Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. desember 1972 Hér er gömul og söguleg mynd af núverandi heimsmeistara. Fischer bíftur eftir aö Samuel Reshcvsky hefji leikinn. Myndin er tekin 1906 á móti í Kaiiforniu. Það mót vann Boris Spassky, en annar varð þá hinn bráðefnilegi Robcrt Fischer. Myndin cr af Guðmundi og aðstoöarstúlku þegar undirbúningur einvig- isins var i fullum gangi. Guðmundur G. Þórarinsson formaður SSÍ: Allar líkur á að Skáksambandið sleppi skuldlaust Það mun ekki ofsagt, að enginn viðburður hafi verið jafn mikið ræddur, og yfirleitt verið jafn mikið i sviðsljósinu hér á landi meðal almenn- ings, og heimsmeistara- einvigi þeirra Boris Spasskýs og Bobby Fischers i sumar er leið. Það var ekkert smáfyr- irtæki sem Skáksam- band íslands réðst i þeg- ar það tók að sér að sjá um þetta mikla einvigi, ,,einvigi aldarinnar,” eins og menn gjarnan kölluðu það. Enda varð það dýrt þegar öll kurl voru komin til grafar, og þvi settum við okkur i samband við Guðmund G. Þórarinsson, for- mann SSÍ, og spurðum hann hvernig fjármálin stæðu hjá sambandinu nú um áramót. Skuldum 1-1,5 miljónir — Já, það er von að menn spyrji, en i stuttu máli standa málin þannig að við teljum okkur skulda eina til eina og hálfa milj- ón kr. Þó er ekki vist að allir reikningar séu komnir inn. Ofan á þetta bætist, að Alþjóðaskáksam- bandið hefur haft samband við okkur og segir að það hafi lagt i mjög mikinn kostnað vegna ein- vigisins og vill að við greiðum þennan kostnað, sem mun láta nærri að sé um 700 þús. kr. Viö höfum rætt þetta hjá SSl og orðið sammála um aðSSI taki einhvern þátt i þessum kostnaði, en endan- leg ákvörðun hefur ekki verið tek- in. Allt bendir þetta til þess, að nokkuð þungt verði hjá okkur að ná endunum alveg saman, en þó er nú von til þess samt. Gefur ný bók ágóða? Við erum með ýmislegt á prjón- unum til fjáröflunar. Við erum til að mynda með útgáfu bókar, sem kom út i Bandarikjunum fyrir jól- in, þar sem einvigið er rakið og allt i kringum það. Við vonumst til að hagnast nokkuð á þessu, jafnvel allt að einni miljón. Þá er- um við að láta smiða 4 skákborð eins og það sem teflt var á og von- umst til að geta selt þau nokkuð hátt á uppboði. Jafnframt eigum við vörur, svo sem segultöfl og minnispeningaseriur, sem eru uppá nokkur hundruð þúsund kr. Áhugi á sigurvegaraseriu Þá má og geta þess, að mikið er þrýst á okkur um að gefa út sér- staka sigurvegarasériu. Við höf- um haft spurnir af þvi, að erlend- ir menn hefðu hug á að gera þetta, og við viljum gjarnan verða á undan þeim. Það stendur þvi til að við ráðumst i þessa út- gáfu, og hún gefur okkur eflaust nokkurn pening. Ef þetta heppn- ast, sem ég hef hér talað um, þá hygg ég að endarnir nái vel sam- an. Til þessa höfum við svo til eng- an styrk þegið hvorki af riki né borg, en hins vegar fengum við 600 þús. kr. lánaðar hjá rikinu i sumar og erum búnir að endur- greiða það. Að visu hefur menntamálaráðherra gefið okkur eftir allan skemmtanaskatt af Framhald á bls. 23 100 íbúðir í verka- mannabústöðum eru í byggingu á landinu Aö því er Sigurður Guð- mundsson framkvæmda- stjóri Húsnæðismálastofn- unar ríkisins sagði í viðtali við Þjóðviljann, var það einna merkast í íbúðabygg- ingum hér á landi á árinu 1972, að hafin var bygging margra ibúða í verka- mannabústöðum. Ekki færri en 100 ibúðir eru nú í byggingu i verkamannabú- stöðum á öllu landinu, og á Sauðárkróki hefur 12 íbúð- um þegar verið skilað full- frágengnum. Þá er von til þess, að lán Húsnæðismálastofnunar- innar muni hækka úr 600 þús. kr. í 800 þús. kr. á árinu 1973. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar mun á næsta ári skila tilbúnum um 250 íbúðum í Breiðholti. Verkamannabústaðir. Mjög viða á landinu var hafin bygging verkamannabústaöa á siðasta ári, og eru nú þegar til- búnar 12 ibúðir af þeim á Sauðár- króki, en að þeim frádregnum eru nú um 100 ibúðir i smiðuip i verkamannabústöðum á landinu öllu. Von er til þess, að hafizt verði handa um byggingu enn fleiri ibúða i verkamannabústöð- um á árinu 1973. Meðal annars i Vestmannaeyjum og Vopnafirði og ef til vill viðar. Þrátt fyrir þennan fjölda ibúða i verkamannabústöðum á landinu Sigurður Guðmundsson. er viða mikill húsnæðisskortur og gera þarf mun betur til að útrýma honum. Bygginganefnd fram- kvæmdaáætl. 250 ibúðir. Gert er ráð fyrir þvi, að Bygg- inganefnd framkvæmdaáætlunar skili á árinu 1973 helming þeirra ibúða sem eftir eru af þeim 1250 sem samið var um á sinum tima. Þegar hefur verið lokið við smiði um 700 ibúða þannig að rúmlega 500 eru eftir og helming af þeim á að skila á árinu 1973. Þá mun Breiðholt h.f. hefja byggingu á stórhýsi i Breiðholts- hverfi 2 á árinu og er þar um ibúðir að ræða, sem seldar verða með sama hættiog ibúðir þær sem Breiðholt h.f. hefur byggt við Æsufell i Breiðholti 3. Auk þessa munu svo byggingarsamvinnufé- lög og einstaklingar hefja ibúða- byggingar um allt land með svip- uðum hætti og verið hefur. Sig- urður Guðmundsson sagði, að þrátt fyrir þetta væri langt frá þvi, að ibúðaþörfinni væri full- nægt. Sem dæmi má nefna að i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.