flug-
málum, þar sem erlendum leigu-
flugfélögum hefur verið leyft aö
fljúga, nær hömlulaust, með is-
lenzka farþega til og frá Islandi, á
sama tima sem islenzkir flug-
menn hafa gengið atvinnulausir
og flugvélakostur hefur verið
fyrir hendi i landinu, til þess að
annast þessi verkefni.
Fundurin ályktaði þvi, að
skora á þislenzk stjórnvöld að
stemma stigu við þessari þróun ,
og gæta betur islenzkra hags-
muna”.
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið
Blaðburöarfólk óskast i
eftirtalin hverfi:
Hjaröarhaga
Skjól
Seltjarnarnes 1
Miöbæ
Breiðholt
Nökkvavog
DJODMHNN
simi 17500
Ríkið eigi og reki
öll fangelsin