Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 18
18. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Sunnudagur 31. desember 1972 „Komust í snertingu við 6. náttúruaflið: Svarta Jón M. Jóhannsson, bif- reiðastjóri að Alftamýri 52, hefur undanfarin sumur ekið með ferðamannahópa um landið. 1 ágúst s.l. ók hann með hóp af ungum Svium, sem höfðu safnazt saman til íslandsferðar. Ferðin tókst að þeirra dómi mjög vel, eða eins og Christer Westerdahl, ungur sænskur blaðamaður segir i fjöiritaðri skýrslu um ferðina: „Við fengum prýðilegt veður og við sameinuðum náttúru- öflin fimm: eld, is, haf, jörð og. dauða! ” manneskjur og komust i snertingu við sjötta náttúru- aflið: Svarta dauða. Hvers getur maður krafizt meir?” Christer Westerdahl sem skrifaði tvær faglegar greinar um iðnað landsins og ónotaðar orkulindir þess i fagtimaritið NY TEKNIK, sem er gefið út i nær 60 þúsund eintökum i Svi- þjóð, sendi Jóni mjög skemmtilegar teikningar úr ferðinni, sem við höfum fengið leyfi til að birta. 1. Teikningarnar voru bundnar skemmtilega inn og er þetta „forsiðan”. 2. Gefið i á Fjallabaksleið 3. Svamlað- yfir fljót 4. Liklega i Dómadal 5. Náttstaður á leið i Þórs- mörk 6. Þessi mynd táknar að bil- stjóra var illa við matseid inni i bilnum. 7. t Jökuldölum 8. Hér er billinn illa á sig kominn, oliusigti úr leik, og hópurinn leitar á náðir annars bils um stund. Islandia 31. VIII - 9. IX F rimerkj a- sýningin Islandia ’73 Framkvæmdastjórn Frf- merkjasýningarinnar tslandia 73, sem haldin veröur i Reykjavik dagana 31. ágúst til 9. september 1973, hefur nú auglýst eftir umsóknum um þátttöku i sam- keppnisdeild sýningarinnar. Eiga umsóknir að hafa borizt fyrir 1. marz 1973. Samkeppnisdeildinni verður skipt i eftirtalda flokka: 1. Heildarsöfn islenzkra frimerkja. 2. Söfn islenzkra frimerkja frá þvi fyrir 1900. 3. Söfn islenzkra frimerkja frá siðustu aldamótum. 4. Sérsöfn og rannsóknarsöfn, 5. Tegundasöfn, 6. Æskulýðssöfn. Sýningarnefndin hefur látið gera sérstakt merki fyrir sýninguna hjá Auglýsinga- stofunni h.f. Gisli B. Björnsson (teiknari Edda Sigurðardóttir), en einnig var leitað til tveggja annarra aðila um tillögur að merkinu. Alheimsklukkunni seinkað um sek. Hvar er klukkumamman á íslandi? Eftir hverju seturðu klukkuna þina ef hún gengur vitlaust eða stoppar? Eftir úri kunningjans? Eftir út- varpinu? Eða hringirðu kannski á Fröken klukku í 04? Hvaða tryggingu hefurðu fyrirþví, að þú fáir réttar upplýsingar? Þetta datt okkur i hug, þegar við lásum i fréttaskeyti NTB, að samkvæmt UTC-alheimstima (Co-ordinated Universal Time) Framhald á bls. 23 í RIFI Enskir hétu þeir áður fyrr, enskir heita þeir enn, ég spyr: á þessu aldrei að létta? Meðan á huldu brotna bein, bið ég aðeins um þetta: — að arfar minir eigi ei nein umsvif við bófa rétta. Pétur Sumarliðason Söfnun upplýsinga um tjón af stórviðri fyrir athugun á vind- og snjóálagi á mannvirki Á vegum Iðnþróunar- stofnunar íslands hefur að undanförnu verið unnið að athugun á vind- og snjóálagi á mann- virki, og i ljósi þeirra atburða, sem gerzt hafa hér á landi siðustu daga, er stórviðri gekk yfir landið, er þeim tilmæl- um nú beint til byggingaryfirvalda, að þau afli upplýsinga um tjón af völdum veðursins og sendi til úrvinnslu. 1 fréttatilkynningu frá Iðnþróunarstofnuninni kemur franyma., að reynslan hefur sýnt, að búast má við mun tiðari veður- ofsa hér á landi en t.d. annars- staðar á Norðurlöndum, en með meiri aðgát og tiltölulega litlum tilkostnaði megi vafalaust koma i veg fyrir margvisiegt tjón af völdum stórviðra. Vakin er athugli á, að staðall um vind- og snjóálag á byggingar verður gefinn út I janúar nk., og er þetta fyrsti staðall, sem gefinn er út um þetta efni hér á landi, ög þær kröfur, sem þar eru gerðar, eru nokkuð strangari en hingað til hefur tiðkazt. Vegna þess, hve mælistaðir hér á landi eru fáir og upplýsingar um tjón af völdum hvassviðra ónákvæmar og af skornum skammti, hefur þetta verk verið erfiðara en ella. Beina nú Iðnþróunarstofnun Islands, Skipholti 37, Rvík. og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti þeim tilmælum til byggingaryfirvalda á hverjum stað, að þau afli sem nákvæmastra upplýsinga um tjón af völdum nýafstaðinna hvassviðra, og ljósmynda, ef tök eru á, og sendi stofnununum til úrvinnslu Auk staðalsins um vind- og snjólag er nú i undirbúningi frumvarp að staðli um jarð- skjálftaálag á byggingar og skiptingu landsins í jarðskjálfta- áhættusvæði. Það eru verkfræðingarnir dr. Öttar P. Halldórsson og ögmundur Jónsson, sem undir- búa staðal fyrir álag á byggingar hérlendis, og hefur staðallinn fyrir vind- og .snjóálag verið undirbúinn i samvinnu við Veður- stofu Islands, einkum veður- fræðingana Flosa Hrafn Sigurðsson og öddu Báru Sig- fúsdóttur. Arósum 29/12 — Samtök hafnarverkamanna i Arósum i Danmörku samþykktu i gær að neita að afgreiða öll bandarisk skip sem kæmu til hafnar i borg- inni i mótmælaskyni við loftárás- irnar á Norður-Vietnam. For- maður félags hafnarverkamanna sagði i dag að engin bandarisk skip fengju afgreiðslu fyrr en hin- um viðbjóðslegu árásum yrðu hætt i Vietnam.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.