Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19.
Margrét Björnsdóttir:
ÍSLAND
HELDUR
ÁFRAM
AÐ
STANDA
Siðastliðið sumar
efndi hljóðvarpið til
þeirrar nýbreytni að
gefa fólki kost á að segja
i stuttu máli frá þeim
bókum eða þeirri bók
sem þvi var kærst. Hétu
þættir þessir „Við bóka-
skápinn”. Einn þeirra,
er þar kom fram og
kynnti eftirlætisbók sina
er Margrét Björnsdóttir
á Neistastöðum i Vill-
ingaholtshreppi. Margir
lesendur Þjóðviljans
hafa farið þess á leit að
erindi Margrétar verði
birt,og er nú loks um sið-
ir orðið við þeim óskum,
en Margrét veitti góð-
fúslega heimild sina til
birtingarinnar.
Bækur eru eitt af þvi sem ég
vildi sizt vera án. Þó er það svo,
að oft hafa önnur áhugamál og
heimlisannir valdið þvi, að ég hef
ekki hreyft bók dögum og jafnvel
vikum saman. En hafi bók orðið
mér svo nákomin, að sögusvið,
atburðir og fólk standi mér fyrir
hugskotssjónum, þá fylgir sú bók
mér i önnum dagsins eins og
minningar liðinnar ævi. Og á
sama hátt og mig skortir stund-
um skilning á þvi sem er að ske,
þó ég horfi á það gerast, les ég
stundum bækur sem ég skil ekki.
Ég stend bara og glápi eins og
ugla eða umbi með segulband, og
skilningurinn kemur ekki fyrr en
atburðir eða sögusvið verða mér
kunnugleg.
Ein af þeim bókum sem ég
skildi ekki, þegar ég las hana i
fyrsta sinn, var Atómstöðin eftir
Halldór Kiljan Laxness. Þá var
ég ungl. austan úr sveit og vann
i mjólkurbúð i Reykjavik. Atóm-
stöðin var mikið umtöluð og um-
deild bók þegar hún kom út, og af
meðfæddri forvitni og vegna þess
að á þeim árum þótti það sérstakt
merki um gáfur að lesa Laxness,
þá fékk ég bókina lánaða. Ég sá
strax, að annað hvort var bókin
vitlaus eða ég, og ég hélt það væri
bókin. Ég þekkti margar vinnu-
konur, en þær voru ekki jafn vit-
lausar og Ugla. Þær fundu á sér
hvenær átti að þegja og hvenær
tala, og þær létu ekki barna sig
fyrr en þær voru trúlofaðar. Og
þær sem fóru i spilatima áttu að
mæta á minútunni og fara án þess
að fá kaffi, hvað þá skorpin vfnir-
brauð. Ég hafði aldrei kynnzt
manni eins og organistanum, en
hann minnti mig á ömmu mina og
aðrar góðar gamlar konur, sem
ég hafði kynnzt. Þær stúlkur i
mjólkurbúð sem áttu börn og ég
þekkti, þær höfðu börnin heima
hjá mömmu og tengdamömmu,
og piltarnir þeirra heimsóttu þær
ekki i vinnuna, þvi að þeir voru að
vinna. Seinna kynntist ég stúlkum
sem áttu börn og voru i vandræð-
um, en það liðu mörg ár áður en
ég heyrði stúlku segja nokkuð,
sem liktist orðum Uglu: ,,Hvorki
kauplaus ambátt einsog konur
þeirra fátæku né keypt maddama
einsogkonur þeirrariku; þaðanaf
siður launuð hjákona; og ekki
heldur fángi barns sem mann-
félagið hefur svarið fyrir." Ég
þekkti fátæka bændur, sem áttu
útigangshross, en engum þeirra
datt i hug að byggja kirkju, og ég
þekkti marga bændasyni, en mér
fannst fráleitt að nokkur þeirra
fengi köllun til að gerast þjófur,
og aldrei hafði ég kynnzt fjöl-
skyldu eins og Búa Árlands, þar
sem allir voru dauðleiðir að drepa
timann, nema húsbóndinn var
önnum kaíinn við að selja og
græða og vasast i stjórnmálum til
að tryggja að sölugróðinn rynni
ekki til almennings. Svoleiðis
menn kannaðist ég jú við; ég vissi
að það er lélegur sölumaður, sem
ekki kann að hrósa sinni vöru og
koma þvi inn hjá fólkinu að vara
hans sé betri en hinna, og ég
vissi, að þessir menn töluðu oft
þveröfugt við það sem þeir vissu
sannast og réttast. En það hlutu
að vera takmörk fyrir þvi hvað
þeir vildu ganga langt i blekk-
ingariðjunni og sölumennskunni.
Stjórnmálamenn bókarinnar,
eigendur Snorraeddu hf., Búi Ár-
land, forsætisráðherrann og fleiri
stjórnmálamenn — þeir vildu
selja landið — svoleiðis menn
gátu ekki verið til. Það var útilok-
að, að nokkur hefði slikan
hugsunarhátt.
En það voru fleiri guðir en
mammon i Atómstöðinni. Þar eru
ýmis afbrigði af trú þeirra, sem
trúa á einn sannan guð og þann
sem hann sendi,Jesúm Krist. Og
það sem ég skildi verst og mér
gramdist mest i þessari bók var
meðferðin á guðstrúnni i lýsing-
unni af þeim guðnum Briljantin
og Benjamin. Þeir sögðust mega
allt og geta allt, af þvi að þeir
væru i beinu sambandi við guð og
sögðust hafa drepið mann til
hátíðabrigðis á jólunum. 1 fyrsta
lagi voru svona menn ekki til. I
öðru lagi, væru þeir til þá væru
þeir alls ekki látnir ganga lausir.
En svo las ég frásögn af þvi, þeg-
ar Bandarikjamenn fengu prest
til að leggja guðsblessun yfir
kjarnorkusprengjurnar sinar áð-
ur en þeir köstuðu þeim á Hiró-
sima og Nagasaki og brenndu
fólkið lifandi i guðsnafni. Þá
skildi ég að þeir ganga einmitt
lausir.
Og það fór svo, að þegar ég las
Atómstöðina öðru sinni, nokkrum
árum eftir að ég las hana i fyrsta
sinn, þá fann ég það helzt að bók-
inni, að i henni var of mikill sann-
leikur.
1 þessari bók fer saman góður
texti, mikil lifsspeki og hörð
ádeila, og það sem mér fannst
snjallast þegar ég las bókina aft-
ur var þetta með beinin og pipu-
hattajarðarförina til að draga at-
hyglina frá landssölunni. Það hef-
ur alltaf verið siður að benda fólki
i aðra átt meðan verið er að stela
„Menn með réttar skoðanir halda áfram að kasta sprcngjum og úða
með eitri yfir þjóð með rangar skoðanir og rangan litarhátt.”
Fyrst flutt
í útvarpinu
í þættinum
„Við
bókaskápinn. ”
— lagt út af
Atómstöð
Halldórs
Laxness.
af þvi. A þessumtima var það sið-
ur að benda mönnum á sólarlagið
i Vesturbænum, ef þeir kvörtuðu
yfir atvinnuleysi og of lágu kaupi,
og benda þeim á hvað Esjan væri
fallegt fjall, ef þeir kvörtuðu yfir
lélegu húsnæði. Og meiri hlutinn
kaus þá til að stjórna, sem áttu
heima i fallegum húsum og áttu
nóga peninga og gleymdu að
spyrja hvernig þeir væru fengnir.
Atómstöðin ber með sér, að höf-
undur hennar bindur miklar vonir
við kommúnismann. Siðari bækur
hans sýna að þar átti hann eftir að
verða fyrir vonbrigðum, vegna
þess að þeir hafa fallið i þá gryf ju
að takmarka skoðanafrelsið.
Skoðanakúgun er hvorki kapital-
ismi né kommúnismi. Á öllum
timum sögunnar hafa veraldlegir
og trúarlegir valdhafar kúgað þá
sem hafa rangar skoðanir. En
það er engin afsökun. Ekkert er
jafnviðkvæmt og vandmeðfarið
og frelsið. Mönnum, sem vantar
vinnu, finnst ekkert jafn frelsis-
skerðandi og atvinnuleysið. Og ég
gerði mér ekki grein fyrir hvað
skoðanankúgun var fyrr en ég og
unnusti minn lentum i þvi á at-
vinnuleysistima að vinna á Kefla-
vikurflugvelli. Þá fékk enginn
vinnu þar nema veita ýmsar per-
sónulegar upplýsingar; gefa upp
nafn á vini sinum og að hann væri
Framhald á bls. 23
Óskum viöskiptavinum okkar |
um land allt I
farsæls komandi árs
og þökkum ánægjuleg samskipti
á líóandi ári.
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS